Þjóðviljinn - 18.12.1959, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 18.12.1959, Blaðsíða 11
Föstudagur 18. desember 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (11 i H. E EATES: RAIjÐA SLÉTTAN ið inn í sjúkrabílinn. Hreyfingar hennar voru festuleg- ar og markvissar. Þykk, írska efrivörin var ekki lengur slöpp, heldur yfirlætisleg, næstum fyrirlitleg og þegar hún hreyfði sig um herbergið, snögg og rösk meðan hún gerði hinum særðu til góða, bandaði hún eitt sinn út handleggnum og stuggaði óþolinmóðlega vjð Forrester og hrópaði næstum: „Fyrst þú getur ekki gert neitt að gagni, ættirðu að minnsta kosti að hafa vit á að vera ekki fyrir með þennan þriggja óln’a kropp. Svona. Gerðu eitthvað! Hjálpaðu starfsmanninum með börurnar“. Ungfrú McNab og móðirin ráku upp stór augu. Harr- is einn virtist varla vita hvað gekk á eða standa alveg á sama. Forrester lagði bollann frá sér á borðið og gekk út fyrir. Áður en hann var kominn út á mitt hlaðið heyrði hann fótatak hennar á eftir sér. „Maður skyldi ætla að við hefðum alla nóttina til stefnu eins og þið hangsið“, sagði hún. „í hamingju bænum!“ Hún stikaði framhjá honum, stórstíg og karlmannleg, að sjúkrabílnum sem stóð við garðshliðið. „Út með sjúkrabörurnar!“ hrópaði hún. Hann sá bíl- stjórann kippast til við stýrið en róast aftur þegar Burke kallaði á nýjan leik: „Vertu ekki að ómaka þig! Ég skal ná í þau. Til hvers í ósköpunum heldurðu áð ég sé hérna?“ Hún reif upp bakhurðina á sjúkrabílnum og fór að draga út börurnar, var búin að slengja tveimur upp á öxl sér áður en Forrester gat komið upp orði. Hann tók þær fernar sem eftir voru upp á öxlina og gekk hægt á eftir henni. Þegar hann var korninn hálfa leið yfir hiað- ið, nam hann staðar. Dauft ljós logaði í litlu lyfja- geymslunni og um leið og hann stanzaði, hugsaði hann um stúlkuna sem þarna beið, sat í daufri skímu.nni hjá litlu telpunni undir græna flugnanetinu og honum fiaug sem snöggvast í hug að fara þangað inn. En meðan hann var að velta því fyrir sér, tók hann í fyrsta skipti eftir þögn sléttunnar, síðan hann kom til baka. Nú var ! ekkert sem rauf hana og hann stóð andartak f viðbót! og lagði eyrun við: Kyrrðin var svo undur djúp og1 mjúk og ekkert lauf bærðist á trénu við húsið. Honum fannst þetta vera ímynd kyrrðar og víðáttu austurs- ins, hljóðrar og óendanlegrar. En svo gall Burke við í þögninni: „Heldurðu á sjálfum þér á börunum eða hvað? Komdu þér úr sporunum!11 NÍUNDI KAFLI Þegar hann loks gat hitt stúlkuna við hliðið var aftur orðið kyrrt. Hún stóð við kofadyrnar, hallaði höfðinu upp að dyrastafnum. Bak við hana logaði á olíulampan- um og bjarminn féll gegnum flugnanetið á gulleitt and- lit telpunnar. Hann tók um andlit hennar og vangarnir voru svalir og mjúkir við lófa hans. „Þú ætlaðir að segja mér eitthvað“, sagði hann. „Það var ekki mikið“. „Segðu mér það“, sagði hann. „Ég var með dálítið handa þér“, sagði hún. Hún tók um hendur hans og þrýsti þeim saman. Þeg- ar hann tók þær aftur sundur var lítill, hvítur pakki fastur í sveittum lófanum. Hann starði á hann andartak, vissi ekki hvað hann átti að gera. „Opnaðu hann“, sagði hún. „Hann er handa þér“. Hann vafði hægt utan af