Þjóðviljinn - 10.12.1959, Side 1
lflLIINftl
WM B WmS m MW mw
Fimmtudagur 10. desember 1959 — 24. árgangur — 272. tbl.
Ætla Bandarikjamenn að koma hér
upp stöðvum fyrir kafbótaflota?
Áform þeirra um oð fjölga i flotaliSi sinu hér og
ummœli utanrikisráSherra vekja grun um jboð
Eins og lesa mátti í frétt þeirri sem Þjóöviljinn birti
í gær og höfð var eftir New York Times, áforma Banda-
ríkjamenn nú að fjölga í flotalið'i sínu hér á landi um
þúsund menn. Það mun vera ein skýring þess að þeir
liafa haft í hyggju aö fækka í landhernum á Kefla-
vikurflugvelli um 1.300 menn. Jafnframt hefur utanrík-
isráðherra látið svo um mælt á þingi aö ekki sé ætlunin
íð fækka neitt í hernámsliöinu, heldur standi aðeins
yfir viðræöur um skipulagsbreytingu. Hvað boöa þessi
tíöindi?
Lítill vaíi er á að þessar ráða-
gerðir Bandaríkjamanna eiga rót
sína að rekja m.a. og e.t.v. fyrst
og fremst til breyttra hernaðar-
þarfa. Þær breytingar stafa aft-
ur af hinni öru þróun sem orðið
hefur í hernaðartækni á síðustu
árum og gerbreytt hafa vígstöðu
stórveldanna.
Herseta Bandaríkjamanna á fs-
landi hefur aldrei haft þann til-
gang að veria eða vernda ísland
eða íslendinga. Hún hefur ann-
ars vegar stafað af þörf þeirra
fyrir flugstöð rhiðja vegu milli
meginlandanna og hins vegar af
nauðsyn þeirra fyrir radarstöðv-
ar.
Breytt viðhorf
En þau hernaðarviðhorf sem
ráðið hafa mestu um það að
Bandaríkjamenn hafa hreiðrað
um sig á íslandi og hvernig þeir
hafa komið sér fyrir hér eru nú
serin úr sögunni, ef þau eru ekki
þegar orðin algerlega úrelt. Hin
iarigdrægu flugskeyti sem borið
geta vetnissprengjur milli meg-
inlandanna á örfáum stundar-
fjórðungum draga ekki aðeins úr
notagildi flugstöðva og radar-
stöðva, heldur -gera þær gagns-
lausar, Það er viðurkennt að
gegn þessum nýju vopnum eru
engar varnir til, og sprengju-
flugvélar, jafnvel þær stærstu og
langfleygustu, eru harla mátt-
lítið vopn til endurgjalds.
— og gerbreytt
vígstaða
Flugskeytin hafa hins vegar
ekki einungis kollvarpað öllum
fyrri hernaðarsjónarmiðum, þau
hafa einnig gerbreytt vígstöðu
stórveldanna, Bandaríkjanna og
Sovétríkjanna. Fyrir því eru ó-
hrekjanlegar sannanir svo að
enginn getur efast lengur að
Bandaríkin eru langt á eftir Sov-
étríkjunum í smíði hinna nýju
vopna. Sovétríkin eiga nú þegar
talsverðar birgðir langdrægra
flugskeyta, sem Bandaríkjamenn
eru enn varla byrjaðir á að
framleiða að heita má. Og allt
bendir, til þess að það bil muni
breikka á næstu árum.
Bandaríkjamenn viðurkenna
þetta sjálfir. Enda þótt þeir neyð-
ist enn um sinn til að treysta á
sprengjuflugvélaflota sinn og
radarstöðvakerfið, gera þeir sér
Framhald á 3. síðu
Gerið skil!
Nú eru aðeins 13 dag-
ar þar til dregið veröur
í happdrætti Þjóðvilj-
ans um 18 vinninga,
m.a. Volkswagen-bif-
reið. Er því tími kom-
inn til að gera skil á
seldum miðum — í af-
greiðsFU eða skrifstofu
Þjóðviljans Skólavör&u-
stíg 19.
Bandarí.skur kjarnorkukafbátur í höfn.
Fárviðrið
geisar enn ’
Hið inannskæða fárviðri, sera
geiijgið hefur yfir vestanverða
Norður-Evrópu síðustu tvo
dagana, hefur þegar kostað
a.in.k. 50 mannslíf.
í gær tók veðrið heldur að
lægja á Norðursjó, Kattegat
og úti fyrir vesturströnd álf-
unnar, Aftur á móti versnaði
veðrið heldur á ausanverðu
Eystrasalti.
