Þjóðviljinn - 18.02.1960, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.02.1960, Blaðsíða 7
6) ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 1§. febrúar 1960 —:— Fimmtudagur 18. febrúar 1960 ■— ÞJÓÐVILJINN (7 mttmurrrwrtU twfWaiMmif H rc H3Í xs: þlOÐVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sig- urður Ouðmundsson. — Fréttaritstjórar: Jvar H. Jónsson, Jón B.iarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla. auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 17-500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 35 á mán. — Lausasöluv. kr. 2. Prentsmiðja Þjóðviljans. Réttinduni rænt /^engislækkunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar fel- ^ ur ekki aðeins í sér stórfelldustu kjara- skerðingu; það er einnig ný og alvarleg árás á frelsi og réttindi verkalýðsfélaganna, önnur stórárasin á einu ári. I upphafi árs í fyrra rifti alþingi sem kunnugt er öllum kjarasamningum launþega og lækkaði með valdboði kaupgjaldið um 13,4%. Með nýja frumvarpinu á að fella úr gildi eitt meginatriðj allra kjarasamninga, það ákvæði að laun skuli hækka ef almenn hækk- un verður á vöruverði. Ákvæðin um vísitölu- bætur á kaup voru einn merkasti áfanginn í réttindabaráttu verklýðssamtakanna, í þeim hef- ur falizt mjög veigamikil trygging og öryggi hversu mjög sem stjórnarvöldin hafa reynt að sniðganga þau; með því að afnema þau ákvæði er verið að hrinda íslenzkum launþegasamtök- um rúma tvo áratugi aftur í timann. Með þess- um umskiptum er einnig verið að gera íslenzka launþega réttlausari en félaga þeirra í fjöl- mörgum öðrum löndum; annarsstaðar á Norður- löndum þykja ákvæðin um vísitölu t.d. jafn sjálfsögð og réttindi stjórnarskrárinnar. TJagfræðingar og valdamenn hafa hampað veru- legum blekkingum í umræðum um vísitöl- una, sérstaklega halda þeir því fram að hún sé orsök og undirrót verðbólgunnar. Þetta er að snúa staðreyndunum við. Vísitölubætur á kaup eru ekki orsök, heldur afleiðing; launþegar hafa aðeins fengið bætur eftirá fyrir verðbólgu sem áður var komin fram í þjóðfélaginu, og þeir hafa alltaf orðið að bera hverja verðhækkun bótalaust um skeið. Vísitalan hækkaði vegna þess að verðið hafði hœkkað en ekki öfugt. Framburður hagfræðinganna er jafn viturlegur og ef læknir þættist lækna hita í sjúklingi sínum með því að brjóta hitamælinn. ITísitölukerfið hefur ekki aðeins verið laun- þegum mikilsverð trygging heldur einnig mjög nytsamlegt aðhald fyrir stjórnarvöldin í baráttunni við verðbólguna. Vísitöluákvæðin hafa ekki aðeins mælt svo fyrir að kaup skyldi hækka ef verðlag hækkaði, heldur einnig að kaup skyldi lækka ef verðlag lækkaði. Vísi- tölukerfið hefur þannig verið svipa á hverja ríkisstjórn, og enda þótt þær hafi flestar brugð- izt í viðureigninni við dýrtíðina, er engum efa bundið að einmitt visitölukerfið hefur tafið verð- bólguþróunina. Enda er það engin tilviljun, að þegar ætlunin er að leiða yfir þjóðin óðaverð- bólgu er talið óhjákvæmilegt að felia