Þjóðviljinn - 08.01.1960, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 08.01.1960, Blaðsíða 12
Njasalandsmenn biðja þlÚÐVILIIHN íslendinga liðsinnis Heita á alþingismenn oð beita sér fyrir oð ísland kœri ofbeldisverk Breta Föstudagur 8. janúar 1960 — 25. árgangur — 5. tölublað Forustumenn þjóðfrelsishreyfingar Njasalands hafa farið þess á leit við Alþingi að ísland kæri ofbeldisverk Breta í þessari Afríkunýlendu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu, Eins og alkunnugt er tók brezka nýlendustjórnin í Njasa- landi sér alræðisvald í fyrra og beitti því til að fangelsa án dóms og laga forustumenn þjóðfrelsishreyfingar Afríku- manna, þar á meðai dr. Hast- ings Banda, foringja Þjóð- þingsflokks Afríkumanna í Njasalandi. Bannsókn virt að vettugj Þessar aðfarir vöktu sl’íka and- úð í Bretlandi að ríkisstjórn 'í- haldsmanna sá sér ekki annað fært en skipa rannsóknarnefnd til að kanna hvað hæft væri í staðhæfingum Armitage land- stjóra um að Afríkumenn hefðu undirbúið ihryðjuverk og hand- tökurnar hefðu verið nauðsyn- legar til að !koma í veg fyrir þau. Nefnd undir forsæti brezka dómarans Devlins komst að þeirri niðurstöðu að landstjór- inn hefði engar sannanir fyrir sakargiftum sínum. Brezka stjórnin neitar að'taka þessa niðurstöðu til greina, og dr. nokkurrar máisrannsóknar eða formlegra sakargiEa. Island getur kært i I bréfi sem Kanyama Chiume og Orton E. Chirwa, fulltrúar þjóðfrelsishreyfingar Njasa- lands í London, hafa sent 'ís- lenzkum alþingismönnum er bent á að hér geti Alþingi Is- lendinga orðið að liði. Afrit af bréfinu hefur verið sent Þjóð- viljanum og ýmsum Islending- Framhald ó 2. síðu. Leíðtogar V-Þýzkalands tera þyngstu ábyrgðlna11 Gyðingahatrið sem blossaði upp í Vestur-Þýzkalandi á jólunum og síðan hefur breiðzt út einsog eldur í sinu um flestöll vesturlönd, hefur flett ofan af núverandi valdamönnum vesturþýzkum. eða fá þær aftur. Þessir Hastings Banda Flest blöð heims gera sér þennan ófögnuð að umtalsefni. Ritstjóri Stockholms-Tidningens, málgagns sænsku verkalýðsfé- laganna, Victor Vinde, sem er einn kunnasti blaðamaður á Norðurlöndum segir þannig í blaði sínu: „Leiðtogar Vestur-Þýzkalands og væntanlega einnig Austurríkis bera hina þyngstu ábyrgð á því sem nú á sér stað. Þeir hafa látið fjölda nazista halda liinum valdamestu stöðum þjóðfélags- Ekkert seamkomulag milli L.Í.Ú. og Fiskimannafélag s Færeyfa Eins og undanfarin ár hefur L.Í.Ú. leitað eftir að fá' ekkert færeyska sjómenn á íslenzka flotann eftir því sem með hendi þarf, en ekki hafa enn náðst samningar milli Fiski- mannafélagsins í Færeyjum og L.Í.Ú. um kjör færeyskra sjómanna. samkomulag er fyrir Þjóðviljinn fékk þessar upp- lýsingar í gær hjá Sigurði Eg- Banda og félögum hans er ilssyni, framkvæmdastjóra enn haldið # fangelsum án Landssambandsins. L.I.tJ bauð Viðræður senn hafnar um við- skipti Islands og Sovétríkjanna Viðræður um nýja viðskiptasamninga milli íslands og Sovétríkjanna munu hefjast innan fárra daga í Moskvu. Munu íslenzku fulltrúarnir, 8em þátt taka í samningavið- ræðum þessum, væntanlega halda utan strax eftir helgina. Hendrik Sv. Björnsson, ráðn- neytisstjóri utanríkisráðuneyt- isins, s'kýrðj Þjóðviijanum svo frá í gær, að ekki væri að fullu gengið frá skipan íslenzku samninganefndarinnar. For- maður hennar yrði sendiherra Islands 'í Sovétríkjunum, Pétur Thorsteinsson. en auk hans myndu eiga sæti í nefndinni fulltrúar innflytjenda og út- flytjenda. Sagði Hendrik að utanríkisráðuneytið myndi senda út fréttatilkynningu um væntanlegar samningaviðræður einhvern næstu daga. Þjóðviljinn hefur fregnað að auk Péturs sendiherra Thor- steinssonar muni eftirtaldir menn eiga sæti í íslenzku samn- inganefndinni: Hendrik Sv. Framhald á 9. siðu færeyskum sjómönnum sömu kjör og íslenzkir sjómenn hafa, en Fiskimannafél. krefst þess að færeyskum sjómönnum verði tryggð óskert kjör út alla ver- tíðina. Þá vil] fis'kimannafélag- ið ekki ráða sjómennina út alla vert'íðina, og sé þeim frjálst að láta afskrá sig af íslenzk- um skipum, ef gerðar verða breytingar á gengi íslenzku krónunnar. Þessar tvær megin- kröfur Fiskimannafélagsins stafa fyrst og fremst af ótta þess og fólks 'í Færeyjum við það að gengi íslenzku krón- unnar verði fellt, meðan á ver- tíð stendur og kjör sjómanna þannig skert til muna. L.