í gærmorgun fórst norska
skipið Elfride með 21 manns
áhöfn á Kattegat. Þýzka skip-
ið Merkur þefur einnig farizt
með 7 manna áhöfn. Saknað
er tveggja norskra skipa og er
annað fiskiskip en hitt vöru-
flutningaskip, sem var á leið
frá Englandi.
4milljónir
Iívenfélagið Hringurinn hefur
nú lagt fram samtals 4 milljónir
króna til barnaspítalans, aúk
búnaðar í sjúkrastofur barna-
deildar, sem starfað liefur í
Landspítalanum um skcið. Var
síðasta framlagið, 1 milljóa
króna, afhent ráðherra í fyrra-
dag.
Dómsrannsékn vepa ókennilegra dýra
sem sáust við sjó fram fyrir norian
Dr. Finnur GuSmundsson telur vist eftir !
lýsingu crð isbirnir hafi verið 6 ferð
Síldarsöltuxi suður
með sjó er stöðvuð
Útvegsmenn reyndu aö snuða söltunarstúlkurnar
Útlit er fyrir að síldarsöltun stöövist í Keflavík og
Hafnarfirði, vegna þess aö útgeröarmenn hafa viljað
snuða söltunarstúlkurnar.
Samkvæmt gömlu samning-
unum er kaup stúlknanna mið-
að við að 600 sildar séu í
tunnunni. Nú þegar saltað er
fyrir austur-þýzkan markað er
þetta breytt þannig að nú fara
900 og jafnvel allt að 1000 s'ild-
ar í tunnuna. Útvegsmenn köll-
uðu stúlkur til söltunar án
þess að ræða nok’kuð um þetta
við þær og ætlast til að þær
salti allt að 1000 síldar í tunn-
una fyrir sama kaup og þær
voru ráðnar til að salta 600.
Framhald á 3. síðu
í fyrsta skipti í íslenzkri réttarsögu hefur fariö fram
réttarrannsókn vegna ókennilegra dýra sem sáust við
sjó fram.
I fyrravetur birtust fregnir
um að fólk á tveim bæjum í
Þingeyjarsýslu hefðu séð við sjó
dýr sem það þar ekki kennsl
á. Að beiðni dr. Finns Guð-
mundssonar dýraíræðings tók
Jóhann Skaptason sýslumaður
skýrslur af þeim sem dýrin sáu.
Menn frá Laxamýri í Reykja-
hreppi sáu tvö dýr um 70 metra
í'rá sjó klukkan hálfsex síðdegis
9. nóvember i fyrra. Þeir kom-
ust næst þeim í 15 til 20 metra
fjarlægð.
Að beiðni sýslumanns dró ann-
ar mannanna upp mynd af dýr-
unum eins og þau komu honum
fyrir sjónir. Á annarri myndinni
kemur fram allgreinileg mynd ai'
isbirni.
Skot liæfðu
Enn eitt dýr
sást í fjörunni
Uppdrættir sjónarvotta af dýmm sein sáust í Þingeyjarsýslu í fyrra. Sá til vinstri er af
öðru dýrinu á Laxamýri en hinn eftir barn af dýrinu sem sást í Heiðarhöfn. Punktalínur
sýna bvernig aðrir sjónarvottar töldu að dýr það hefði litið út.
um 150 metra frá bsenum í Heið-
arhöín i Sauðaneshreppi. Það var
um níuleytið að morgni dags. Sá
það allmargt fólk. Dýrið var þá
á leið til sjávar. Skotið var á
það og fullyrt að þrjú skot hefðu
hæft, en ekki fannst af dýrinu
tangur né tetur.
Lögð var fram í réttinum
teikning sjónarvottar, átta ára
barns, af .dýri þessu. Öðru fólki
sem horfði á dýrið þótti hún í
ýmsu ólík því sem það sá.
Ekki um annað að ræða
Þegar Þjóðviljinn spurði dr.
Finn, hvaða ályktanir hann drægi
af skýrslunum, komst hann svo
að orði, að eftir lýsingunum gætí
ekki verið um önnur dýr að ræða
en ísbirni. enda kæmi mynd af
ísbirni greinilega fram á teikn-
ingunum af Laxamýrardýrunum.
Hinsvegar kvað dr. Finnur það
óalgengt að ísbirnir kæmu hér
á land; en engar spurnir voru
af ís við norðausturland um
þetta leyti.
Isbirnir munu ekki hafa geng-
Framhald á 10. síðu.