Þjóðviljinn - 08.01.1960, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 08.01.1960, Blaðsíða 11
Föstudagur 8. janúar 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (11 KKISTRÚN KETILSDÓTTIR, frá Hausthúsum andaðist í Landsspítalanuna 7. janúar. Jón Þórðarson. Ketill Jónsson Þóra Árnadóttir Ingólfur Kristjánsson. Innilegustu þakkir fyrir þá miklu samúð og vin- semd, sem okkur hefur verið sýnd við andlát og útför KRISTJÁNS M. ÞÓRÐARSONAR Skipasundí 40. Anna Vilhjálmsdóttir og börn. Sigurlaug Sigvaldadóttir og systkini. Á listiðnaðarsýningunni sem haldin var í Kaupmannahöfn í haust voru þessir munir sem sýndir eru á myindunum. Te- og vatnskannan er úr ryðfríu stáli, teiknuð af Magnúsi Stephensen fyrir silfursmiðju Georgs Jensens. Á myndinni tií- hægri er léttur hægindastóll gerður af Hans Olsen. H. E. BATHS: RAIÐA SLÉTTAN „Við ætlum að sjá til hvað við getum gert við þessa fætur,“ sagði Blore. „Liggðu rólegur ef þú getur.“ Blore laut yfir Carrington og höfuð hans var slétt og svalt eins og egg. Skugginn frá trénu yfir þeim spegl- aðist bókstaflega í skallanum. Forrester sá að Carrington einblíndi á þennan gljáandi skalla. Öðru hverju sá Forr- ester að hann opnaði munninn, varirnar voru hvítgráar eftir áfallið og þjánmgasvipur kom í augun. „Þetta er ekki svo voðalegt, þetta er ekki svo voðalegt,“ sagði hann ■einu sinni. „Ekkert voðalegt,“ sagði hann einu sinni. „Ekkert voðalegt.11 Undir lokin var hann farinn að vagga höfðinu fram og aftur eins ög til að andmæla kvölunum. Loks var búið að hreinsa fæturna. Þejr voru á að sjá eins eins og brunninn trjábörkur. Blore breiddi hand- klæðið yfir ljót brunasárin- „Líður sér sæmilega?" sagði hann við Carrington. ' „Mér þykir þetta leitt,“ sagði pilturinn. „Þetta er fjand- ans klúður.“ „Rólegur, lagsi,“ sagði Forrester. „Lokaðu bara augunum og liggðu kyrr,“ sagði Blore. „Við athugum dótið mitt á meðan.“ „Það tekur árið,“ sagði Forrester. „Og þá verðurðu kominn á hækjur.“ Hann sá að pilturinn brosti og hann var feginn því. Það var eins og fyrsti vináttuneistinn kviknaði milli þeirra. Hann ljómaði andartak í þreyttum augunum áður en hann lokaði þeim. Blore var farinn að taka upp dótið sitt. Eins og fyrir kraftaverk birtist nýtt handklæði. Hann breiddj það á sandinn og lagði síðan dótið úr pokanum snyrtilega ofan á það. „Lyfjabúð,“ sagði Forrester, „Því ekki það? Bætir líðan mína.“ „Það er ekki svo fráleitt.“ „Einhversstaðar á að vera sótthreinsandi lyf,“ sagði Blore. „Sennilega í gasgrímuhylkinu.“ Átta flöskur, þrír blikkkassar af sígarettum, fjórir pakkar og rúlla af salernispappír lágu á handklæðinu, á- samt bleiku sápustykki,' hitabrúsa, tveim bókum, þrem hvítum vasaklútum, hárbursti og samanbrotið nálabréf með tvinna og tilheyrandi. Forrester undraðist. „Meira að segja flaska af eftirlætis mepacríninu mínu,“ sagði hann. Blore virtist orðinn ónæmur fyrir allri stríðni og Forr- ester skammaðist sín allt í einu og óskaði þess að hann hefði ekki sagt neitt- Blore horfði á þetta dót eins og hann væri að telja það og sagði síðan: „Nú skulum við athuga hvað þú hefur meðferðis.11 „Fari það kolað,“ sagði Forrester. „Ég var bara í flug- ferð.“ „Snúðu við öllum vösum,“ sagði Blore. „Jafnvel smá- rnunir geta skjpt miklu máli.