Þjóðviljinn - 10.12.1959, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.12.1959, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 10. desember 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Kafbátastöðvar á fslandi? Framhald af 1. siðu. J>að fylliléga ljóst að eftir örfá ár í síðasta lagi muni þessi vopnabúnaður til sóknar og varn- að reynast algerlega gagnslaus í styrjöld. Kjarnorkuknúðir kafbátar Þeir eru vonlitlir um að þeim takist á næstu árum að jafna metin í smíði langdrægra flug'- skeyta, en binda því meiri vonir við fiugskeyti sem hægt er að skjóta frá kafbátum. Af þeim sökum er meiri áherzla lögð á smíði kjarnorkuknúinna kafbáta í Bandarikjunum en nokkurt annað vopn. Slíkir kafbátar hafa þann kost að geta verið á hafi' "úti mánuðum saman. Engu að siður er nauðsynlegt að þeir hafi bækistöðvar í landi og ör- ugg lægi. Fyrirætlanir Bandaríkja- hianna um að auka við flota- lið sitt hér á landi og yfirlýs- ing utanríkisráðherra um að til standi að endurskipuleggja hernámsliðið hljóta þess vegna að vekja grun um að fyrir ]\ý bók eftir Sigurð Haralz Hvert er ferðini he.'»iið? nefn- Ist nýútkomin bók eftir Sig- urð Haralz. I bókinni eru allmargar smá- sögur og frásagnir: Miðið, Þrír bátar og flækingur um fjöll og fjörðu, Hvert er ferðinni heitið ?, Hugboð, Nótt í Baj- onny, Álaga-bræður, Eitt ár, Bölin tvö, Sjálfstæði Islend- inga, Drýgið ekki níðingsverk I kærleika, Draumur flónsins; þá Ijóðaflokkur „Og við eolin með“ ... sögðu hrossataðs- kögglamir“. Hvent er ferðinni lieitið? er 200 blaðsíðna bók, útgefandi er Muninn. Bandaríkjamönnum vaki að koma liér upp stöðvum fyrir kafbáta sína. Þeir hafa aldrei sleppt algerlega hendi af flotastöð þeirri sem þeir komu sér upp í Hvalfirði á stríðsár- unum, og vitað er að þeir liafa Iengi óskað eftir því að fá að liefja þar stórframkvæmdir. Óþarft er að rekja hvílíka ógn- arhættu það myndi leiða yfir íslenzku þjóðina ef Bandaríkja- mönnum væri leyft að koma hér upp hreiðrum fyrir kafbáta sem ætlaðir eru til kjarnorkuárása. Slikar bækistöðvar myndu verða eitt fyrsta skotmark í styrjöld og því jafnvel enn hættulegri ís- lendingum en þær stöðvar sem Bandaríkjamenn liafa hér nú þegar. Þjóðin á þess vegna heimtingu á að fá að vita afdráttarlaust hvað er að gerast í þessum mál- um. Trésmiðafelagið Framhald af 12. síðu Þann 1. sept. 1958 tók til starfa Líieyrissjóður húsasmiða. Með- limir í sjóðnum eru nú 420. Sjóð- urinn hefur á bessum stutta tíma lánað um 2 milljónir króna til félagsmanna sinna. Á sl. hausti var einnig stofnað byggingarsam- vinnufélag húsasmiða. Þ.