Þjóðviljinn - 11.11.1959, Side 1
Miðvikudagiir 11. nóvember 1959 — 24. árg. — 247. tölublað
Togarinn Brimnes seldi afla
sinn í Grimsby í gær, 167 lest-
ir fyrir 13.208 sterlingspund,
og togarinn Júní seldi í Brem-
erhaven í gær 167 lestir fyrir
104 þús. mörk. Tveir íslenzkir
togarar munu selja í Bretlandi
í dag og 1 í Þýzkalandi.
Sjúkrahúsíð á Akureyri
rafmagnslaust í 16 klst.
Akureyrí í gœr.
Enn sitja Akureyringar, sem ekki hafa olíuljós, í
myrkrinu og ógerlegt að segja hvenær úr rætist.
011 vinna liggur niðri, allir
skólar lokaðir, en búðir þó opn-
ar og nóg mjólk kom til bæjar-
ins í dag. Erfitt er að svo stöddu
að .meta tjón bæjarins af völd-
um rafmagnsleysisins.
* í dag hefur ekki snjóað mikið;
verið hríðarél og bjart á milli.
Tvær eða þrjár kindur hefur
rekið hér á Akureyri og hafa þær
farið í sjóinn úti með firðinum.
Fregnir berast af fjártjóni víðs-
vegar, en engin nákvæm vitn-
eskja um það enn.
Sjúkrahúsið fær rafmagn
frá vélum síidarverksmiðjunn-
ar á Hjalteyri, eins og frá var
sagt í gær, en fyrst eftir að
Laxárvirkjunin stöðvaðist
var sjúkrahúsið rafmagns-
Iaust í 16 stundir. Glerárstóð-
in — elzta virkjun fyrir Ak-
ureyri — sem notuð hefur
verið sem varastöð fyrir
sjúkrahúsið, var ekki not-
hæf þegar til átti að taka, og
vélar síldarverksiniðjunnar á
Hjalteyri voru heldur ekki í
lagi til að fara fyrirvaralaust
í gang.
íslendingczr hrepptu
Heimskringlurnar
Fjörugt uppboð á norrænum bókum í London
íslenzkir bókasafnarar létu að sér kveða á fjölsóttu
bókauppboði i London í fyrradag.
Hjá Sotheby’s, öðru helzta
uppboðsfyrirtæki IBretlands,
voru boðin upp 187 númer bóka
frá Norðurlöndum og um Norð-
urlönd
Jóhannes úr Kötl-
um formaður Rit-
höfundafálags fsl.
Aðalfundur í Rithöfundafélagi
íslands var haldinn 1. nóv. sl.
Stjórn félagsins skipa nú:
Jóhannes úr Kötluin
Jóhannes úr Kötlum formaður,
Halldóra B. Björnsson ritari, Jó-
hannes Steinsson gjaldkeri.
Meðstjórnendur: Þorsteinn
Jónsson frá Hamri og Jón frá
Pálmholti. Endurskoðendur: Sig-
urður Róbertsson og Benedikt
Gíslason frá Hofteigi. Fulltrúar
í stjórn Rithöfundafélags íslands:
Friðjón Stefánsson, Björn Th.
Björnsson, Einar Bragi og' Jón
úr Vör.
Gizka á fsland ,
Fréttaritari UPI í London
segir, að því sé haldið vand-
lega leyndu hvaðan safn þetta
sé 'komið til Sotheby’s. Marg-
ir geti þess til að það sé frá
íslandi. Fullyrða má að sú
ágizkun er röng.
jslendingar voru líka með
í 'hópnum sem kominn var til
að bjóða í,“ segir UPI. „Þeim
voru slegin tvö eintök af fyrstu
útgáfu Heimskringlu Snorra
Sturlusonar. “ Einnig er sagt
frá því í skeytinu, að Islend-
ingi ihafi verið slegin Heims-
kringluþýðing Jóns Rúgmanns
á sænsku, sem prentuð var í
einkaprentsmiðju Per Brahe
greifa árið 1670. Sú bók fór
á 100 sterlingspund.
Linné á 2,900 pund
Dýrasta verkið á uppboðinu
Framhald á 10. síðu.
Flokkur Peking-óperunnar til Reykjavíkur
Fyrsta sýning í Þjóð-
leikhúsinu á föstu- \
dagskvöld
Um fimmleytið í gær kom hingað til Reykja-
víkur með flugvél flokkur ldnversku Peking-óperunnar,
sem halda mun nokkrar sýningar j Þjóðlcikliúsinu næstu
daga, þá fyrstu á föstudagskvöld. Sala aðgöngumiða
að sýningunum hófst í gærdag og var biðröð við miða-
söluna, þegar hún var opnuð eftir hádegið og sala ör.
