Þjóðviljinn - 03.12.1959, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 03.12.1959, Blaðsíða 10
JO) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 3. desember 1959 Freuchen í essinu sínu Framhald af 6. síðu Sögusviðið er Thule, nyrzta mannabyggð í heimi, árið 1911. Freuchen lifir 'þar ham- ingjusömu lífi með Navar- önu, grænlenzkri konu sinni, og vinum sínum löndum henn- ar. Að v'ísu kemur engin sigling vegna ísalaga, og Dan- inn er ekki jafnoki Grænlend- inga í að skutla hið lostæta náhveli, sem geymir enn ljúf- fengari lúðubita í maga sín- um, en það eru bara smá- munir. Þá ber igesti að garði. Þeir koma að vísu ekki blaðskell- andi heim í hlað, Narvarana sér til mannaferða úti á ísn- um, og Freuchen fer ásamt nokkrum Grænlendingum út í eyðieyju að huga að hverjir þar séu á ferð. Þetta eru þá hvalveiðimenn, sem orðið hafa viðskila við skip sitt. Ferðin út í eyjuna og aft- ur til Thule reynir á þrek og þor, en þó er hún barna- leikur hjá þv'í sem á eftir fer. Freuchen telur skyldu sína að hjálpa þessum Evr- ópumönnum í veg fyrir skip, en það er hægara sagt en gert á þessu mikla ísaári. Lagt er af stað á eina tré- báti byggðarlagsins, siglt, ró- ið og klöngrast yfir ísspangir með farkostinn í eftirdragi. Isinn er á sífelldu reki, þar sem virtist opin leið eru í einu vetfangi komin hafþök, gínandi sprunga skilur mest- alla skipshöfnina frá bátnum, en þeir félagar damla milli skara á jaka með byssu- skefti og höndunum; íshrann- ir hlaðast upp og ein þeirra grefur bátinn. Þá verður að kjaga eftir Isnum til Tómasareyjar, þar sem hvalveiðiskip eru vön að vitja týndra skipsmanna ef þeir skyldu hafa bjargazt. Taugar hvalveiðimannanna eru að því komnar að bilá, en allt slampast þó af, meðal annars með því móti að Freu- chen stiklar yfir vök á bjarn- dýrsskrokki en dregur síðan klofstyttri félaga sína yfir á þessari loðnu stillu. Svaðilfarirnar eru æsi- spennandi lestrarefni, en þó nær frásagnarlist Freuchens enn hærra í sögunum inni í sögunni, þáttum af þeim sem ferðina fara, bæði Grænlend- ingym og Evrópumönnum, og kunyingjum þeirra. Vera má að einhver sá hafi verið uopi í veröldinni sem kunni fleiri og mergjaðri skippersögur en þessi danski heimshornamað- ur, þó það sé ótrúlegt, en ábyggilega hefur hann engar bækur skrifað. Þarna er sagan af Ólafi veiðimanni sem dysjaðj fé- laga sinn þrisvar en gróf hann jafnharðan upp aftur og bar inn í kofa sinn til að hafa einhverja manneskju sér ti! afþreyingar í einverunni, sag- an af konuræningjanum sem féll það þyngst á banastund- inni að komast ekkj 'í buxurn- ar áður en hann var veginn, sagan af gullóðu skipshöfn- inni sem grófst undir skrið- jöklinum, sagan af skipstjór- anum sem fékk skútuna sína aftur upp af hafsbotni ári eftir að hún sökk, sagan af veizlunni á Eskifirði, þar sem allsgáður teljari var settur tíl að sjá um að fylgdarlið Tuliniusar sýslumanns væri borið frá borði með tölu; nei, svon'a upptalning gæti fyllt marga dálka hér í blað- inu. Þeir sem. meira, vil.ia fá að vita verða að lesa bókina. Hún svíkur engan sem kann að meta æðruleysi í erfiði og hættum og hleypidómalausa frásögn af tilkomumikhi mannlífi. — M.T.Ó Frásöcpn og umvandanir f þróttir Framhald af 9. síðu. ,,einstefnuakstur“ allan leikinn, og mætti ætlg að Fram ætti framtíð fyrir sér með slíkan flokk í B-sveit. í hálfleik stóðu leikar 7:0, og var það því nokkur huggun fyrir Valsmenn að síðari leikur var mun jafn- ari, enda reyndu þeir l'íka að leika rleira, en hættu að skjóta í tíma og ótíma. Ármann—KR 8:7 í þriðja . flokki B Þetta var frá byrjun nokk- uð skemmtilegur leikur, þar sem Ármenningar höfðu yfir- höndina allan leikinn þó KR tækist í nokkur skipti að jafna. KR-drengirnir voru mjög fylgn- ir sér og börðust oft skemmti- lega og í þeim anda að gefast ekki upp. Það var ekki fyrr en í síðari hálfleik sem Ár- mann komst örugglega y'fir þó manni fýndist að siguri.ln væri þeim viss. Á töflunni sáust 1:1, 2:2, 3:3, 4:4 ög 5:5 eftir miðjan síðari hálf- leik. Þess skal að lokum getið að aðeins einn dómari af sex sem voru á skránni dæmdu þetta kvöld. Framhald af 6. síðu til foráttu, enda hygg ég, að enginn núlifandi embættis- maður hafi í Öndverðu fengið kaldari kveðjur við komu sína 'í starf.. . . .Kvíðinn fyr- ir því, að mér yrði í ein- hverju stórlega áfátt í skóla- stjórninni . . . firrti rnig oft- lega svefnfriði og ró, enda þykist ég eiga til hans að rekja drjúgan þátt þeirrar vanheilsu, sem hefur amað að mér um sinn.