Þjóðviljinn - 26.11.1959, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 26. nóvember 1959 — ÞJÓÐ.VILJINN — (3
Gæzla var ófullnægjandi
og rikissjóður ábyrgur
Gæzla boganna á drengja- nálægt glugga. Hafi rúða í
heimillnu í Breiðuvík var með ^ glugga þessum verið brotin,
öllu ófullnægjandi og því bar. og boganum, er slysinu olli,
ríkissjóður fébótaábyrgð á náð þar út. Greind starfsstúlka
slysi, sem varð þar á heim- staðfesti, að bogar hefðu verið
llinu, er drengur skaut ör af
einum boganna í auga annars
drengs.
Þetta er. meginniðurstaða
dómstóla í skaðabótamáli þvi,
sem greint var stuttlega frá
ihér i blaðinu i gær, en það
ihöfðaði faðir drengsins, sem
fyrir slysinu varð, gegn fjár-
málaráðherra og menntamála-
ráðherra f.:h. ríkissjóðs. I hér-
aði og Hæstarétti urðu úrsiit
málsins þau, að ríkissjóður var
dæmdur til greiðslu 115.800
kr. bóta, auk málskostnaðar.
Hér fara á eftir nokkur at-
riði úr forsendum hæstaréttar-
dómsins:
Fyrir Hæstarétti hafa .verið
lögð fram nokkur ný gögn,
þ.á.m. endurrit af vitnapróf-
um, .er háð voru eftir uppsögn
héraðsdóms. Kom þá fyrir dóm
Kristján Sigurðsson, fyrrver-
andi forstjóri Breiðavlkurhæl-
is, starfsstúlka liælisins á þeim
tíma, er slysið varð, og þrír
drengja þeirra, er þá voru vist-
menn á hælinu, þ.á.m. S K.
sem valdur var að slysinu.
Segir Kristján, að þrír bogar
gcymdir í læstri geymslu, en
eigi vissi hún, hvernig slysa-
boganum hefði verið náð það-
an. Minntist hún ekki innbrots
í geymsluna. Þeir tveir drengj-
anna, sem komu fyrir dóm auk
S.K., kveða boga hafa verið
geymda í læstri útigeymslu.
Að sögn annars þeirra var læs-
ingin ótrygg, og eigi mundi
hann, hvort bogum hafði ver-
ið komið þar fyrir, áður en
slysið varð. Eigi minntist hann
þess, að brotin hefði verið
rúða í geymsluglugga til þess
að komast þann veg inn. Hinn
drengurinn kvað einu sinni
hafa verið brotizt inn í
geymsluna, en eigi mundi hann,
hvernig innbrot það var fram-
kvæmt. Eigi veitti vætti þess-
ara drengja vitneskju um það,
með hverjum hætti S.K. komst
yfir boga þann, sem slysið
hlauzt af. S.K_ skýrði hins-
vega.r svo frá, að sá bogi
hefði eigi verið geymdur í
útigeymslu, heldur í ólæstri
skógeymslu undir kjallarastiga
íbúðarhússins og verið fólginn
þar með þeim hætti, að hann
Skíðaflugvélar og snjóbílar gerðu leiðangurinn yfir Suðurskautslandið framkvæman-
legan. Snjóketti nefndu leiðangursmenu snjóbílana eins og þann sem á myndinni
sést. Þeir voru smiðaðir sérstaklega fyrir leiðangurinn.
hafi verið geymdir í útigeymslu j var eigi svnilegur þeim, sem í
hælisins og hangið þar á vegg' Framhald á 10. síðu.
Þingdeildir kusu
fastanefndir í gær
Kosningar í fastanefndir fóru fram í deildum Álþingi
í gær. Urðu úrslit sem hér segir:
Efri deild:
Saga leiðangursins þvert yfir
Suðurskautslandið komin út
Bók eftir Freuchen einnig gefin út
hjá Skuggsjá
Sín ferðabókin frá hvoru heimskautssvæði, því nyrðra
og því syðra, eru komnar út hjá bókaútgáfunni Skugg-
sjá.
F.járhagsnefnd: Björn Jónsson,
Karl Kristjánsson, Ólafur Björns-
son, Magnús Jónsson, Jón Þor-
steinsson.