á er einnig ríkjandi mikill áhugi inn- an félagsins að bað komi sér sem fyrst upp eigin félagsheimili. Núverandi stjórn félagsins skipa þessir menn: Guðni H. Árnason, form.j Eggert Ólafsson. ritari; Þorleifur Sigurðsson, gjaldkeri, og meðstjórnendur Kári í. Ingvarsson og Þorvaldur Ó. Karlsson. f tilefni af sextugsafmælinu hyggst félagið færa bæjarstjórn Reykjavíkur að gjöf fundarham- ar. er Ríkarður Jónsson hefur gert. Þá hefur félagið einnig af- mælishóí að Hótel Borg í kvöld. Verkfall? Framhald af 1. síðu. Brátt fóru því að heyrast óánægjuraddir meðal súlknanna vegna þessa og fyrir um þrem vikum komu stjórnir verka- kvennafélaganna á Akranesi, Reykjavík, Hafnarfirði og Keflavík saman il fundar um þetta mál. Hófust síðan samn- ingaviðræður við atvinnurek- endur, en uppúr þeim slitnaði. I Á Akranesi var hinsvegar samið um tvö verð: 41,10 kr. fyrir að salta allt að 700 síld- ar 'í tunnu og 49,88 kr. fyrir að salta smásíldina. Fyrsta þessa mánaðar hóf- ‘Jst viðræður aftur og sagði formaður Vinnuveitendasam- bandsins þá að hann byggist við áð gengið yrði að Akranes- samningunum, en útgerðar- menn suður með sjó hafa neit- að að horga. Leið þannig vika, að óánægja stúl'knanna hefur farið dagvaxandi og í gær mættu stúlkur í Keflavík og Njarðvík ekki til vinnu á sölt- unarstöðvunum. Afstaða verka- kvenna i Hafnarfirði er hin sama í þessu máli, mættu þær heldur ekki til vinnu við sölt- un, og var síld sú sem til Hafnarfjarðar barst í gær því fryst. Getur því farið svo að söltun stöðvist nema útvegs- menn taki sönsum í málinu. Mikil vinna í Hafnarfirði Mikil vinna hefur verið í Hafn- arfirði undanfarið, m.a. við síld- ina, en síld hefur verið flutt frá Vestmannaeyjum og brædd hjá Lýsi og Mjöl. Togarinn Júní kemur til Hafn- arfjarðar í dag og átti að landa þar, en vegna síldarvinnu í frystihúsinu mun hann fara með aflann til Þýzkalands. Vöttur er væntanlegur til Bæjarútgerðar- innar i dag með fullfermi af karfa. Ágúst fer á veiðar í dag. JÓLAGJAFIR Ódýrar og smekklegar. tJIpnr — mörg snið Kjólar — Mohair tízkan 1‘íls og peysur — í miklu úrvali ^cfekur — Skinnhanzkar — Kjólabelti - - fimmtán iitir Snyrtivörur í smekklegum umbúðum. Bezt, Vesturveri Mjólkurstöð tók til starfa í Neskaupstað ó lauqart’ag i ! Neskciwpstað. Frá jrétluritura Þjóðviljans. Á laugardagsmorgun tók til starfa hér í bænum mjólk- urstöð, en fram að þessu hefur aðeins ógerilsneydd mjólk verið hér á boðstólum. Stöðin er í nýju húsi, sem sérstaklega hetur veriö reist til þessara nota. Er það rúm- gott og bjart og búið nýtizku vélum frá SWkeborg í Dan- mörku. Þá er í húsinu mjólk- urbúð. Hér kemur ekki á markað meiri mjólk en það, að geril- sneyðing tekur að jafnaði að- eii^s tvær stundir á dag. í stöðinni eru vélar til skyrs- og smjörgerðar, en vetrarlangt er nýmjólkurframleiðslan meiri en daglegri neyzlu nemur. Stöðip miln kosta um 1,3 millj. kr. Kaupfélagið Fram hefur iátið reisa stöðina og rek- ur hanja. MjólkuUbússtjóri er Annað bindi aí Sögu Ákraness Annað bindi Sögu Akraness eftir Ólaf B. Björnsson rit- stjóra er nú komið ú»t á forla.gi Akranessútgáfunnár. Er þessu bindi skipt í tvo meginkafla: Sjávarútveginn síðari hluta, og Verzlunina. Hafði þróunarsaga sjávarút- vegsins á Akranesi verið rakin nokkuð í 1. bindinu, einlkum fjallað um fyrrj tima, opnu skipin, skútur og vélbáta. í hinu nýja bindi er sögunni haldið áfram. Saga Akraness, II. bindi, er 431 blaðsíða að stærð og prýða bókina fjölmargar ljósmyndir