Þjóðviljinn - 18.02.1960, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 18.02.1960, Blaðsíða 8
ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 18. febrúar 1960 8) - ÞIÓÐLEIKHtíSID KARDEMOMMUBÆRINN Gamansöngleikur fyrir börn og fullorðna Sýning í dag kl. 14 og kl. 18. og sunnudag kl. 14 og kl. 18. UPPSELT TENGDASONUR ÓSKAST Sýning föstudag kl. 20. Síðasta sýning. EDWARD SONUR MINN Sýning laugardag kl. 20. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13,15 tii 20. Sími 1-1200. Pant- anir sækist fyrir kl. 17 dag- inn fyrir sýningardag. [ Aiisturbæjarbíó SÍMl 11-384 Heimsfræg þýzk kvikmynd: Trapp- rjölskyldan Framúrskarandi góð og falleg, ný. þýzk úrvalsmynd í litum. Danskur texti. Ruth Leuwerik, Þetta er ógleymanleg mynd, sem allir ættu að sjá. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Slm 50-184 Dracula Draugamyndin mikið umtal- aða. Sýnd kl. 9. Bönnuð innan 16 ára. Sýning á vegum Æ.F.R. Speidel hershöfðingi Sýnd kl. 7. ! Þjóðviijann vantar ungling til j blaðburðar um 1 Skipasuisd. ! Talið við aíareiðsluna sími 17-500. S. R. R. — S. R. Mullersmótið Sveitakeppni í svigi um Mullersbikarinn fer fram í Skíðaskálanum í Hveradölum n.k. sunnudag — kl. 14, ef skíðafæri leyfir. Keppt verður í 4 manna sveit- um — Þátttaka tilkynnist Skíðafélagi Reykjavíkur fyr- ir. kl. 17 á föstudag. í Nýja bíó SÍMI 1-15-44 Sveitastúlkan Rósa Bernd Þýzk litmynd, byggð á hinu magnþrungna og djarfa leik- riti með sama nafni eftir þýzka Nóbelsverðlaunaskáldið Gerhart Hauptman. Aðalhlutverk: Maria Schell og ítalinn Raf Valione. Danskir skýringartextar. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 9. Síðasta sinn. Drottning sjóræningjanna Hin geysispennandi sjó- ræningjamynd í litum með. Jean Peters og Louis Jordan Bönnuð börnum yngri en 12 ára Sýnd kl. 5 og 7. Síðasta sinn. SÍMJ 22-140 Fljótabáturinn (Houseboat) ■ Bráðskemmtileg ný amerísk litmynd Aðalhlutverk: Sophia Loren, Gary Grant. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sími 16-4-44 Parísarferðin (The Perfect Furlough) Afbragðs fjörug og skemmti- leg ný amerísk CinemaScope- litmynd. Tony Curtis Janet Leigh Linda Cristal Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMLM j-j.4-78 Stríðsfangar (Prisoner of War) Bandarísk kvikmynd. Ronald Regan Steve Forrest Sýn kl. 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. Undrahesturinn Sýnd kl. 5. ilaínarfjarrðarbíó SÍMT. 50-24» 8. VIKA Karlsen stýrimaður Sérstaklega skemmtileg og viðburðarík litmynd er ger- Ist í Danmörku og Afríku. í myndinni koma fram hinir frægu „Four Jacks“ Sýnd kl. 6,30 og 9. Gamanleikurinn Gestur til miðdegisverðar Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasala frá kl. 2. Sími 1-31-91. Kópavogsbíó Sími 19185 Elskhugi drottningarinnar Stórfengleg frönsk litmynd gerð eftir sögu Alexanders Dumas „La Reine Margot“, sem fjallar um hinar blóðugu trúarbragðastyrjaldir í Frakk- landi og Bartholomeusvígin alræmdu. Jeanne Moreau, Armando Franciolo, Francoise Rosay, Ilenri Genes. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 9. Lífið er leikur Sýnd kl. 7. Aðgöngumiðasala frá kl. 5. Ferð úr Lækjargötu kl. 8.40, til baka kl. 11,00. Herranótt ÓVÆNT ÚRSLIT Gamanleikur eftir William Douglas Ilome' Leikstjóri: Helgi Skúlason Þýðandi: Hjörtur Halldórsson 5. sýning föstudag kl. 20. Aðgöngumiðasala frá kl. 2 til 4 — í dag, fimmtudag. Stjörnubíó SÍMI 18-930 1984 Mjög spennandi og nýstárleg, ný, amerísk mynd. Gerð eftir hinni heimsfrægu sögu Georg Orwells, sem komið hefur út í íslenzkri þýðingu. Edmund O’Brian, Jan Sterling, Michael Redgrave. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 12 ára. m r r-tr| rr 1 npoiibio Játningar svikarans (Bekenntnisse des Hochstaplers Felix Krull) Afbragðsgóð og bráðfynd- in, ný, þýzk gamanmynd, er fjallar um kvennagullið og prakkarann Felix Krull. Gerð eftir samnefndri sögu Nobels- höfundarins Thomasar Mann. Danskur texti. Ilorst Bucholz Liselotte Pulver. Sýnd kl. 5, 7 og 9 • AUGLÍSIÐ I ÞJÓÐMLJANUM Erlend tíðindi Framhald af 7.; síðu niðri á annað ár. eftir að tek- izt hafði að vekja fólk til vit- undar um hættuna sem stafar af helrykinu sem dreifist írá þeim út um hnöttinn. Fuíltrú- ar kjarnorkuveldanna þriggja sem fyrir voru. Bandaríkjanna, Bretlands og Sovétríkjanna, sitja á fundum í Genf og reyna að semja um bann við