Þjóðviljinn - 30.10.1959, Page 11

Þjóðviljinn - 30.10.1959, Page 11
Föstudagur 30. október 1959 — ÞJÓÐVILJINN (11 cuGt VICKl BATJM: o: í -J ÞITI ER MITT Schreckenbacher skrifar nú skemmtilega í dálkinn, finnst þér ekki? Jú, hann er fyndinn, svaraði frú Huysmans. Veslings Mary! Þetta var í fyrsta skipti sem þetta nafn var nefnt milli þeirra, eftir að ósköpin komu fyrir í sambandi við heitrofin. Veslings Mary hefur aftur valdið opinberu hneyksli. Það er viðbjóðslegt, sagði Huysmans með nístandi kulda í röddinni. Móðir hans brosti með umburðarlyndi í svipn- um. Það er nú of mikið sagt. Hún lét þó ekki skjóta sig með glöðu geði, eða hvað? —- N'éi, en hún gffti sig aftur'af eigifi' hvötúm. Og hví- líkt val! Þú ættir bara að sjá þá manntegund, sem hún hefur valið sér! F'yrsti maðurinn hennar var úrkynjaður, drykkfelldur kommúnisti. Og þessi er — já, hann líkist einna helzt knattspyrnumanni. Frummaður, graðhestur — fyrirgefðu orðbragðið, mamma. Hvernig heldurðu að mér líði, þegar fyrrverandi unnusta mín giftist nýjum manni á missiris fresti? Það er eins og ástalíf kanínu — hreinn viðbjóður. En þú hefur alltaf borið blak af henni. — Já, mér hefur alltaf þótt vænt um hana og hún ávann sér virðingu mína þegar hún neitaði að giftast þér. Hún er góð og heiðarleg kona. IJún hefði getað gifzt auðæfum þínum og fengið sér elskhuga á missiris fresti en ekki nýjan eiginmann. Varla hefðirðu kosið það, drengur minn. — Mér hefur aldrei dottið neitt þvílíkt í hug, og ég hef enga löngun til að ræða slíkt. Huysmans fann til reiði í garð móðurinnar, sem hann hafði leitað hjálpar hjá en tók nú afstöðu gegn honum. Hann leit á klukkuna og reis á fætur. Ég verð því miður að fara núna, mamma. Ég þarf að mæta á fundi klukkan hálffjögur. — Ætlarðu að borða kvöldverð með mér? spurði frú Huysmans og leit rannsakandi augnaráði á rjótt og þung- búið andlit sonarins. — Nei, þökk fyrir mamma, ég held ekki. Ég er dálítið slæmur í maganum. Sennilega fer ég til Ostruvíkur á eftir og reyni að ná upp einhverju af þeim svefni, sem ég hef farið á piis við. — Alan, sagði frú Huysmans, þegar hann var kominn út úr dyrunum. Heldurðu ekki að þér liði betur, ef þ»ú sendir blóm á sjúkrahúsið? — Nei, alls ekki. Þess konar kurteisi er mér ekki lagin. — Hvaða vandræði, drengur minn. Ég hringdi nefnilega yfir í Ostruvík í morgun og bað Ohmsted að skera þrjár tylftir af Maggie Vandenholt rósunum þínum og senda Mary þær. Jæja, við sjáumst aftur á morgun. Dagurinn dragnaðist áfram. Fleiri fundir, fleiri ráð- stefnur, mikilvæg viðtöl við lögfræðinga, bankastjóra og aðalritstjóra — og allt í einu var þetta allt orðið tilgangs- laust. Meiri höfuðverkur, auknar kvalir í hnakkanum og þjáningin var löngu orðin óbærileg. Fáein ský en engin rigning. — Hvernig líður þeim gamla? spurði Jenkins blaða- manninn Schreckenbacher, sem kom út úr hinu allra- helgasta. — Bölvanlega. Hann er eins og rotta sem búin er að éta eitur. — Og það er varla við að búast að þeirri rottu líði vel, sagði Jenkins. Skömmu eftir klukkan fjögur fór Huysmans burt af skrifstofunni og skildi allt eftir hálfklárað. — Til Ostruvíkur, Wallace, sagði hann, því að hann hafði fengið þá hugmynd að létt hafgolan væri einmitt það sem gæti bætt líðan hans. En hann var veikur mað- ur, sem snýr koddanum við í sífellu til að fá fróun. Umferðagnýrinn á Queensborough bhúnni var þjökuðu höfði hans ofraun, og nú hafði ný tilfinning bætzt við ■— það var eins og hörð kúla hefði troðizt inn í kropp