Þjóðviljinn - 11.11.1959, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.11.1959, Blaðsíða 4
é) — ÞJÓÐjVILJINN — Miðvikudagur 11. nóvember 1959 DEFÁ-myndir ti! Islands Atriði úr kvikmyndinni „Carola Lamberti“. drengi á ungum aldri þó að kómnir séu til vits og ára og þeir hafi þegar náð þeim þroska sem nauðsyn- legur er til að takast stjórn fjölleikahússins á hendur. Ýmsir atburðir ske sem ekki skulu raktir hér frekar, en í myndinni er að sjálfsögðu brugðið upp fjölmörgum skemmtilegum svipmyndum úr sýningum fjöllistamann- anna og atburðum, sem gerast að tjaldabaki Töku- rit hefur gert Artur Kuhn- ert, leikstjóri er Hans Miiller og aðalmyndatöku- maður Fritz Lehman Með aðalhlutverk fara Henny Porten, Horst Naumann, Hans Rudiger Renn, Erwin Marian og Ursula Kempert. ★ Djöfullinn á Mylnuhæð er litmynd. Kurt Bortfeldt og Anneliese Probst hafp. sapaið handritið. leikstjóri er Herbert Ballmann, mynda- tökustjóri Götz Neumann, en aðalleikendur Willy A. Kleinau, Eva Kotthaus og Hans Peter Minetti. — Myndin gerist á miðöld- um. Ung hjón búa í ein- angraðri mylnu í skógunum við rætur Hartz-fjalla. Hærra upp í hlíðunum býr malari í mylnu sinni; fé- gjarn, drottnungargjárn og ruddalegur náungi, sem öll- um nágrönnum hans stendur stuggur af. Enn ofar í hlíð- unum er kastali greifans, sem skortir fé. til þess að standa straum af útgjöldum sínum við herfarir og víga- ferli. Hefst nú samblástur greifans, malarans og æðsta manns í þorpinu, sem í grenndinni er, í því skyni að gera smábændurna undir- gefna sér. Beita þeir hinum svívirðilegustu aðförum í þessu skyni Vonleysi gríp- ur fyst um sig meðal bænda, en síðan snúast þeir til varnar. ★ Ævintýra- og barnamynd- irnar Litla söngvatréð og Sagan af Múkk litla eru báðar í litum, söguþráður- inn snúinn úr gömlum ævin- týrum og þjóðsögum. Hand- rit að fyrrnefndu myndinni hefur leikstjórinn, Francesco Stefani, gert ásamt Anne Geelhaár, myndatökustjóri er Karl Plintzner en aðal- leikendur Christel Boden- stein, Eckart Dux og Charl- es-Hans Vogt. Tökurit hinn- ar myndarinnar hafa gert þeir Peter Podehl, og Wolf- gang Staudte, en sá síðar- nefndi, hinn frægi kvik- myndagerðarmaður er jafn- framt leikstjóri. Helztu leik- endurnir heita Thomas Schmidt, Johannes Maus, Friedrich Richter. Undanfarið hefur alloft verið vikið að kvikmynda- gerð i Þýzka lýðveldinu (D. D:R.) og austur-þýzkum kvikmyndum almennt hér í þættinum. í dag verða enn gerðar að umtalsefni fjórar nýjar myndir austur-þýzka kvikmyndafélagsins DEFA, en samkvæmt bréfi, sem þættinum hefur borizt frá forstöðumönnum þeirrar deildar félagsins sem ann- ast skipti við útlendinga, hafa kvikmyndir þessar ver- ið pantaðar hingað til Is- lands og munu því væntan- lega verða sýndar í ein- hverju kvikmyndahúsanna hér áður en langur tími líð- ur Ber að fagna því, ef af þessu verður; austur-þýzkar kvikmyndir — ekki hvað sízt barnamyndir og heimild- arkvikmyndir — þykja hvar- vetna mjög frambærilegar, en íslenzkum kvikmynda- húsagestum hefur aðeins gef izt kostur á að sjá örfáar þeirra. ★ DEFA-myndirnar fjórar, tír ævintýramyndinn i „Litla söngvratréð“. sem fyrr voru nefndar, eru allar nýjar eða mjög nýleg- ar; tvær þeirra eru ævin- týra- eða barnamyndir, hin- ar frekar ætlaðar fullorðn- um áhorfendum og fjallar önnur um sirkuslif, hin um atburði á miðöldum. Kvik- myndirnar nefnast Carola Lamberti, Litla söngvatréð (Das singende klingend<3‘.!;’ Baumchen) Sagan um MultK litla (Die Geschichte von kleinen Muck) og Djöfullinn á Mylnuhæð (Der Teufel vom Muhlenberg). Carola Lamberti er nefnd eftir aðalpersónunni, ekkju einni sem' stjórnað hefur vinsælu fjölleikahúsi allt frá dauða manns síns, Syni sína þrjá hefur hún æft í loftfimleikum og eru þeir einhverjir vinsælustu skemmtikraftanna í sirk- usnum. Samband móður og sona er þó ekki eins og bezt verður á kosið, því að hún umgengst þá enn eins og Þegar Fischer og Gligoric ætl- uðu að vinna Tal og Keres 27. umferð 26.