Þjóðviljinn - 12.03.1960, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.03.1960, Blaðsíða 4
'4) — ÞJÖÐVILJINN — Laugardagur 12. marz 1960 Vistmenn DAS eru nú 124 Skíðalyfta sett og margir eru á biðlista upp á Siglufirði í Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra sjómanna, eru nú 124 vistmenn, þar af 44 í sjúkra- deild. Er hvert rúm skipað or hefur svo verið um Iangan tima og: alltaf eru margir á biðlista. jon Leifs endur- kjörinn formaður Tónskáldafélags Á aðalfundi Tónskáldafélags Islands nýlega var Jón Leifs aftur sjálfkjörinn formaður Tónskáldafélagsins og STEFs og í stjórn beggja félaga til næstu þriggja ára. Kjörtíma- bil annarra stjórnarmanna var ekki útrunnið. Að loknum venjulegum aðal- furtdarstörfum var fundi frest- að I hálfan mánuð til að ræða sem rækilegast samvinnu ís- lenzkra tónskálda við Menn- ingarsjóð og aðrar hliðstæðar opinberar stofnanir. Verzluoarspri- sjóður stærstur Verzlunarsparisjóðurinn er nú orðinn stærsti sparisjóður Jandsins. Innstæður námu í árslok samtals 153,5 millj. kr. og höfðu aukizt á árinu um 37,8 milljónir. Þetta var upplýst á aðal- fundi sjóðsins sl. laugardag. Á fundinum var samþykkt ein- róma tillaga um að sparisjóð- stjórnin vinni markvisst að stofnun verzlunarbanka, en undiibúningur að etofnun slíks banka var hafinn í fyrravetur. Stjórn Verzlunarsparisjóðs- ins skipa nú þeir Egill Gutt- ormsson stórkaupmaður, Þor- vaidur Guðmundsson forstjóri og Pétur Sæmundsson við- skiptafræðingur. Voru þeir Egill og Þorvaldur endurkjörn- ir af lista sem hlaut samtals 144 atkvæði, en listi með nafni Kristjáns Jónssonar kaup- manns hlaut 38 atkvæði. Spari- sjóðsstjóri er Höskuldur Ólafs- son. Á aðalfundi Fulltrúaráðs sjó- mannadagsins í Reykjavík sl. sunnudag var samþykkt álykt- un, þar sem bent er á nauðsyn þess að ný álma sé byggð við heimilið og skorað á ríkisstjórn- ina að sjá svo um að fjárfest- ingarleyfi fáist til framkvæmd- anna. Samþykkti fundurinn að verja á þessu ári 1,5 millj. króna til þessara væntanlegu framkvæmda. Á fundinum var upplýst að Laugarásbíó tæki til starfa um mánaðamótin apríl/maí. Fram- kvæmdastjóri þess hefur verið ráðinn Valdimar Jónsson. Happdrætti DAS gekk vel eins og undanfarin ár. Eftir til- lögu írá stjórn fulltrúaráðsinS samþykkti aðalfundurinn að reyna að fá lögum happdrættis- ins breytt á þann veg, að það fái að starfa á breiðari grund- velli en hingað til með því að styrkja byggingu dvalarheimila út um land. Þá var samþykkt að Sjómannadagurinn legði fram 10 þús. kr.. til Rafnkelssöfnunar- innar og 4000 krónur söfnuðust meðal fundarmanna. f stjórn fulltrúaráðsins voru kosnir: Henrý Hálfdánarson for- maður, Guðmundur H. Oddsson, Tómas Guðjónsson, Garðar Jóns- son og Gunnar Friðriksson. Siglufirði í fyrradag. — Frá fréttaritara. í gær var tekin í notkun dráttarbraut fyrir skíðamenn hér í Siglufirði. Guðmundur Árna- son formaður Skíðafélagsins, afhenti siglfirzkum skíðamönn- um brautina til ’afnota með stuttri Fæðu og síðan fór Hjálmar Stefánsson fyrstu reynsluferð- ina. Brautin er 250 metra löng og er staðsett hjá upplýstri svig- braut stutt ofan við efstu hús- in í bænum. Mestöll vinna við þessar framkvæmdir hefur verið unnin af sjálfboðaliðum úr Skíðafélaginu og undir stjórn þeirra. Þeir Reynir Sigurðsson, Hreinn Júlíusson og Kári Edwaldsson sáu um smíði lyftu- hússins, sem er jafnframt geymsla fyrir svigstengur o.fl., en Gústaf Nilsson, Hjálmar Stefánsson, Sverrir Sveinsson og Kristinn Þorkelsson sáu um festingu á mótor, raflagnir og annan útbúnað. Með tilkomu þessarar dráttar- brautar skapast siglfirzkri æsku stórbætt aðstaða til skíðaiðkun- ar og þeir, sem lengra eru komn- ir hyggja á gott til æfinga fyrir skíðalandsmótið, sem verður hér í Siglufirði um páskana. Fulltrúakjör á 12, þing S^meiningarflokks alþýðu — sósíalistaflokksins Tillögur um fulltrúa Sósíalistafélags Reykjavíkur á flokksþingið skulu leggjasí: fram í dag (laugardaginn 12. marz) í skrif- stofu félagsins frá klukkan fjögur til sjö eftir hádegi. Stjórn Sósíalistafélags Reykjavíkur