Þjóðviljinn - 11.11.1959, Page 3
Miðvikudagur 11. nóvember 1959 — ÞJÖÐVILJINN — (3f
Formkröfum erfðalaga ekki
fylgt við rifun skjaísins og
það því ekki erfðaskrá
Hæstiréttur kvað sl. mánu-
dag upp dóm í máli, þar sem
deilt var um gildi skjals sem
lögle,grar erfðaskrár
Málavextir eru þeir, að í
september 1957 andaðist í
Landspítalanum Sigurður Þór-
arinsson frá Stórulág í Nesja-
'hreppi í Austur-Skaftafells-
sýslu. Lét hann eftir sig skrif-
legt uppkast, þar sem hann
kveður það vera vilja sinn að
stofnaður verði minningarsjóð-
ur af eftirlátnum ej^um sín-
iim, er beri nafn hans. Sé
tilgangur sjóðsins að verja ár-
legum vöxtum til að verð-
launa skepnueigendur í Nesja-
Iireppi eftir því sem nánar
greinir í skjalinu, og að stjórn
sjóðsins sé bezt komin í hönd-
um hreppsnefndar Nesja-
hrepps. Skjal þetta var ódag-
sett með eiginhandar nafni
Sigurðar neðarleea vinstra
megin, en skialið ber ekki
með sér að það sé undirritað
1 viðunúst notarii publici eða
tveggja tilkvaddra votta, en
óvefengt að það sé með rit-
Iiönd Sigurðar.
Systir Sigurðar, Sigurborg,
mótmælti gildi þessa skjals
sem löglegri erfðaskrá og taldi
efni þess ekki vera síðasta
vilja hins látna bróður sins.
Tvö vitni báru að þau hefðu
séð Sigurð skrifa fyrrgreint
skjal daginn sem hann fór til
sjúkrahússvistarinnar í Reykja-
ví'k, og virtist hann þá vera
heill heilsu og með fullu ráði
og rænu.
f skiotarétti Skaftafellssýslu
var skjalið metið óigilt sem
erfðaskrá, þar sem það upp-
fyllti ekki hið lögboðna erfða-
skrárfonn, Segir svo m.a í
forsendum fógetaúrskurðarins:
„'Svo sem áður segir, kallar
Sigurður sálaugi skjalið „upp-
kast“ og virðist samkvæmt
framburði vitnanna hafa skrif-
að það í flýti. Er ekki öruggt,
gegn mótmælum að það hafi
að geyma síðasta og endanleg-
an vilja hans. Og þar sem
skjalið ber hvorki með sér að
það sé undirritað í viðurvist
notarii publici né tveggja til-
kvaddi'a. erfðaskrárvotta, hefur
verið gengið í svo verulegum
atriðum fram hjá hinum
ströngu formkröfum að því er
varðar samningu erfðaskrár,
sbr. 24., 25. og 26. gr. laga
nr. 42/1949, að ekki þykir fært
að meta skjalið gilt sem lög-
erfðaskrá."
Hreppsnefnd Nesjahrepps á-
frýjaði málinu til Hæstaréttar
og krafðist þess að úrskurði
skiptaráðanda yrði hrundið og
skjal það, sem málið fjallar um,
dæmt gild erðaskrá. Hæstirétt-
ur féllst ekki á kröfur hrepps-
nefndar og staðfesti hinn á-
frýjaða úrskurð. Segir svo m.
a. í forsendum hæstaréttar-
dómsins: „Við útgáfu skjals
þess, sem í málinu greinir, var
ekki gætt ákvæða 24. gr sbr.
'25. gr. og 26. gr erfðalaga
nr. 42/1949 um áritun votta
eða notari; publici á skjalið
um undirskrift Sigurðar Þór-
arinssonar né um viðurkenn-
ingu hans á efni þess. Verður
skjalið þegar af þeirri ástæðu
ekki metið gild erfðaskrá gegn
þeim andmælum lögerfingjans
Sigurborgar, sem í úrskurði
skiptaráðanda getur. Ber því að
staðfesta hinn áfrýjaða úr-
skurð."
V atnsseymir
'ffsöur i
um
Vestmanaeyjum. Frá frétta-
ritara Þjóðviljans.
Undirbúningur er hafinn hér
&ð byggingu vatnsgeymis viö
Skiphella, en þar hefur tek-
izt að ná nokkru vatnsmagni
sem ætla má að fullnægja muni
höfninnj. og fiskvinnslustöðvun-
um.
