Þjóðviljinn - 26.11.1959, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÖVILJINN — Fimmtudagur 26. nóvember 1959 — «
Getum við náð.. .
Framhalda aí 7. síðu.
* gamall. Hann talar 4—5
tungumál auk móðurmáls
síns. Þegar hann kom þangað
rúmum sex árum áður var
hann heyrnarlaus og ósjálf-
bjarga að mestu leyti. Kona
um sjötugt, sem misst hafði
' röddina, syngur nú aríu úr
Fáust þróttmikilli og unglegri
röddu. Þeir sem áður voru
hrukkóttir og ellilegir útlits
■ hafa nú létta og góða húð.
1 Nauðasköllóttir menn hafa
1 fengið hár sitt aftur á nokkr-
um mánuðum, þeir sem bein-
brotna gróa fljótt og vel sára
sinna, og margt fleira jafn
furðulegt má sjá þar.
Læknar stofnunarinnar
segja, að hægt muni reynast,
samkvæmt tilraunum þeirra
og rannsóknum, að lengja
mannslífið upp í allt að 125
ár.
Það er mjög fróðlegt að
athuga hvað komið hefur í
ljós við þessar yngingartil-
raunir. Einn mjög algengur
sjúkdómur, magasár hefur
horfið eftir sex til sjö spraut-
ur og taugasjúkdómar sömu-
leiðis. Þeir sem þjást af syk-
ursýki fá nokkra bót meina
' sinna. Tiðir byrja aftur hjá
konum og svo mætti lengi
telja.
Viltu láta yngja þig upp?
Allir geta gengið undir
þessa aðgerð. Venjulegt er að
byrja á árunum milli fertugs
og fimmtugs, en þá þarf
' langkum minna magn heldur
en har.da þeim sem eldri eru
og greinileg ellimörk eru
komin í ljós hjá, eða tvær til
þrjár sprauturaðir á ári í
mesta lagi.
Dr. Aslan og samstarís-
menn hennar hafa ekki fund-
ið neinn vizkustein eða jurt
sem veitir eilífa æsku. Þau
' hafa aðeins reynt að komast
nær sannleikanum um okkur
mennina og hann nota þau
til að koma meira jafnvægi á
hlutina.
Guðmundur frá
Miðdal sýnir
Á morgun, föstudag, opnar
Guðmundur Einarsson frá Mið-
dal sýningu í vinnustofu sinni,
Skólavörðust'íg 43. Verður sýn-
ingin síðan opin daglega kl.
2—10 síðdegis til 14. desem-
ber n.k.
Þingnefndir
Framhald af 3. síðu.
Gunnar Gíslason, Jónas Péturs-
son, Benedikt Gröndal.
Sjávarútve?rsnefnd: Lúðvík Jós-
epsson, Gísli Guðmundsson, Matt-
hías Mathiesen, Pétur Sigurðs-
son, Birgir Finnsson.
Iðnaöarnefnd: Eðvarð Sigurðs-
son, Þórarinn Þórarinsson. Jónas
Rafnar, Ragnhildur Helgadóttir,
Sigurður Ingimundarson.
Heilbrigðis- og félagsmálanefnd:
I-Iannibal Valdimarsson, Jón
Skaftason, Gísli Jónsson, Guð-
laugur Gíslason, Birgir Finnsson.
Menntamálanefnd; Geir Gunn-
arsson, Björn Fr. Björnsson,
Ragnhildur Helgadóttir. Alfreð
Gísiason bæjarfógeti, Benedikt
Gröndal.
Allsherjarnefnd: Gunnar Jó-
hannsson, Björn Fr. Björnsson,
Einar Ingimundarson, Alfreð
Gíslason bæjarfógeti, Sigurður
Ingmundarson.
Breiðavík
Framhald af 3. síðu
geymsluna komu. Eigi taldi
hann sig vita, hver hefði stað-
ið að geymslu bogans á þess-
um stað. Þó að skýrslur þess-
ar séu nokkuð á reiki um
vörzlu boganna, er af þeim
Ijóst, að gæzla barnanna hefur
eins og á stóð, verið með öllu
ófullnægjandi. Samkvæmt þessu
og rökum héraðsdóms að öðru
leyti ber að staðfesta ákvæði
hans um fébótaábyrgð ríkis-
sjóðs á slysi þv'í, eem i mál-
inu greinir."
Jón Ásbjörnsson hæstarétt-
ardómari skilaði sératkvæði.
Var hann sammála meirihluta
réttarins að niðurstöðu til, en
hann taldi einnig að af rík-
isins hálfu hafi eigi verið séð
fyrir fullnægjandi eftirliti með
drengjum þeim, 14 að tölu,
sem á hælinu voru, „margir
þeirra að sjálfsögðu baldnir
og óstýrilátir."
