Þjóðviljinn - 16.03.1960, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.03.1960, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 16. marz 1960 — ÞJÓÐlVILJINN ~ (3 Niðurstöðutölur fjárhagsáætl- unar Neskaupstaðar 5,1 millj. Útsvörin eru áætluð 3,9 milljónir en voru í íyrra 3,8 millj. kr. Neskaupstað. Frá fréttariiara Þjóðviljans. Fjárhagsáætlun bæjarsjóös Neskaupstaöar var lil ann- arrar umræöu 1 bæjarstjórn á föstudag og var samþykkt meö atkvæömn allra bæjaríulltrúa. Niðurstööutölur eru 5,1 milljón kr. LÁKI og lífið Útsvörin eru áætluð 3,9 milljónir króna, en voru í fyrra 3,8 millj-, þ.e. 100 þús. kr. hækkun. Þá er hluti kaupstað- arins af söluskatti áætlaður 465 þús. krónur. Helztu gjaldaliðirnir eru þessir: Alþýðutryggingar 770 þús. kr. Menntamál 600 þús. kr. Sjúkrahúsið 480 þús. kr. Vega- mál 475 þús. kr. Afborganir lána 374,2 þús. kr- Framfærsla 350 þús .kr. Vextir 315 þús. kr. Stjórn kaupstaðarins 308 LýSveldi i Ghana í sumar Þjóðþing Ghana samþykkti til- lögu stjórnarinnar um nýja stjórnarskrá og.stofnun lýðveld- is í landinu. Tillögur stjórnar- innar verða lagðar undir þjóð- aratkvæði í íiæsta mánuði til . staðfestingar. Samkvæmt tillögum stjórnar- inhar á að stofna lýðveldi í Ghana hinn 1. júlí n.k. Forseti vamtanlegs iýðveldis á einnig að fara með vald forsætisráðherra, og er ekki talinn vaíi á því að Nkrumah verði kjörinn fyrsti forseti lýðveldisins. Útgáfa hafin Framh. af 12. síðu Verður það mikil bók, um 500 blaðsíður í stóru broti. í þessu bindi munu birtast æviatriði 800 til 1000 núlifandi Vestur-íslend- inga og þar verða nafngreindir um 10 þús. menn. Mjög verður til útgáfunnar vandað, bókin prentuð öll á myndapappír, enda skipta mvndir í bókinni hundruðum. Orðalykiil á ensku verður í bókinni til þess að yngra- fólki af íslenzku ætterni í Vesturheimi veitist auðveldara að nota hana. Ýtarleg nafnaskrá fylgir einnig bindinu. Bókin er prentuð í Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri. 40—50 þús. af íslenzku bergi brotnir vestra Arni Bjarnason skýrði frá því -að þegar væri hafinn undirbún- ipgur að útgáfu annars bindis æviskránna, en Árni fer utan á hausti komanda og heldur á- fram skráningu æviatriða Vest- ur-íslendinga. Þó að mikið starf hafi þegar verið unnið er ærið verk fyrir höndum, því að talið er að milli 40 og 50 þúsundir manna af íslenzkum ættstol'ni séu búsettar í Ameríku. Söi'nun áskrifenda að Vestur- ísienzkum æviskrám er nú að heíjast hér á landi. Áskriftar- verð 1. bindis er 350 kr., en bók- hlöðuverð 450 kr. Að sögn Árna Bjarnasonar hafa þegar sal'nazt mörg hundruð áskrifendur að bókinni vestan hafs. þús. kr. Félagsheimilið 300 þús. kr. Kosningaróstur í Snður-Kóreu I gær lauk forsetakosningum í Suður-Kóreu. en þeim hafa fylgt, miklar róstur. Demókrataflokkurinn, sem er andstæðingur Syngman Ree for- seta, heíur tilkynnt, að hann muni kæra kosningarnar vegna ólöglegra kosningaaðferða. Syngman Ree er ekki talinn ör- uggur um að ná kosningu. enda þótt hann sé eini frambjóðand- in. Talið er líklegt að hann hlióti ekki tilskilinn meirihluta atkvæða. Fylgismenn Singman Ree beittu margskonar ofbeldi á kjör- stöðum og' sló víða í bardaga milli þeirra og demókrata. Lög- reglan varð oít að skerast í ieik- inn, og beitti hún kylfum og