Þjóðviljinn - 06.11.1959, Side 10

Þjóðviljinn - 06.11.1959, Side 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 6. nóvember 1959 Bréf Framhald af 7. eíðu. ört við því sem útlent er“. Islendíngar gleypa við mörgu sem þeicn hyorþi ferst né sæm- ir. þin þú segir einnig: ,',skáid- in eins og aðrir eru að gefast upp við það erfiða hlutskipti að vera íslendíngar í hugsun og menníngu". >'** Þessi fullyrðíng þín er útí | bláinn fyrst þú ekki reynir að styðja hana frekar; en þú hliðrar þér við því einsog hinu: að svara spurningum mínum vafníngalaust. Annars getur vel verið að þú eigir kollgát- una þarna: allmargir menn reyna sífellt að svíkja íslenzka hugsun og menníngu með því að standa í vegi fyrir eðlileg- um möguleikum til þroska og andlegrar frjósemi. Þessir ein- ángrunarsinnar leitast við að kæfa allt sem nýtt er og ferskt t.d. í bókmenntunum. Ef til vill áttu m. a. við slíka kumpána; að minnsta kosti vona ég fast- lega að þú sem málsvari ís- lenzkrar menníngar fyllir ekki flokk þeirra sem telja henni bezt borgið með því að hún staðni í sjálfri sér, óvitandi um ferska strauma sem hvar- vetna leita rásar og gætu gefið henni aukna fyllíngu og víð- ari sjónhríng. Fullyrðíng þín um að skáld- um þessa tíma hafi ekki lærzt að, yrkja fyrir nútímafólk á Islandi, er einsog fleiri slag- orð þín sögð útí loftið óstudd: „islensk ljóðlist veltir ekki þungu hlassi eins og sakir standa. Þetta er vitanlega skáldunum að kenna“. Ekki skal ég neita því að þau eigi hér mikla sök. En hvað þá um lesendurna, „nútímafólk á ís- Iandi“? Méira og minna hata þeir umræddan skáldskap, sorglega oft án þess að hafa Jesið hann. Þeir hafa því tap- að laungu tímabili úr íslenzkri bókmenntasögu, eðlilegri og sjálfsagðri þróun ljóðlistarinn- — ar (lofsverðri eða lélegri eftir atvikum). Orsök þessarar stað- reyndar eru: áðurnefndir ein- ángrunarsinnar og sú penínga- kynslóð sem nú færist á efri ár og eftirlætur börnum sínum sjoppurnar með Amor og Séð enn og lifað í veganesti. Þær bók- menntir hefðu frekar átt heima á bekk með Keflavíkur- menningunni Sveinbjörn minn! Ég hef nú í hygígju að fara að enda þetta bréf, en ráðlegg þér eitt og ræð þér heilt: góði gættu að pennanum þínum þegar þú ert einn að pukrast með aðra merkíngu hugtaka en almenníngur. Það er illa gert að blekkja grunlaust fólk. — Dylgjur þínar um misvizku og þraungan kunníngjahríng m.fl. læt ég mig eingu skipta, enda á það jafnt við um aila menn. Með beztu óskum, Þorsteinn Jónsson frá Hamri. Hittast næst heima hjá Krústjoff Keflavíkurmálið Félagslíf Sunddeild KR Sundæfingar eru af fullum krafti í Sundhöllinni. Þjálf- ari er Helga Haraldsdóttir Æfingatímar eru sem hér seg- ir á kvöldin: Yngri félagar: Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 7 Eldri félagar; Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 7.30 og föstu- daga kl. 7,45. Sundknattleikur; Mánudaga og miðvikudaga kl. 9,50. Nýir félagar komi á framan- greindum tímum, ' Stjórnin. Framhald af 1. síðu. liðarnir losnuðu við óþægindi í flugvallarhliðinu, því að þeir munu ekki hafa haft leyfi yf- irmanna sinna til brottfarar af flugvellinum. Handalögmál við bifreiða- stöðina. ‘ Snjókoma var um þetta leyti, en hermennirnir léttklæddir. Fór því svo, að