vísitölu- kerfið niður; einmitt það var varnarveggur al- mennings gegn gengislækkuninni. Ctjórnarvöldin og hagfræðingar þeirra segja ^ að verkafólk sé ekki svipt rétti sínum til grunnkaupshækkana; það geti knúið þær fram með mætti samtaka sinna. Þeir herrar geta sparað sér allar slíkar ögranir; verkalýðssam- tökin munu vissulega hefja gagnsókn og endur- heimta réttindi sín og kjör félagsmanna sinna. Misvitrir pólitíkusar og stofuhagfræðingar skulu ekki ætla sér þá dul að þeir geti hrundið ís- lenzkri alþýðu tvo áratugi aftur í tírnann og látið verkafólk hér á lanöi dragast langt aftur úr stéttarsystkinum sínum í nálægum lönd- et: mt ua Þegar hún íæddist þekktist ekki olíuljós, hvað þá rafljós; aðeins fífulog í lýsislampa. Þá var jafnvel ekki.alstaðar gler í gluggum. Eng- in steinhús, ekki miðstöðvarhitun. Engir vegir, aðeins götutroðningar, engir bílar, engir dansleikir,—1 og samt var gaman að lifa þá eins og - Á hverju vetrarkvöldi vorn nu. söaur lesnar og rímur kveðnar og fólkið lifði í huganum ævintýri og dáðir fornra hetjusagna. Hallbera Júlíana Ha'l- dcrsdóttir er L00 ára í-dag, fœdd 18. febrúar 1860 að Strandarhjáleigu í Vestur-Landeyjum. 1 rúm 23 ár undanfarið hefur hún dvalið hjá syn; sínum, Sveini Sveinssyni á Selfoss’, þar til 6. júlí 1958 að hún varð fyr- ir því slysi að detta í gang- inum heima hjá sér og lær- brotna. Síðan hefur hún legið í sjúkrahúsinu á Selfossi. Við skulum líta inn til hennar þangað. Það er hljótt í stofunni henn- ar. Endurlifun gamalla minn- inga krefst ekki ærandi hávaða. Tvær konur aðrar horfa lífs- reyndum góðlegum spurnar- augum á hinn óvænta og ó- kunna gest. I samanburði við Hallberu eru þær hálfgerðir ung'ingar: önnur þeirra átti aðeins 75 ára afmæli að morgni þegar ég leit inn. — Æf nei, segir Hallbera. Hana langar ekkert til að tala v:ð blaðamenn segir hún. En hversvegna ekki að leggja þaðí á sig eins og annað í líf- inu? Og þegar hún er farin að segja frá liðnum dögum rekur hún ekki í vörðurnar, — hún getur rakið ætt sína níu ættliði aftur í aldir. Eg fæ að vita að foreldrar henn- ar hafi verið Guðbjörg Guð- mundsdóttir frá Teigi í Fljóts- hlíð og Halldór Guðmunds- son frá Strandarhjále'gu í Landeyjum. Að hún hafi far- ið tæpra níu ára til ömmu sinnar, Hallberu Magnúsdótt- ur og Guðmundar Tómasson- ar í Teigi í Fljótshlíð. — Manstu nokkuð frá því þú varst lítil í Strandahjá- leigu? — Já, — ég man það að faðir minn lá í rúminu frá elætti og fram á vetur — þá var ég fjögurra ára. Eg man annað frá þessu hausti sem fað:r minn lá. Vinnumaður og v'nnukona smöluðu kvíánum að vanda daginn fyrir leitirn- ar, voru þær látnar í mo’.dar- kvíar. Daginn eftir var aftur smalað en þá fannst ekki nema ein, og hana hafði vant- að daginn áður. Leið svo að ekki fundust ærnar. En um haustið kom brcðir mömmu að laga ýmislegt und'r vetur- inn og tók hann þá eftir því að eitthvað hreyfðíst fyrir innan hurðina í kvíunum. Þar inni voru þá ærnar — höfðu verið þar í þrjár vikur, höfðu aldrei verið