Þjóðviljinn - 08.01.1960, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.01.1960, Blaðsíða 4
4) — ÞJÖÐVILJINN — Föstudagur 8. janúar 1960 ® Allir hafa lifað um efni fram í áramótaboðskap sínum á gamlársdag sagði Ólafur Thors, að Islendingar hefðu á undanförnum árum „lifað í vellystingum praktuglega“. Forsætisráðherrann sagði jafnframt, að afleiðing þessa óhófslifnaðar væri sú, að þjóðin yrðj nú að sætta sig við kjararýrnun er samsvaraði 5—6 vísitölustigum. Þessum orðum beindi hann til allra landsmanna jafnt. Þeir hafa að hans dómi allir lifað um efni fram að undanförnu, jafnt verkamenn, bændur, op- inberir starfsmenn, heildsalar, útgerðarmenn, ráðherrar. Enginn hefur lifað öðrum hærra samkvæmt hans kenn- ingu. Allir eru jafn sekir um óhófseyðslu og verða nú að gjalda glópsku sinnar með því að skerða lífskjör sín og neita sér um nokkurn munað. Þá veit maður það. • ,,í vellystingum praktuglega" Það vill hins vegar svo undarlega til, að ekki eru allir sammála forsætisráðherr- anum. T.d. kom opinber starfsmaður að máli við póst- inn nú 'í vikunni og bað hann að koma á framfæri mótmæl- um s’ínum við þessari kenn- ingu. Máli sínu til rökstuðn- ings skýrði hann frá ástæð- um sínum og fjölskyldu sinn- ar, en þær eru í stuttu máli bessar: Maðurinn hefur fyr- jr 5 manna fjölskyldu að sjá. Hann er opinber starfsmaður í,ll. iaunafiokki og eru mán- aðarlaun hans nú 4674 krónur og hafa verið það síðan í fe- brúar 1959, er ríkisstjórn Al- þýðuflokksins rændi 13,4% launa hans. Nam sú kaup- skerðing 778 krónum á mán- uði. Kaup það, sem maðurinn fær útborgað mánaðarlega er þó ekki nema um 3800 krón- ur, þegar búið er að draga frá mánaðarlaununum 187 ' króna framlag í lífeyrissjóð, útsvar og skatt og rafmagns- gjöld, sem dregin eru frá kaupi hans. Af þessum 3800 krónum fara 500 krónur í vexti og afborganir af íbúð, sem maðurinn hefur komið sér upp. Aðrar 500 krónur fara að jafnaði fyrir olíu til uophitunar. Standa þá aðeins eftir um 2800 krónur á mán- uði, sem þessi 5 manna fjöl- skylda hefur fyrir fæði og^ klæðum og öllum ,,lúxusnum“. Þessi upphæð er þó raunar nokkru of há, því að enn er eftir að telja ýmsa skatta, t. d. 1400 króna skatt af hús- eigninni árlega, sjúkrasam- lagsgjald, tryggingu af inn- búi og sitthvað fleira. Gegn því kemur hins vegar að hjón- in fá greitt með einu barni frá tryggingunum. Allt um það eru það varla meira en 2500 krónur, sem þessi fimm manna fjölskylda hef"i í" þes3 að verja m5na?ar!c~h fyrir fæði og klæðurn, eða 530 krónur á mann, Hvað heldur Ölafur Thors, að hann og hans stóra fjölskylda myndi lifa lengi í slíkum „praktug- legum vellystingum“ ? ® Þeir vita ekki hvað það er.að spara Maðurinn hélt áfram frá- sögn sinni. Eg hef enga eft- irvinnu. Þetta er allt, sem við höfum til að lifa af. Og hvernig eigum við að fara að því að spura umfram það, sem við höfum gert? Við förum aldrei í bíó eða í leikhús og ég hef engin efni á að kaupa mér föt. Þegar kaupið var skert í febrúar í fyrra, sagði i ríkisstjórnin, að okkur yrði bætt það upp með lækkunum á nauðsynjavörum. Það eina, sem hefur eitthvað lækkað að ráði er mjólk og kjöt. Flestar vörur aðrar hafa hækkað í verði. Kjöt kaupum við einu sinni í viku, 2 k'íló í einu, og af mjólk kaupum við 3 lítra á dag. Við höfum ekki efni á að kaupa meira. Smjör get ég aldrei keypt. Eg hef keypt smjörlíki út á smjörmiðana. Þessir aumingja menn, sem alltaf eru að brýna fyrir okk- ur að við verðum að spara, vita sjálfir ekkert hvað það er að spara. Þeir hafa aldrei þurft þess, sagði maðurinn að lokum. • Vilja þeir deila kjörum við hann? Árslaun þessa manns, sem hefur fyrir 5 manna fjöl- skyldu að sjá, nema eftir kaupskerðinguna í fyrra 56.088 krónum. Kaupránið svipti hann 9336 krónum ár- lega og hefði honum þó sann- arlega ekki veitt af þeim, eins og sést af því, sem sagt hefur verið hér að framan. ‘Sparnaður hans af lækkunum á mjólk og kjöti nemur hins- vegar aðeins 376,65 kr., þegar reiknað er með að ha-|u kaupi 3 lítra af mjólk á dag og 2 kg. af kjöti á viku. Það eru allar uppbæturnar, sem hann fær vegna kaupránsins. Og enn ætlar ríkisstjórnin að vega í sama knérunn og skerða kaup þessa manns til verulegra muna. Hvernig væri að sérfræðingar ríkisstjórnar- innar í efnahagsmálum þeir Jónas Haralz og Jóhannes Nordal deildu kjörum með þessari fjölskvldu það sem eft ir er ársins? Þeir lærðu ef til vill svolítið í