“ Þessi fyrir- gangur er enn afkáralegri fyr- ir þá sök að Pálmi var í raun og veru íhaldssamur í beztu merkingu sem í það orð ec lögð. Ræðurnar sem fylla tvo síðustu kafla bókarinnar bera með sér að hann hefur s'í- felldar áhyggjur af að örar breytingar verði til þess að forn og þrautreynd verðmæti glatist í hringiðu nýjunganna. Stundum fer þessi tortryggni gagnvart nýjum tímum út í segir: „Þeir eru ekki ýkja margir að ég hygg, sem öfgar, eins og þegar hann þekkja vinnugleði nú á tím- um.“ Langoftast er þó um að ræða áminningar og um- vandanir varfærins manns, sem vill benda löndum sínum á að þeim ber að gera sér glögga grein fyrir hvað þeir hreppa áður en þeir sleppa því sem þeir hafa. Af þess- um toga eru aðvaranirnar við inngöngu í APanzhafsbanda- lagið og erlendri hersetu á fundi í Stúdentafélagi Reykja- víkur. „Hlutleysi er oss Islend- ingum eðlilegt,“ sagði Pálmi þá, „enda einsætt að halda þv'í, meðan kostur ér, en þó að vér höfum neyðzt eða neyðumst til að víkja frá því um sinn, þá verðum vér að hverfa að því aftur, þegar kostur er.“ Þessi orð eru jafn sönn í dag og þegar þau voru töl- uð fyrir tæpum ellefu árum. M.T.Ó. Æskulýðssíðan Framhald af 4. síðu „Allmörg hús Afu'íífíta eru * smíðum fiivinna og hefur verið nokkur atvinna TÍð þau. Út- gerð er hinsvegar í ólestri. Nýi togarinn, Þorsteinn þorskabítur, hefur aðeins einu sinni lagt upp í Hólm- inum síðan í vor. Hann var í lamasessi í sumar, en eftir að liann fór aftur á veiðar, hafa forráðamenn útgerðar- innar — hreppurinn á hann að hálfu á móti kaupfélaginu og Sigurði Ágústssyni — heldur kosið að láta hann sigla með aflann, en leggja upp heima. Ríkir mikil gremja meðal heimamanna með þetta ástand. Önnur út- gerð er lítil — tveir þilfars- bátar og fáeinar trillur. Trill- urnar hafa aflað vel, en bát- arnir illa og hefur ekki verið vinna í frystihúsinu nema dag og dag. „Að lokum, , Reynir—hvern- ig líkar þér við kennslustarfið ?“ „Alveg prýðilega“. „Eru gáfuð börn í Stykk- ishólmi?“ „Já — vel í meðallagi. Það er athyglisvert hvað flest þeirra eru prúðmannleg og stillt. Ég hef von um, ~að þau haldi áfram að vera það a. m.k. svo lengi sem einhver gróðabraskarinn fær ekki tæk’færi til þess að for- heimska þau á sjoppuhangsi, við kókþamb og lestur mynd- skreyttra kynórarita". Allt brauð, tertur og smá- kökur, allt heppnast, ef þér notið ötker-lyftiduft baksturinn. — Þetta vita milljónir húsmæðra . . Þetta hefur komið frægð- arorði á 0tker-lyftiduft í meira en 42 löndum. 0t- ker-lyftiduft í allan bakst- ur OIÐSENDING frá SJémðiinðféiagi Hafnarfjarðar Stjórnarkjörið er hafið. Kosið verður alla virka daga í skrifstofu félagsins, Vesturgötu 10, frá kl. 6 til 7 s.d. KJÖRSTJÓRN. L Lesið og raulið Vísur íngu Dóru fyrir yngstu börniu Kjörbækur ísafoldar eru þrjár Tunglflaugin eítir Jules Verne ★ . -f Fegurðar- drottningin eftir Hannebo Holm ★ Flugævintýri eftir Leif Hamre ★ ísak Jónssen skólastj. hefur þýtt „Tunglflaugina" (Ferðina til tunglsins) eftir undraskáldið Jules Verne. Hann skrifaði m.a. bókina „Umhverfis jörðina á áttatíu dögum". Þessi tíma- bæra og afburða spennandi d.rengja- bók (fyrir „ungl- inga” 12—80 ára) kemur út um helg- ina. ★ 1 Feaurðarðrotfningin er þýdd af Etefáni Jónssyni námsstjéra. Hér er sönn og spenn* andi lýsing á feg- urðarsamkeppni eins og hún gerist „heima" og í Ame- ríku, í New York og á Langasandi. Ástar- ævintýri gerast „.heima" og í New York og allt fer síð- an í uppnám í Holly- v/ood. Fyrir ungar stúlkur 12-—20 ára. ★ Flugævintýrið hlaut drengjabóka- verðlaun hjá flug- málaráðuneytinu norska, enda fjör- lega sögð, og spenn- andi. Þýðinguna gerði ísak Jónsson skólastj. Fyrir ungl- inga 12-—16 ára.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.