“ í buxnavösum sínum fann Forrester vasaklút, dálítið af skiptimynt og hnífinn sem Brown hafði gefið honum. „Leitaðu í skyrtunni,11 sagði Blore og í brjóstvösunum fann Forrester skilríki sín, gamalt vegabréf til Calcútta frá febrúar síðast liðnum og pakka úr silkipappír. Hann mundi að hann hafði sett pakkann í skyrtuvasa sinn þá um morguninn þegar hann skipti um skyrtu og nú hélt hann honum milli handanna og vafði utanaf honum, með hægð og fagnandi undr un. „Roðasteinn,11 sagði Blore. „Þú hefur þó ekki verið að kaupa það arna. Þetta er allt svikið.11 „Það orð notarðu ekki um þennan stein,11 sagði Forr- ester. Hann leit illilega á Blore sem snöggvast en svo sá hann eftir því. En u'm leið sá hann að Blore hafði tekið eftir því og honum fannst allt í einu sem épotin sem verið höfðu á milli þeirra kæmu nú fram í réttu liósi og þeir væru nú í fyrsta sinn á mörkum þess að skiþa hvor annan. Áfallið eftir hrapið hafði gert Blore furðulega skýran í hugsun og rólegan. En nú var eins og misbrestur y’rði á. iMeðan Forrester vafði utanum steininn og setti hann aftur í vasa sinn, hélt Blore höndum um andlitið, eins og til að verjast afleiðingum áfallsins. Forrester sá að hrollur fór um hann. Og allt í einu fann hann til með- aumunar með þessum feita, sköllótta manni, sem kraup fyrir framan eigur sínar eins og stór grænn froskur, veik- ur og másandi. Hann lagði höndina á öxl hans og sagði: „Þú ættir sjálf- ur að halla þér útaf. Svona nú.“ „Það er allt í lagi með mig,“ sagði Blore- „Bara höndin.11 Hann sá að vinstri höndin á Blore var öll blóðstokkin og ötuð ryki. „Legðu þig útaf,“ sagði hann. „Hvenær gerðist .þetta?11 „Man það ekki.“ Blore lagðist hægt útaf í sandinn. Forrester greip um vinstri hönd hans. Þvert yfir lófann var skurður, eins og j hann hefði gripið um gler. „Ég skal þvo þetta,11 sagði hann. „Ertu vitlaus maður,11 sagði Blore. „Hvað ertu eigin- lega að rugla! Hann settist upp í skyndingu. „Það er ekki til neitt vatn til þvotta,11 sagði Blore. „Vatnið.í hitabrúsanum og flöskunni — hvað heldurðu að það endist lengi ef við byrjum að þvo okkur?11 „Það þarf að hreinsa þetta sár.“ „Jæja, ég get spýtt á það,“ sagði Blore. „Það sem er nógu hreint fyrir innyflin í mér ætti að vera fullgott handa rriér útvortis11. Forrester gat ekkert sagt. „Þú ættir sjálfur að leggja þig andartak,11 sagði Blore. „Við höfum allir gott af því.“ Forrester kraup þar sem hann var og leit á liðsíoringj- Innflutningsmá! Framhald af 7. síðu. Margar staðreyndir mætti þó rekja, sem gefa örugga vís- bendingu um, að hér er ekki um smámuni að ræða. Eg er sannfærður um, að væri þetta reynt, inyndi það spara okkur stórar upphæðir í gjaldeyri — miklu stærri uppkæð'r en menn almennt gerðu sér Ijóst fyrirfram. — Jafnframt ynnist svo það, að tryggt væri lægra markaðs- verð hér innanlands á við- komandi vörum, en nokkur von er um með því fyrir- komulagi sem gildt hefur og nú giidir, í þessum efnum. Væri þannig í senn unnið að því að bæta gjatieyrisað- stöðu okkar — og hamlað gegn verðbólgunni innanlands — en einmitt þetta tvennt skilst mér að talið sé til höf- uðverkefnanna, sem vinna þurfi á þjóðarheimilinu nú, sem réyndar áður líka, þó misjafnlega hafi til tekizt. Móðir okkar og amma mín, SOFFÍA JÓNSDÓTTIR, andaðist að morgni 7. þ.m. að heimili sínu Flóka- götu 6. Ásta, Sigríður, Gústav. Soffía Sigurbjarna. Konan mín, móðir og fósturmóðir okkar Húseigendafélag Reykjavíkur Heimilisdag" fæst í næstu bókabúð. Ötgefanái. u.i VARPS- viÐGERÐIR ví.oiii=ivjasaia m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.