Undanfarin tvö ár hefur ver-
ið unnið að því að grafa
skurð til að safna í vatni,
hefur jhann verið grafinn norð-
ur með- Fiskhellum, Langa-
þergi og Litla-Klifi.
Hellisheiði fær
Unnið var að því í gær að
ryðja Hellisheiðarveginn og var
hann fær stórum bílum og gert
ráð fyrir að hann yrðj fær
öllum bílum seint í gærkvöld.
Bílarnir sem tepptust norð-
an Holtavörðuheiðar voru á leið
að norðan í gær og fór ýta
fyrir þeim. I Fornahvammi var
ráðgert að ýtan sneri við og
•ryddi fyrir bílalest að sunn-
an á leið norður.
I hraðmyndastofxinni að taúgavegi 68. Á miðri myndinni sést
, . i ífi Lr 'lÍJ í <;
velin, sem tekur myúdirnar, framk^llar þær, kópíerar og stækk-
ar á áðeins ,10 mínútum.
Ný Ijósmyndastofa opnuð að Lauga-
vegi 68 um síðustu helgi
Tekur smámyndir í vegabréí og skólapassa
Um sl. helgi var opnuð ný myndastofa að Laugavegi
68, Hraðmyndir h.f. Verða þar einvörðungu teknar smá-
myndir, svo sem hvers konar passamyndir og tekur
myndataka' og framköllun aðeins 10 mínútur.
í stjórn Hraðmynda h.f. eru ^ kopíeringar og stækkunar. Er
Sigurður Guðmundsson Ijósmynd- hún fyrst lýst og svo fer mynd-
ari, formaður, Björn Pálsson, er
verður framkvæmdastjóri, og
Hannes Pálsson ljósmyndari.
Buðu þeir fréttamönnum að
skoða myndastofuna og tæki
hennar i fyrradag.
Vélin, sem bæði tekur mynd-
irnar, framkallar þær og kopíer-
ar er þýzk, nýjasta og fullkomn-
asta gerð sinnar tegundar. Film-
an er á stórri spólu í vélinni og
um leið og myndin er tekin
klippir vélin hana af spólunni
og hún flytzt á nokkurs konar
færibandi í gegnum böð og þurrk-
ara og síðan skilar vélin mynd-
inni framkallaðri, negatívri. Tek-
ur framköllunin um bað bil 4—5
mínútur. Negatívunni er síðan
stungið í vélina á öðrum stað til
in í gegn um böð og þurrkara
og' kemur síðan fullbúin út úr
vélinni eftir aðrar 4—5 mínútur.
Hægt er að kopíera eins margar
myndir og óskað er eftir hverri
négátívir. Pilmurnar verða þó
'ekki gdyrpdár nema fáa daga og
verður ' fólk þýí áð' y5anta strax
eftir þeim, ef það æskir að fá
fleiri myndir eftir sömu filmu.
Myndirnar, sem vélin tekur,
eru einkum ætlaðar sem passa-
myndir, bæði í vegabréf og fyrir
skóla, en öll skólabörn gagn-
fræðaskóla eru nú skýTd að bera
passa með mynd af sér. Verð
þessara passamynda er mjög hóf-
legt, 25 krónur fj'rir fjórar mynd-
ir og hver mynd, sem tekin er
þar fram yfir, kostar 5 krónur,
er þetta miklum mun ódýrara og
fljótlegra en að láta taká passa-
myndir á venjiilegri ÍjoSmynda-
stofu.
Blaðamennirnir, sem komu að
skoða myndastofuna í fyrradag,
voru allir settir í vélina og
myndaðir frá báðum hliðum og
beint framan á. Voru þeir allir
ánægðir með myndirnar, enda
skilaði vélin þeim eins fallegum
og fyrirmyndirnar leyfðu, en þær
voru náttúrlega svolítið misfríð-
ar frá náttúrunnar hendi. Ekkí
er að efa, að hraðmyndastofan að
Laugavegi 68 verður vinsæl,
einkum meðal barna og unglinga,
enda voru skólabörn alltaf að
koma meðan blaðamennirnir
stöldruðu þar við til þess að
spyrja eftir því, hvenær hægt
væri að fá teknar myndir.
