Þjóðviljinn - 05.02.1960, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 05.02.1960, Qupperneq 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 5. febrúar 1960 Útsrefandl: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurlnn. — Ritstjórar: M&gnús Kjartansson (áb.), Magnús TorfJ Ólafsson, Siguröur Guðmunds- aon. — Fréttarítstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsinga- stjóri: Guðgeir Magnússon. - Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prent- smlðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 17-500 (5 línur). — Áskriítarverð kr. 30 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 2.00. Prentsmiðja ÞjóðvilJans. Þeir sögðu líka hókes pókus 1950 "Lfvað sögðu þeir stjórnmálamenn og flokkar sem framkvæmdu gengislækkunina 1950, fyrir rétt- um tíu árum? Hver sem gerir sér það ómak að fletta upp í alþingistíðindum eða blöðum frá þeim tíma, mun 'komast að raun um að stóru fyrirsagn- irnar og vígorðin í Morgunblaðinu og Alþýðublað- inu eru ekkert annað en bergmál og endurtekning þess sem þá var lofað. Einnig þá átti gengislækkun- in að nægja til þess að allt uppbótakerfi yrði af- numið, útvegurinn og allir atvinnuvegir yrðu fær- ir um að standa á eigin fótum, frelsið skyldi inn- leitt í viðskiptum og á öllum sviðum þjóðlífsins. Öllu þessu var heitið og meiru til, bara ef auðbraskarar landsins fengju að framkvæma myndarlega gengis- lækkun. Tf'ullyrðingarnar voru ekki sízt byggðar á því að til landsins hefði fengizt frá Ameríku slíkur afburðafræðimaður í hagfræði að annar eins hefði ekki uppi verið á íslandi og þó víðar væri leitað. Sá hafði reiknað alveg nákvæmlega hvað ríkisstjórn- in ætti að gera til þess að hefja algera og altæka viðreisn efnahagslífsins á íslandi. Fagnandi ríkis- stjórnin þurfti ekki annað að gera en berja frum- varpssamsetning sinn gegnum Alþingi og til skýr- ingar gengislækkunarfrumvarpinu var prentaður heill doðrant, eitt mesta þingskjal sem nokkru sinni hefur sézt, með útskýringum fræðimannanna Benja- míns Eiríkssonar og Ólafs Björnssonar, um nauðsyn þess sem gert var og heilsusamlegar afleiðingar þess fyrir íslenzkt þjóðfélag. Ijað er nærri grátbroslegt að sjá hve svipað aftur- “ haldið á íslandi fer nú að. Ólafur Thórs, Bjarni Benediktsson og Gunnar Thoroddsen, og aðrir þeir stjórnmálamenn sem standa að báðum þessum árás- um á lífskjör alþýðu í landinu, treysta alveg bók- staflega á að minni fólksins sé svo stutt, að þeim sé óhætt að koma á tíu ára fresti með nákvæmlega sama blekkingaráróðurinn, dengja yfir þjóðina sama blekkingarvaðlinum, sömu vígorðunum er reynzt hafa marklaus þvættingur. Og þeir skammast sín ekki einu sinni fyrir að endurtaka töfrabragðið með afburðafræðimanninn frá Ameríku. sem reiknar allt út með svo þægilegum hætti að út kemur nákvæm- lega það sem afturhaldið á íslandi vill að komi út úr dæminu. Hver sem endurles lofrollurnar um af- burðahagfræðinginn sem lagði fræðimennskuheið- ur sinn við gengislækkun íslenzka afturhaldsins 1950 gæti ætlað að ekki hefði þurft að fá annan nú, þar sem hinn var við hendina. En komjð hefur í ljós að ekki er talið tryggilegt að brúka „fræði- menn“ þannig oftar en einu sinni. Reynslan af gengislækkuninni frá 1950 er enn of nálæg, fólk hefur séð hvers virði kúnstir hans voru. En aftur- haldið á íslandi er svo bjartsýnt að því muni hald- ast uppi að endurtaka svindlið og töfrabrellurnar, bara ef annar maður