hans, milli hjartans og magans. — Snúið við og akið aftur í klúbbinn, skipaði hann. — Já, herra Huysmans, sagði Wallace auðmjúkur og ók áfram — hann gat ekki snúið við á miðri brúnni. —» Heyrðuð þér ekki til mín? Snúið við undir eins! hrópaði Iiuysmans í reiði og örvæntingu. Wallace ók yfir brúna, sneri við, og Huysmans varð aftur að umbera hinn djöfullega hávaða, meðan þeir óku aftur til Manhattan. Nú fannst honum klúbburinn vera hið eina friðland. Hann andaði djúpt, þegar hann gekk inn í friðsælt anddyrið — eða réttara sagt, hann langaði til að anda djúpt, en hann komst að raun um að rifbeinin gáfu illa eftir og lungun létu illa að stjórn. En hér var kyrrlátt og ekki eins heitt og úti á götunni, þótt loftið væri ekki eins gott og á loftkældri skrifstofu Huysmans. Hann varð dálítið óánægður, þegar hann sá að ókunnugur maður sat í eftirlætisstólnum hans, og andartak velti hann fyrir sér,, hvort hann ætti heldur að fara á skrifstofuna aftur og leita hvíldar 1 vinnu sinni. Þar þurfti hann að minnsta kosti ekki að hafa áhyggjur af hvað fólk sagði og hugs- aði um hann. Hér í klúbbnum fann hann rannsakandi augnaráð klúbbfélaganna hvíla á sér, forvitnisleg og misk- unnarlaus. Þegar hann gekk framhjá stóra blaðaborðinu, þar sem nýjustu dagblöðin lágu, var harn sannfærður um að tveir mannanna sem þar stóðu, væru að ræða um hann. Báðir voru úr hans árgangi — Yale 1916 — báðir voru með gervitennur, sem hann hafði ekki til allrar hamingju, og andlit þeirra loguðu af meinfýsi. Hann heyrði þá nefna nafn Marylynns, hann lagði við hlust- irnar og gekk hægt framhjá þeim, en gætti þess jafn- framt að þeir sæju hann ekki. En þeir voru alls ekki að tala um hann. Þeir voru að tala um Dale Corbett og í fyrsta sinn á þessum ömurlega degi kom dálítið ánægju- legt fyrir. — Ég þori að veðja að Corbett er búinn að vera, sagði annar þeirra. Og ef þeir ætla að bjóða fram þvílíkan erkiasna, þá er það.okkur í hag. — Maður sem getur ekki haft betra lag á einkamálum Leikför Bandakgs leikfélaga Framhald af 12. síðu. urinn notið ágætrar fyrirgreiðslu forráðamanna þeirra leikfélaga, sem heimsótt voru. Þóra Borg kvað val viðfangsefna fyrst og fremst háfa byggzt á því, að unnt yrði að hafa leiksýningu á þeim stöðum, sem minnst eru leiksvið; einnig hefði verið tal- ið heppilegt að sýna leikrit af léttara taginu — og þó ekk-i farsa — þar sem tilgangur far- arinnar var sá fyrst og fremst, að sækja heim þá staði sem helzt verða útundan við ferðir stærri leikflokka og þar sem áhorfend- ur eru leiksýningum óvanir. Taldi leikstjórinn að leikritaval- ið hefði að mörgu ieyti tekizt vel, enda áhorfendur undantekn- ingarlaust verið ánægðir með að æft er á þess vegum ákveðið leikrit til flutnings hjá hinum ýmsu bandaiagsfélögum. Að þessu sinni var ekki unnt að heimsækja Vestfirði, en eins og fyrr segir verða á næstunni haldnar nokkrar sýningar hér sunnanlands, sú fyrsta í Njarð- vikum n.k. sunnudag. í bandalagi isl. leikfélaga eru nú 63 félög, leikfélög og önnur félög sem hafa leikstarfsemi á stefnuskrá sinni. Formaður bandaiagsins er Sigurður Krist- insson í Hafnaríirði, en aðrir í stjórn Ólafur Jóhannesson og Þóra Borg. Varastjórn skipa Er- lendur Blandon og Magnea Jó- hannesdóttir. Fjársöfnun Átökin um stefnu Framhald af 10. síðu. þegar hann mælti fyrir til* lögu sinni, að margir þeir, sem í þingflokknum hefðu greitt atkvæði með brottvikn- ingu úr honum, væru mót- fallnir brottrekstri Bevans úr flokknum. Gaitskell dró þau orð