táragasi. Singman Ree er 84 ára gamali. Segir Oberlánder loksins af sér? Orðrómur er á kreiki um það í Bonn að Theodor Ober- lánder flóttamannaráðherra muni senn segja af sér embætti. Sagt er að Oberlánder hafi tekið þessa ákvörðun í sam- ráði við fimm manna nefnd sem Kristilegi lýðræðisflokkur Adenauers skipaði til þess að rannsaka fortíð lians og þá fyrst og fremst þær ákærur á hendur honum að hann beri ábyrgð á fjöldamorðum gyð- inga í pólsku borginni Lvov árið 1941 Láki: Misstiið þér þennaii kiút, fröken? Konan: Asni! Þetta er tviviur og é.g er frú! Yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar Muhið spilakvöld Alþýðu- bandalagsins í kvöld kl. 8,30 í Félagsheimili Kópavogs. Skemmtiatriði: 1. Félagsvist (verðlaun) 2. ? ? ? 3. Dans. , Skemmtinefndin. Framh. af 1. síðu Söluskatturinn ræddur í neðri deild Söluskattsfrumvarpið var svo tekið til 1. umr. í neðri deild með afbrigðum, og hélt Gunn-! ar Thóroddsen hér um bil al- veg sömu ræðuna og í efri deild. Hófust fjörugar umræður, og töluðu fram að kvöldmat Eysteinn Jónsson, Einar 01- geirsson og Einar Sigurðsson (tók sæti Jónasar Péturssonar á þingi á mánudag). Fundur hélt áfram kl. 9 í gærkvöld og töluðu þá fyrstir Lúðvík Jósepsson og Þórarinn Þórar- insson og síðan Einar Olgeirs- son og Eysteinn J. öðru sinni. Stórkostíeg kjaraskerðing Eysteinn Jónsson, Einar Ol geirsson og Lúðvik og Þórar- ^ inn, deildu fast á fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar, og sýndu! fram á hve haldlausar eru blekkingar Gunnars Thorodd- sen um efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar sem kjara- bætur. Sýndi Eysteinn fram áj að samanlagðar nýjar álögur og verðhækkunaráhrif gengis- lækkunarinnar muni nema um 1100 milljónum króna á einu ári. Hlytu að fylgja þeim gif- urlegu álögum stórkostleg kjaraskerðing almennings, þar sem ætlazt væri til að kaup yrði óbreytt og atvinna dræg- ist saman. Einar Olgeirsson lagði á- herzlu á að söluskatturinn væri einungis einn liðurinn í ráns- herferð rikisstjórnarinnar á hendur alþýðu og millistétta, o ghefði Gunnar Thóroddsen tekið a ðsér hlutverk ræningja- foringjans. Sýndi Einar fram á hina j gegndarlausu hræsni í mál- flutningi fjármálaráðherra, og rakti sundur blekkingarskrif hans um söluskattinn sem æskilega tekjuöflunarleið. — Ræddi Einar einnig ýtarlega aðrar hliðar ránsherferðar rík- isstjórnarinnar, vaxtahækkun- ina og lánabannið, ofan á gengislækkunina. Aðaltilgangur allra þessara ráðstafana væri að hrinda al- þýðu á íslandi aftur í þau íatæktarkjör sem hún bjó við á árunuin fýrir stríð. Ráðherr- arnir kölluðu þetta kaupgetu- Ieysi eða minnkandi kaupgetu. Rétta orðið væri fátækt. Með þessu íramferði væri ríkisst jórnin að kalla fram hina liörðustu baráttu og átök, líkt og áttu sér stað á atvinnu- leysisárunum, 9. nóvember 1932 og oftar. Sú alþýða er í nær tvo áratugi hefði verið að vinna sig upp úr fátæktinni léti ckki þrýsta sér niður í liana aftur- Fjá rmálaráðherra, Gunnar Thoroddsen, hefur tekið að sér að skipuleggja fátæktina. I>að ter Ijótt verk og það er iltt verk. l»að er versta verk sem unnið hefur verið á íslandi í áratugi, sagði Einar í iok ræðu sianar. Vöruskiptin óhagstœð um 42,2milli. Samkvæmt upplýsingum Hag- stofiinnar var vöruskiptajöfn- uðurinn í janúar sl. óhagstæð- ur um 42,2 millj. króna; inn voru fluþtar vörur fyrir 120,5 millj. en út fyrir 78,2 millj. 