Þjóðviljinn - 05.02.1960, Page 7

Þjóðviljinn - 05.02.1960, Page 7
Föstudagur 5. febrúar 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Á koncm csð þeglci í kirkjuniii? Kirkjudeilan i SviþjóS úfafvigslu kvenpresfa fer sífellf harBnandi Særrska ríkiskirkjan hefur i samfer>' 14 ár staðið í deilum um það, hvort leyfa ætti konuni að “'aka prestsvígslu. Að vísu hefur mál þe'»ia legið niðri öðru hvoru, en sífellt verið vakið umi aftur og þok- azt, áleiðis fram, og í vor munu þrjár konur taka prestsvcgslu. Ríkisþingið setti þann 1. janúar 1959 lög þess efnis að vígja mætti konur til prests- starfa Á prestastefnu haust- ið 1957 voru greidd atkvæði um þetta og voru aðeins 36 hlynrtir kvenprestum, en 62 á móti Þar með álitlu sænsk- ir kennimenn að mál þetta væri úr sögunni. En með til- komu iaganna ' um þessi efni tveim árum seinna urðu þeir að endurs’koða hug sinn vel og rækilega. Prestsstefna var lialdin og enn greidd atkvæði. Nú voru 69 á móti kvenprest- unum en 29 með. Mótmæli biskupanna. Bo Giertz, biskup í Gauta- borg. sem er einna mest á móti kvennrestunum, kom fram í sjónvarpi og sagði að lögin um kvennrestana stríddu á móti samvizku allra krist- inna manna, og að þeir, sem væru sama sinnis og hann, skyldu forðast ailt samneyti við konur þær. sem kvnnu að taka prestsvígslu. Siálfur lét hann af formannsstörfum í líknarsöfnuði, bar sem guð- fræðingurinn. Margit Sahlin, hafði verið ritari síðastliðin fimmtán ár, en hún er ein af þrem konum sem verða prest- vígðar í vor. Félag kristilegra kvenrithöfunda gagnrýndi þessa framkomu Bo Giertz RaaHKHsaaasESiEiaœaaBEJBis h es H ö h <a a m g ,,Konan á að begia í | ® kirkjunni“, ^sagöi Páll | | postuli í einu af sínum m b mörgu bréfum, og n h bætti við að hún æt,ti p ■ að vera manni sínum ® | undirgefin. Orð postul- | g ans voru urn aidir rétt- * * læting á undirokun | h konunnar, og sumir h h forustumenn kristinnav m 5 kirkju halda fast við | ® þau enn í dag, til dæm- g is þeir sænsku biskup- ® £ ar, sem nú hóta að g h sprengja sænsku kirki- ts h una vegna þess að tekið 1 h hefur verið í lög að | Ji konur megi taka prests-^ ® vígslu og vinna prest- | g verk. n h 0 s n KHHHHQHHHHHHEfHSfHBXHHa harðlega og sagði hann ó- fr.jálslyndan kvenhatara og af- staða hans kæmi alls ekki heim við kenninguna um kær- leika Krists. Það er vitað mál að ekki aðeins biskupinn í Gautaborg, heldur einnig biskuparnir í Váxsjö, Stráng- nás og Skara, eru síður en svo hlynntir kvenprestum. Biskupinn í Vásterás segir að friður innan sænsku kirkjunn- ar skipti meira máli en þrír kvenprestar. Skýrslan frá kennimönnunum f janúar s'íðastliðnum kall- aði erkibiskupinn fréttamenn á sinn fund og sagði, að bisk- unarmr væru reiðubúnir til að vígia konur Strax sama dag t-o-v, j- i-jós að biskuparnir voru °kki aúir á sama máli, þó þeir hefðu komið sér saman um að 15t.a lít-i svo út á yfirborðinu. v>eir sendu frá sér skýrslu bess efnis. að þeir prestar sem væru á mót.i kvennrestum ættu o’kki að þjóna við sömu guð- þ-iónustu og þær, eða vinna nokkur kirkjuleg störf með beim. Leikmenn voru beðnir nm að sæk.ia ekki messur hjá kvennrestum og safnaðarmeð- limir áttu ekki að láta þær ferma börn sín. Ekki má nninn lá+a kvenprest jarð- svngia, gifta eða skíra. Kór- sönorvprar og organistar eiga að liaVla sig frá kirkjum, þar sem kveniegar verur birtast við altarið. Aðeins 4 af hundraði sækja kirkjur í Svíþjóð. Það sem fólk undrast hvað mest 'í sambandi við þessa skýrslu er að biskuparnir skuli dirfast að benda leik- mönnum á að halda sig frá