Þjóðviljinn - 12.01.1960, Blaðsíða 11
--- Þirðjudagur 12. janúar 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (11
H. E. BATES:
R A b Ð A
SLÉTTAN
„Við skulum horfast í augu við staðreyndir. Þetta land
er erfitt yfirferðar. Allur þessi fjallaflugskógur er eins
að sjá úr lofti. Þú hefur séð það sjálfur. Þú veizt það
eins vel og ég.“
„Það er eldurinn. Hann ætti að minnsta kosti að sjást.“
„Dakótavélin sá hann ekki.“
„Hitamóða, ljósbrot, skógarbrunar hér og þar, dalur sem
liggur í öfuga átt. — Hamingjan góða, þú veizt hvernig
það er. Þessi ræma er eins og sandkorn á eyðimörk.11
Forrester leit svo á að betra væri að horfast augu við
sannleikann nú þegar og afdráttarlaust og búa sig undir
hið versta strax fremur en seinna; en þegar hann sagði
þetta tók hann eftir því að Blore varð mjög niðurdreginn.
. „Þú ættir að hvíla þig,“ sagði hann.
„Mér líður ágætlega-“
„Það blæðir talsvert úr hendinni. Ég skal búa um hana
aftur.“ Forrester reis hægt á fætur, reyndi að vera kæru-
leysislegur í fasi og tali. „Og blessaður farðu ekki að veifa
henni aftur. Maður skyldi ætla að Dakótavélin hefði
verið full af hjúkrunarkonum.“
Blore tók þessu vel, brosti vitund þegar þeir gengu
saman inn í skuggann aftur. Daufur skugginn færði þeim
enga svölun lengur. Sólin s'meygði geislum sínum inn á
milli grannra greinanna og hvítur sandurinn endurspegl-
aði þá hörkulega og miskunnarlaust. Forrester fannst sem
hann hefði geisla úr spegli í augunum og hann lá stund-
arkorn alveg lamaður og tók andann á lofti.
Loks tók Carrington til máls. „Þessi Dakótavél,“ sagði
hann. „Það er hún sem kemur alltaf rétt fyrir fimm.“
Forrester hlustaði með athygli en var þó staðráðinn í
að láta engan áhuga í ljós.
„Ég myndi ekki vera að brjóta heilann um hana.“
Hann settist upp og tór að binda aftur um höndina á
Blore. Hann batt skyrtuná fasta-r um úlnliðinn og herti
fetilinn meira að öxlinni. „Fáðu þér nú aspirín og hvíldu
þig,“ sagði hann. „Þú gerir ekkert betra.“
Blore hlýddi orðalaust, tók tvær aspiríntöflur og stórar
tennur hans sýndust enn stærri við þurrar varirnar og
hann minnti á hest sem tekur með ákefð við sykurmola.
Síðan lagðist hann útaf með hjálminn yfir andlitinu
og næstu tíu mínúturnar sá Forrester hjálminn hreyfast
reglulega upp og niður eins og hann væri enn að reyna
að losa sig við aspirínbragðið.
Meðan hann lá þarna sat Forrester með hendur spennt-
ar um hnén og var að hugsa um það sem Carrington
hafði sagt. Sólin var farin að nálgast dalbrúnina og dökk-
rauð kvöldmóðan var farin að hækka á lofti og breyta
bláhvítum lit vesturhiminsins í hlýjan grænan lit- Eftir
rúmlega hálfa klukkustund yrði komið myrkur. Hann
hætti að gera sér vonir um björgun: í fyrstu aðeins til
bráðabirgða, síðan algerlega. Næstum eins og til gamans
tók hann að reikna út eftir hraða Dakótavélarinnar og
komutíma hennar, hversu langt gæti verið niður að sjálfri
ánni í suðausturátt. í beinni loftlínu gat það ekki verið
lengra en tuttuyu og fimm kílómetrar; en hann vissi að
línan yrði ekki bein og reiknaði með þrjátíu og fimm
kílómetrum til að hafa vaðið fyrir neðan sig. Svo datt
honum í hug að þeir gætu ferðazt á næturnar; hann
mundi að tunglið kom upp um níuleytið. Þá yrði svalara
í lofti og þeir slyppu við skellibirtu dagsins1 og hann gæti
skipt nóttinni niður í hæfileja áfanga; klukkustundar
gang eða kannski hálftíma gang og hæfilegar hvíldir á
milli. Hann var nógu sterkur til að geta borið Carring-
ton á bakinu. Þrátt fyrir meiðslin í hendinni gæti Blore
borið farangurinn og það yrði nógu bjart í tunglsljósinu.