sé látinn leika fyrir fólkinu. Alþýðufólkið sem nú fær að mæta stórárás Sjálf- ^ stæðisflokksins og Alþýðuflokksins á lífskjörin hefði átt að vita betur en kjósa yfir sig stjórn, sem ekki hikar við að ráðast á lífskjör fólksins í þágu auðstéttar landsins, stjórn sem ekki hikar við að bjóða heim atvinnuleysi og rýrnandi lífskjörum. En þess skyldi minnzt, að sú ríkisstjórn sem þann- ig kemur fram sem ósvífin stjórn auðstéttarinnar, styðst við nauman þingmeirihluta. Og fólkið sem kaus yfir sig kjaraskerðingarstjórn Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins fær einnig yfir sig holskeflu dýrtíðar og vandræða, og heldur er ólík- legt að það haldi áfram að fylgja þeim flokkum er svo herfilega misnota vald sitt. Brezki þinqmaðurinn Robert J. Edvrards skýrir írá bví að framsækin pólitísk öfl sameinist nú gegn Franco Brezki þingmaðurinn Robert J. Edvvards, sem var annar þeirra þingmama sem hér voru í boði Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga, hefur lifað viðburðarríka. æfi um dagana, m.a. barðist hann með lýðveldissinnum í borgara- styrjöldinni á Spáni og var tekinn þar höndum og dæmd- ur til dauða. Tókst honum að sleppa úr haldi. Robert J. Edwards hefur, s’íðan hann tók þátt í borgara-1' styrjöldinni á Snáni, fylgzt vel með málum þar og kom til Soánar um sl. jól til að vera þar viðstaddur réttarhöld yfir ungum kaþólikkum, sem höfðu orðið uppvísir að bera út dreifibréf gegn Franco. Fangarnir fengu ekki að vera viðstaddir réttarhöldin, en meðal dómaranna voru 6 gen- erálar. Einn þátttakendanna, 31 árs, fékk 8 ára fangelsis- dóm. Robert J. Edwards var spurður, á fundi með frétta- mönnum sl. þriðjudag, hvernig ástandið væri á Spáni og hvað hann teldi að myndi gerast þar í framtíðinni. Hann svar- aði því til, að í dag væri á- standið þannig, að þriðjungur þjóðarinnar væri ekki þess megnugur að kaupa utan á sig skyrtu ' hvað þá meir. Spánverjar lifðu eingöngu á bandarísku gjafafé og ef það þryti væri landið á gjaldþrots- barmi. T.d. væru þúsundir húsa í sjálfri Madrid sem ekki hefðu vatn eða salerni. Þeir einu sem kæmust vel af með- aj almennings væru nautaban- ar og knattspyrnumenn. Robert J. Edwards var ekki í vafa um, að senn myndi birta til hjá alþýðu manna á Spáni, þar sem framsækin pólitísk öfl hefðu nú samein- azt í baráttunni gegn Franco, en þeim hefði örðið lítið á- gengt hingað til vegna inn- Nýiasfes víS Vaxandi áhugi meðal ensku- mælandi þjóða á norrænni sögu og fornjnenningu hefur á undanförnum árum meðal annars birzt í nýjum þýðing- um íslendingasagna á ensku og útkomu frumsaminna fræðirita. Enn eitt merki um þessa þróun er að Penguin- útgáfan í Englandi hefur nú tekið í fræðlritasafn sitt bók um víkingaöldina eftir Jo- hannes Bröndsted, sem nú er þjóðminjavörður í Eaup- mannahöfn. Bókin nefnist Tlie Vikings og kostar fimm sliillinga. Bröndsted er mikill fræði- maður og rithöfundur, hefur meðal annars ritað þriggja binda verk um Danmörku á forsögulegum tíma. Rit hans um víkingana er alþýðlegt, byggt á nýjustu rannsóknum fornminja og ritaðara heim- ilda. Robert J. Edwards byrðis sundurlyndis. Þegar Franco félli frá, myndi það ekki verða herinn sem við völdum tæki, heldur lýðræðis- leg öfl í landinu. Fyrst rekur Bröndsted vík- ingaferðirnar, fjallar síðan um verklega menn:ngú vík- inga, vopn þeirra, verltfæri, klæðnað og skrautmuni, skipasmíðar og b'yggingarFst; Þá koma kaFar um rúnirnar, myndlist og skreýtilist, lífs- hætti víkinga, trúarbrögð og skáldskap. Bóltin er 320 þétt- prentaðar síður og' 24 mynda- síður að auki. Þeim sem eriskú lesa og áhuga hafa á sögu býðst hér merk bók við lágu verð'. Að vísu liafa nöfn brenglazt, lík- lega í þýðingunni á ensku (talað er um landnámsmann- inn Ingold Arnason og ókunn- ugum hlýtur að virðast að bústaður lians heiti réttu nafni Rögvigen), en það kem- ur öðrum verr en íslenzkum lesendum. M.T.