Sanigöngumálanefnd: Ólafur
Jóhannesson, Sigurvin Einarsson,
Bjartmar Guðmundsson, Jón
Árnason, Friðjón Skarphéðinsson.
Landbúnaðarnefnd: Ásgeir
Bjarnason, Páll Þorsteinsson,
Bjartmar Guðmundsson, Sigurð-
ur Ó. Ólafsson, Jón Þorsteinsson.
Sjávarútvegsnefnd: B.iörn Jóns-
son. Sigurvin Einarsson, Jón
Árnason, Kjartan J. Jóhannesson,
Eggert G. Þorsteinsson.
Iðnaðarnefnd: Hermann Jónas-
son. Ásgeir Bjarnason, Magnús
Jónsson, Kjartan J. Jóhannsson,
Eggert G. Þorsteinsson.
Heilbrigðis. og félagsmálanefnd:
Alfreð Gíslason. Karl Kristjáns-
son. Kiartan J. Jóhannsson. Auð-
ur Auðuns, Friðjón Skarphéðins-
son.
Menntamálanefnd: Finnbogi R.
Valdimarsson, Páll Þorsteinsson,
Auður Auðuns, Ólafur Björnsson,
Friðjón Skarphéðinsson.
AÍIsherjarnefnd: Alfreð Gísla—
son, Ólafur Jóhannesson, Sigurð-
ur Ó. Ólafsson, Ólafur Björns-
son! Jón Þorsteinsson.
Við. kosningarnar komu fram
tveir listar. listi stjórnarflokk-
anna og listi stjórnarandstöðu-
flokkanna.. Atkvæðagreiðsla fór
ekki fram, því ekki .voru fleiri
tilnefndir en kjósa átti.
Neðri deild:
Fjárhagsnefnd; Einar Olgeirs-
son, Skúli Guðmundsson, Birgir
Kjaran, Jóhann Hafstein, Sigurð-
ur Ingimundarson.
Samgöngumálanefnd: Lúðvík
Jósepsson, Björn Pálsson, Sig-
urður Ágústsson; Jónas Péturs-
son, Benedikt Gröndal.
Landbúnaðarncfnd: Karl Guð-
jónsson, Ágúst Þorvaldsson,
Framhald á 10. síðu.
Höfundar eru þrír frægii
lar.dkönnuðir, Daninn Peter
Freuchen, Englendingurinn sir
Vivian Fuchs og Nýsjálending-
urinn sir Edmund Hillary.
Yfir suðurskautslandið
Þeir Fuchs og Hillary hafa í
sameiningu ritað sögu leiðang-
ursins sem fyrstur varð til að
brjótast þvert yfir íshettu Suð-
urskautslandsins. Það tók þrjú
ár að vinna nauðsynlegt undir-
búningsstarf þar syðra og kom-
ast tæplega 3500 kílómetra ieið
frá Weddelshafi til Rosshafs
með viðkomu á suðurskautinu.
Guðmundur Arnlaugsson
menntaskólakennari hefur þýtt
sögu þeirra Fuchs og Hillary,
sem nefnist á íslenzkunni
Hjarn og he'ðmyrkur. Þetta er
270 blaðsíðna bók g'æsilega úr
garði gerð með vönduðum kort-
um og 64 Ijcsmyndum leiðang-
ursmanna, en 24 þeirra eru lit-
myndir.
Björgunarferð
Bók Freuchens, sem er is-
lenzkum lesendum þegar að
góðu kunnur, fiallar um at-
1 burði sem gerðust þegar hann
var búsettur í Norður-Græn-
landi. Hann tók þátt í að
bjarga fimm hvalveiðimönnum
og fiutti þá síðan langa og
hættulega leið suður yfir Mel-
villeflóa. Bókin, sem nefnist
Ferð án enda, fjallar um það
ferðalag, en þar koma við sögu
menn sem mannraunir lífsins
í heimskauts’öndunum hafa
sett mark sitt á og atburð-
ir sem hvergi hefðu getað
gerzt nema þar. Þekking og frá-
sagnargleði Freuchens gerðu
hann allra manna færastan til
að lýsa þessu einstæða mann-
lífi.
Jón Helgason ritstjóri hefur
þýtt Ferð án enda.
