Þjóðviljinn - 06.11.1959, Side 11

Þjóðviljinn - 06.11.1959, Side 11
Föstudagur 6. nóvembef 1959 — ÞJÓÐVILJINN (11 VICKI BAUM: ÞITT ER MITI — Við verðum fyrirmyndar hjón, við erum sköpuð hvort fyrir annað, heyrði hún manninn sinn segja og hann var bæði mjög nálægur og mjög fjarlægur. Meðan á loftárásinni stóð hafði hann hlíft henni með líkama sínum. Nú hlífði hann hjarta hennar og það var engin hætta á ferðum lengur, hana langaði til að lifa. — Við verðum góðir félagar, hvíslaði hún og hnipraði sig saman í hlýjunni og örygginu. — Já, við erum sannarlega góðir félagar, hvíslaði Lee Crenshaw. Dyrnar opnuðust og í gættinni stóð ungfrú Brindle, sem gaf honum merki um að tíminn væri útrunninn. Ég hef verið vitlaus í þétf frá því ég sá þig fyrst, en ég vissi ekki að þú værir svona sallafín stelpa. Ég skil bók- staflega ekki hvernig þú gazt þetta. Furðulega djúpstætt og alvizkulegt bros lék um andlit- ið á Marylynn. — Það var eintóm eigingirni. Ég hefði ekki verið ham- ingjusöm, ef Poker hefði verið dæmd í fangelsi. Og þú varla heldur. Mig langar til þess að allir séu hamingju- samir. — Þú ert vissulega dásamleg, sagði Lee Crenshaw og gat ekki á annan hátt veitt tilfinningum sínum útrás. Hann leitaði hvarvetna að einhverju sem hann gæti gert fyrir Marylynn — og hann fann það. Hvernig er það með fæturna? spurði hann. Er þér ennþá kallt á elsku litlu fótunum? Lófi Marylynns hvíldi enn í hægri hendi hans, en hann rétti úr vinstri handleggnum, þangað til hann fann fætur hennar undir flekklausu, hvítu sjúkrahússteppinu. Jú, þeir voru dálítið kaldir, þessir litlu fætur, og hann fór að strjúka þá, hægt og mjúklega. Crenshaw sergent hafði lært að meta það að vera hlýtt á fótum, haustið sem hann hafði haft aðsetur í vatnssósa skotgröfum. Eftir dálitla stund féll hann á kné, þrýsti vörunum að tepp- inu og fór að blása sínum eigin hita inn í kalda fætur Marylynns. Marylynn lá grafkyrr, með slaka vöðva, örugg milli verndandi handa eiginmanns síns og tók þakklát við hlýj- unni frá honum. Hún hafði aldrei fyrr hlotið svo full- komið ástaratlot. — Viltu kyssa mig, hvíslaði hún. — Nei, alls ekki. Veiztu ekki að læknirinn er búinn að líma stóran miða á brjóstið á þér? „Meðhöndlið var- lega — brothætt". Hann hló lágt og bandaði um leið í áttina að hjarta hennar, rétt eins og hann byggist við að finna þar miðann. —< Langar þig alls ekki til þess? — Hvort mig langar! — Þú hefur ekki mikla ánægju af mér núna. Það þyk- ir mér verst, hvíslaði hún niðurdregin. Veslings elsku vinur — og þú sem ert búinn að bíða mín svo lengi. — Hvaða máli skiptir dálítil bið milli vina? Ég er þolinmóður. — Já, en það er ég ekki. Ég vil að þú kyssir mig. Ég vil eiga þig, þig allan, hverja mínútu, dag og nótt. — Þú mátt ekki tala svona mikið, sagði hann alvarlegur. Við höfum alla ævina til að vinna upp tímann sem við höfum misst. Nú átt þú að sofa. — Já, sergent. En þú mátt ekki fara. — Ég tylli mér fyrir utan dyrnar og ef þér verður kalt á fótunum, geturðu bara flautað á mig. Lokaðu nú augunum og farðu að sofa, sagði hann með myndugleik. Marylynn hlýddi, andardráttur hennar varð hægari og fingur hennar slepptu takinu á hendi hans. Henni var hlýtt á fótum og andlit hennar var alvarlegt og friðsælt. En þegar Lee reyndi með ýtrustu varúð að draga til sín höndina, tók hún aftur til máls og hann vissi varla hvort hún var sofandi eða vakandi: — Ég verð að segja þér dálítið skrítið. í fyrsta skipti