Ingi Sigmundsson. Sýndi kaup- félagsstjórinn, Guðröður Jóns- son, fréttamönnum stöðina á laugardaginn. Með byggingu mjólkurstöðv- arinnar hefur verið stigið mik- ið framfaraspor í þessum bæ í átt til aukinnar vöruvöndun- ar og þrifnaðar. Gera má ráð fyrir að mjólkurframleiðsla fari mjög í vöxt á næstu árum, því að miklar ræktunarfram- kvæmdir eru jffirstandandi í Norðf jarðarhreppi. Ný Ijóðabók eitir Sigfús Daðason Komin er út ljóðabók eftir Sigfús Daðason og nefnist hún Henclur og orð. Þetta er önnur ljóðabók Sigfúsar. Ljóðunum í bókinni, sem eru 25 talsins, er skipt í tvo flokka, Hendur og orð nefnist sá fyrri en sá síðari Borgir og strend- ur. Bókin er 72 blaðsíður. Út- gefandi er Heimskringla. Rjúpa hefur ekki sézf Hallormsstað. Frá fréttarit- ara Þjóðviljans. Rjúpa hefur ekki sézt hér eystra í haust. Nýlega átti ég tal við aðalrjúpnaskyttuna hér í sveitinni, Gunnlaug Kjerúlfs- son á Buðlungsvöllum, og hafði hann þá enn ekki orðið rjúpu var. e e e e e Frd degi til dags Þagað gat ég þó með sann Alþýðublaðið birtir i gær tölur um störf þingsins og segir að stjórnarandstæðingar hafi haldið uppi „málþófi“ í 50 klukkustundir . á hálfum mánuði; fylgismenn stjómar- innar hafi hins vegar verið til mikillar fyrirmyndar í hegðun sinni, þeir hafi aðeins talað í 8 stundir allir saman á þess- um hálfa mánuði. Ræður stjórnarsinna hafa þannig numið að meðaltali rúmum hálftíma á dag, og þar sem þeir eru alls 33 talsins, hafa dagiegar athafnir þeirra i ræðustóli numið einni mínútu á mann til jafnaðar. Á að fresta jólunum? Svo botnskafnir eru nú gjaldeyrissjóðir þjóðarinnar og lánstraust banka og ríkis- sjóðs svo gersamlega þrotið að stjórnin getur ekki lengur leyft innflytjendum að levsa út hátollavörur. sem hrúgast nú upp á hafnarbakkanum. og hafa þó lúxusvörur haft alger forréttindi í innflutningi allt þetta ár. Þannig er nú mikið magn af hverskonar jólavnrn- ingi. sem kaupmenn hafa pantað í góðri trú, lokað inni í pakkhúsum og engar líkur á að vörurnar geti komið í verzlanir fyrr en einhverntíma löngu eftir áramót; þar á með- al er 'jólapappír og hverskon- ar smádót annað sem ekki er notað nema um jólin. Talið er að kaupsýslumenn muni taka upp gömlu tillög- una um að fresta jólunum til vors, ef ekki fæst úr þessu bætt hið bráðasta. Orð og efndir Eitt af því sem stjórn Al- þýðuflokksins hældi sér mest af fyrir kosningar var það að hún hefði framkvæmt hinn mesta sparnað í ríkiskerfinu, lækkað útgjaldaliði Ijárlaga um sem næst 60 milljónir króna. Voru birtar margar greinar um þetta í Alþýðu- blaðinu. ásamt myndum af mönnunum „sem þyrðu að stjórna“. og raðherrarnir hældu sér mikið af því hvað þeir væru sparsamir fyrir hönd þjóðarinnar: heilar sex- tíu milljónir króna; það var ekki smálítið fé. X útvarpsumræðunum á mánudagskvöldið skýrði Guð- mundur í Guðmundsson. fyrr- verandi fjármálaráðherra, svo frá bví að útgjöld ríkissjóðs á árinu 1959 myndu fara 60 milljónir króna fram úr áætl- un! — Austri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.