Tvær skáldsögur
Skuggsjá hefur einnig sent
frá sér tvær skáldsögur. Önnur
er Sumar á Hellubæ eftir Mar-
git Söderholm í þýðingu Skúla
Jenssonar, saga frá miðri síð-
ustu öld.
Hin sagan er unglingabók
Níels flugmaður eftir Thorsten
Scheutz sem Skúli Jensson hef-
ur einnig þýtt.
I
Gleriðjan opnar í dag nýja
sölubúð að Skólavörðustíg
22A. Verða þar á boðstólum
framleiðsluvörur fyrirtækis-
ins, speglar af hinum margvís-
legustu stærðum og gerðum,
og auk þeirra snyrtivörur og
hreinlætisvörur. — Gleriðjan
hefur nú starfað í 12 ár, en
eigendur hennar og forstöðu-
menn eru Karl Árnason og
Hendrik Bernburg. Myndin er
af hinni nýju sölubúð við
Skólavörðustíg'.
Ljónin
skemmta sér
Til er félagsskapur manna
sem kenna sig bæði við ensk
ljón og alföður ásatrúar-
manna: Lionsklubburinn
Fjölnir. Félagar munu eink-
um vera hógværir, prúðir og
yfirlætislausir kaupsýslumenn,
en sagan segir að tilgangur
félagsins sé einkum fólginn í
því að menn hittist reglulega
og snæði saman, en hvert ■
borðhald hefjist á því að fé-
sýslumennirnir rísi úr sætum
sínum og reki upp ljónsöskur
af lífs og sálar kröftum.
Með því móti fá þeir útrás
fyrir niðurbælda gremju og
annarlegar hvatir og eiga auð-
veldara með að vera hógværir
og prúðir dagíarslega, auk
þess sem óhljóðin eiga að
sanna að undir sléttu yfir-
bragði geta slegið ljónshjörtu.
Þegar Ólafur Thors hafði
myndað ríkisstjórn sína og
tilkynnt að almenningur hefði
lifað um efni fram og yrði
að fórna, töldu hin íslenzku
ljón ástæðu til að fagna þeim
atburði á eflirminnilegan hátt.
Því var ákveðið að efna til
samsætis í Lídó á gamlárs-
kvöld. Hefur verið tilkynnt
opinberlega að aðgöngumið-
inn eigi að kosta 2000 kr.
handa tveimur, og alls verða
seldir 175 miðar. Aðgangseyr-
irinn einn saman nemur því
350.000 kr., og auk þess þurfa
Ijónin auðvitað ríflegt að éta
og drekka, að því óglevmdu
að ljónynjurnar munu þurfa
nýja módelkjóla og skart-
gripi. Sízt mun því ofmælt að
kvöldfagnaður þessi muni
kosta sem svarar mánaðar-
kaupi 200 Dagsbrúnarverka-
manna.
Ekki er kunnugt hvað helzt
verður til skemmtunar í Lídó
á gamlárskvöld, að því undan-
skildu að ætlunin er að hafa
þar skyndihappdrætti og
verður fyrsti vinningurinn
Folksvagen-bifreið sem eitt-
hvert ljónið getur ekið heim
í veizlulok. Auk þess verður
eflaust tryggt að veizlugestir
geti hlýtt á boðskap þann sem
forsætisráðherra flytur jafnan
á gamlárskvöld, en í honum
mun ólafur Thors auðvitað
leggja áherzlu á nauðsyn
sparnaðar og fórnfýsi. Að
ræðu hans lokinni má vænta
þess að ljónin rísi upp á
afturfæturna og reki upp
skaðræðisöskur sín en haldi
síðan áfram að sanna í verki
hvers vegna almenningur
verður nú að fórna og spara.
Sönnun
Morgunblaðsins
Morgunblaðið segir í gær í
forustugrein að ríkisrekstur sé
algerlega úreltur. Því til sönn-
unar vitnar blaðið til þess að
sósíaldemókratar víða um
lönd séu nú orðnir gersamlega
fráhverfir þjóðnýtingarstefnu
sinni.
Á sama hátt getur Morgun-
blaðið sannað að heiðarleiki
sé algerlega úreltur, með því
að vitna í sakaskrána. —
Austri.