Þjóðviljinn - 11.10.1959, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.10.1959, Blaðsíða 5
Sunnudagnr 11. október 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (5 i Skákþóltur Kaupgjaldsbarátta — kosningar Framhald af 4. síðu hann niður á d4 og heldur um leið opinni svörtu horna- línunni fyrir biskupinn. 10. Ke—eö Friðrik sér þann kost vænst- an að reyna að hindra þessa þróun, og jafnast nú taflið allmjög og er þó staða svarts nokkru rýmri. 10. ----Rxe5 11. Rxe5 Bxe5 12. Bxh6 Dd7 13. Ha—dl f6 Keres verður að hróka á heldur óvenjulegan en í þessu falli öruggan hátt. 14. b3 Kf7 15. e3 b5 Sérhver tilraun svarts til að Ocróa inni biskupinn með — — g5 yrði Friðrik kær- komin, iþað sem það gæfi honum færi á að rífa upp taflið sér i hag með f4. 16. De2 Bc3 17. h4 Hh—d8 18. Iíh2 Kg8 Þar er hrókunin fullkomn- uð. 19. e4 Friðrik reynir að færa út peðagirðinguna til að auka landrými sitt, en þann ókost hefur þó þessi leikur að d- peðið verður nú endanlega bakstætt og auk þess fær svartur „holu“ á d4. 19. ------ Hc6 Keres grípur tækifærið til að koma hrók sínum til meiri áhrifa. 20. Bf4 20. e5, Ha6 væri auðvitað gagnslaust. 20. ------Ha6 21. Be3 Bd4 22. Bcl Eftir skipti á svörtu bisk- upunum yrði stöðuveila hvíts enn tilfinnanlegri. 22. Kg7 23. f4 Nú lendir Friðrik í kreppu en hinsvegar er staða hans þegar lakari og erfitt að benda á fullnægjandi leið. 23. — — Bg4 24. Bf3 Bxf3 25. Hxf3 Dg4 26. Kg2 Betra virðist 26. Hf2 og taka hrókinn þannig úr lepp- stöðunni. Ef að líkum lætur er tímahrak nú þegar farið að gera vart við sig. 26. — — Bc3 27. Be3 Bd4 28. Bcl e5 29. f5 gxf5 30. exf5 Kh8 31. Dd2 H,g8 32. Hel Friðrik telur sig hafa eitr- að h-peðið, en Keres er ekki sömu skoðunar. 32. Dxh4 33IIhl Svart: Friðrik ABCDEFGH ABCDEFGH Hvítt: Gligoric Þetta er kritisk staða. í tímahraki. Hvert skyldi drottningin fara ? Á g4 eða g5. Aðra reiti á hún ekki til umráða. 33. ------------ Dg5! Eitrið var þá svikið eftir allt saman! Er Friðrik lét 'h-peðið af hendi hafði hon- um yfirsézt þessi möguleiki svarts og aðeins reiknað með 33. — — Dg4, sem gæfi hvít- um færi á að máta í öðrum leik með 34. Hxh7f og síðan 35. Dh6 mát. Keres hugðist fyrst leika 33. -— — Dg4 en áttaði sig á s’ðustu stundu og sneiddi hjá fallgryfjunni. 34. De2 Dg4 35. a3 Hc6 • 36. Iífl c4! Molar gjörsamlega stöðu hvíts, enda er.nú örskammt til leiksloka. 37. dxc4 bxc4 38. bxc4 Hxc4 39. Bd2 Eða 39. Bh6, Hc2! 39. ------Hc2 40. Kg2 e4 Og Friðrik gafst upp. Framhald af 7. síðu. á það væri bætandi. En eklti, bar á öðru, Iha’d, Fiamsókn og krrJar skriðu sama.i í svo- kallaða þjóðstjcrn og fram- kvæmdu gengislækkun og bundu kaupgjaldið jafnframt því, þannig að um næstu ára- mót skyldi byrjað að borga dýrtíðaruppbót, en þó skyldi ekki nema hluti hinnar raun- verulegu dýrtíðar verðbættur. Við munum held ég þá harð- vítugu baráttu, sem svo var háð um áramótin 1940—41 til þess að hririda þassum þræla- lögum, við munum hvernig forvígismenn verkalýðsins voru hnepptir í fangelsi fyr- ir að bera út dreifibréf til hersins, sem hér var þá einn af vinnuveitendum þar sem skýrðar voru kröfur verka- lýðsins og hið raunverulega eðli verkfallsins. Verkalýðurinn bar s’gur af hólmi, eftir harðvítugt verk- fall fékk hann kröfum sín- um framgengt. Og