látnar út, og eng- argangi á daginn og sjö- stjörnunni á kvöldin — þeg- ar hún sást. — Veittist mönnum 1 étt að átta sig á. þessum tímamæl- um ? — Já, það mun hafá verið, en raunar man ég að haft var eftir karli sem fór út á vökunni og var spurður um sjöstjörnuna þegar hann kom inn: ,,Ef að sjöstjarnan .er e:n stjarna glöð þá er hún yfir langa garðinum". — Ýmislegt hefurðu verið farin að gera þegar þú fórst 100 ára í sat hjá bæði fyrnir og eftir fermingu. Það var önnur stelpa yngri með mér frá hin- um bænum. Eg þorði aldrei að ski’ja hana við mig þeg- ar var þoka. Eg villtist aldrei. — Gaman að sitja hjá? — Það var ekki skemmti- legt í þoku. En það var mikið fallegt uppi á heiði þegar sól- in ske'n á kvö’din, — já, þá var gaman að vera uppi á heiði. Já. þau voru falleg kvö’din í he'ðinni. — Voruð þið með margar ær ? — Við vorum með kringum hálft annað hundrað. — Voru margar kýr á bæn- um ? — Þær voru 7 eða 8 í aust- urbænum og 6 í vesturbæn- um. ■ — Margt í heimili? — Það munu hafa verið 10—12 manns á hvorum bæ. — Vcru nokkrir draugar í heiðmni? — Það átti að vera draug- ur í gili þarna, en aldrei sá ég draug. — En liuldufólk? — Nei, ég sá heldur aldrei huldufólk, svarar sú hundrað Hallbera ræðir trúnaðarinál við Svein son sínn — Ljósm. Sig. Guðm. Uallbera Júlíanu Malldórsúáttir inn leitað þarna. Ein drapst af þessu. Já, við vorum fædd 13 börnin, 6 piltar og 7 stúlkur. Þau dóu sex á fyrsta missiri, fimm drengir og ein stúlka. Svo dó enn eitt á fjórða ári og annað sextán ára. Fimm náðum við fullorðinsaldri. Nú erum við tvær eftir. Þorbjörg er 15 árum yngri en ég. — Var farið að nota klukk- ur þegar þú manzt fyrst eft- ir? — Það var víða sem ekki var til klukka þá. Guðmund- ur Pálsson á Ströni, ættaður frá Hamragörðum undir Eyja- fjöllum, fékk fyrstu klukk- una sem ég man eftir. Hann lánaði pabba klukku í leg- unni. Síðar átti faðir minn úr. — Við hvað var tíminn miðaður meðan engin var klukkan? — Það var farið eftir sól- að he:man níu ára gömul ? — Já, ég var farin að snú- ast, mamma vakti mig oft því ég var fljót að vakna á morgnana. Svd var ég farin að smala. Eftir að ég kom að Teigi hafði ég þstöðvandi frárekstur, bæði úr túni og engjum. Nágrannabændurnir höfðu fé sitt í engjum beint á mót', Teigaengjunum. Nei, það var aldrei vakað yfir túninu á nóttunni, heldur rekið frá því seint á kvöldin og vaknað snemma til þess á morgnana. Kýmar voru rekn- ar niður á Aura, yf:r Þverá. Stundum rak ég kýrnar á sund. Það var ekki gcð með- ferð, júgrin visnuðu af kuld- anum í vatninu. ■— Var fært frá á sumrin? — Já. Þá voru ærnar hafð- ar uppi á heiði. Þar sat ég hjá. Þar var hraun,og eggja- grjót og grasdalir á milli. Eg ára og hlær við ’ yfir því hvað nútíminn spyr heimskulega. — En varstu þá ekki hrædd við útilegumenn? Var ekki haldið að útilegumenn væru á fjöllunum? — Nei, ég var a’drei hrædd við útilegumenn. Eg hef ekki heyrt um útilegu- menn síðan séra Magnús var í Butru. (Magnús Einarsson prestur í Butru 1745—1781). Þá