sem ég fann til raunverulegs öryggis, var þegar ég lá í skotgröfinni hjá þér. Og þetta er í annað skipti. I framtíðinni verður þetta alltaf svona. — Alltaf, sagði Lee Crenshaw og honum íannst sem heilþ fjall stæði fast í hálsinum á sér. — Alltaf er mjög langur tími, er' ekki svo? spurði Marylynn hljóðléga. — Ég vona að það verði. ekki of langur .típii fyrir þig. Ég vona að þú' vitir út í hvað þú ert. að ganga. Ég er leiðinlegur náungi. — Og ég er löt. Ég er bæði löt og hirðulaus. Ég á ekki framtakssemi til, sagði Marylynn syfjulega. Það var síð- asta daufa bergmálið af áminningum Pokers og nú var hún að sofna. Góða nótt, Broadway, hugsaði hún. Hér kem ég, Taunton. Til hvers? Framhald af 7. síðu. náms eftir 10—12 stunda Béss kveikti ljós í svefnherberginu og gekk að lyfja- skápnum, áður en hún tók af sér hatt og hanzka. Eins og eiturlyfjaneytandi dróst hún að litla, brúna glasinu og líkn þess. Ljósið frá lampanum á snyrtiborðinu end- urkastaðist frá speglinum í skáphurðinni sem hún opnaði núna. Litlu hillurnar sýndust óhreyfðar, en hún gat ekki fundið glasið milli allra lyfjanrn, sem stóðu þarna •frá meinlausum fyrri veikindum. Hendur hennar fálmuðu eins og veikar mýs eftir flöskum og glösum og hún fann til snöggrar skelfingar, því að henni fannst allt í einu að hún hefði fleygt hinum dýrmætu svefntöflum. Loks fann hún þær í efstu hillunnþ þar sem glasið hafði villzt niður í plastöskju, og þegar hún hélt á því í héndinni, fannst henni hún aftur vera jafn magnlaus og innantóm og kvöldið áður, þegar hún hleypti af skotinú. Það hafði verið eins konar takmark í sjálfu sér að finna glasið, og Bess varð að einbeita huganum til að muna hvað hún ætlaði að gera við töflurnar. Hún hellti þeim í litla kristallskál á snyrtiborðinu og fór að telja þær í hálf- gerðri leiðslu. Þegar hún var komin upp í tuttugu og átta, hætti hún andartak, því að hún sá að hún var farin að skjálfa og hendur hennar voru orðnar stirðar og kaldar eins og frosið kjöt, þrátt fyrir kæfandi hitann. Hún horfði á titrandi, óþekkar hendurnar með fyrirlitn- ingar brosi, eins og þær væru ekki hluti af henni sjálfri. Hrædd? hugsaði hún. Hver er hræddur? Hrædd við hvað? Við magahreinsunina, aulinn þinn, var Svarað ruddalega. Við enn; ein mistök, við að þetta fari út um þúfur eins og allt annað hjá okkur? Okkur? Hvaða okkur? Það er ekkert lengur sem heitir Poker og Marylynn, bara Bess Poker. Og þó var henni tamt að segja við. Það var und- arlegt að vera tvískipt og finna hvernig hlutarnir börð- ust innbyrðis. Það var þessi Poker, sem hafði alltaf vitað hvað húp vildi og vissi það einnig nú. Róleg, æðru- laus, eldri en árin sögðu til um, kaldhæðin, jafnvel á barmi sjálfsmorðsins. Og svo var það Bess, stúlka, sem enginn hafði nokkurn tíma lagt það á sig að kynnast, feimin, tilfinninganæm og tilfinningarík, ringluð, hrædd og reynslulaus eins og fermingartelpa, sem hafði alltaf verið kúguð og bæld niður. Það var sá hluti hennar, sem hét Poker, sem vildi deyja og vildi ekki horfast í augu við tilveru hins afskipta. Og það var Bess sem ^ vildi lifa, og sárbændi og bað: ekki enn — það er of snemmt. Ég er ekki enn farin að lifa lífinu. Ég hef sofið, I meðan þú hefur gætt þér á frægð og frama, sem þú áttir aldrei sjálf, og ég er hrædd við að deyja. En svo lauk þessari baráttu og Bess hélt áfram að telja svefn-1 töflurnar. Fimmtíu. Hún titraði enn, en nú fann hún til kuldalegrar reiði í garð líkama síns. Þessi ljóti líkami hafði aldrei verið annað en byrði sem hún hafði dregizt með gegnum lífið, óvelkomin, ófullkomin, viðbjóðsleg byrði beina, holds og hörunds, sem hafði verið henni fjötur um fót og reyndist nú bæði huglaus og óhlýðin, þegar hún ætlaði áð varpa henni af sér. Það var þessi vaxandi reiði sem hjálpaði henni til að fá aftur stjórn á sjálfri sér. Meðan hún lagði litlu töflurnar fimmtíu í lítinn hlaða og hélt'á þeim yfir á náttborðið, hætti hún að titra..