Þjóðviljinn - 12.01.1960, Blaðsíða 3
Þirðjudagur 12. janúar 1960
Þ J ÓÐ VILJINN — (3
Ábyrgðarlaus og þjóðhœttu-
Eeg skrif Morgunblaðsins |
Framhald af 1. síðu.
skrifar í fyrradag á hinn á-
hyrgðarlausasta hátt um við-
skiptin við Sovétríkin, og virð-
ast þau ummæli hugsuð sem
veganesti handa samninga-
nefndinni. Ummælin eru i
Reykjavíkurbréfi, en sú ritsm'íð
hefur jafnan verið talin túlka
afstöðu æðstu valdamanna
Sjálfstæðisflokksins. Þar er m.
a. dylgjað um það að á undan-
förnum árum hafj Sovétríkin
greitt of hátt verð fyrir ís-
lenzkar afurðir! Blaðið segir:
„Stjórnir þar eru ekki
háðar venjulegum efnahags-
lögmálum um kaup sin. Þær
geta, ef þeim býður svo við
að horfa, af hvaðp, ástæðum
sem er, boðið hærra verð
fyrir vöruna en aðrir. Stund-
um er það hærra verð jafn-
að með því að knýja við-
semjanda til að kaupa í stað
inn vöru með hærra verði en
á heimsmarkaði er. Stund-
um er ekk; um þetta hirt,
heldur annað látið ráða. Á
meðan hærra verð er boðið
er eðlilegt og raunar óhjá-
kvæmilegt að framleiðendur
sæki eftir því að selia vöru
sína á sl'íkum mörkuðum." |
Þessi skrif eru þeim mun á-
byrgðarlausari og þjóðhættu-
legri sem Þjóðviljanum er
kunnugt um það að íslenzkir
aðilar. þar á meðal Sölumið- (
stöð hraðfryf'tilnisanna, munu (
fara fram á það í samnin.gun-
um að Sovétríkin hækki verð
það sem þau greiða fyrir ís-
lenzkar afurðir. Það verða Iiæg
heimatökin lijá sovézku fulltrú-
unum að vitna ;< Morgunblaðið
því til sönnunar að heir hafi
Rð undanförnu ver'ð látnir
greiða of háf»t verð! S'f.k skrif
verða vart nefnd annað en
skemmdarverk.
Viðskipti og sjálfstæði.
Einnig dylgjnr Morgunblaðið
um það að hætta sé á að sovézk j
stjórnarvöld noti viðskiptin til
að reyna að hafa áhrif á ’ís- j
lenzk'innanríkismál! Ekki getur'
Morgunblaðið nefnt neitt dæmi
til að styðja þessar ósæmilegu
dvlgjur, enda eru staðreyndirn-
ar þveröfugar.
Við höfum orðið fyrir því
að viðskiptaþjóð liefur reyut
að nc*!a viðskipti til að kúga
okkur. Það voru Bretar —
„vinir okkar og bandamenn“
— sem settu löndunarbaiin
á íslenzkan fisk 1952 tU þess
að reyna að svelta okkur til
að falla frá stækkun land-
liclginnar. Þá vorii fmð ein-
m;'*i viðskiptin við Sovét-
ríkin sem gerðu okkur kleift
að stauda á rétti okkar, sem
trvggðu að við .gátum fylgt
sjálfrVæðri stel'nu á þessu
sviði.
Ofstæki Morgunblaðsins.
Enn segir Morgunblaðið i
endemisskrifum sínum í fyrra-
dag: „Framleiðsluháttum i
iöndunum austan járntjalds er
hagað svo, að þar eru nú upp-
wrnar allar þær vörutegundir,
kem með sæmiTcgu móti er hægt
að nota hér á landi.“! Þetta
eru tilhæfulausar firrur. Við
! getum gert miklu fjölbreyti-
'legri innkaup 'í, sósíalistískl?
löndunum en við höfum gert
til þessa, og raunar er ný-
búið að semja í Sovétríkjun-
um um kai'p á vörum sem ekki
hafa verið fluttar þaðan áð-
ur. Enda gefur það auga leið,
að Sovétríkin, sem nú hafa tek-
ið forjstu 1 lieiminum á ýms-*
um sviðum ta;kni og visinda, i
geta boðið okkur f jölbreytileg- j
ar vörur sem vel henta; af-;
staða Morgunblaðsins er dæmi-
gert ofstæki.