1 janúarmánuði í fyrra var vöruskiptajöfnuðurinn óhág- stæður um 21,6 millj. kr. Inn- flutningurinn nam þá 85 millj. on útflutningurinn 63,4 millj. Genfarráðstefn- unnar minnzt í bænum á sunnud. Sigurbjörn Einarsson biskup hefur ritað öllum þjónandi prest-. um .og próióstum þjóðkirkjunn- ar bréf, þar sem prestar og söfn- uðir eru hvattir til að minnast fulltrúa íslands á landhelgisráð- stefnunni í Genf í bænurn sín- um og mælst til þess, ..að við messur sunnudaginn 20. þ.m. verði beðið fyrir ráðstefnunni og réttlátum iyktum þeirra málefna hennar, sem sérstaklega snerta iífshagsmuni þjóðar vorrar“. Verkalýðshreyfingin heima og erlendis Námskeið Sósíalista- flokkrins og ÆSlailýðs- fylkingarinnar um sögu verkalýðshrcyfingarinnar, sem \era átti annað kvöld, fellur niður að þessu simii. Ilaldið verð'ur áfram n,k. miðvikudag á sama tíma og áður- Gerp/r ekki hoðinn til sölu? Neskaupstað. Frá frétta- ritara Þjóðviljans. Togarinn Gerpir liefur að undanförnu legið í Reykjavik os' liefur ekki verið unnt að konia honum út á veiðar vegna manneklu. Einnig licfur fjár- liagur verið þröngur. Vegna þessa hafa orðið um- ma«aiga—n i iipii—a—M ræður miklar um framtíð skipsins og' hefur verið rætt um það í alvöru að selja skip- ið, þar sem óvíst væri urn áfranihaldandi rekstur og gagnsemi útgerðarinnar fyrir atvinnulíi' bæjarins. Útgerðarstjórn hafði lagt til við bæjarstjórn Neskaupstaðar að skipið yrði selt, eí l'yrir það feng'just 25 milljónir . króna, og' var sú tillaga til • umræðu í bæjarstjórn á l'östudaginn. Mál- ið var ekki aígreitt, en visað til annarrar umræðu. l»á ályktun virðist niega draga af uinræð- unum i bæjarstjóm, að skipið verði ekki boðið til sölu, held- ur reynt að koma því út til veiða eins fljótt og unnt er. Veitt lausn Hinn 14. marz 1960 veitti for- seti íslands Lúðvík Ingvarssyni, sýslumanni í Suður-Múlasýsriu, lausn írá embætti samkvæmt eigin ósk frá 1. júlí n.k. að tel.ia. 2000 ekki 200 Sú villa slæddist inn í frétt hér í blaðinu í gær um sam- komulagið í Vestmannaeyjum, að sagt var að aflaverðlaunin mvndu nema um 200 krónum á háseta til jafnaðar á meðalbáti, en átti að vera 2000 kr. gi cn ekki Jón Sú villa var í upptalningu manna á B-listanum í Bifreiða- stjórafélaginu Frama í blaðinu í gær, að ranglega var hermt að Jón Friðbjörnsson væri í íram- boði í trúnaðarmannaráð. Það er hann ekki heldur Helgi O, Einarsson sem ekur R-723. Ný kppahreinsnn tskin til starfa Nýlega er tekið til starfa nýtt' teppahreinsunaríyrirtæki hér í Reykjavík. Neínist það Hreins- un h.f. og er til húsa að Lang- holtsvegi 14. Hreinsun h.í. notar einvörðungu kemisk efni við hreinsunina og er ' það nýjung hér á landi. Þá heíur Hreinsun einnig aí'lað sér sérstakra véla, sem þægilegt er að flytja á milli og framkvæma með hreinsun í heimahúsum, ef óskað er eftir. Með þeim vélum er einnig hægt að hreinsa bólstruð húsgögn og bifreiðir. Auk hreinsunar á teppum, húsgögnum og bifreiðum. tekur fyrirtækið að sér að hreinsa hvers konar fatnað, s.s. yfir- hafnir og fleira. Framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins er Ólaíur Jóhannesson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.