hagfræði af því. Kaupi hreinar prjónatuskur á Baldursgötu 30. Trúlofunarhringir, Stein- hringir, Hálsmen, 14 og 18 kt. gull. m®| l • |* . • Virkjunarframkvæmdir við Níl munu hafa S för lli lOFIiU musten meg ser ag fjoldi fornra listaverka, likneski og byggingar, fara á kaf i vatni ef ekki verður; að gert. Kostnaður við að reisa varnargarða um þessi árþúsunda gömlu mannvirki er meiri en svo að Egyptar fái einir undir risið, og því er í ráði að UNESCO, Menningar- og vísindastofnun SÞ, hlaupi undir bagga. Framkvæmdir eru sums staðar liafnar, svo sem við musteri gyðjunnar Athor. Hér sjást fornminjafræðingar og aðstoðarmenn þeirra úti fyrir musterinu, sem Ramses annar faraó iét reisa fyrir 3260 árum. Beg.gja vegna musterisdyranna eru risastyhtur af faraó og Nefertari drottningu hans. Tannholdssjúkdómar Sjúkdómar í tannholdi ern miklu algengari meðal fólks en flestir gera sér grein fyr- ir. Heilbrigt tannhold er um- hverfis tennurnar og á tann- garðinum ljósrautt, ljósrauð- ara en önnur sl'ímhimna munnsins. Þessi ljósi litur stafar af því að slímhimnan kringum tennurnar er þakin þunnu hornlagi, sem gerir það að verkum að hinn rauði litur blóðsins frá háræðakerfi slím- ~ himnunnar skín ekki eins í gegn og á annarri slímhimnu í munninum. Heilbrigt tannhold feilur þétt að tönnunum og þolir vel að þrýst sé á það án þess að blæði eða sársauki finnist. Heilbrigt tannhold hefur mikið mótstöðuafl gegn bakteríugróðri og sýkingu af völdum bakter'ía. En stundum bila varnirnar og tannholdsbólga byrjar, og geta legið til þess ýmsar orsakir. Helztu orsakir tannholdsbólgu eru, að tannsteinn safnast á tenn- urnar og ertir tannholdið ásamt bakteríum og matar- leifum, sem við tannstein- inn festast, að matur treðst milli tanna og fest- ist, að munnhirðu er ábóta- vant, að mataræði er ófull- nægjandi, að mótstöðuafl líkamans minnkar, þannig hafa sumir blóð^júkdómar í för með sér tannholds- bólgu. Þá geta sumir málm. ar og lyf valdið bólgu í tannholdi. Það eru til ýmis afbrigði tannholdsbólgu, sem skil- greind eru eftir sjúkdóms- einkennum og orsökum, en ekki verður út í það farið hér að telja þau upp. Ef grunur er um tann- holdsbólgu t.d. tannhold við- kvæmt og rautt eða úr því blæðir, er rétt að leita tann- læknis til lækningar og ráð- leggingar. Tannlæknirinn reynir að komast fyrir orsak- ir bólgunnar. Hann hreinsar tannstein og annað af tönn- unum, meðhöndlar tannhold- ið með lyfjum, t.d. til að draga úr bólgunni, minnka sársauka eða græða sár; eða hann gerir aðrar ráðstafanir, sem hann telur henta. Sjálfur getur sjúklingurinn hjálpað mikið við lækninguna með að halda munninum vel hreinum með burstun og skolun og fara eftir ráðlegg- ingum tannlæknisins. c Tannlos. Flestir þekkja af afspurn og margir af reynslu, að tennur geta losnað og það svo mjög að ekki er hægt að reyna á þær eða þær detta al- veg úr kjálkanum. Þessi sjúk- dómur á oftast upptök sín í tannholdsbólgu. Þá er sag- an oftast sú. að tannsteinn hefur safnazt og komið af stað bólgu 'í tannholdinu, bólg- an breiðist með tímanum í bandavefina sem tengir tann- hold og bein við tönnina. Vas5 eða rifa myndast milli tannholds og tannar. Niðri 'í vasanum safnast tann- steinn á tönnina, og eykur það bólguna og viðheldur henni ásamt bakteríum, sem í vasanum eru. Næsta stigið er svo að beinið meðfram tönn- inni sýkist og eyðist. Þannig missir tonnin festu sína og stuðning 'í kjálkanum smám saman. Til er annað afbrigði af tannlosi, þar sem bólga er lítil eða engin, tennurnar missa þá festu sína í 'kjálk- anum, vasar myndast með- fram þeim og beinið kringum þær eyðist. Helzt er árangurs að vænta af lækningu á bessum sjúk- dómi, ef hann er tekinn til meðferðar í tíma. Langvar- andi tannholdsbólga, sem lítið finnst fyrir, getur haft tann- los í för með sér. Helztu ráðin til að fyrir- byggja tannholdsbólgu eru: 1) að bursta tennurnar og umhverfi þeirra vandlega og reglulega, 2) að láta tannlækni hreinsa tennurnar og líta eftir þeim reglulega, 3) að borða holla og bæti- efnar'íka fæðu. (Frá Tannlæknafélagi Islands). ÖLL RAFVERK Vigfús Einarsson Nýlendugötu 19 B. Sími 18393. Síminn er 12 - 4 - 91. Smiíða liúsgögn og eldhúsinnré*itingar. 12-4-91. Ouðzmmclur Ólalsson. Til sölu Allar tegundir BÚVÉLA. Mikið úrval af öllum teg- undum BIFREIÐA. Bíla- og Búvélasalan Baldursgötu 8. Sími 23136.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.