pakkanum, hallaði sér nær ljósinu. Eftir andaták sá hann ljósið skína á blóðrauðan rúbín, lítinn en skæran. „Þú átt að eiga hann“, sagði hún. Menn og listir greinar Indriða Einarssonar. Flestar greinanna fjalla um fyrirmenn þjóðar- innar í listum og stjórnmálum á sam- tíma höfundar. — „Þær hitta í mark“, segir próf. Alexander Jóhannesson um mannlýsingar hans. Greinarnar glitra af sögnum, orðtækjum og lifandi lýsingum samtímans. Bókin er hvorttveggja í senn sögulegt heimildarrit og einstakur skemmtilestur. Pennaslóðir Rit kvenna — 11 sögur eftir 11 höfunda. íslenzkar konur kunna að segja skemmtilega sögu, svo sem áður fyrr. Bækur barnanna: Vísnabókin Útgáfa Símonar Ágústs- sonar með myndum Ilall- dórs Péturssonar. Hin sígilda bók barn- anna. Bókin sem börnum er jafnan gefin fyrst bóka. Seld mansali eftir Janet Lim. Endurminningar liinnar austrænu hjúkrunarkonu sem nú fara sigurför með- al lesenda Vestur-Evrópu, og eru þar metsölubók. Sögusviðið spannar forn- eskjulega lífshætti, mjög frumstæðs bændaþorps til stórborgarlífs á véla- og hernaðaröld. Þetta er saga mikilla at- burða, sem mætt er af skapstyrk og festu fá- gætrar konu. Þýðitig- Ragnars Jóliann- essonar. JólaVísur Ragnars Jóhannessonar Myndir eftir Halldór Pét- ursson. Visurnar sem börnin syngja við jólatréð. Kr. 22.00. Stúdentavísur Stúdentasöngbókin frá 1319 í Ijósprentun. — Ánægjuieg jólabók fyrir stúdenta. Verð kr. 38.00. H L A Ð B O Ð Dagur er liðinn Framhald af 7. síðu. völl undir lífsafkomu eína og framtíð. Þó sjórinn heillaði Aðal- stein ungan, átti hann fleiri áhugamál. 1 bernsku sinni hafði hann kynnst búskap og fjármennsku og hafði af því yndi að umgangast skepn- ur. Strax og hann komst yfir fjármuni keypti hann sér tún og bústofn og rak fjárbú, þó í smáum stíl væri, í fé- lagi við föður sinn. Og hverja stund, sem hann var í landi, helgaði hann þessu hugðar- efni sínu. Það var hans dægradvöl mitt í önnum líð- andi stundar. Aðalsteinn Árni var lífs- glaður og þróttmikill æsku- maður, gæddur góðum gáf- um og meiri félagsþroska en títt er um menn á ’hans aldri. Því ber ekki að leyna, að við hann, iífsstarf hans og framtíð voru tengdar glæstar vonir, ekki einungis af eiginkonu hans og nán- ustu ættingjum, heldur og líka af öllum sem hann þekktu og nutu samvista hans til lengri eða skemmri tíma. En nú hafa örlögin hagað þessu á annan veg, um það verður ekki dei't við neinn. En ein er sú gjöf, sem aldrei verður frá neinum tekin, en j það er minningin um fagurt mannlíf. Og minningin um Aðalstein Árna Baldursson er minning um góðan hjarta- hlýjan og hugljúfan dreng, sem var elskaður og virtur af öllum sem hann þekktu. Guð blessi þig fyrir þessa gjöf, hjartkæri frændi minn og vinur. Valdimar Iíólm líallstað. Kaupi hreinar prjónatuskur á Baldursgötu 30. OTVARPS- VIÐGERÐÍR Op t •»efc* kJ ciS3ÍS 1. Sími 19-Bno MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 ---------------------—) Til sölu Allar tegundir BÚVÉLA. Mikið úrval af öllum teg- undum BIFREIÐA. Bíla- og Búvélasalan Baldursgötu 8. Sími 23136. JÓLASÖFNUN Mæðrastyrksnefndar, Laufás- vegi 3 er opin 2—6 daglega. Móttaka og afhending fatnaðar jr->

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.