Það er adrenalínið, hugsaði hún og brosti næst- um. Loksins fara kirtlar mínir að starfa eðlilega eftir áfallið. Það er ágætt. Þá skulum við sjá hvað setur. Þegar einhver deyr er hann einn, aleinn, • en það var að minnsta kosti hægt að gera dauðanrt þaegilegan, dá- lítið notalegan. Bess skrúfaði frá krarianum í baðker- inu, aðgætti hitann á vatninu, blandaði það unz þáð var hæfilega heitt fyrir róandi bað. Svo hellti hún næstum ; L-fipeu-iö'ýður íilaup. á lnilli margi'9- verzLurö-- uöruoöl mm ■ '■■ (SÍS) -AuaturyÍPæti vinnudag. Eftir 10—12 stunda vinnudag stefnir hugur manna helzt til hvíldar til að safna kröftum undir næsta vinnudag. Sumir, sérstaklegá æsku- menn leita hvíldar, eftir lang- varandi ofþreytu, með því að drekka siig fulla um helgar. Þannig leiðir hinn -langi vinnudagur til þess að öll al- þýðumenning, sem þjóðin hef- ur átt svo mi'kið að þakka í 1000 ár, hverfur smátt og smátt og ef þetta ástand var- ir nógu lengi, getur svo farið að þ.ióðin missi að lokum trúna á að vera siálfstæð þjóð í sínu eigin landi. N’ðursetningarnir, sem voru réttlausastir af öllum réttlaus- um og höfðu oft lítið að borða, báru stundum í brjósti sér frelsisþrá. Vonandi þurfum við aldrei að lifa þá tima að hin alda- gamla frelsisiþrá okkar slokkni Sú velmegun sem keypt er á kostnað okkar menningar hlýtur þó að enda með því að við missum öll mannrétt- indi að lokum. Vonandi þurf- um við aldrei að lifa þann dag. Vonandi sjáum við áður að það sem er mest virði í þjóðfélaginu er maðurinn sjálfur. Vonandi opnast augu okk- ar einnig fyrir því að lenging vinnudagsins er að grafa und- an raunverulegum hagsmun- um okkar, og ?.ð hin miklá vinna, sem einstaklingar hafa lagt á sig undanfarin 10-—12 ár hefur ekki fært sérhvern þjóðfélagsþegn ýkja mikið nær hamingju og velmegun. Vonandi sjáum við sem fyrst að því fvrr sem við snúum við á þessari ólieillabraut, því betra er það fyrir okkur. Og því traustari verður hin efnahagslega framtíð þjóðar- innar Rffií'eraaður —halri af 6 síðu landi. /\f •jrmcimi plöggum má sjá, r-Vmeski sendiherrann í usfn Viobu'' v^rið ánægður með Ólafs. 1913 skrif- i,n„n til Pét.ursborgar, að v,qfi i bréfum sínum gef- ið v*"rio.CT oe -fróðleg svör . við Ýrr>eii-n snurningum um ilokka- % ski>v'o o(j uoDgang aðskilnaðar- msnna á eynni. „Og þegar hann v°r ,s!ðast i Kauprpannahöfn r gaf bann mér greinergóða skýrslu um innanrikismál ísf ■ lands, en af eðlilegum ástæð- um get é« annars ekki f»ngið slíkar upplýsingar hér i Kaup- mannahöfn“. Oreinarböfundur geri»- svo» grein .fyrir tilorðningu hennar,. að íslenzka stjórnin hafi beðið um, að leitað yrði í skjalasöfn- um rússneskum að plöggum varðandi ísland ...heimsst.yr.iald- arárin fyrri. Slík plögg,. fúndust engin, en í þessari,.leit komu- fram.. ýms. bréf -úm-. fæðis- mennsku Ólafs Johnsonar; tók þá ofangreindur skjalagrúskari' sig' til og samdi greinarkorii svo serni til fróðleiks.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.