þeir sneru aft- ur við til bifreiðastöðvarinnar og báðu um að mega bíða í af- greiðslusalnum Eftir nokkurn tíma kom bifreiðastjóri, Björn E, Jóhannsson, á stöðina, en hann neitaði að aka þeim fé- lögum; nokkru síðar 'kom ann- ar, Einar Einarsson, og féllst hann á aksturinn með því skil- yrði að Magnús Þorsteinsson bifreiðastjóri, sem staddur var í bifreiðastöðinni, kæmi með. En skömmu áður en lagt var af stað bað einn hermannanna Einar að hinkra við. Steig mað- ur þessi síðan út úr bifreiðinni, hvarf bak við stöðvarhúsið og kom að vörmu spori aftur með fullt fangið af ullarteppum, sem hann hafði tekið í svefn- skála bifreiðastjóranna. Bil- stjórinn tók teppi þessi af her- manninum og bar þau aftur inn í húsið, en er hann var kominn út aftur var hinn bíl- stjórinn Magnús kominn í handalögmál við hermennina. Árangurslaus bið. Nú víkur sögunni til Gunn- ars, bílstjórans, sem fyrst hafði ékið hermönnunum og beðið hafði þeirra innan flug- vallargirðingarinnar, eins og um hafði verið samið. Beið hann þar í fullan stundar- fjórðung, en ók síðan aftur tii Aðalstöðvarinnar Er hann kom þangað var Magnús bil- stjóri í ryskingum við her- mennina, fyrst utan dyra, en síðan færðust áflogin inn í af- greiðslusal bifreiðastöðvarinn- ar. Leitaði Magnús fulltingis Gunnars, en sá síðarnefndi kvaðst ófús til slagsmála. Varð það úr, að hann ók Magnúsi heim til Ketils Þor- steinssonar bifreiðarstjóra til þess að leita hjálpar hans Er hér var komið var afgreiðslu- stúlkan á bifreiðarstöðinni, 17 ára gömul, ein eftir með her- mönnunum. Um það sem síð- an fór fram, allf þar til ís- lenzkir og bandarískir lögreglu- þjónar komu á vettvang nokkru seinna, greinir hermennina annars vegar og stúlkuna hins- veigar mjög á. Sýndi stúlkunni áreitni. Stúlkan skýrði svo frá, að er hún var ein orðin eftir með hermönnunum, hafi einn þeirra yfirgefið bifreiðastöðina, ann- ar setið frammi í afgreiðslunni og ekki haft sig í frammi, en tveir þeirra hafi byrjað að veitast að henni, þeir Chiq,ue og Eller. Áreitni þeirra hafi gengið svo langt, að Chiq,ue hafi opnað buxnaklauf sína og tekið út getnaðarliminn. Hafi hann ekki sýnt sér ofbeldi en reynt með góðu að fá hana til að þíðast sig. Hafði stúlkan skömm á þessu og hrinti mann- inum frá sér. Benti hún honum á að salenri væri þarna í nánd og ýtti honum jafnframt þang- að inn, en hann kom jafnskjótt út aftur og eins á sig ikominn. Flúðj nú stúlkan um stund út úr bifreiðastöðinni, kom þó inn aftur. Réðust báðir að stúlkunni Þegar Chiq.ue varð ekkert á- gengt gek'k hann til liðs við Eller og reyndi að veita hon- um fulltingi í samskonar við- leitni gagnvart stúlkunni. Skýrði stúlkan svo frá, að Chique hafi í þessu skyni m.a. notað kústsköft, sem hann háfi reynt að dángla í hana með. Hafi hún litið svo á- að Chiqiie væri með þessu ð hræða hana. Eller hafj ekki frekar en Chir.ue beitt hana valdi í við- leitni sinni til að fá hana til 'að þiðast sig. Hrinti hún hon- Vim margsinnis frá sér og sló hann einu sinni kinnhest. Stúlkan kvað hermennina tvo hafa gert margítrekað- ar tilraunir til þess að koma sér afsíðis, o.g hafi þeir í því skyni haft mestan á- huga á kompu inn af af- greiðslusalnum. Stúlkan gerði ítrekaðar tilraunir til að ná í hjálp um