þannig hef- ur þetta gengið síðan, dýrtíð- in hefur vaxið og verkalýð- urinn hefur svarað með kaup- hækkun, sem oft hefur þurft að berjast fyrir með margra vikna verkfalli. Ég efast ekki um það áð enn um ókomna framtíð mun verkalýður ís- lards vera þess umkominn að hrinda öllum þeim kjaraskerð- ingum er framkvæmdar verða af afturhaldinu með verkföll- um. En mér finnst það hræði- leg skammsýni að okkur skuli ekki enn vera það Ijóst, að allt þetta sem við erum marg- ar vikur að vinna með verk- föllum getum við unnið með einu pennastriki á kjördag. Eigum við nú ekki einu sinni að standa saman gegn þeira kjaraskerðingum, sem áreiðan- lega munu koma eftir kosn- ingarnar, ef Alþýðubandalag- ið eykur ekki fylgi sitt t'l muna. Ég vil heita á a'lar húsmæður, sem áður hafa hugsað að þeim kæmu stjórn- mál ekki við, að . endurskoða afstöðu sína og vita hvort þær að þeirri endurskoðun af- staðinni verða ekki sammála um það að kjósa þann eina flokk, sem ætíð hefur staðið vörð um kjör hinnar vinnandi alþýðu í þessu landi — banda- lag hins vinnar.di fólks — Al- þýðubandalagið. Hfvinna Fast starf heldur áfram. Nýjar kápur og dragtir seldar með niðursettu verði. Einnig Mohar-kápur og efni. —Úrval af ódýrum fermingarkápum. KÁPUSALAN, Laugavegi 11. (efstu hæð til liægri) simi 15982. Skýrsiuvélar ríkisius og Reykjavíknrbæjir m þarfnast starfsfólks, sem vill læra meðferð á rafskýrsluvélum og starfa að stjórn þeirra. Starfið er mjög fjölþætt og krefst nákvæmni og raun- sæis auk viljans til að "nema. Nokkur enskukunnátta og reikningsgeta er nauðsynleg. Lágmarksmenntun er gagnfræðapróf eða tilsvarandi, en meiri menntun æskileg. Velmenntuðum manni er opnuð góð framtíðarbraut með þessu starfi. Laun verða 3amkvæmt launaflokkum Reykjavíkurbæjar í sam- ræmi við menntun, hæfni og aldur. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist SKÝRSLUmUM. íSkúlagötu 59. — Sími '1 98 20. IBM iBM Framtíðarstarf — Sérnám Vaxandi vélakostur IBM á Islandi þarfnast aukinnar þjónustu. Við viljum því ráða ungan mann, sem hefur þekkingu og áhuga á „electronic“. Æskileg menntun væri rafmagnsdeild Vélskólans eða hliðstæð þekking., Nokkur kunnátta í ensku og einu Norðurlandamáli nauðsyn- leg. — Skrifleg umsókn með sem fyllstum upplýsingum sendist til OTTð A. MICHEISEN. Laugavegi 11, Reykjavík. leniti dais í einkatímum Eljót kennáluáðferð. Kenni gömlu og nýju dánsáná á 5 tímum. SIGUBSUB GUÐMUNDSSðN áunkcuui Laugavegi 11, sími 15982. Tímarit Máis og 2. hefti 1959 er komið út. Efnisyfirlit: Halldór Kiljan Laxness: Einn af jógínum verksina Jóhannes úr Kötlum: Yggdrasill Jakob Benediktsson: Jón Helgason sextugur Hannes Sigfússon: Þjóðlíf Jóhannes úr Kötlum: Um íslenzka ljóðlist Dagur Sigurðarson: Tvö kvæði Hermann Pálsson: Islenzkar forsögur erlendis Guðbergur Bergsson: Hraunið úr Öskufjalli Ævar R. Kvaran: Nokkur orð um íslenzkan framburð Bai Ju-yi: Höfðingjabragur Gunnar (Benediktsson: Guðrún í Gesthúsum A. P Tsjékhov: Um skaðsemi tóbaksins Nicolas Guillen: Kúba 1959 Thov Vilhjálmsson: Veröld sem var Umsagnir um bækur Ritstjórnargreinar Tímaritið hefur verið póstlagt til umboðsmanna félagsins. Félagsmenn í Reykjavík vitji þess í BókaMð Máls og menningar, 'Skólnvörðustíg 21.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.