Þjóðviljinn - 12.01.1960, Blaðsíða 4
■4) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 12. janúar 1960
'""SA
Gigi
Amerísk tnynd í
litum frá M. G. M.
Leslie Caron
Maurice Chevalier
Ijiuis Jourdan
Hermione Gingold
Isabel Jeans
Kvikmyndari: Josep Rutt-
enberg
Leikstjóri: Vincente Minn-
elli
Það er vissulega margt sem
má segja um þessa mynd,
því hún er að mörgu leyti
framúrskarandi vel gerð og
er efnismeðferð hennar sér-
stök ef ekki einstök þegar
tekið er tillit til hvaðan hún
kemur. Myndin er amerísk
og það er í rauninni það sem
gerir hana enn eftirtektar-
verðari, því það er einstakt
að fá frá þeim kvikmynd
um þetta efni, jafn látlausa,
lausa við allt skrum, einung-
is skýrt frá efninu á einfald-
an og sannfærandi hátt.
Myndin er meira að segja
útfærð á það einfa’dan hátt,
að ef hún hefði ekki verið
þetta vel gerð, svo til a#ð
öllu leyti, þá hefði þetta
fyrirtæki tæplega blessast;
myndin hefði einfaldlega ekki
selzt, því fjöldi manna sem
eru vanir öðrum útfærslum
á þessu efni, finnst myndin
of blátt áfram, það vanti
eitthvað í hana, en sjá hana
samt vegna þess hvað hún er
vel gerð. En hvað skyldi svo
eiginlega vanta í myndina?
Það er fljótséð, það vantar
Hollywoodkryddið, í rauninni
hafa þeir Minnedi, Alam Jay,
Lerner, Ruttenberg o. fl.
rassskellt Hqllywood með
þessari mynd sinni því þeir
skapa hér fyrirmyrd sem
Hobjrwood hefur hingað til
ekki verið allt of hrifið af t.
d. vegna sölumöguleika, þó
talað sé nú ekki um atvinnu-
levsi sem yrði almennt þar
í borg (hvað yrði t. d. um
kerlingar eins og Louelle
Parson, Hopper o. fl. nú eða
þá hina 30-40 þúsund biðraða-
leikara og aðra listamenn )
Þetta er vitaskuld ekki nema
smádæmi, því ástæðurnar eru
ótalmargar. En svo við snú-
um okkur að öðru, þá tökum
t.d. leikstjórnina til umræðna.
Vincente Minnelli virðist með
þessari mynd loksins hafa
fundir sjálfan sig aftur; síð-
ustu myndir hans hafa ekki
verið mikils virði, ekki nógu
góðar miðað við þá hæfileika
sem búa í þessum leikstjóra.
Það er ekkert undarlegt að
Minnelli skyldi fá Oscars-
verð’aunin fyrir þessa mynd,
því það er þrekvirki sem
h&nn hefur leyst hér af
hendi, og auðsjáanlega þurft
að taka á öllu sínu til að
gera myrdina eins vel úr
gárði og raun er á. Það er
því miður of sjaldgæft að
leikstjóra takist að halda
saman eins eamstilltri heild
a*- l'stamönnum eins og hér
kemur fram án þess að slr’ a
nokkurn tíina á. Þ-ð "á
finna að leikstjcrn Þílnro”-
is, óskeikull er hann ekki. t d.
eru senurnar þar sem Jour-
dan syngur lagið Gigi (þetta
lag fékk Oscarsverðlaunin,
eða réttara sagt höfundur
þess, en þó að lagið sé
vel samið er beitingin hæp-
in, í rauninni óskiljanleg) al-
veg á takmörkum lijá leik-
stjóra og liggur við að hann
hlaupi upp í dýrðina. Þetta
eru einnig einu leiðinlegu sen-
urnar með Jourdan sem virð-
ist vera í hálfgerðum vand-
ræðum með hvort hann á að
líkjast Mario Lanza eða bara
halda áfram að vera hið
franska tízkufyrirbrigði sem
honum tekst vel að túlka. Að
öðru leyti er leikstjórn Minn-
ellis mjög góð, einstök og
lærdómsrík. Það er t.d. gam-
an að fylgjast með tempói
lians í senunum þar sem Her-
mione Gingold og Maúrice
Chevalier syngja saman 'dúett
(þetta atriði er eitt það bezta
í myndinni). Það er hægt,
látlaust hugljúft, tökurnar
nákvæmar og eitt bezta
dæmið um myndina í heild.