—27. október. Fischer—Tal 0 — 1 Friðrik—Smisloff 0 — 1 Gligoric—Keres 0 — 1 Benkö—Petrosjan %—% Spenningurinn í mótinu náði hápunkti þennan dag, þegar Fischer og Gligoric höfðu á- kveðið að vinna Tal og Keres. Uppúr sauð í tvöþúsund manna áhorfendasalnum, þegar Fischer tók að fórna mönnum á Tal iíkt og hráviði og fékk gjör- unna stöðu. En þar er ekki öll sagan sögð, því síðar lagði Fischer út í ranga leikfléttu, og Tal, sem reiknað hafði lengra, kom út úr flækjunum með manni meira gegn tveim peð- um. Þótt kóngur Tals væri illa varinn gegn stórskotaliði and- st.æðinffsins, tókst þeim djarfa að smjúga gegnum allar hætt- ur, og Tal fékk að lokum unnið endatafl. Skákin vakti enn meiri athygli áhorfenda fyrir þá sök, að blaðamenn þóttust hafa það eftir Fischer, að hann hefði tapað hinum skákunum þrem gegn Tal, einungis vegna þess, að Tal hefði truflað hann yfir skákinni. Ekki var þess getið nánar, hvort um dáleiðslu- tilraunir eða annað væri að Fréttabréf frá Frey- steini Þorbergssyni ræða, en svo mikið er víst, að Fischer var grimmur í hefnd- arhug, kom við pálmann með fingurgómunum, en svona fór þó um sjóferð þá. Eftir þennan sigur nægði Tal jafntefli í síð- ustu umferð til að tryggja sér efsta sætið í mótinu. Gligoric var heldur ekki í friðarhug þennan dag. Fyrst flaut skák hans við Keres í farveg skákar þeirra frá 13. umferð í Bled, en í 9. leik brá f skugga þessara atburða tefldust skákirnar Friðrik— Smisloff og Benkö—Petrosjan. Smisloff tókst að lokum að ná betra tafli gegn „Englendingi“ Friðriks, þar sem Rússinn kom Keppendur o,g skákstjóri á Áskorendamótinu. Petrosjan, Golom- þungaliði sínu í öfluga skot- heck (skákstjóri), Tal Gligoric, Smisloff, Benkö, Fischer, Frið- stöðu. Seinna setti tímaþröng- rik og Keres. Gligoric útaf. Seinna fórnaði Júgóslavinn peði til að flækja taflið og ná sókn. En Keres varðist af góðri tækni og stakri ró. Þegar báðir kapparnir áttu aðeins 10 mínútur fyrir tíu leiki í flókinni stöðu, gekk Ker- es hægt um gólf að vanda, og þótt hann ætti sjálfur leikinn, leit hann aðeins rólega á sýn- ingarborðið, þar sem hinn nýi leikur andstæðingsins kom í Ijós, gekk svo jafn hægt að borðinu, settist hægt á stólinn, lagfærði sig í sætinu og fékk sér síðan kaffisopa. Keres lét ekki sprikl andstæðingsins koma sér úr jafnvægi, heldur beið færis að þvinga fram drottningarkaup, með því að gefa aftur eitt peð sem and- stæðingurinn hafði áður verið svo örlátur að fórna. Síðan ýtti Keres öðru frípeði sínu fram, og eins og hann hafði séð fyrir, var staða hans unnin, þegar skákin fór í bið. in mark sitt á skákina, þegar Friðrik missti af góðri gagn- sókn, sem hefði getað fært hon- um skiptan hlut eða meira. Eins og tefldist gekk færið úr greipum, og skákin fór í bið í tapstöðu fyrir Friðrik. Benkö fékk sem oft áður ekkert út úr byrjuninni með hvítu mönnunum, en tilraunir Petrosjans til að ná yfirhönd- inni báru heldur ekki árangur. Miðtafiið varð að lokum hag- stætt fyrir Benkö, en þegar skiptist í endatafl þar sem Benkö hafði peði meira, voru báðir keppendur komnir í mikla tímaþröng. Petrosjan átti tæplega mínútu fyrir síðustu ótta leikina, og Benkö víst lítið meiri tíma. Ekki var nú lengur hirt um neina pappíra eða önnur formsatriði, heldur voru hendur látnar standa fram úr ermum. Svo mikill og harður var atgangur á borði þeirra tvímenninganna að hlegið var um allan salinn. Fyrst eftir að báðar klukkurnar voru fallnar, Framhald á 10 síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.