síma bif- reiðastöðvarinnar. Náði hún tali af Sigtryggi Árnasyni, yfirlögregluþjóninum í Keflavck, en hann vísaði á lögregluna á Keflavíkurflug- velli, þegar hann frétti að um hermenn væri að ræða. Slitu hermennirnir einn sím- ann úr sambandi og brutu hann. Einnig brotnaði í á- tökunum hurð. Sem fyrr ségir höfðaði fáðir stúlkunnar 1 mál' gegn nkis-f Skýrt hefur verið frá því að Harry Bridges, foringi hafnar- verkamanna á Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna, hafi þegið boð um að heimsækja Sovétríkin. Bridges sést til vinstri liér á mynd- inni ræða við Krústjoff, forsætisráðherra Sovétríkjanna (t.h.), í San Francisco í liaust. í tvo áratugi hafa bandarísk yfirvöld reynt árangurslaust að fá Bridges gerðan landrækan vegna róttækra stjórnmálaskoðana hans. sjóði til greiðslu skaðabóta að fjárhæð 41.860 kr. I héraði var ríkissjóður dæmur til greiðslu 10.650 kr. bóta, auk máls- 'kostnaðar. Segir svo m.a. í for- sendum héraðsdómsins: „Þótt nokkuð sé óljóst, hverju fram fór á bifreiða- stöðinni, eftir að stúlkan var orðin ein eftir með lier- mönnunum, þykir nægilega í ljós leitt, að liún.liafi orðið fjrir óviðurkvæmilegri á- reitni af hendi þeirra eins eða fleiri. Stúlkan var, er þetta gerðist, aðeins 17 ára gömul, og þykir sýnt, þegar virt eru læknisvottorð ... að hún hafi orðið fyrir allmiklu “andlegu áfalli af þessuni sökum“. Hæstiréttur taldi bætur vegna heilsutjóns stúlkunnar hæfilega metnar 2Ö þús. krón- ur (tvöfalt hærri en 'í héraðs- dómi). Enginn vafi var á að ríkissjóður var fébótaskyldur vegna. athæfis hermannanna Þjóðnýting oiíufélaganna Framhald af 1. siðu. árum — á sama tíma og þau hafa kveinað undan því að verið væri að rýja eigendur þeirra inn að skyrtunni með of lágri álagningu. Myndi færa stórfelldan hagnað. Ef ríkið tæki alla olíuverzl- unina í eigin hendur myndi ekki aðeins bundinn endir á lögbrot og svik, heldur mynidi sú ráðstöfun færa þjóðarheild- inni stórfelldan hagnað. Þá myndi gróði sá sem olíufélögin hirða nú renna til ríkisins og auk þess yrði þá hætt þeirri efnahagslegu lokleysu að hafa þrefalt skrifstofubákn og þre- falt dreifingarkerfi í landinu Og láta o’íuflutningabíla 3ja ölíufélaga elta hvérn annan um landið, eins og nú er gert, Þann hagnað sem þannig feng- izt mætti annað tveggja nota til að iækka verð á olíum og benzíni eða til að iækka gjö'd á almenningi og stuðla að framgangi nauðsynjamála. Framsóknarráðherrar vernduðu smyglarana. Alþýðubandalagið krafðist þess æ ofan í æ í tíð vinstri- stjórnarinnar að olíuverzlunin yrði þjóðnýtt og tillögur um það efni voru fluttar bæði inn- an ríkisstjórnarinnar og á Al- þingi. Það mál strandaði hins vegar gersamlega á ráðherrum Framsóknarflokksins; þeir héldu vemdarhendi yfir olíufé- lögum sínum, gróða þeirra og smygli. Skyldu ekki býsna marg'r Framsóknarmenn skilja nú að afstaða ráðherra þeirra í þessu máli var óheiðarleg og skammsýn — einnig út frá hagsmunum Framsóknar- flokksins og samvinnuhreyf- ingarinnar ? Auglýsið í hiáðvilianum HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS DregiB verSur á þriSjudaq i 11. flokki 1102 vinningar aS upphœð kr. 1.405.000.00 ASeins 2 heilir cndurn ýfunardagar eftir

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.