kirkjunum, þar sem vitað er að aðeins fjórir Svíar af hundraði sækja kirkjur. Guð- fræðingarnir þrír, sem vígð- ir verða í vor af erkibiskupn- um og biskupnum í Stokk- hólmi og Hárnösand, eiga all- ar að baki langt og gifturíkt safnaðarstarf. Áður en þétta náði svona langt höfðu jafn- vel þeir biskupar, sem nú eiga að prestvígja konurnar, hald- ið mótmælaræður sem varla geta talizt kristilegar eða guði þóknanlegar. Verður kirkjan skilin frá ríkinu. Eftir þessar deibir mun krafan um aðskilnað 'kirkj- unnar frá ríkinu verða enn harðari, jafnt hjá prestum sem söfnuðum. ,.Því eiginlega ætti kirk.ja, sem stendur í bar- áttu vegna kennisetninga, að vera, aðskilin frá ríkinu,“ seg- ir Dagens Nyhféer st.ærsta blað Svíþjóðar, um málið. Kommúnistar juku fylgi sift Kommúnistar stórjuku fylgi sitt í kosningunum í Kerala- fylki á Indlandi um síðustu helgi, enda þótt þeir hlytu miklu færri þingsæti en þeir höfðu áður vegna ranglátrar kjördæmaskipunar. Fylgi kommúnista jókst úr '35 'í 43 af hundraði, en þó hlutu þeir aðeins 26 af 126 'þingsætum. Samfylking Kon- gressflokksins, sósíaldemókrata og múhameðsmanna hlaut 53% greiddra atkvæða og 94 þing- sæti, þar af Kongressflokkur- ■’inn einn 63. Óháðir fengu 6 kjörna. <S>- ■ Þannig munu sænsku kven- prestarnir líta út. Kjóllinn er þröng- ur í mittið og sídd pilsins geta þær ráðið sjálfar. Kápan er saumuð með tilliti til í hvaða loftslagi guðfræðingarnir þrír muni lenda. til að ham’a því, að haldið sé áfram að eitra fyrir æsku- lýð þessa lands með ofurflóði erlendra klámrita og glæpa- rita, innlendra sorprita og annarrar andlegrar ólyf janar“. Orðum Jóliannesar til ómerk- ingar get ég enn fremur minnt á ritgerð mína „Lýð- ræði“ í Tímariti Má’s og menningar 1946 (170. bls. 2. heftis), þar sem dregið er -fram. svo að ekki verður mis- skilið, hvern háska ég tel æskulýðnum búinn af siðspill- ingarkvikmyndum þeim, sem að honum er haldið sýknt og heilagt afsamvizkulitlum fjár- plógsmönnum. Jóhannes þarf því eltki að fara í neinar graf- götur um afstöðu mína til þess hluta sorpritanna, sem hann kallar „hin eiginlegu sorprit“. Hins vegar geri ég engan mun á „fínum“ og „ófínum“ sorp- ritum, og Mykle-bækurnar tel ég algeriega tvímælalaust til „hinna eiginlegu sorprita". -— Einhver blaðaskrifari fer í slóð Jóhannesar og birtir svar til mín í Bæjarpcsti Þjcðviljans sunnudaginn 10. þ.m., þó að hann hafi reynd- ar hvorki einurð á að nefna þar mitt nafn né sitt. Hann gefur í skyn, svo að ekki verð- im misskilið, að ég og mínir líkar sjái enga siðspillingar- hættu í því, er morðsögum, glæpakvikmyndum og þvíum- líku efni sé haldið að ungling- um. Með því, sem sagt var hér á undan, er þessum til- hæfulausu dylgjum raunar fullsvarað. Greinarskrifari nefnir rit- smíð sína „Á siðgæðisvakt“ cg þykist þar með vera að sneiða að þeim, sem ekki vilja láta sér geðjast klámbók- menntirnar. Nú, en er mað- urinn ekki einmitt sjálfur „á siðgæðisvakt", eða læzt hann ekki vera að vara við siðspill- ingarhættu þeirri, er ungling- um stafi af morðsögum og glæpakvikmyndum ? Ef grein- arskrifari þessi, Jóhannes úr Kötlum og slíkir vilja gera orð eins cg „siðgæðisvörður", „s:ðferðispostuli“ o.s.frv. að svívirðingartáknum um and- stæðinga sína í mati á Mykle- bókmenntunum, þá gæti þeir sín, að þeir hæfi ekki jafn- framt sínar e:gin persónur með slíkum nafngiftum, að minnsta kosti á meðan þeir' látast sjálfir vera áhugasam- ir préd'karar gegn sorpritum og s’ðspillingu. Eftir því sem að lokum líð- ur, færist greinarskrifari all- ur í aukana og lýsir nú af- stöðu