Nemendatónleihar Vincenso Demetz
í Gamla híói á morgun, fimmtndag
Tónleikarnir íórust íyrir í vor vegna inílú-
enzuíaraldursins er þá gekk í bænum
ítalski söngkennarinn, Vincenso Demetz, efnir til nem-
endatónleika á morgun í Gamla bíói, þar sem fram
koma bæöi nemendakór og margir einsöngvarar.
Nemendatónleika þessa átti að
halda á síðastliðnu vori, en þeir
fórust þá fyrir vegna veikinda-
Vincenso Deinetz
forfalla af völdum inflúenzufar-
aldursins, er þá gekk hér í
bænum.
Á hljómleikunum munu koma
fram nemendakór undir stjórn
Ragnars Björnssonar söngstjóra,
en undirleik annast Fritz Weiss-
happel píanóleikari. Einsöngvar-
ar á hljómleikunum verða alls
9, þau Sigurveig' Iljaltested,
mezzoalt, Inga Hjaltested, alt-
sópran, Snæbjörg Snæbjarnar,
sópran, Eygló Viktorsdóttir kol-
oratursópran, Jón Sigurbjörnsson
bassi, Guðmundur Guðjónsson,
tenor, Bjarni Bjarnason læknir,
tenor, Hjálmar Kjartansson,
bassi og Erlingur Vigfússon,
tenor.
Á hljómleikunum verða flutt
óperulög eítir Verdi, Puccini,
Giordano, Brahms, Schubert o.
fl. Einnig verða sungin lög eftir
íslenzk tónskáld.
Hljómleikarnir verða í Gamla
bíói nk. fimmtudag og hefjast
kl. 7 e. h. Aðgöngumiðar verða
seldir í Bókaverzlun Lárusar
Blöndals á Skólavörðustíg og í
Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds-
sonar í Vesturveri.
Djúpárdrengir — Syngja hér næsta miðvikudag.
Deep River Boys syngja í Reyhjavík
í Ansturbæjarbíéi næsta miðvikudag
Hinn heimsfrægi söng-kvartett Deep River Boys kemur
hingaö til lands eftir helgina og mun efna til hljórn-
leika í Austurbæjarbíói á vegum Hjálparsveitar skáta.
Deep River Boys-kvartettinn
er orðinn tuttugu ára, hefur
hann á þessum árum aflað sér
mikilla vinsælda, innan heima-
lands síns, Ameríku, sem utan.
Undanfarin tíu ár hafa þeir
farið í hljómleikaferðir á
sumri hverju til Evrópu, og
oft og tíðum komið fram á
Norðurlönduunum, en væntan-
leg heimsókn þeirra til Isiands
mun verða h:n fyrsta. Hafa
þeir þá heimsótt öll lönd Vest-
ur-Evrópu.
Ilingað koma Deep River
Boys frá Spáni, þar sem þeir
hafa sungið frá 1. nóvember.
Þar ha°a þeir jafnframt not-
að tímann til að læra íslenzkt
lag, sem þeir munu syngja á
hljómleikum sínum hér. Á
efnisskrá þeirra verða fyrst og
fremst þekkt amersík lög eftir
höfurda eins og Co'e Porter,
Irving Berlin og Gerswhin, þó
má jafnframt búast við, að
þe'r svngi eitthvað af lögum
eftir Norðurlandahöfunda, þyí
þeir hafa sungið nokkur lög
inn á hljómplötur á norsku og
einnig á sænsku.
Fyrstu hljómleikar þeirra
hér verða miðvikudaginn 18.
nóvember kl. 7 e.h. og svo aft-
ur kl. 11.15 sama kvöld. For-
sala aðgöngumiða á hljómleika
þessa mun hefjast í Austur-
bæjarbíói fimmtudaginn 12.
nóvember.
ÆFR að hefja
málfundastarf
Eir.s og undanfarna vetur
mun ÆFR lialda uppi mál-
fundastarfsemi í vetur, þar
sem ungu fólki gefst kostur
á að æfa sig í framsögn og
rökræðum. Tekur málfunda-
hópurinn til starfa n.k.
fimmtudag kl. 9 e.h. í Félags-
he:mili ÆF í Tjarnargötu 20.
Þeir, sem hafa í hyggju að
taka þátt í þessari starfsemi í
vetur geta einnig látið skrá
sig til þátttöku • í skrifstofu
ÆFR, sími 1-75-13.