Þjóðviljinn - 03.12.1959, Síða 9
Fimmtudagur 3. desember 1959 — ÞJÓÐVILJINN •— (ð
Handknattleiksmótið:
KR lék sér að ÍR
og vann með 20:10
Það var álit flestra að leikur
KR og ÍR mundi verða hinn
raunverulegi úrslitaleikur móts-
ins. Hvorugt liðanna hafði
sýnt sína beztu hlið I mótinu
og úrslitin voru því fyrir þá
sök enn óvissari. Að vísu hafði
ÍR ekki Matthías í liði sínu,
og er fjarvera hans þýðingar-
meiri en margan mun gruna.
Til að byrja með virtist sem
allt ætlaði að fara eftir áætl-
un. ÍR byrjar að skora og var
það Gunnlaugur sem það gerði,
en KR jafnar úr vítakasti. Énn
er það Gunnlaugur sem gefur
IR forustu með mjög góðu
skoti. Pétur jafnar nokkru
síðar fyrir KR, og Karl gef-
ur KR forustu eftir góðan ein-
leik með óverjandi skoti.
Pétur Sigurðsson jafnar fyr-
ir ÍR 3:3. Karl er strax í færi
og skorar, og nú er það Her-
mann sem jafnar 4:4. En þá
var eins og botninn hefði
dottið úr leið iR-inga, því að
það eru KR-ingar sem gera
hvorki meira né minna en 8
mörk í röð: 12:4. Hverjum
hefði dottið þetta í hug? Kom
þar hvorttveggja til að allt
opnaðist skyndilega í vörn IR,
og samleikur í sókninni var
árangurslaus og óvenjulega
sundurlaus. Hinsvegar komu
KR-ingar mun ákveðnari en
áður í vetur og notfærðu sér
hinn sundurlausa leik ÍR-inga.
I hálfleik stóðu leikar 11:4
fyrir KR. Síðari hálfleikur var
jafnari, hvað mörk isnertir, en
ef til vill má fremur kenna um
yfirburðum KR og að þeir
hafi ekki tekið leikinn eins al-
varlega þegar markatalan var
orðn svo ójöfn. Sjálfur leikur
ÍR-inga var ekkert betri í
sjálfu sér, þótt þeir skoruðu
hlutfallslega fleiri mörk í þeim
hálfleik.
iR-ingar hafa sannarlega
verk að vinna að finna aftur
sitt fyrra „lag“, því að leikur
þeirra var í þetta sinn mjög
hjáróma við leiki þeirra undan-
farin ár. Vegna þessara yfir-
burða KR var aldrei sú
,,spenna“ í leiknum sem búizt
var við.
Þeir sem skoruðu fyrir KR
voru Reynir 9, Heins 5, Karl 4
og Pétur 2.
Fyrir ÍR skoruðu Gunnlaugur
5, Pétur Sig. 3 og Hermann 2.
Dómari var Magnús Pétursson
og dæmdi vel.
Frarn hafði leikinn í hendi
sinni og vann Ármann 17:6
Þó Ármanni tækist að skora
fyrsta markið í leiknum, kom
það fljótt í ljós að Ármenn-
ingar voru ekki eins ákveðn-
ir og samstilltir og í leikjum
sínum yfirleitt undanfarið.
Samleikurinn var reikull og
staðsetningar manna óákveðn-
ar, bæði í sókn og vörn. Þeim
tókst aldrei að ná hinum nauð-
synlegu tökum á leiknum. Að
sjálfsögðu hefur fjarvera
þeirra Stefáns Gunnarssonar
og Ingvars haft mikið að
segja, því að þeir hafa verið
með liðinu um langan tíma og
það er enn ekki það mann-
margt að það þoli að tveir, af
þeim samstilltu séu fyrir ut-
an. Er það alkunna að slík
fjarvera er oft meira sálræns
eðlis en að munur sé svo mik-
ill.
Ármenningar geta miklu
betur en þeir gerðu á mánu-
dagskvöldið.
Framarar léku allau - tímann
með fullu öryggi og náðu yfir-
leitt vel saman, þó var leikur-
inn aldrei fjörugur eða fjör-
lega leikinn. Hann var nær
því að vera „staður“ og frem-
ur var hann litbrigðasnauður,
og langt frá því að vera eins
skemmtilegur og fyrirfram var
búizt við.
Eins og fyrr segir, skoraði
Ármann fyrsta markið í leikn-
um, var Sigurður Þorsteinsson
þar að verki með góðu skoti, |
en Rúnar jafnaði. Ágúst tók i
. , . . „ j Vikingsstulkurnar sviptar vita-
forustuna fyrir Fram, en Ar-|U___K°______. n(nS
manni tókst að jafna, og í
hálfleik stóðu leikar 7:4 fyrir
æfða menn í stað þeirra sem
forfallast.
Valsliðið var of reikandi í
fyrri hálfleik, og náði ekki
þeim tökum á leiknum, sem
hefði mátt búast við. Það var
því ekki fyrr en í síðari hálf-
leik að Valur fór að ná veru-
legum tökum á Þrótturum, og
var leikur þeirra með köflum
nokkuð góður, enda mótstaða
ekki mikil.