Hann velti þessu fyrir sér .í svo sem tuttugu mínútur,
íhugaði málið frá öllum hliðum, lék sér í fyrstu við hug-
myndina en fór síðan að hugsa um þetta af vaxandi
alvöru. Hann áleit miklu betra að leggja af stað undir
eins, meðan þeir áttu enn til vatn, en bíða og drekka
upp vatnið og treysta á þann möguleika að til þeirra
sæist úr lofti. Af tvennu illu, hugsaði hann, vil ég held-
ur gangandi víti en liggjandi víti.
Þegar hann hafði loks tekið ákvörðun sína, var sól-
in í þann veginn að setjast. Hann reis aftur á fætur og
gekk fram í dalinn, Sólarljósið var orðið koparrautt. og
sandurinn rauðgulur. Hann reikaði niður dalverpið mitt,
þar sem áin virtist flæða yfir bakka sína á regntíman-
um eða eftir snögg óveður. Hann var ekki alveg viss um
það enn í hvaða átt hún rann. Alls staðar sá hann hvern-
ig vatnið hafði ýtt sandinum upp í skarpa hryggi milli
dökkra, gljáandi steina og niðri í farveginum sjálfum
voru steinarnir sléttir og fágaðir eins og slípað kvarts.
Á stöku stað gægðust upp grastoppar og ungir bambus-
stönglar og sums staðar sá hann sólbökuð dýrabein.
Hann laut niður og horfði á sandhryggina og síðan á
grasið og bambusinn, allt var bleikt af sólskini eins og
beinin sem skolazt höfðu upp að skrælnuðu kjarrinu
við bakkann. Nú sá hann auðveldlega í hvaða stefnu áin
rann og það kom honum mjög á óvart að hún rann beint
í vestur.
Hann varð dálítið áhyggjufullur þegar hann sá það.
Af einhverjum ástæðum hafði hann byggt áætlun sína
á því að áin rynni í þveröfuga átt, í austur. Hin óvænta
uppgötvun gerði hann agndofa sem snöggvast. Svo
heyrði hann Blore nálgast, heyrði hann mylja skræl-
þurrar greinar undir stígvélunum. Blore var í göngu-
stígvélum. Þau voru lág og sterkleg úr svörtu leðri
og í augum Forresters urðu þau allt í einu dásamlegur
fótabúnaður. Og þegar hann horfði í þau fór hann að
hugsa um sína eigin skó, brúna rúskinnskó gerða af
kínverskum skósmiði í Calcútta þegar hann var þar í
leyfi síðast, og hann fann að þeir voru veigalitlir og ó-
hentugir til þess sem til var ætla'zt af þeim nú.
Hann fann til virðingar fyrir Blore vegna stígvélanna,
en Blore sagði:
,,0g hvað nú?“
„Líttu á árfarveginn“, sagði Forrester. „Gættu að í
hvaða átt hann liggur“.
,,í vestur“, sagði Blore. „Ég er þúinn að aðgæta það“.
„Það er dálítið skrítið“, sagði Forrester.
„Það finnst mér ekki“.
„Ekki það? Irrawaddy hlýtur að vera hér fyrir austan“.
„Þetta er Monsúnfljót sem brýst fram milli kletta“,
sagði Blore. „Hún rennur þar sem hún ge.tur. Finnur
veiku púnktana. Hún endar sjálfsagt hér fyrir austan.
En fyrst rennur hún í norður, vestur, suður og allar
áttir“:
„Auðvitað. Fyrirgefðu, ég er óttalegur asni“.