BÆ JARPOSTURIN • ,,Siðvæáingin“ og íslendingar Um þessar mundir dveljast hér á landi nokkrir afríku- menn, sem hingað eru komnir til þess að „siðvæða" okkur ís- lendinga eins og það er kail- að. Hér hefur þessum mönn- um verið tekið með mikilli gestrisni, m.a. hefur þeim ver- ið gefinn aðgangur að helztu skólum landsins, svo sem Kennaraskólanum, í.lénnías’.cc 1- anum og Háskólanum. SjdlXtir íorseti landsins hefur lýst sig djúpt snortinn af boðskap þeirra og 'jafnvel er sagt að sumir ráðherranna hafi klökn- að vegna svnda sinna. Svo mik- iil er máttur „siðvæðingarinn- ar“. Útvarpið og blöðin hafa heldur ekki látið á sér standa að flytja fregnir af siðvæðing- unni og viðtöl við siðvæðing- arpostulana. Siðvæðingarmenn- irnir eru líka ákaflega hrifnir og næstum hissa yfir móttök- unum hér sem von er og seg- ir einn þeirra í viðtali við Al- þýðublaðið í gær: „Ég hef aldrei komið til þjóðar, þar sem við höfum getað náð til svo margra, hárra jafnt sem lágra, á svo stuttum tíma“. Það, er sannarlega ekki nema von, að siðvæðingar- mennirnir séu hissa yfir mót- tökunum hér. Það myndi áreið- anlega hvergi eiga sér stað nema á íslandi, að æðstu skól- ar landsins væru opnaðir upp á gátt fyrir áróðri einhverra óþekktra trúboðssnápa frá fjarlægari heimsálfu, hvað þá, að stjórn landsins og forseti sæktu samkomur þeirra og féllu í stafi af hrifningu. Hér er um ámóta frumhlaup að ræða eins og þegar forsetinn sællar minningar bauð Nínu og Friðriki til hádegisverðar að Bessastöðum. Vel má það vera, að siðvæð- ingarmenn þeir, sem nú dvelj- ast hér í heimsókn, séu einlæg- ir í trú sinni og ekki ætla ég Akranes Akranes Aiþýðubanc’alaqið og Æ. F. A. halda skemmtun að Hótel Akranes í ’kvöld. Skemmt- unin hefst klukkan 9 e.h. Skemmtiatriði: 1. S4utt sýnin,g v’ 2. Dávaldurinn Kaluhso (leikari frá Reykjavík). 3. Leikþátturinn „Hver á barnið“, (leikarar frá Rvík) 4. Dansað til klukkan 2 e.m. Hinn vinsæli Lionkvintebt Ieikur fyrir dasinum. — Skemmtiatriði fara íram milli dansa. * Húsinu lokað kl. 11.30. Aðgöngumiðar og borðpant- anir í Hótel Akranes sama dag milli kl. 4 til 6 og við innganginn. 1 Mjög mikið íírv&I af . i Vinnufatnaði *j Vinnubuxur — Vinnuskyrtur — Sloppar Samíestingar — Vinnujakkar, einíaldir og íóðraðir — Herrablússur — Drengjablússur — Stakar buxur úr ullarefni og tenaline — Nærfatnaður á drengi og fullorðna — Kuldaúlpur á unglinga og fullorðna. Allt á gamla veróinu. Eflið yðar eigin hag og gerið góð kaup meðan birqðirnax endast. Verzlunin STAKKUR Laugavegi 99 — Gengið inn frá Snorrabrauf Dansk íslenzka félagið sýnir kvikmyndir um Burmeister & Wain i Nýja bíói í dag klukkan 2 e.h. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. STJÖRNIN. að fara að kasta steini að þeim persónulega. Er jafnvel ekki ólíklegt, að núverandi framá- menn þjóðarskútunnar gætu ýmislegt gott af því lært, ef þeir tækju sér þá til fyrir- myndar, og víst gæti það orðið harla fróðlegt, að heyra t.d. Vilhjálm Þór, siðvæddan og iðrandi, játa yfirsjónir sínar fyrir alþjóð á öldum Ijósvak- ans. Hætt er hins vegar við því, að það sé ekki iðrunar og yfirþótatUhneiging einvörð- ungu„ sem dregur þessa menn að siðvæðingarhreyfingunni heldur komi þar aðrar og og annarlegri kenndir til. Það vill nefnilega svo til, að eitt af höfuðatriðum í boðskap sið- væðingarhreyfingarinnar er barátta gegn kommúnismanum og hafa margir sjúkir komm- únistahatarar eygt þar nýj a. von um að geta lokkað fóik til liðs við sig í þeirri baráttu undir yfirskini guðhræðslu og siðabótar. í uppliafi kann sið- væðingarhreyfingin að hafa verið einlæg í eðli sínu, en í höndum manna eins og t.d. Sjang Kajsék er hún orðin að ógeðslegu áróðurstæki í þágu svartasta afturhaldsins í heim- inum. Og það er „siðvæðing'* Sjang Kajséks og hans nóta, sem nú slær klökkva fj'rir brjóst íslenzkra framámanna þessa dagana og fær þá til að opna skóla landsins fyrir gestunum frá Afríku svo að þeir geti sáð fræi kommúnista- haturs í brjóst sem flestra ung- menna þessa lands.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.