Þeir sem skoruðu mörkin
fyrir Val voru: Jóhann 5,
Sveinn og Geir 4 hvor, Sig-
mundur, Þráinn og Hilmar 3
hver og Bergsteinn 2.
Fyrir Þrótt skoruðu: Grét-
ar 4, Hörður og Axel 3 hvor
og Jón, Guðmundsson 2.
Dómari var Karl Jóhannsson
og dæmdi mjög vel.
Ármann vann í öðrum flokki
kvenna, vann Víking 5:4
Þetta var töluvert skemmti-
legur leikur. Ármannsstúlkurn-
ar voru stærri og líklegri til
sigurs, hvað kraft og leik
snerti úti á gólfinu, en þær
voru þó heppnar að vinna, þvi
að tvö mötkin komu á þann
hátt að skot fór í Víkings-
stúlku og óneitanlega voru
GÖLFTEPPI
fallegt úrval
GANGADREGLAR
margar mjög fallegar tegundir 65-
GÖLFMOTTUR
-90 cm
GÚMMÍMOTTUR
STÖRES - STREKKJARAR
ALUMINIUM - ÞURKGRINDUR
Fram. 1 síðari hálfleik breikk-
aði bilið enn nokkuð.
Síðustu mörkin fjögur skor-
aði Fram, og var sem Ár-
menningar fengu ekkert að
gert.
Þeir sem skoruðu mörkin
fyrir Fram voru:
Rúnar 6, Ágúst, Ölafur og
Karl 3 hver og Guðjón og
Hilmar eitt hver.
Fyrir Ármann skoruðu: Sig-
urður Þorst. 3, Karl, Hannes
og Kristján 1 hver.
Dómari var Daniel Benjamíns-
son, og dæmdi vel.
Þróttur hafði úthald í
einn hálfleik, og tapaði
fyrir Val 24:13
Valur byrjaði betur og komst
um skeið og það fljótlega upp
í 4:1. Leit út fyrir að Valur
ætlaði að leika sér að Þrótti.
Þróttur kom líka fram með lið
sem ekki hefur verið í fremstu
röð undanfarið og mátt leita
eitt til tvö ár aftur í tímann
til þess að sjá það á mótum,
því að nú var Hörður Guð-
mundsson með í liðinu, og
einnig ,voru þar Gunnar Pét-
ursson og Jón Guðmundsson
sem að jafnaði eru ekki i lið-
inu. En svo tókst til að þetta
lið stóð sig með ágætum í fyrri
hálfleik, en vantaði sýnilega
úthald, þrátt fyrir að vera
komið 3 mörk undir, tókst því
að ná 4:5 og litlu síðar 7:8,
en aldrei tókst liðinu að jafna.
I hálfleik stóðu leikar 12:9
fyrir Val. I síðari hálfleik náðu
Valsmenn betri leik og svo
þegar þol Þróttara gaf eftir
voru úrslitin ráðin og varð
markamunur meiri en búizt
var við. Það er eins og Þrótti
gangi illa að koma sér upp
öruggu liði, þrátt fyrir að þar
eru að koma fram ungir og
efnilegir menn.
Að þessu sinni vantaði nokkra
þeirra sem undanfarið hafa
leikið með liðinu, og enn vant-
ar „hreiddina" til þees að fá
,' kasti, og tekið aukakast í stað-
inn. Um skeið í síðari hálf-
leik stóðu leikar 5:2 fyrir
Ármann en lokasprettur Vík-
inga var mjög góður.
Þessar ungu stúlkur sem
þarna voru að leik lé’ku ótrú-
lega skemmtilega og munu þær
síðar láta til sín taka meira.
Fram—Valur 10:1 í þriðja
flokki B
Þetta var hinn svokallaði
Framhald á 10. síðu.
margar tegundir
GEYSIR H.F.
Teppa- og Dregladeildin
Aðalsaf naðarf undu r }
Hallgrímsprestakalls verður haldinn í kirkju safn- ’
aðarins sunnudaginn 6. desember kl. 17.
Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Kosning 3ja manni
'í sóknarnefnd. 3, Önnur mál. — SÖKNARNEFNDIN.
Auglýsið í Þjóðviljanuni
aðeíns tiu
krónur
VINNINGÆSKRfl
HflPPDRSTTIS HðÐVIUANS
1. Volkswagenbíll að 9. — — 1.000,00
verðmæti 90.000,00 10. — — 1.000,00
2. Vörur eftir 11. — — 1.000,00
eigin vali 5.000,00 12. — — 1.000,00
3. — — 5.000,00 13. — — 1.000,00
4. — — 2.000,00 14. — — 1.000,00
5. — — 2.000,00 15. — — 1.000,00
6. — — 2.000,00 16. — — 1.000,00
7. — — 2.000,00 17. — — 1.000,00
8. — — 2.000,00 18. — — 1.000,00
Alls kr. 120.000,00
Dregið 23. |un.
Drætti ekki frestað
KAUPIÐ MIÐA STRAX - GERIÐ SKIL
: J