Þjóðhættuleg skrif.
Skrif Morgunblaðsins í fyrra-
dag virðast vera birt til þess
tins að torvelda viðskipta-
samningana við Sovétríkin,
enda er augljóst að þau muni
gera íslenzku samningamönn-
unum mun erfiðara fyrir. Er
iðja Morgunblaðsins þeim mun
alvarlegra skemmdarverk sem
hitt stjórnarblaðið, Alþýðu-
blaðið, skýrir svo frá í fyrra-
dag: „Mikið verðfall hefur orð-
ðð á freðfiski í Bandaríkjunum
og er talin hæ'ta á, að það
kunni að konia -illa niður á ís-
lendinguni. Var flutt út mikið
magn af freðfiski héðan í des-(
eniber sl. til Bandaríkjanna. Á-
stæðan fyrir verðfallinu á freð-
fiski í Baiidaríkjuiium er sú, að
eftirspurn eflir freðfiski hefur
minnkað stórlega undanfarið
vegna stóraukinnar eftirspurn-
ar eftir kjöti.“
Þegar svo er ástatt ætti
Morgunblaðið að hafa annað
þarfara að iðja en að reyna
einnig að spilla samningum
►ikkar við Sovétríkin með á-
byrgðarlausu þvaðri og v’ís-
bendingum um það að við liöf-
um að undanförnu fengið of
hátt verð fyrir afurðir okkar
þar eystra!
c ■
Afli átta togara Bæjarútgerðar Reykjavíkur á sl. ári
nam 34.480 lestum, þar af var ísfiskur, lagður hér á land,
27.372 lestir. Úthaldsdagar togaranna voru alls 2642.
Seldi í Cuxhafen
Jón ferseti seldi í Cuxhafen
í gær 115 lestir fvrir 85.500
mörk.
Þorsteinn Ingólfsson aflaði á
árinu 4738 lestir, Skúli Magnús-
son 4680 lestir, Pétur Halldórs-
son 4673 lestir, Þorkell Máni
4643 lestir, Ingólfur Arnarson
4399 lestir, Hallveig Fróðadóttir
3918 lestir. Jón Þorláksson 3839
lestir og' Þormóður goði 3585
lestir. Úthaldsdagar síðarnefnda
togarans voru 184, en hinna
sjö milli 330 og' 365. Meðalaíli
logaranna á úthaldsdag' var
röskar 13 lestir.
í siðustu viku komu tveir af
togurum Bæjarútgerðar Reykja-
víkur aí veiðum hér við land:
Jón Þorláksson með 125 lestir
og Skúli Magnússon með 118
lestir.
Sjö togarar BÚR stunda nú
veiðar á heimamiðum, en einn,
Þormóður góði er á veiðum við
Nýfundnaland.
Heyhlaða brann
Snemma í gærmorgun kvikn-
aði í heyhlöðu skólabúsins á
Laugarvatni og urðu miklar
skcmmdir á henni.
Eldsins varð vart um kl. hálf
fimm í g'ærmorgun. Komu brátt
margir til slökkvistarfa, skóla-
fólk og menn af nágrannabæj-
um, og tókst að bjarga skepnum
úr húsum, sem áföst voru hey-
hlöðunni, milli. 60 og 70 naut-
gripum og 8 hestum og heíta út-
breiðslu eldsins.
Miklar skemmdir urðu á hey-
hlöðunni og heyi sem í henni
var.
Kóka
kóla
og
Visir var i feiknalegri
geðshræringu á laugardaginn.
Hann birti forustugrein sem
nefndist Ódrengilegur vopna-
burður og þar var sagt að
Þjóðviljinn hefði að undan-
förnu stundað dylgiur og
ærumeiðingar, pólitískt
skemmdarstarf, mannorðsnag
og' óþverradylgjur. níðskrií
og glæpaaðdróttanir, lævís-
legar dylgjur, árásar-dylgjur,
lúaleg skrif. níðskrif og rekið
rýting í bak andstæðinga
sinna og með því vakið and-
styggð og fyrirlitningu allra
góðra manna. Tilefni þessara
prúðmannlegu og orðvöru
ummæla er það að Þjóðvilj-
inn hefur krafizt þess að
sömu lög verði látin ná yfir
Vilhjálm Þór og aðra menn,
þannig að hann verði látinn
vikja úr embætti meðan rann-
sökuðl er aðild hans að mesta
fjársvikamáli sem upp hefur
komizt hér á landi. Heimtar
Vísir á móti að Vilhjáimur
verði látinn sitja sem fastast
i embætti sínu því hann sé
einn aí beztu mönnum þjóð-
arinnar og sé verður fulls
trausts. Kunnugir telja full-
víst að höfundur þessarar
greinar sé Björn Ólafsson,
nánasti félagi Vilhjálms, en
B.iörn er sem kunnugt er
persónulegur hluthafi í Olíu-
félaginu h.f. og hefur því átt
sinn persónulega eignarhlut á
leynireikningi nr. 4138.