voru teknir tveir útilegpi- menn sem lágu úti í Þjófa- helli. Þeir höfðu víst hafzt þar við í tvö eða þrjú ár. — Segðu mér frá því. — Það var um sumar að smala prestsins vantaði marg- ar af kvíánum og fann þær ekki hvemig sem hann leit- aði. Prestur átti góðan reið- hest og á sunnudagsmorgni tók smalinn reiðhest prests- ins og fór unp í heiði. í Þor- leifsstaða’andi, norðaustan Þríhyminga, heýrði hann mannamál í gili sem síðan mun kal’.að Þjófá, en hún fell- ur í Fiská. Fór smalinn að athuga þetta og sá þá hellis- munna í gilinu og k’ndahöfuð yfir hellismunnanum. Fór hann þangað og fór að skoða eitt kindarhöfuðið greip það og flýtti sér uppúr gi'inu. Þegar hann leit aftur sá hann að þrír útilegumenn veittu sér eftirför. Flýtti hann sér á bak hestinum og hleypti und- an niður til bæia. Þeir eltu hann fram á he:ðarbrúnina þangað sem sár niður til bæj- anna, en sneru þá aftur. Fólk var vð kirkju einmitt um þetta leyti og var brugðið við eftir tilvísan amalans og voru menn’rnir teknir. Þeir voru teknir af á Lambey. Þeir voru hinir síðustu er þar voru teknir af. Eg hef ekki heyrt talað um útilegumenn síðar fyrir aust- an. — Hvernig ljós voru notuð þegar þú varst ung? — Þá voru lýsislampar. Olíulampar voru að breiðast út fyrst um það leyti sem ég var 18 ára. — Hvernig voru lýsislamp- arnir ? — Þeir voru ýmist úr kop- ar eða járni; alltaf tvöfaldir. Það var ýmist notuð fífa eða tnskur í kveikinn og brennt lýsi er var blandað með hrossafeiti. Það var öll hrossafeitin brædd til ljósa. — Hvaðan fenguð þið lýs- ið? — Það voru vinnumenn frá flestum bæjum á vertíð á vet- urna og þeir komu heim með lvsi á vorin. Krakkarnir tíndu fífuna á sumrin. Já, það var gaman að tína fífu. — Hvernig var maturinn? — Það var mjólkurmatur, kjöt og fiskur. Þá var notað- ur bræðingur til viðbits, tólg og lýsi; það var allt flot tek- ið og notað sem viðbit. Það kom mikið flot af pestarfé. Já, það drapst mikið á hverj- um vetri. Man eftir að einu sinni var talað um að fáar kindur hefðu drepizt fyrir jól, en það fóru 70 yfir veturinn. Það drápust stundum 2 á dag Veniulega byrjaði pest- in um réttir. — Pestarketið hirt? — Já, ketið var notað, — náttúrlega afvatnað. Það varð engum meint af pestar- keti — þótt vont væri. — Var matarskortur ? — Nei, það var alltaf nóg- ur matur í Teigi, en ég vissi að oft var tæpt á sumum bæjunum í kring. Þegar leið á vetur kallaði afi oft á þá ná- grannq inn til sín þegar þeir voru á ferð, til að gefa þeim mat. — Voru komnir glerglugg- ar á bæina? — Eg man ekki eftir öðru — held að afi minn hafi aldrei haft skjáglugga — Fatnaður? — Hann var allur úr ull. Hann var unninn heima, kembt, spunmð og ofið á vet- uma. — Voru vökuraar ekki stundum langar á kvöldin? — Ojú. Það var farið eftir siöstjörnunni — þegar hún sást. — Var lesið á kvöldvök- unum ? — Já, það var bæði lesið og kveðið eftir ástæðum. Hún amma mín var svo mikið fyrir að lesa. Það voru lesn- ar allskonar fornaldarsögur, Islendingasögur fyrrst og