Í.Ú. hefur hins vegar neitað að tryggja kjör sjómanna gegn slíkum ráðstöfunum og hafa samningar strandað á því. L.I.Ú. hefur ekki leitað til ríkisstjórnarinnar um milli- göngu í þessu máli, né farið þess á leit við hana að hún tryggði færeyskum sjómönn- Um óbreytt kjör út vertíðina. Ekki liggja fyrir nákvæmar upplýsingar um hve marga sjó- menn vantar á flotann, en tal- ið er að þeir séu um 900. ýi Óðinn afhentnr Óðinn, varðskipið sem verið hefur í smíðum fyrir íslendi- inga í Álaborg, verður afhent Landhelgisgæzlunni í dag. Pétur Sigurðsson, yfirmaður Landhelgisgæzlunnar, tekur á móti skipinu, en skipherra verður Eiríkur Kristófersson. I , dag og á morgun verður nýi Fiskimannafélagið hefur. óðinn í reynsluferðum, og bannað meðlimum sínum að skipinu verður siglt heim um ráðast á 'íslenzk s'kip, meðan miðjan mánuðinn. ms nazistar eru nú dómarar. lög- reglustjórar, lögmenn, embættis- menn og jafnvel ráðherrar. Þeir skrifa líka í blöðin með lýðræð- isgrímu fyrir andlitinu og þykj- ast stórhneykslaðir á ávirðing- um Stalíns og Krústjoffs, en þegja sem steinar um þá sví- virðu sem þeir áttu þátt í að kerfisbinda í þriðja ríkinu“. Síðar í greininni segir Vinde: „Eldri kynslóðin (í Vestur- Þýzkalandi) er nefnilega gyð- ingahatarar að verulegu leyti og það er hún sem mótar viðhorfin. Hvernig getur háttsettur emb- ættismaður, lögregluforingi eða ritstjóri ráðizt af sannfæringu gegn gyðingahatri, hafi hann fyrir riokkrum árum klappað Julius Streicher eða Josef Göbb- els lof í lófa. Það er ekki hægt að bæta fyrir það með því að borga eftirlifandi ættingjum fórnar- lamba gasklefanna nokkrar milljónir marka eða með því að handtaka nokkra tugi unglinga og dæma þá í fangelsi. Framhald á 1C. síðu. Kvikmyndin um Speidel I kvöld kl. 9 verður kvikmyndasýning á vegum ÆFK í salnum (niðri) í Tjarnar.götu 20. Kvik- myndin f jallar um nazista- og Natoforingjann Speidel og verða fluttar með henni skýringar. Mynd þessi hefur vakið mjög mikla a'ihygli þar sem liún hefur verið sýnd og á hún ekki sú'zt erindi til fólks núna, þegar gyðingaof- sóknir og nazistaáróður blossa upp um allt Vest- ur-Þýzkaland á nýjan leik. IIIMIIIIIIIIIIIimilllllllllllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIllllllllllllIIIIIIIIIIIIIIhlllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIllllllIIIIIIIIIIIIlllIIIICllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIEIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIiIIIItllEIIIIIIIIIIIIIII Á peysufatabalii í Breiðfirðingcbúð I fyrrakvöld var fréttamönn- um boðið að líta inn í Breið- firðingabúð á peysufataball, er húsið hafði efnt til á þrettánd- anum. Á ballinu var margt fólk og mikið fjör og heldur en ekki þytur í pilsum peysu- fatakvennanna, er herrarnir sveifluðu þeim um gólfið í dansinum. Að vísu voru peysu- fatadömurnar ekki mjög marg- ar, en piltarnir virtust alls ó- feimnir að bjóða þeim upp og virtust kunna þessari ný- breytni vel. Forstjóri Breiðfirðingabúðar, Sigmar Pétursson, sagði, að þetta væri annað peysufata- ballið, sem húsið efndi til. Hið fyrra var fyrsta desember. Kvað hann það ætlun sína að halda þrjú s!ík böll á vetri og i veröur það siðasta á konudag- inn. Sagði Sigmar að með þessu vildi hann gera sitt til þess að viðhalda þessum skemmtilega búningi. Hins vegar væru það fáar ungar stúlkur, sem ættu peysuföt og það væri dýr klæðnaður. Sigmar Pétursson hefur nú rekið Breiðfirðingabúð í 15 mánuði. Leigir hann húsið til ýmssa félaga fyrr skemmtanir fjögur kvöld i viku, en þrjú kvöM hefur hús;ð sjálft böll. Þá eru alltaf leiknir gömlu dansarnir og stjórnar Helgi Eysteinsson þeim. Hljómsveit Árna Elvars leikur fyrir dans- inum og með henni syngur ung söngkona, Sigrún Ragnarsdótt- ir. Á myndunum sjást piltarnir sveifla peysufatadömunum um gólfið í Búðinni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.