Hún á auðsjáanlega enn
við, spurningin sem drengur-
inn bar upp þegar hann sá
Vilhjálm Þór og Björn Ólafs-
son saman á götu: — Hvor er
Kóka og hvor er Kóla?
Atti
Geir að þegja?
Morgunblaðið heldur því
fram aí rniklu kappi að Guð-
laugur Gíslason þæjarstjóri
og þingmaður í Vestmanneyj-
um sé vammlaus halur ag
vítalaus, enda þótt hann
hilmaði yfir, er hann komst
að því í marz í fyrra að 105
þúsund krónur vantaði í bæj-
arsjóðinn, og gæfi þjófnum
kost á að skila þýfinu aftur
í von um að ekkert kæmist
upp.
Fyrir nokkrum dögum var
brotizt inn í áhaldahús
bæjarins hér í Reykjavík og
stolið 20 þúsund krónum, en
nú bregður svo við að lög-
reglan er tilkvödd í snatri
og tilkynningar um verknað-
inn birtar í blöðum. Sam-
kvæmt kenningum Morgun-
blaðsins hefði Geir Hall-
grímsson borgarstjóri þó haft
fyllsta rétt til að þegja um
þetta innbrot og láta eins og
ekkert hefði gerzt. En það er
kannski ekki sama hver þjóf-
urinn er og hvernig hann fer
að því að hirða fjármuni al-
mennings? — Austri.
Myndin er af einum togara
Bæjarútgerðar Reykjavíkur.
Þorkeli mána, við bryggju
hér í hiifninni. Hún var tek-
in í fyrravetur, er togarinn
var nýkominn af Nýfundna-
landsmiðum.
Hafmeyjan
Framhald af 1. síðu
hefur harðri gagnrýni verið
beint að ,,listaverki“ þessu
og staðsetningu. Þótt höfund-
ur þess, fr. Nína Sæmunds-
son, hafi sannað, að hún sé
ósvikin listakona, sem sé
stétt sinni til sóma, er sýnt,
að henni hefur brugðizt
bogalistin í þetta sinn. Vissu-
lega er sjálfsagt, að lista-
menn íari inn á nýjar braut-
ir í sköpun sinni, en þessi
stytta, þessi hryllilegi van-
skaplingur, sem er ömurlegt
sambland abstraktstefnunnar
og hinnar gömlu „réttsköp-
unarstefnu“; hlýtur að mis-
þyrma fegurðartilfinningu
manna og vera bænum og
landinu til skammar. Er
neínd sú, er sér um uppsetn-
ingu listaverka í bænum,
ekki vanda sínum vaxin, eða
erum við svo örsnauð a£
þeim, að; grípa verði til slíkra
óyndismynda? Sé hið síðar-
nefnda tilfellið, bendum við
á, að betra er að vera án
þeirra, heldur en að halda
þeim verkum á lofti, sem
níða í stað þess að prýða.
Að lokum vil ég geta þess,
að ólíklegt er, að við mun-
um grípa til sliks óyndisúr-
ræðis framar. Við höfum á
eftirminnilegan hátt vakið at-
hysii á andstöðunni gegn
slíkum fegrunartilraunumj og
er þá tilganginum náð.
Virðingarfyllst."
Þannig hljóðar þréfið og hef-
ur Þjóðviljinn að sjálfsögðu
ekki haft neina aðstöðu til að
kanna, hvort það er raunveru-
lega skrifað af þeim sem fyrir
sprengingunni á nýársnótt stóðu.
Eins er það skoðun biaðsins
sem fvrr. að engar skýringar fái
réttlætt spellvirkið.
Rannsóknarlögreglan íékk
bréfið til athugunar í gær.