Geraid Philipne
Framhald af 1. síðu.
Modigliani. Þá lék hann einnig
aðalhlutverkið í kvikmyndinni
Ugluspegli sem hann stjórnaði
sjálfur. Síðasta kvikmynd sem
hann lék í var hin mjög um-
deilda Les Liaisons Dangereuses
sem frumsýnd var í Frakklandi
fyrir nokkrum vikum.
Gerard Philippe var róttæk-
ur í skoðunum og fylgdi komm-
únistum að málum. Hann var
kvæntur leikkonunni Simone
Signoret.
Landskeppni
Framh. af 9. síðu
ana í Róm, eða 10.—15. sept-
ember. Keppt verði 'I venjuleg-
um landskeppnisgreinum og
stig reiknuð 5-3-2-1.
Austur-Þjóðverjar greiði
hálfan ferðakostnað loftleiðis
og allan ferðakostnað innan-
lands og dvalaúkostnað. 1 lið-
inu séu allt að 32 menn.
Árið 1961 verði keppnin í
Reykjavík og greiði þá íslend-
ingar það sama og hinir áður.
I Keppnin verði milli A-liðs ís-
‘lands og B-liðs Austur-Þjóð-
verja.
Með bréfi 29. október sam-
Trúiofunarhringir, Steln-
hringir, Hálsmen, 14 og
18 kt. gull.
þykktu Austur-Þjóðverjar i
öllum aðalatriðum tillögur
stjórnar FRÍ og FRl samþykkti
svo skilyrði þeirra með sím-
skeyti hinn 11. nóvember, þ.á.
m. að keppnin færi fram í iðn-
aðarborginni Schwerin dagana
11.—12. september 1960.
Það er því að fullu ákveðið,
að landslið Islands fær verk-
efni næstu tvö ár, án þess að
sambandið þurfi að stofna til
mikilla skulda, né draga úr
annarri starfsemi sinni.
Þess má geta, að B-lið Aust-
ur-Þjóðverja mun sízt veikara
en A-lið t.d. Dana eða Hollend-
inga, svo ekki þarf að óttast að
okkar menn fái ekki iharða
keppni.
íþróttir
Framhald af 9. síðu.
SILFUR:
Björn Vilmundarson, Reykja-
vík. Jón F. Hjartar, Flateyri.
Haraldur Sigurðsson, Akureyri.
Sigurður Helgason, Stykkis-
hólmi. Örn Eiðsson, Reykjavík.
Erhardt Schöber, A-Þýzka-
landi.
EIR:
Atli Steinarsson, Reykjavík.
Bragi Friðriksson, Reykjavík.
Hallur Símonarson, Reykjavík.
Óskar Ágústsson, Laugum, S.-
Þing. Gabriel Simonyi Gabor,
Ungverjalandi. Þórhallur Guð-
jónsson, Keflavík. Þorkell Sig-
urðsson Reykjavík.
Borgfirðingafélagið
sýnir söngleikinn ,,RJÚKANDI RÁÐ"
í Framsóknarhúsinu við Fríkirkjuveg, föstudaginn
27. þ.m. klukkan 20.
Aðgöngumiðasala frá klukkan 1 til 6 í Framsóknar-
húsinu og hjá Þórarni Magnússyni, Grettisgötu 28.
Sími 1-55-52.
MÁL 0G MENNING
Bókmenntakynning
af tilefni sextugsafmælis
1ÓHANNESAR
SKALDSÚR KÖTLUM
í Gamla Bíói, sunnudaginn 29. nóvember 1959 kl. 14.30
Ávarp: Kristinn E. Andrésson
Ræða: Guðmundur Böðvarsson skáld
Upplestur: Baldvin Halldórsson leikari
Upplestur: Þorsteinn Ö. Stephensen leikari
Upplestur: Helgi Hjörvar rithöfundur
Upplestur: Bryndís Pétursdóttir leikkona
Upplestur: Lárus Pálsson leikari
Einsöngur: Kristinn Hallsson óperusöngvari —
undirleikari Fr. Weisshappel
Upplestur: JÖHANNES ÚR KÖTLUM
Kynnir: Jón Múli Árnason
Aðgöngumiðar í bókabúðum Máls og Menningar, Skóla-
vörðustíg og KRON, Bankastræti.
Mál og Menning
§ dag verðnr opnuð ný sencllilistöð
að Einholti 6 hér í bæ.
Önnumst allskonar sendibílaakstur innanbæjar og utan
SEMlíIllLAR H.F., Einholti 6 — Reykjavík.