hans í efa og kom til orðasennu milli þeirra. En Morrison og Gaitskell voru báðir samþykkir brottrekstri. Þegar til atkvæða kom, var tillaga Attlees samþykkt með 14 atkvæðum gegn 13. Sumarið 1955 fóru fram al- mennar þingkosningar í Bret- landi. íhaldsf!okkurinn jók meirihluta sinn. Að kosning- um loknum, þegar Verka- mannaflokkurinn fór aftur að huga að innanflokksmál- um . ínum, höfðu aðstæður gcrbreytzt. Deakin var látinn. Eftirmaður Deakins lézt einn- ig nokkrum mánuðum síðar, en við tók þá maður úr vinstri armi flokksins sem að- alforystumaður stærsta verka lýðsfélags Bretlands. Horfnir voru einnig úr forystu verka- lýðsfélaganna, höfuástuðn- ingsmenn Deakins tveir, þeir Lawther og Withranson. I kosningunum til stjóhnar þingflokksim drógu ýmsir af elztu forystumönnum flokks- ins sig í hlé, meðal þeirra Dalton. Við það efldist vinstrí armurinn hlutfallslega. Undir árslok 1955, lét Attlee af starfi sínu sem leið- togi flokksin-, en eftirmaður hans var kjörinn Gaitskell. Á flokksþinginu 1956 var Be- van kosinn gjaldkeri flokks- ins. Á þingi Verkamanna- flokksins 1957 í Brighton tókust sættir með Bevan og Gaitcke’l og eftir það hjöðn- uðu deilur vinstri og hægri arma flokksins. Nokkru síðar var Bevan skipaður talsmað- ur Verkamannaflokksins í ut- anríkismálum. Eftir átök, sem sþaðið höfðu í áratug var komið meira jafnræði milli vinítri og hægri arma flokks- ins en verið hafði síðan 1945. — alter ego. ★ f'’'-" -' um alllangt skeið hinn -icnsti þe;rra pistla, sem birzt hafa að undanfÖrnu : um enskar bækur hér í blaðixiu). sýningarnar. Þóra Borg sagði, að sviðsút- búnaður margra hinna nýju fé- lagsheimila væri mjög ófullkom- inn, enda þótt þau væru að öðru leyti hinar glæsilegustu bygg- ingar. Væri engu líkara en þeir, sem séð hefðu um byggingu hús- anna, hefðu gleymt því að þau ættu líka að vera leikhús, en ekki eingöngu dansstaðir. Úr þessum ágöllum þyrfti nauðsyn- lega að bæta, ættu félagsheimil- in að geta skapað áhugamönn- um dreifbýlisins möguleika til leikstarfsemi. Leikförin um Austur-, NorðUr- og Vesturland í haust er sú Framhald af 12. síðu. Fjársöfnun verður hér í Reykjavík við messur á sunnudaginn, og prestar úti á landi munu einnig gangast fyr- ir samskonar fjársöfnun. Bisk- up:skrifstofan tekur ennfremur móti framlögum þeirra og dag- blöðin munu einnig gera það. Nauðungarflufningai ^ramhald af 1. síðu. beldi stjórnar landsins, sem beita skefjalausri og vaxandi kynþáttakúgun. Blökkukonur hafa haft forustuna um rétt- indabaráttu hinna blökku Fréttabréf ci,, 'ii.. i aí 6. síðu Sme’.lir ljósmyndárans heyrast nú ekki lengur í næt- urvagninum, blaðamenn eru farnir að sýna á sér fai'ar- snið. Um hvað eigum við að spyrja þá Petrosjan og Tai? Þótt mótinu sé ekki lokið, eru ýmsir farnir að velta fyr- ir 'sér úrsUtum í líklegu ein- vígi þeirra Botvinniks og Tals. Og nú minnumst við orða Keresar um það leýti sem þeir Tal voru efstir 'og jafnir. „Gegn manni með svo vísindalega uppbýggihgu byrjunarinnar og íhkfétt a. taflmennsku yfirleitt, éihs ;iog' Botvinnik sýnir, getuf Tal naumast mikið gert.“ En skóðanir eru nú sjálfsagt skiptar. Tal er mjög fíjótur að sjá og leika. Bðtvinnik mundi vafalaust oft lci-.da f tímaþröng, ef af slíkú einvlgi yrði, og þá gæti ýmisTégt gerst. En vi ðskulum héyra á- lit fleiri manna. fyrsta sem Bandalag ísl. leikfé- þjóðflokka, ceih eru yfirgnæf- lagá gengst fyrir á þann hátt andi meirihluti þjóðarinnar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.