fremst, síðan einnig fleiri sög- ur. Það var líka kveðið mik- ið af rímum. Það var alltaf Skrefi nœr vitfirringunni um. m. IJyðimörk þorstans nefnist ■"-^ sandflæmi sunnarlega í Al- sír. Berbar sem átt hafa þarna leið um með úlfaldalestir sín- ar frá ómunatíð draga nafnið af því að lengra er milli vinja á þessum slóðum en annars- staðar í norðurjaðri Sahara. í síðustu viku tóku varðflokkar úr franska hernum sér stöðu á öllum úlfaldaleiðum sem iiggja um Eyðimörk þorstans og beindu vegfarendum í stór- an sveig framhjá vinjarbam- um Reggane. Miðdepill bann- svæðisins var hundrað metra hár stálturn. Klukkan eitt á laugardagsnóttina komu fransk- ir herforingjar og kjarnorku- fræðingar saman í ramefldu byrgi undir. eyðimerkursand- inum. Þeir báru ráð sín sam- an og komust að raun um að ekkert væri að vanbúnaði. Sex hundruð franskir hermenn, vís- indamenn og verkfræðingar bjuggust um í byrgjum mis- munandi langt frá stálturnin- um. Rottubúr voru sett á fyr- irfram ákveðna staði. Loks undir morgun, 21 mínútu fyrir sjö, þrýsti Charles Aillert hershöfðingi á hhapp í stjórn- byggingu. Eftir það gekk allt af sjálfu sér, gataræmur runnu í gegnum rafeindavélar sem sendu boð til tækjanna í stál- turninum. Fjórar mínútur yf- ir sjö reis eldhnöttur upp frá turninum. Einni mínútu og 55 sekúndum síðar skall hita- og þrýstingsbylgja á Reggane í 45 kílómetra fjarlægð. Skerandi bjarmi lýsti upp eyðimörkina svo tunglið bliknaði. Eldkúlan ummyndaðist í gorkúluský, sem reis 3000 metra ti! lofts áður en vindurinn náði á því tökum. Fyrsta kjarnorku- sprenging Frakka hafði gengið samkvæmt áætlun. Hoðum v.ar samstundis komið •r'.'til Parísar, þar sem Charles de Gaulle forseti lét verða sitt fyrsta verk að senda Pierre Guillaumat kjarnorkumálaráð- herra heillaskeyti: „Húrra íyr- ir Frakklandi! Frá þessum morgni er það styrkara og hreyknara. Af dýpsta grunni hjartans þakka ég yður og þeim vísindamönnum, sem Gorkúluskýið eftir kjarnorkuspren.gingu Frakka í Alsír rís yfir eyðimörkina. Frakklands vegna hafa gert þessa frábæru tilraun". Þotur franska flughersins fluttu kvik- mynd af sprengingunni og lýs- ingar fréttamanna til Parísar, svo að franskir útvarpshlust- endur og sjónvarpsáhorfendur gátu samdægurs notið hrifning- arópa og hástemmdra lýsingar- orða fréttamanna. Fögnuðurinn yfir kjarnorkusprengingunni í Eyðimörk þorstans náði þó ekki langt útfyrir raðir ríkis- stjórnarinnar og áróðursmanna hennar. „Vonandi sprettur eitt- hvað gott upp af ósómanum-1. sagði Le Monde. „Það hefði verið í betra samræmi við köll- un Frakklands að nota fjár- munina til friðsamlegra þarfa“. ■tfiðbrögðum manna utan • Frakklands verður bezt lýst í stuttu máli með orðum ann- ars fransks blaðs, Combat. „Fréttin af sprengingunni hjá Reggane hefur komið mönnum um heim allan til að láta álit sitt í ljós, og víðast er það ó- hagstætt. Afríka er reið, araba- ríkin eru tryllt, Asía mótmæl- ir, kommúnistaríkin harma og bandamenn okkar taka tíðind- unum með fýlulegri