— Myndirnar eru frá sýningum Peking-óperunnar. Á
stærri myndiipii sést atriði úr „Töfraperlunni frá
brúnni yfir regnbogann", minni myndin er af Sjen
Hsiao-mei í „Drukknu fegurðardísiu,ni“. Mynd frá komu
Kínverjanna er á 12. síðu.
Fundur æðstu manna verð-
ur í fyrsta lagi með vorinu
Krúsf}off sœkir de Gaulle heim i marz 1
Sýnt þykir aö ekki geti orðiö af fundi æöstu manna
Sovétríkjanna og Vesturveldanna fyrr en í fyrsta lagi
í maí næsta vor.
Þetta kom á daginn í gær,
þegar skýrt var frá því í París
og Moskva að Krústjoff, for-
sætisráðherra Sovétríkjanna,
myndi koma til Parísar í boði
de Gaulle forseta 15. marz.
de Gaulle vill ekki taka þátt
í fundi æðstu manna fyrr en
hann hefur rætt einslega við
Krústjoff eins og þeir Eisen-
hower og Macmillan.
Hyggur gott til
de Gaulle kvað frönsku
Þrír menn fórust af báfi
á Hofsósi i fyrradag
Þrír menn fórust á Hofsósi í fyrramorgun er þeir
ætluöu aö bjarga báti í hafrótinu.
Mennirnir voru Jón og Haf-
steinn' Friðrikssynir og Gísli
Gíslason frá Akranesi. Tveir
þeir fyrrnefndu voru eigendur
bátsins Svans og fóru þeir
út í hann þar sem hann lá
við bryggjuna í því augna-
miði að bjarga honum frá
eyðileggingu Fóru þeir út á
leguna og voru þar um nótt-
ina. Legufæri bátsins munu
hafa bilað og honum hvolft,
því um kl. 9 rak hann upp
í fjöru og voru siglutré þá
brotin.
Hafsteinn Friðriksson, skip-
stjóri á Svan, var 28 ára og
lætur eftir sig konu og 1 barn.
Jón Friðriksson var 30 ára,
ó'kvæntur en lætur eftir sig
tvö börn.
Gésli Gislason var 3.1 árs.
Hann var nýfluttur til Hofs-
óss' frá Akranesi. Lætur eftir
sig unnustu og 2 börn af
fyrra- hjónabandi.
stjórnina þess fýsandi að hald-
inn yrði fundur æðstu manna.
Sovétstjórnin hefði sýnt það,
bæði í orði og verki, að henni
væri umhugað um að draga úr
viðsjám í heiminum. Hún hefði
forðazt að hella olíu á eldinn
í deilumálum við Miðjarðar-
hafsbotn, í Suður-Asíu, Afríku
og Mið-Ameríku. Meira að
segja hefði hún neitað sér
um að beita Vesturveldin
þvingunum í Berlín.
Sovétstjórnin gerir sér ljóst,
að ný styrjöld myndi einungis
hafa í för með sér allsherjar
eyðingu, sagði de Gaulle. Hann
kvaðst einnig telja rétt að
taka tillit til persónulegrar af-
stöðu Krústjoffs, sem væri svo
raunsær að hann gerði sér
ljóst að Sovétríkin styrktu
mest aðstöðu sína með vax-
andi velmegun þjóðarinnar.
de Gaulle kvaðst vona, að
Krústjoff yrði um kyrrt í
Frakklandi til marzloka.
Þá kvaðst de Gaulle telja
nauðsynlegt að forustumenn
Vesturveldanna létu sér ekki
nægja fundinn 19. desember til
að samræma afstöðu sína á
fundi með Krústjoff. Þeir
þyrftu að hittast aftur síðar í
vetur.
Brezka stjórnin er óánægð
með fyrirætlun de Gaulle að
fresta fundi æðstu manna til
vors. Macmillan forsætisráð-
herra sagði á þingi í gær, að
hann myndi gera allt sem i
sínu valdi stæði til að koma
því í kring að fundurinn yrði
haldinn fljótlega eftir áramót-
in.
Alþingiverð-
ur sett annan
föstudag
Forseti íslands hefur, að
tillögu forsætisráðherra,
kvatt reglulegt Alþingi 1959
til fundar föstudaginn 20.
nóvember og fer þingsetn-
ing fram að lokinni guðs-
þjónustu, er hefst í dóm-
kirkjunni kl. 13,30.
íslenzka mynd- !
listarsýningin ’
opnuð í Kraká
Samkvæmt upplýsingum
menntamálaráðnneytisins liet'ur
íslenzka myndlistarsýningin,
sem haldin var í Moskvu !
vor og síðan í Itiev og Lenín-
grad nú verið send til Póllands.
V’ar hún opnuð í Kraká sl.
fimmtudag. Gert er ráð fyrir
| að myndirnar verið einnig
sýndar í V’arsjá.