kjarn- orkusprengingum. Margir vís- indamenn álíta að kjarnorku- sprenging í Sahara sé skað- legri en á flestum stöðum öðr- um, vegna þess hversu jarð- vegi og vindum er háttað. Afríkuríki allt í kringum Sa- hara hafa margsinnis mótmælt fyrirætlúnum frönsku stjórnar- innar. Jafnskjótt og fregnin af sprengingunni barst hélt Nkrumah, forseti Ghana, út- varpsræðu og tilkynnti að hann hefði fryst innstæður franskra fyrirtækja í bönkum landsins til að mæta hugsan- legum skaðabótakröfum. Mar- okkóstjórn kallaði sendiherra sinn í París heim og sagði upp samningi við Frakkland um samvinnu í utanríkismálum. f Libyu eru uppi háværar kröf- ur um að slíta stjórnmála- og viðskiptasambandi við Frakk- land og vísa öllum Frökkum úr landi. Stjórnir Japans, Líb- eríu, Túnis og margra annarra landa hafa látið sendiherra sína í París bera fram opinber mótmæli. Stúdentar og annað ungt fólk hefur gert aðsúg að sendiráðum og ræðismanns- skrifstofum Frakka í London, Hamborg, Stokkhólmi, Vestur- Berlín og Róm, svo að nokkrir staðir séu nefndir. ■,0 ciðialdan kom ekki de Gaulle og ráðunautum hans á óvart. Hershöfðinginn hefur verið staðráðinn í að virða al- menningsálitið heimafyrir og erlendis að vettugi. Kjarnorku- sprengingin hjá Reggane er að hans dómi ómissandi þáttur í viðleitninni að gera Frakkland að raunverulegu stórveldi. Nú telur de Gaulle sig geta mætt fulltrúum eldri kjarnorku- veldanna þriggja sem jafningj- um á fundi æðstu manna. Nú býst hann við að stjórnir Bandaríkjanna og Bretlands neyðist til að fallast á þrí- veldastjórn yfir A-bandalaginu. Valerie Shane syngur í kvöld. SÍMI 3-59-36. Hann þykist hafa tryggt Frakk- landi hernaðarlega yfirburði á meginlandi Vestur-Evrópu um ófyrirsjáanlega framtíð. En sé málið skoðað niður í kjölinn kemur á daginn, að enn á það lanat í land að Frakkland verði hlutgengt kjarnorkuveldi. Það var ekki raunveruleg kjarn- orkusprengja, nothæf í hern- aði, sem komið var fyrir í stál- turninum hjá Reggane, heldur fyrirferðarmikil og þung sprengihleðsla. Frakkar boða líka frekari sprengingar síðar á árinu. þar sem reyna á sprengjur sem eiga nafnið skil- ið. Og ekki nægir að eiga fá- einar sprengjur, hundrað er lágmarkið sem talið er gera ríki að kjarnorkuveldi. Úr þrem kjarnorkuofnum hjá Markoule fá Frakkar árlega um 100 kíló af sprengjuhæfu plútóníum. Það er talið nægja í fimm stórar sprengjur eða tíu „litlar“ af svipaðri gerð og þá sem eyddi Hiroshima. Svo skortir Frakka kjarnorku- árásarflugvélar og eldflaugar sem borið geta kjarnorku- sprengjur. Gert er ráð fyrir að Frakkland geti orðið fullgilt kjarnorkuveldi um 1967, ef til kjarnorkuvígbúnaðar er varið 400 til 500 milljörðum franka, en það myndi bitna hart á lífs- kjörum frönsku þjóðarinnar og þróun atvinnuveganna. Undanfarið hefur smátt og smátt þokazt í samkomu- lagsátt á fundum kjarnorku- veldanna í Genf. Nú spyrja menn hvaða áhrif kjarnorku- sprenging Frakka hafi á þær viðræður. Það eitt er víst að Frökkum verður ekki boðin þátttaka; afstaða frönsku stjórnarinnar er að ekkert þýði að semja um bann við kjarn- orkusprengingum eitt sér, því þurfi að fylgja samkomulag um bann við kjarnorkuherbúnaði og ráðstafanir til að eyðileggja allar kjarnorkuvopnabirgðir. de Gaulle vill hafa tóm til að endurbæta plútóníumsprengju sína og koma sér upp vetnis- sprengju. Það geigvænlegasta við frönsku kjarnorkusprenging- una er hættan á að nýr ákafi færist í kjarnorkukapphlaupið, nýir þátttakendur gefi sig fram. Frakkar hafa sýnt að hvert ríki sem ræður yfir til- tölulega einföldum kjarnorku- ofnum og hóp kjarneðlisfræð- inga á þess kost að framleiða kjarnorkusprengjur. Banda- rískir vísindamenn telja að ellefu lönd geti smíðað kjarn- orkuvopn innan fárra ára. Þessi lönd eru Kína, Vestur- Þýzkaland, Austur-Þýzkaland, Kanada, Belgía, Tékkóslóvakía, Indland, Japan, Sviss og Sví- þjóð. Einu eða tveim árum síð- ar gætu Ástralía, Austurríki, Danmörk, Finnland, Ungverja- land og Holland bætzt í hóp- inn. Spánn, Suður-Afríka, Arg- entína, Brasilía, Mexíkó og Noregur hafa skilyrði til að framleiða kjarnorkusprengjur að nokkru lengri tíma líðnum. Takist stórveldunum ekki að koma sér saman um að stöðvá tilraunir með kjarnorkuvopn, blasir við vitfirrt vígbúnaðar- æði sem vart getur endað nema á einn veg. M. T. Ó.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.