Þjóðviljinn - 31.10.1959, Síða 9

Þjóðviljinn - 31.10.1959, Síða 9
4)' — ÓSKASTUNDIN Lárétt og lóðrétt ORÐAÞRAUT í vor höfðum við í ! b'aðinu létta orðaþraut fyi ir yngri lesendurna, það var byrjunarkennsla í því að ráða krossgát- ur. Margir hafa sent okk- ur orð og óskað eftir að fleiri slíkar kæmu í blaðinu. Við viljum gjarnan verða við óskum ykkar. Þessi orðaþraut er talsvert flóknari en hin, þó eigið þið öll að geta ráðið hana. 1. Þegar vorið er liðið kemur.... 2. Hann er kærkominn. 3. Það er búið að leysa hann. 4. Það eru stórar kerl- ingar, sem búa í hell- um. Klippmyndir Framhald af 1. síðu. er hvítur með svartan kjarhma. Vertu sæl, Sæbjörg Jónsdóttir, 8 ára. Þetta var bréfið, en myndina fáið þið að sjá seinna. Hún er klippt í silkipappír innan úr síg- arettupakka, og er mjög góð. Við viljum ekki að svo stöddu segj a neitt um það hverjir fá verð- launin, því við vonum að enn fleiri sendi myndir. 5. Það er merki sem eru á leiðunum í kirkju- garðinum. 6. Það er í ánni við fossa og flúðir. 7. Það er karlmannsnafn og er ráðningin á þessari gátu: Þekkti ég mann á þeirri braut þandi kálfa báða. Vatnaskratti, þjófaþraut, þú munt nafnið ráða. Þegar búið er að finna öll orðin má lesa lóðrétt fyrstu línuna (fyrsta staf- inn í öllum orðunum) og það er nafnið á barna- riti Sumargjafar, sem selt er á Sumardaginn fyrsta. SKRITLUR Elsa: Það eru tveir hlutir, sem koma í veg fyrir að þú getir talist góður dansari. Andri; Hverjir eru það? Elsa; Fæturnir. „Hvernig myndi yður líða, ef þér yrðuð að hlusta á börnin yðar emja eftir brauði?“ spurði betl- arinn. Heimilisfaðirinn stundi mæðulega. „Þá myndi mér líða dásamlega vel“, svaraði hann. „Það væri sannarlega tilbreyting, því þau emja allan dag- inn eftir súkkulaði". Viðskiptavinurinn: Fíla- beinsaskjan, sem ég keypti hjá yður um dag- inn, er úr gervibeini. Kaupmaðurinn: Það er óskiljanlegt — nema þá að fíllinn hafi verið með gervitönn. » Hún: Ef við lendum skipreika, hvort mynd- irðu bjarga fyrst börn- unum eða mér? Hann; Mér! Laugardagur 31. okt. 1959 — 5. árg. — 35. tbl. Ritstjóri Vilborg Dagbjartsdóttir — Útgefandi ÞjóSviljinn CR KLIPP- MYNDA- SAM- KEPPNINNI Það er réttur mánuður þar til samkeppninni lýk- ur, eða þann fyrsta des- ember. Verðlaunin verða hæfilegur jólaglaðningur handa þeim, sem þau hreppa. Þátttaka er mjög góð og við höfum fengið þegar yfir 30 myndir, þær koma að austan, vestan, norðan og sunnan. Enn eru það börnin í sveitun- um, sem senda flest bréf- in. Einkar fallegar .mynd- ir fengum við j frá stúlku á Berufjarðarströnd, einnig skemmtilega mynd frá 8 ára stelpu á Blönduósi. Þeirri mynd fylgdi svo gott bréf. Kæra Óskastund! Ég sendi þér mynd, sem ég klippti út. Mér þykir voðalega gaman að lesa Óskastundina. Systkinin Sigurður Grétarsson og Sólveig Brynja Grétarsdóttir á Skipalæk á Fljótsdals- héraðí, sendu okkur tvo klippdúka. Þeir eru ekki merktir svo við vitum ekki hvort þeirra gerði þennan dúk, sem mynd- in er af, en létum okkur detta í hug að það hefði verið Sólveig. Ef það er rétt, ætti hún að skrifa okkur. Systkinin skrifa bæði undir bréfið og spyrja hvernig skriftin sé. Þau geta ekki um aldur og þess vegna ér ekki gott að dæma um skriftina. Ef þau eru 8 og 9 ára skrifa þau vel. Við vonumst eftir bréfi frá þeim. Það er tík hérna, sem heitir Kría. Hún á hvolp, sem heitir Kjammi. Hann Framhald á 4. siðu. Laugardagur 31. október 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (9 í T B RITSTJÓRI^ Sautján drengir í Keflavík leystu bronsþrautir K.S.Í. