Þjóðviljinn - 06.11.1959, Side 12

Þjóðviljinn - 06.11.1959, Side 12
Málsvari aivopnunar fékk friðarverðlaun Philip Noel-Baker féll samdægurs úr stjórn ; þingflokks Verkamannaflokksins Nóbelsverðlaunanefnd norskal Stórþingsins veitti í gær enska Verkamannaflokksþingmanninum Philip Noel- Eaker friðarverðlaun Nóbels. Nóbelsverðlaunanefndin lcveðst veita Noel-Baker verð- launin fyrir ævilangt starf í jragu friðar og afvopnunar. Noel-Baker, sem stendur á sjötugu, hefur verið sérfræðing ur Verkamannaflokksins í af- vopnunarmálum 'í þrjá áratugi. Hann var einn af aðstoðar- mönnum utanríkisráðherrans í stjórn Verkamannaflokksins 1929 til 1931 og einkaritari og hægri hönd Arthurs Hender- sons á afvopnunarráðstefnunni 1932. I Verkamannaflokks- •stjórninni sem mynduð var 1945 gengdi Noel-Baker ýms- um ráðherraembættum. Noel-Baker er af kvekarætt- um og gek'k í háskóla í Cam- bridge. Á háskólaárunum var hann mikill íþróttamaður og keppti fyrir Bretland á Ól- ympíuleikjunum í Stokkhólmi 1912. Þar varð hann sjötti í 1500 m hlaupi Margar bækur, einkum um afvopnun og friðarmál, liggja eftir Noel-Baker. Hann hefur samið rit um þátt vopnafram- leiðenda í að egna til styrjalda. Nýjasta bók hans kom út í fyrra og fjallar um vígbúnaðarkapphlaupið, Þar gagnrýnir hann hervæðingar- stefnu A-bandalagsins og hvet- ur til afvopnunar, í gær sagði Noel-Baker, að hann iiti svo á að verðlaunin væru veitt málefni en ekki manni. Von sín væri að nú væri að komast skriður á af- vopnunarmálið. 1 gær voru birt úrslit í kosn- þingflokksins. Philip Noel-Baker ingu á stjórn þingflokks Verkamannaflokksins, sem fór fram fyrir nokkrum dögum. Svo fór að Noel-Baker féll úr stjórninni ásamt kvenlæknin- um Edith Summerskill. Meðal nýrra manna í stjórninni er Dennis Healy, einn af sérfræð- ingum þingflokksins’ í utanrík- ismálum. Harold Wilson fékk flest atkvæði Þeir Gaitskell og Bevan eru sjálfkjörnir í stjórn Nehru lýsir stefnu sinni Nehru, forsætisráðherra Ind- lands, sagði fréttamönnum í gær að stefna sín í landamæradeil- unni við Kína væri sáttfýsi sam- fara festu. Hann myndi hér eftir sem hingað til forðast stór orð, en vera reiðubúinn til skjótra athafna ef þeirra gerðist þörf. Bandaríska herlögreglan skaut á Panamastúdenta Komið hefur á daginn aö bandarískir herlögreglumenn beittu skotvopnum gegn stúdentum í Panama á mánu- daginn. Panamastjórn hefur beðið Bandaríkjastjórn afsökunar ó því að gerður var aðsúgur að sendiráði Bandaríkjanna í Pan- amaborg og stúdentar reyndu að ryðjast inn á • umráðasvæði Bandaríkjamanna meðfram Pan- amaskurði. Jafnframt segir Panamastjórn, að hún telji að Bandaríkjamenn eigi nokkra sök á atburðum þessum sökum ögrandi fram- komu. Hún mótmælir þeim að- förum bandarískra herlögreglu- manna á skurðarsvæðinu að skjóta á stúdentana, sem vildu vekja athygli á kröfu sinni um að Bandaríkin skili Panama landræmunni meðfram skurðin- um. Bandaríska utanríkisráðuneyt- ið vísar mótmælum Panama- stjórnar á bug. Það viðurkennir að skotið hafi verið á stúdent- ana, en segir að skotfærin hafi verið fuglahögl, sem ekki séu lífshættuleg. þlÓÐVILIIHN Föstudagur 6. nóvember 1959 — 24. árgangur — 243. tölublað. þjðnustu Yilhjálms Þðr Samþykkir tilboð Seðlabankans um skulda- bréfalán með hæstu vöxtum til Sogsvirkjunarinnar Á fundi bæjarstjórnar í gær var m.a. rætt um fyrir- hugað skuldabréfalán Seðlabankans til Sogsvirkjunarinn- ar. Borgarstjóri drap á þann ágreining, sem fram kom í stjórn Sogsvirkjunarinnar vegna lántöku þessarar. Full- trúi Alþýðubandalagsins þar, Einar Olgeirsson, lagði til, að tilboði Seðlabankans um 30 millj. kr. lán með 7%’ vöxtum og 1% lánsþóknun yrði hafnað, en farið fram á það við fullskipaða stjórn Seðlabankans, að lánið yrði veitt meö 4% vöxtum og lánsþóknun. Borgarstjóri lagði til að samþykkt yrði lánstilboð Seðlabankans, og taldi ekki unnt að fá lán með betri kjörum, Fulltrúar Alþýðubandalags- ins, Guðmundur Vigfússon og Alfreð Gíslason deildu hart á íhaldið fyrir