Um Hermione Gingold og
Maurice Chevalier, ásamt Isa-
bel Jeans er það að segja,
að þau skara hér framúr.
Persónurnar standast allar
(það er eftirtektarvert hvað
persónur myndarinnar eru
allar sterkar og áhrifaríkar).
Leslie Caron er nokkuð góð,
hún skilar hlutverkinu nokk-
uð vel, sleppur til dæmis á-
gætlega yfir erfiðasta hjall-
ann, en það er þegar hún
fer úr barninu yfir í full-
þroska stúlku, en það vantar
samt ýmislegt á, bæði í leik
hennar og öðru (það er leið-
inlegt að hún skuli þurfa að
bera þennan hárgreiðslu-alda-
móta-piramída í seinni hluta
myndarinnar, því hann fer
henni engan veginn) og ekk-
ert ólíklegt að Audrey Hep-
urn skili þessu hlutverki bet-
ur (hún hefur leikið Gigi á
Broadway).
Um aðra listamenn, sem
hafa lagt hér hönd að verki
til að gera myndina úr garði,
þarf ekki mörg orð, þeir eiga
auðsjáanlega og auðheyran-
allir skilið verðlaun. Takið
t.d. eftir herbergi Hermione
Gingolds og Caron, eða þá
búningunum á Maxim eða
Jourdan sjálfum, nákvæmri
samskeytingu, kvikmyndun
sem alltaf passar o.s.frv.
Um myndina mætti segja
ýmislegt fleira, en að síðustu
þá má svo sem minnast á
eitt, að það er eitt að hafa
góða búninga, og annað, og
það er mikið atriði, að kunna
að bera þá.
SÁ
Byggingarsamvinnyfélag
barnakennara tilkynnir:
Fyrir dyrum standa eigandaskipti að 2ja her-
bergja kjallaraíbúð í Teigahverfi.
Óskir félagsmanna um að neyta forkaupsrétt-
ar þurfa að berast fyrir næstu helgi.
Steinþó? Guðmundsson,
Hjarðarhaga 26 — Sími 1 - 68 - 71.
V erkstæðisf ormaður
Kaupfélag Húnvetninga óskar að ráða bifvélavihkja,
til að veita forstöðu bifreiða- og landbúnaðarvélaverki
stæði, sem tekur til starfa á Blönduósi næsta sumar. 1
Nánari upplýsingar hjá kaupfélagsstjóranum á
Blönduósi og Starfsmannahaldsdeild SlS í Reykja*
vík.
Umsóknarfrestur er til '10. febrúar n.k.
Kaupfélag Húnvetninga.
CTSALA
stendur yfir á margskonar
VEFNAÐARVÖRUM
Kretonefnum, Stor'esefnum, Pífum, Borðum
Eldhúsgluggatjaldaefnum, Vatteruðum
rúmábreiðum, Nælonefnum í kjóla og Und-
irpils, Skyrtu poplíni, Gaberdine o. fl.
KÁPUM, ÚLPUM
og ýmiskonar tilbúnum fatnaði
Hálsklútum, Kventöskum o. fl.
RIMA
Laugavegi 118.
íimmmiimmimmmmmmmimimiiimiiimiimimmimimismiiimiimmimimiiimmiiiimmiiimiiimmitimiimiiiiiimmimmmimiimmimuiii
BÆJÁRPÓSTURINN
• Hin ótrúlegustu
nöfn
Eftirfarandi bréf hefur bæj-
arpóstinum borizt frá Einari
Kristjánssyni rithöfundi: „Þeg-
ar Thor Vilhjálmsson var á
ferðalagi í Ráðstjórnarríkjun-
um fyrir stuttu síðan, flutti
hann á einum stað erindi um
íslenzkar bókmenntir fyrir
hópi áhugamanna um þau efni.