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að drengir frá Kefla- vík hafa staðið sig vel í knatt- spyrnunni í sumar og það læt- ur að líkum, að það eé enginn tilviljun. Unglinganefnd KSÍ var um daginn hjá þeim og varð sannarlega vör við áhug- ann sem þar logaði. Mun sú heimsókn sennilega hafa ýtt undir síðasta afrek þeirra á sviði knattspyrnunnar. Þeim voru sýnidar kvikmyndir frá því hvernig sænskir drehgir leystu knattþrautir, sem eru eins og þær sem KSl hefur hjá sér. Drengirnir í Keflavík létu ekki við það eitt sitja að horfa á þær. Þeir tóku til óspilltra málanna að æfa þrautirnar, og létu vætuna og veðurhaminn ekkert á sig fá. Og árangurinn lét ekki á sér standa. Nú í þessari viku höfðu hvorki meira né minna en 17 drengir lokið við bronsþrautirnar, en áður höfðu fimm lokið þeim, svo nú eiga Keflvíkingar 22 bronsdrengi. Það verður varla langt liðið á næsta sumar þegar fréttir fara að berast af Suðurnesjun- um að „silfurdrengir“ komi þar fram og. eíðan „gulldreng- ir“. Hér fara á eftir nöfn þeirra sem leystu þraútimar: Ölafur Marteinsson 15 ára. Guðni Skúlason 15 ára. Jóhann Ölafsson 15 ára. Kjartan Sigtryggss. 15 ára. Sveinn Pétursson 15 ára. Geirmundur Kristinsson 15 ára. Magnús Torfason 14 ára. Karl Hermannsson 14 ára. Rúnar Júlíusson 14 ára. Sigmar Hallgrímss. 14 ára. Stefán Bergmann Matthías- son 13 ára. Gunnar Þórðarson 13 ára. Bragi Eyjólfsson 13 ára. Ragnar Skúlason 13 ára. Stefán Haraldsson 13 ára. Einar Gunnarsson -12 ára. Kristján Ingibergss. 12 ára. Nú er aðeins fyrir þessa ungu menn að halda áfram að æfa og iná meiri og meiri full- komnun. Og hina eldri að sinna þeim, aðstoða og leið- beina. Þá ætti framtíð knattspyrn- unnar í Keflavík og á Suður- nesjum að vera borgið í fram- tíðinni. Þetta afrek drengjanna j Keflavík er líka örvun fyrir drengi í öðrum byggðalögum. Þar eru líka efni, aðeins ef Reykjavíkurmótið í handknattleik: Sfö leikir í kvöld Meistaramót Reykjavíkur í handknattleik heldur áfram í kvöld og þar er það meira ungdómurinn, sem kemur fram, bæði í karla- og kvenna- flokkum. Þó mikil tilfærsla sé í þeim flokkum frá ári til áns, eru þó sömu keppendur og voru í síðasta íslandsmóti í fyrravet- ur, ef þeir eru annars með. Mörg liðin og einstaklingar þeirra lofuðu þá góðu og stað- festu að: áhugi er mikill meðal unga fólksins fyrir handknatt- leik. Vafasamt er að það sé, þegar komið í góða æfingu, en vafalaust verður barizt af kappi um hvert stig í hverjum leik. Þeir eem gaman hafa af, handknattleik geta skemmt sér ekki síður við að horfa- á sum liðin í ungu flokkunum en í þeim eldri. Leikirnir sem fara fram í kvöld eru þessir: 2. fl. kv. A. Ármann—Fram. 2 fl. kv. A. Víkingur—KR. 3. fl. k. A.a. Þróttur—Fram. 3. fl. k. A.b. Víkingur—ÍR. 2. fl. K. A.a. Víkingur—Þrótt- ur, 2. fl. K. A.a. Valur—KR. 2. fl.K. A.b. Fram—Ármann. Eins og venjulega hefjast leikirnir klukkan 8.15. þeir hafa áhuga og að þeim sé isinnt. Víkingur í afmælisleik við UMFK S.l. sunnudag fór fram knattspyrnukappleikur í Kefla- vík, sem mun vera sá síðasti hér um slóðir á þessu keppnis- tímabili. Var það Meistaraflokkur Vikings sem lék þar afmælis- kappleik við Ungmennafélag Keflavíkur í tilefni af 30 ára afmælinu. Leikar fóru þannig að afmælisbarnið vann með 2:0. Voru bæði mörkin skoruð á síðustu 15 mínútum leiksins. RAFMAGNS- PERUR smáar og stórar Framleiðsla okkar byggist á margra ára reynslu og hagnýtri þekkingu. I Framieiðsla okkar mun geta gert yður ánægðan. ifJ«~ . ; <::J£: ^VIB B E R 11 n E R GLUHLRmPEIl * UlERHjJ Berlin O 17, Warschauer Platz 9/10, Teiegramm: Gluh- lampen—IVerk, Berlin. Deutsche Demokratische Republik. Einkaumboðsmenn: EDDA H.F. — Pósthólf 906, Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.