minni og þeirra, sem mér eru samsinnis, með svo- felldum, orðum: „— morð, þjófnað og rán er (að þeirra dómi) hættulaust fyrir þjóð- félagið að láta böm, lesa um og sjálfsagt að sýna þeim myr.dir af slíkum aðförum líka“, — og bætir svo við að síðustu: „Já, Andrarímur þykja mér fínar, eagði tröllið, og það á víst enn lifandi mörg andleg skyldmenni á ísiandi". Það er víst hverju orði sannara. Og ætli menn fari ekki nærri um það, hvar hin andlegu skyldmenni muni helzt að finna ? Myndi ekki bókmenntasmekkurinn vera nokkuð glögg vísbending þar um? Vér tökum til dæmis eftir því, að greinarskrifari fellir niður, svo að lítið ber á, síðari helminginn af yfir- lýsingu tröllsins: ,,— en Hall- grímsrímur vil ég ekki“. Hvers vegna? Er það kannski af því, að annars hefði hann opinberað of augljóslega það, sem hver lesandi hlýtur reyndar að skilja, hvort sem er, að hann setur bókmennta- framleiðslu Agnars Mykle á bekk með Passíusálmum Hall- gríms Péturssonar? Skiljan- legt um fulltrúa slíks berg- þursabókmenntaskyns, að þeir telji vænlegast að flíka því ekki um of, ef takast á að vinna því fy’gi meðal almenn- ings, en fara heldur að með klókindum. Hér tekst þó ekki betur til en svo, að kænskubrellan verður einmitt til þess að vekja athygli les- andans á því, sem ekki var tilætlunin, að kæmi í ljós. Svona getur farið fyrir óheið- arlegum blaðaskrifara, sem dróttar vömmum að öðrum mönnum gegn betri vitund sinni. — En svo að aftur sé horf- ið að grein Jóhannesar úr Kötlum, þá er þess að geta, að í henni er mikilvæg játn- ing, sem halda ber til haga. Hann kveðst sem sé vera mér öldungis sammála um það, að hefði verið rétt að sporna við útkomu „Rúbínsins", þá hefði hið sama átt við um „Lúnu“ eigi sfður. Að vísu viðurkenn- ir liann ekki, að þetta hefði verið rétt í raun og veru, en samt er mikilvægt að fá ein- mitt af hans munni viður- kenningu á jafngildi nefndra bóka, að því er þetta varðar. Fyrir nokkru var þrem lög- fræðingum, hátt settum emb- ætt:smönnum dómsmálastjórn- arinnar, falið að athuga aðra fyrr nefndra bóka. Þetta voru þeir Sigurjón Sigurðs- son lögreglustjóri, Gústaf A. Jcnasson ráðuneytisstjóri og Baldur Möller deildarstjóri. Að íhuguðu máli lýstu þeir yf:r því sameiginlega áliti sínu, „að ef nokkuð væri klám samkvæmt 210. grein laga“ (það er að segja, al- mennra hegningarlaga), þá ætti það við um tiltekna kafla í „Rúbíninum“ (Morgunblað- ið, 1. nóv. 1957). Þetta segja sem sé fulltrúar þess dóms- valds, sem er ekki harðhent- ara á sorpritaforlögunum en svo, að það lætur ,,Lúnu“- þýðinguna birtast án þess að gera smæstu athugasemd þar við. En sé tilgreind yfirlýsing embættismannanna rétt um „Rúbíninn", þá á hún sam- kvæmt játningu Jóhannesar ekki síður við um „Lúnu“, þá bók, sem eins og fyrr grein- ir hefur hlotið þann dóm Halldórs Stefánssonar, þess glögga og mæta manns, að hún sé að talsverðu leyti ekki nema rétt eins og hver önnur hundleiðinleg fram- haldsklámsaga sögð af drukknum sjóara. I þessu sambandi er rétt að minna einnig á samþykkt þá, er aðalfundur Bandal. kvenna í Reykjavík , lét frá sér fara fyrir rúmlega ári, en þar er skorað á bókaútgefendur og ríkisvaldið „að hindra útgáfu rita og bóka, er fjalla um ósmekklegar lýsingar ofbeld- isverka og kynferðismála og hafa þar af le'ðandi skaðleg áhrif á siðferðilegt uppeldi ó- þroskaðs æskufólks, eins og td. bók Agnars Mykle, „Sangen om den röde rubin“. Eg dreg ekki í efa, að þessi aðalfundarsamþykkt túlki af- stöðu meginþorra íslenzkýa Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.