Andartak sagði Blore ekkert.Handan við dalinn var sól-
in að síga bakvið sjóndeildarhringinn og allt var litað
eldrauðum og koparrauðum bjarma og himininn yfir þeim
með mildum, grænum lit-
„Ef þú ert að ráðgera að ganga, þá finnst mér það
hrein fásinna“.
Um leið og Blore sagði þetta hnykkti hann til særða
handleggnum og áttaði sig ekki fyrr en hann fann sárs-
aukasting.
„Ég er að ráðgera að komast héðan gangandi11.
„Það er klára geðveiki“.
„Komdu með betri tillögu".
„Þeir hafa mið á okkur. Fyrr eða síðar hljóta þeir að
hafa upp á okkur“.
„Þú heldur að þeir hafi mið á okkur“, sagði Forrester.
íþróHir
Framhald af 9. siðu
úrslitaleikinn og gerði það vel.
Sama var um hina dómarana
að segja, Daníel Benjamínsson,
Jón Friðsteinsson og Hannes
Sigurðsson.
Of mikið hlé varð á milli
leikjanna og tafði það og gerði
þetta of langdregið sem og
keppniskvöldin eru yfirleitt I
Hálogalandi.
Á eftir afhenti formaður KR
Einar Sæmundsson sigurvegur-
unum bikar og hverjum leik-
mann; pening til minja um
mót þetta.
KLUKKUR
Viðgerðir á úrum og klukk-
um. Valdir fagmenn og íull-
komið verkstæði tryggir ör-
ugga þjónustu. Afgreiðum
gegn póstkröfu.
tlðn GiqmunílGGon
SkorigripayerzUm
MINNINGAR-
SPJÖLD DAS
Minningarspjöldin fást hjá
Happdrætti DAS, Vestur-
veri, sími 1-77-57 — Veiðar-
færav. Verðandi, sími 1-3787
— Sjómannafél. Reykjavík-
ur, sími -1-19-15 — Guð-
mundi Andréssyni gullsm.,
Laugavegi 50, sími 1-37-69
Hafnarfirði: Á pósthúsinu,
sími 5-02-67.
„En þú veizt það ekki. Og hversu fljótt er fyrr og hversu
seint er síðar?“
í óþolinmæði sinni reyndi Blore aftur að fórna báðum
höndum og Forrester sá kippi fara um særðu höndina
í fatlanum.
„Heyrðu", sagði hann. „íhugaðu málið. Hugsaðu um
þetta. Við eigum nóg vatn í þrja daga — kannski jafn-
vel fjóra eða fimm. Við eigum lyf en engin matvæli.
Annað hvort sitjum við hér um kyrrt og drekkum upp
vatnið og vonum hið bezta, eða drekkum vatnið og göng-
um burt héðan. Er þetta ekki augljóst?11
„Það væri augljóst ef ekki væri v.egna Carringtons“.
„Ég ætla að bera Carringto#i“.
,,í þessúm' hita?“ sagði Blore. „í þessári sól?“
„Við göngum ekki í sólinni. Við leggjum af stað í
kvöla“.
Blóre gaf frá sér einhvér mótmælahljóð og" Forrester
beið þess ekki að greina orðaskil- Hann var kominn
hálfa leið til Carringtons þegar Blore náði honum aftur.
„Við verðum að ráðfæra okkur um þetta við Carring-
ton“.
„Carrington hefur ekki atkvæðisrétt“.
SAMÚÐAR-
KORT
Slysavarnafélags íslands
kaupa flestir. Fást hjá slysa-
varnadeildum um land allt.
í Reykjavík í hannyrðaverzl- ^
uninni Bankastræti 6. Verzl-
un Gunnþé’Unnar Halldórs-
dottur, Bókaverzluninni
Sögu. Langholtvegi og í
skri' tofu félagsins, Grófin 1,
Afgreidd í síma 1-48-97.
Heitið á Slysavárnavélagið.
Til
5TEINÞðiU
Trúlofunarhringir, Si.eín-
hringir, Hálsmen, 14 og
18 kt. gull.
Saumavéla-
viSgeiðix
vB
Fljót afgreiðsla
SYLGJA, Laufásvegi 19.
Sími 1-26-56.