kurteisi“. Franska stjórnin vissi vel að með sprengingunni í Evðimörk þorstans gekk hún í berhögg við almenningsálitið í heimin- um. Á þingi SÞ í haust var áskorun ríkja frá Afriku og Asíu á frönsku stjórnina að hætta við sprenginguna sam- þykkt með 60 atkvæðum gegn atkvæði Frakklands eins, en fuhtrúar 20 rikja sátu hjá. Kjarnorkutilraunir hafa legið Framhald á' 8. Síðu. lesið meðan ég var í Teigi. Þegar Magnús fór tók ég við að lesa á kvöldin — Var allstaðar lesið á kvöldvökunum ? — I Strandarhjáleigu var einnig lesið. Þegar ég var 27 ára fór ég að Þorleifsstöðum, þar var ekki lesið. Eftir að ég kom út að Fljótshólúm var alltaf lesið. Amma bónd- ans vildi umfram allt láta, lesa, en Þuríður vildi heldur láta vinna. Eg man ekki éft« ir að þar væru kveðnar rímur. — Húslestrar? •— Já. það voru lesnir hús- lestrar allt frá vetrarbyrýun og fram á páska, og alítaf á sunnudögum Það voru leSií- ar Prestahugvek.jur fy-rri hluta vetrar( prédikanir Pét- urs biskups á föstunni og Vídalínspostilla. í Strandar- hjáleigu voru lesnar Sturms- liugvekjur og einhverjar gamlar hugvekjur. — Nokkrar samkomur? -i— Nei, það voru engar samkomur þá, nema helzt ef að strákar komu til að fá að syngja út árið. Og svo var söngur í kirkjunni. Einstaka fóru í útreiðartúra á sumrin. — Var fólk ánægt? — Já, fólkið var alls ekkí óánægðara þá en nú. Menn undu glaðir við sitt. — Var farið að bvggjá heyhlöður þegar þú mansli fyrst? — Eg man ekki eftir hey- hlcðu fyrr en pabbi byggpi heyhlöðu, en það mun hafþ, verið einhverntíma milli 1860 og 1870. Man ekki eftir he5r- hlöðu annarstaðar fyrr en síð- ar. Það voru torfhlöður sem þá voru byggðar. — Þið Þorsteinn Erlíngs- son hafið verið næstum jafn- aldrar, — var hann snemma álitinn skáld? — Hann þótti hálfgerður tralli. Eg hafði lítið af kvæð- unum hans að segja þá. Þegar Páll í Árkvörn hrapaði í Bleiksárgljúfri orti Þorsteinn erfiljóð. Það var það fyrsta sem ég heyrði talað um hann sem skáld, en þá sagði sri Hannes að Þorsteinn Erlings- son væri skáld. Þá var farið að líta á hann sem skáld. Sorgin er djúp, sár og rík .... og Hallbera flytur erfi- ljóðin tij enda; hún kann þau utanað enn. ★ Svo þreyti ég Hallberu ekki með fleiri heimskulegum spurn ingum að sinni, þótt nú sé raunar aðeins komið að upp- hafi manndómsára hennar. Fæ upplýsingar frá öðrum. Tuttugu og átta ára fcr hún að Hólmaseli í Árnessýslu og giftist síðar bóndanum þar; Sveini Sigurðssyni. Ævi henn- ar sem húsfreyju þar var ekki leng; rósum stráð, heldur barátta upp á líf og dauða. . Sveinn maður hennar vár mikill áhugamaður, sléttaði tún með ristuspaða og skóflu>: gróf skurði með skóflu, byggði hús, Grjótið í vegg- ina- reif hann upp með eigin höndum; dró það heim á sjálf um sér. Vinnubrögðin vorit slík þá. Eitt sinn strandaði enskur togari á Fljótshóla-; f jöru. Bændurnir keyptu hann saman, rifu hann með meitl- um, fleygum og sleggjum og drógu síðan við og járnplötur Framhald á 10. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.