Ö. - Björn Franzson: Fyrri hluti Fáein orð um .,fína og „ófín41' sorprit Jóhannes úr Kötlum birtir svargrein við athugasemd þeirri um Mykle-bókmennt- irnar, sem ég skrifaði í Þjóð- viljann 30. fyrra mánaðar. Hann vitnar í Sigurð A. Magnússori sér og Mykle til réttlætingar, bókmenntafræð- ing Morgunblaðsins. Lítið trúi ég málstaður þeirra efl- ist við þá liðveiziu. Hann vitnar í Halldór rit- höfund Stefánsscn, sem einn- ig hefur birt ritdóm um „Lúnu“-þýðingu hans. En það reyn:st líka skammgóður vermir, því að enda þótt Hall- dór leitist við eftir beztu getu og sýnilega af góð- mennsku meiri en sannfær- ingu að bera í bætifláka fyr- ir Jóhannes, þá er hann sem vænta mátti of heiðarlegur til að iáta undir höfuð leggj- ast að segja einmitt þann sannleika, sem er mergurinn málsins. Um kynlýsingar bók- arinnar kemst Halldór sem sé að orði á svofelldan hátt; „Þær eru ekki fallnar til að auka listræna nautn hans (lesandans). Gagnstætt því verka þær á hann eins og framhaldsklámsaga, sem sjó- maður segir yfir brennivíns- glasi og er alltaf að bæta við og inn í, þangað til allt púður er farið úr henni og hlustandanum leiðist". Enn vitnar Jóhannes í Björn Th. Björnsson listfræð- ing, það er að segja verð- launasögu hans ,,Virkisvetur“, til vísbendingar um, að Mykle þurfi sízt að lá, með því að i verðlaunasögunni komi fyr- ir eitt og annað, sem manni skilst, að Jóhannes telji litlu betra en hjá Mykle. Ýmsum mun nú reyndar finnast sem lieldur skjóti skökku við, þeg- ar farið er að vitna í iæri- sveininn kennaranum til rétt- lætingar. Hins vegar þurfti engum að koma það á óvart um mann, sem svo ágætlega kann að tolla í tízkunni sem Björn Th. Björnsson, þó að hann vildi ekki láta á sér sannast, að hann fylgdist ekki með tímanum á þessu sviði sem öðrum, því að nú þykir mörgum sem ekkert sé skáldskapur nema kryddað sé hæfilegu magni af kynæs- ingarefni, og svo er líka hitt, að slíkt er alltaf vísastur vegur til þess að tryggja bók metsölu. Nú er því sízt að neita um nafna minn, að hann er maður allvel ritfær, og ugglaust hefur hann líka til að bera talsverða hæfi- leika sem skáldsagnaritari. Samt er ekki þar með sagt, að hann h'jóti að vera oss eitthvert óyggjandi leiðar- ljós í listmenningarmálum. Öll þau firn af kláravitleysu um list og listamenn, sem þessi vor listfræðingur liefur dembt yfir þjóðina á undan- förnum árum, bæði úr útvarpi og prentuðum máigögnum, virðast einmitt fremur til fallin að vekja tortryggni manns í þessum efnum. Jóhannes sakar mig um að láta í friði hin eiginlegu sorp- rit, er blasi við augum í hverri sjoppu. Hann kveðst þó hafa lesið grein mína, er birtist í Þjóðviljanum 17. og 18. maí 1958 og bar fyrir- sögnina „Sorpritin og prent- fre'sið“, og ætti því vissu- lega að minnast Sþess, að þar var dreifing nefndra rita einmitt átalin sérstaklega og- stjórnarvöldin harðlega vítt fyrir „hneykslanlega van- rækslu þeirra tun aðgerðir

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.