Að erindinu loknu segir
hann. að áheyrendur hafi tek-
ið að bera fram fyrirspurnir
um íslenzka höfunda og hafi
þá nefnt „hin ótrúlegustu
nöfn“ sem dæmi þess tilgrein-
ir hann Gunnar Benediktsson.
Skilst manni. að Thor gerðist
þá stórlega hneykslaður og á-
telur hann mjög það fólk, sem
hann álítur að hafi komið
þeirri hugmynd inn hjá Rúss-
um, að Gunnar Benediktsson
væri höfundur, sem forsvaran-
legt væri að nefna utan lands-
steinanna.
Hneykslun Thors bendir
greinilega til þess, að bók-
menntalegt meðlæti og lysti-
reisur land úr landi séu ekki
einhlít meðöl til að lækna ís-
lenzkra höfunda af sjúklegri
minnimáttarkennd og óheilla-
vænlegum ríg, sem því miður
virðist þjá alltof marga í
þeirri stétt“.
• Brautryðjandi
raunsæis og
róttækni
„Gunnar Benediktsson má
telja einn af brautryðjendum
í raunsæjum og róttækum bók-
menntum og auk þess hefur
hann verið ötull baráttumaður
gegn hernámi og afturhalds-
stefnu. I-Iann hefur gefið út
mörg ritgerðasöín, og bera þau
Ijósan vott þess, að þar er af-
burða rökfimur og snjall höf-
undur að verki.
Þó að Gunnar Benediktsson
eigi vafalaust ekki upp á há-
borðið hjá því fólki, sem lifir
og hrærist í snobbinu, ætti
Thor Vilhjálmssyni að vera
vorkunnarlaust að láta hann
njóta sannmælis. Það munu
margir telja, að með skrifum
sínum hafi Gunnar Benedikts-
son unnið alþýðufólki á ís-
landi þarfara verk en Thor
Vilhjálmsson með sínum fransk-
ættuðu hryllingsbókmennt-
um, að þeim algerlega ólöst-
uðum þó.
f tilefni frásagnar Thors hef-
ur verið kveðið eftirfarandi
stef;
Á Gunnari virtust þeir vita
skil,
þó verðlaun né mútufé aldrei
þægi hann.
En vissu hreint ekki að Thor
væri til
og trúðu því varla, þó aði þeir
sæju hann“.
* Tregur skilningur
eða vísvitandi
blekkino-
f Reykjavíkurbréfi Morgun-
blaðsins sl. sunnudag eru birt-
ar glefsur úr bæjarpóstinum 5.
jan. sl., þar sem ég gerði að
umræðuefni þá heillayænlegu
breytingu, sem orðið hefur á
viðskiptum lögreglunnar og
strákanna á gamlárskvöld, síð-
an lögreglan fór að skipuleggja
brennur víðsvegar um bæinn
og hjálpa strákunum til þess
að koma þeim upp, svo að þeir
hafi við eitthvað annað að
vera en standa fyrir ólátum í
miðbænum. Fór ég lofsamleg-
um orðum um dugnað strák-
anna við að koma brennunum
upp. Út af þessu leggur höf-
undur Reykjavíkurbréfsins og
segir fjálgur, að þarna sjáisfc
bezt, hversu farsælt það sé,-
þegar einstaklingsframtakið
fái að njóta sín í friði fyrir
afskiptum yfirvaldanna. Já,
heldur er nú skilningurinn
tregur hjá höfundi Reykjavík-
urbréfsins, nema vísvitandi sé
reynt að beita blekkingum.
Þetta litla dæmi um lögregluná
og strákana sýnir einmitt
glöggt nauðsyn þess, að yfir-
völdin láti ekki einstaklings-
framtakið óheft heldur leggi á
það nokrar hömlur og skipu-
leggi þá orku er í því býr á
þann hátt, að hún valdi ekki
öðrum mönnum tjóni. .Á með-
an einstaklingsframtak strák-
anna fékk að njóta sín óheft
af yfirvöldunum, ætluðu þeir
að snúa öllu við í miðbænum,
en síðan yfirvöldin tóku að
beina því inn á réttar braut-
ir hefur allt breytzt til batn-
aðar. Þetta er munurinn á
frjálsu einstaklingsframtaki og
skipulagningu rikisvaldsins.