meðferð þess á þessu máli. Guðmundur Vig- fússon rakti ýtarlega, hvernig staðið hefði verið að útvegun lánsfjár til þessara fram- kvæmda undanfarið. Þannig Framhald á 9. síðu iH Kristinn Guðmundsson. Sigmundur búðarborðið í nýju búðinni Kristinn Guðmundsson aftur sendur til Bretlands Utanríkisráðherra játar í verki að heimköll- un hans hafi aðeins verið kosningabragð Kristinn Guömundsson sendiherra fer í dag til Lund- úna og tekur þar á nýjan leik upp aðsetur sem sendi- herra íslands 1 Bretlandi. Ný fiskbúð opnuð í Kópavogi ' Fyrsta fullkomna fiskbúðin í vesturbænum Sl. laugardag opnaði Sigmundur Eyvindsson nýja fisk- búð að Borgarholtsbraut 44 í Kópavogi. Fiskbúð Sigmundar er fyrsta fullkomna fiskbúðin, sem opn- uð hefur verið í vesturbænum í Kópavogi, því að áður hefur fisksala þar aðeins farið fram í ófullnægjandi skúrum. Er því mikið hagræði að því fyrir þennan hæjarhluta að fá þessa nýju og vistlegu fiskbúð. Fiskbúð Sigmundar er 50 fermetra hús og hefur hann unnið sjálfur að atlri innrétt- ingu búðarinnar síðan hann kom af síldinni í sumar, en hann hefur stundað sjóinn í 30 ár og alltaf verið matsveinn. Er búðin hin smekklegasta í hvívetna. Inn af húðinni er stórt geymslu- og vinnslupláss og einnig er þar kæli og frysti- klefi, sem ekki er enn alveg fullgengið frá. Ætlar Sigmund- ur í framtíðinni að vinna sjálfur fiskinn eftir því sem hann getur, reykja hann o.s. frv. Sigmundur mun hafa á boð- stólum í búð sinni allar fáan- legar fiskvörur og fær hann allan fisk frá Fiskhöllinni i Reykjav'ík. Bjóst hann við, að svo yrði þar til hann hefði sjálfur fengið sér bifreið til að- drátta. Kristinn Guðmundsson kom til íslands snemma sl, vor og hefur síðan mestmegnis dvalizt hér á landi og ekki komið til Bret- lands fyrr en nú. Guðmundur f. Guðmundsson utanrikisráðherra gaf þá skýringu á þeirri ráð- stöfun að með henni væri verið að mótmæla ofbeldi Breta hér við land. Hann kvaðst með þessu í verki hafa framkvæmt kröfur þeirra manna sem vildu slíta Átta hestar fóru í sjóinn Utvarpið skýrði frá hví í gær- kvöldi, að átta hestar hefðu far- ið í sjóinn hjá Hjörsey á Mýr- um á mánudaginn. Fimm hafa fundizt reknir. Stórfióð var á mánudags- kvöldið og haugabrim, og er tal- ið að hestana hafi fiætt í skerj- um á Hjörseyjarsundi. stjórnmálasambandi við Breta! Nú — eftir kosningar — sér utanríkisráðherra ekki ástæðu til að halda þessum leik lengur áfram. Hvað kemur næst? Bsstlsr lét hengja Podola Gunther Podola var hengdur I gærmorgun í Wandsworthfang- elsi í London. Butler innanríkis- ráðherra hafði neitað að náða Podola, sem dæmdur var til dauða fyrir að skjóta lögreglu- þjón til bana. Fyrir réttinum vottuðu læknar að Podola hefði misst minnið, en úrskurðað var að hann gæti engu að síður staðið fyrir máli sínu. X-15 hlekkist á í reynsluflugi Bandarísku eldflaugaflugvél- inni x-15 lilekktist á í reynslu- flugi í gær. Rétt eftir að vél- inni hafði verið sleppt undan B-52 sprengjuflugvél sem bar hana á loft, varð sprenging í öðrum eldflaugarhreyflinum. Flugmanninum tókst að nauð- Ienda, en vélin skemmdist veru- lega. Ætlunin er að koma manni í þessari flugvél upp í efstu lög lofthjúps jarðarinnar. Smíði hennar er búin að standa árum saman. Tvö reynsluflug hennar höfðu tekizt vel. Rafeindalungað ber af stállunganu Tekizt hefur að smíða rafeindalunga sem talið er taka stállungum fram í hvívetna viö aö bjarga lífi fólks með lamaða þind. Brezka fyrirtækið PYE skýrði í gær í Cambridge frá þessu nýja tæki. Rafeindalung- að mun kosta 400 sterlings- pund, en stállungu koeta 900 þund. Þá er rafeindalungað miklu léttara en stállungað, vegur að- eins 28 kíló, svo að auðvelt verður að flytja sjúklinga milli sjúkrahúsa. Rafgeymar í rafeindalung- anu endast í 20 klukkutíma. Slöngur liggja frá því til sjúk- lingsins, svo að hann þarf ekki að vera innilokaður einsog í stállunganu. Farið verður að framleiða nýja tækið i stórum stíl í janúar.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.