Þjóðviljinn - 06.09.1959, Page 10

Þjóðviljinn - 06.09.1959, Page 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 6. september 1959 Sýning Flóka Framhald af 6. síðu. hann er fyrst og fremst undir áhrifum frá lífinu og skilur það á sinn hátt. Eins og marg- ir miklir listamenn t.d. Goya, dvelur hann við hryllínginn, hið ógeðslega sem svo er kall- að, en hann veit að það er ekkert til ógeðslegt í list eða iífinu nema lýgin, lífslýgin, hálfkákið, undirlægjuháttur- inn, hræðslan við þá sem ráða, hin lítilsigldu sjónarmið hins þægilega borgara sem aldrei er annað en þægilegur idjót og stendur gegn hverju því sem miðar fram. Flóki brýtur af sér hömlurnar, hann segir frá því sem hann sér, hann hefur möguleika til að skapa mikil listaverk ef allt gengur að óskum, stórkostlega satíru og verkefnin eru nóg, hið sjúklega íslenzka þjóðfélag, þar sem emámenni og dindlar skríða um eins og pöddur sem smámsaman éta upp undir- stöðuna svo allt hrynur, hér eru nóg verkefni fyrir lista- menn og skáld sern ættu að minnsta kosti að vera sam- mála um eitt; baráttu gegn þessu helvíti. Hér skal ekki rætt mikið meira um list Alfreðs Flóka, menn ættu að sk’reppa uppí Bogasal og sannfærast sjálfir, list hans er víðfeðm en á þó eftir að verða enn víðfeðmari, hún er djörf en á þó eftir að verða enn djarfari, ég lilakka til að sjá í framtíðinni risa- stórar myndir hans, bitrar og miskunnarlausar, ísmeygilega háðskar og sannfærandi. Jóhann Hjálmarsson. Kandidatamótið Framhald af 2. siðu. Friðrik Ólafsson alls hafa teflt 17 skákir við þessa keppinauta sína. Flestar hefur hann teflt við Gligoric eða 5. 1 Hastings 1957 vann Glig- oric, í Dallas sama ár vann Gligoric sömuleiðis aðra skák- ina en hin varð jafntefli. í Portoroz í fyrra sigraði Frið- rik en Gligoric í Ziirich í sum- ar þannig að vinningar eru 3y2:1V2 Gligoric í hag. Við Benkö hefur Friðrik teflt 4 skákir og hlotið 1)4 vinning gegn 2V2. Benkö vann fyrstu skákina á Heimsmeist- aramóti stúdenta hér í Reykja- vík 1957. Á tveim mótum hér heima sama ár skildu þeir jafn- ir, í Hafnarfjarðarmótinu og Stórmóti Taflfélagsins og loks varð jafntefli hjá þeim í Port- oroz. Við Tal hefur Friðrik teflt 3 skákir og hlotið einn vinning gegn tveimur. Þeir skildu jafn- ir á Heimsmeistaramóti stúd- enta í Reykjavík 1957 og sömu- leiðis í Portoroz en í Ziirich vann Tal. Við Fischer hefur Friðrik teflt tvær skákir, vann í Portoroz en tapaði í Ziirich. Friðrik hefur aðeins teflt eina skák við hvern hinna keppendanna, við Petrosjan í Portoroz, Smisloff í Moskvu sl. vetur og Keres í Zúrich. Hafo þær skákir allar orðið jafn- tefli. Massonite Trétex Væntanlegt. Mars Trading Company, Klapparstíq 20. — Sími 1-73-73. China Reconstructs Kínverskt mánaðarrit á ensku. I tilefni 10 ára afmælis kínverska lýðveldisins verð- ur oktoberhefti þessa vinsæla tímarits 60 blaðsíður, þ.e. 20 blaðsíðum stærra en endranær. Birtast þar greinar eftir fræga kínverska höfunda og sérfræð- inga, sem lýsa þróun þessarar 650 milljóna þjóðar síðasta áratuginn. Meðal efnisins verða ritgerðir eftir Soong Ching Ling, ekkju Sun Yat-sen forseta og May Lan-fang heims- frægan kínverskan leikara. Ennfremur greinar um kínversk læ'knav’ísindi, íþróttir, fornleifafundi o. fl. o. fl. 6 blaðsíður með fögrum litprentuðuin myndum auk fjölda annarra mynda. Áskriíendur íá ritið mánaðarlega sent beint frá Kína. Verð árgangsins er kr. 35,00 (Tveir árg. kr. 65.00) sem greiðist við pöntun. PANTIÐ BITIÐ STBAX í DAG. ------- PÖNTUNARSEÐILL -------------------------- KÍM, PÓSTHÓLF 1272, Reykjavík. Sendið mér tímaritið China Reconstructs. Áskriftar- verið kr ........ fylgir í póstávísun. Nafn ....................................... Heimili ..................................... SJÓMENN athugið að til sölu er ca: 45 rúmlesta bátur, smíða- ár 1948. — Bátur og allur vélbúnaður ný yfirfarinn. Vél: AIPHA — DIESEL 3ja ára. Báturinn er fullbúinn til veiða fyrir n.k. vetrarvert'íð Mjög hagstæð kjör (sama og engin útborgun) fyr- ir duglega sjómenn, sem vildu gera bátinn út frá einni af beztu verstöð\®m landsins og leggja aflann upp hjá seljandanum. Öll aðstaða í landi mjög góð. Þeir sem óska frekari upplýsinga hringi í 17 - 500 virka daga. 2ja til 3ja herbergja íbúð óskast sem fyrst. — Má vera í Kópavogi. Upplýsingar í Gróðrarstöðinni Alaska við Miklatorg, eftir kl. 1 í dag. — Sími 19 - 775. VERKTAKAR Tilboð óskast í lagningu skolpveitu í þorpinu Álafoss. Útboðslýsingar má vitja gegn kr. 500.00 skilatrygg- ingu til oddvita Mosfellshrepps að Blikastöðam eða á Teiknistofu Ásgeirs H. Karlssonar, Vonarstræti 4, næstu kvöld — kl. 5 til 7. Tilboðin verða opnuð að bjóðendum viðstöddum í Félagsheimilinu Hlégarði, Mosfellssveit, laugardaginn. 19. sept. — kl. 4 s'íðdegis. # '• Oddviti Mosíellshrepps. Hafnfirðingar — Hafnfirðingar Karlakórinn Þresti vantar söngmenn. Aðallega tssiéra. Upplýsingar hjá Þórði B. Þórðarsyni í símum 50- 325 og 50 - 083. PETROF i EINKAUMBOÐ- MARS TRADING COMPANY KLAPPARSTÍG 20 SÍMI 1 73 73

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.