Þjóðviljinn - 03.04.1960, Side 6
ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 3. apríl 1960
Sunnudagur 3. apríl 1960 — ÞJÓÐVILJINN
(7
m
ISð.
txr.'
zd
71C
Utgef&ndi; Sameiníngarflokkur • alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. —
Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Rig-
urður Guðmundsson. — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón
B.iarnason. Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn,
afgreíðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími
17-500 (5 línur). - Áskriftarverð kr. 45 á mán. - Lausasöluv. kr. 3.00.
Prentsmiðja Þjóðviljans.
Rjálað við tekjuskattmn
Langminnugir menn kunna að muna hve ríkis-
stjórninni lá mikið á að senda Alþingi heim
snemma í vetur, svo næði og starfsfriður feng-
ist til að búa í frumvarpsform kosningaloforð
Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins um leið-
iria til bættra lífskjara og algera stöðvun dýr-
tíðar og verðbólgu; eða var það ekki ætlunin?
Þá var talað digurbarkalega um væntanleg
vinnuafköst ráðherra og sérfræðinga þeirra í
næðinu og þótti sjalfsagt að þegar þing kæmi
saman á ný lægju fyrir hin miklu frumvörp þar
sem sæist svart á hvítu hvernig Sjálfstæðis-
flokkurinn kýs leiðina til bættra l.fskjaia og
hvernig Alþýðuflokkurinn ætlaði að efna kosn-
Írigaloforð sín um algjöra stöðvun dýrtíðar og
verðbólgu.
Aþví varð samt mikill misbrestur að frum-
vörpin væru lögð fram að loknum vinnufriði
ríkisstjórnarinnar, og eru sum ókomin enn, en
önnur íiýkomin. En það mun með ráði gert að
dríta frumvörpunum þannig út og afgreiða þau
án samhengis hvert við annað. Með því móti er
þó alltaf hægt að reyna shkar hundakúnstir í
rökfærslu að segja að snmu 'sárabæturnar við
kjaraskerðingunpi eigi fvrst að vega upp áhrif-
in af gengislækkuninni. og svo síðar að nota
eigi sömu upphæðirnar til að vega á móti kjara-
skerðingu af völdum söluskatts, en þess háttar
röksemdir voru m.a. notaðar í hinu víðfræga
dæmi Gunnars Thoroddsens þeffar hann sannaði
að verkamannafjölskyldur stórgræði á efnahags-
ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar. Hliótt hefur ver-
ið um það dæmi um sinn í áróðri ríkisstjórnar-
blaðanna, enda eru óhrif hinnar stórfelldu kjara-
skerðingar tekin að segia til sín á alþýðuheim-
ilunum þó álögurnar eigi enn eftir að þyngjast
að mun.
Ahætt er að fullyrða að tðkjuskattsfrumvarp
" ríkisstjórnarinnar hafi komið mönnum á
óvart, jafvel þeim sem ebki væntu neiris góðs
af núverandi afturhaldsríkisstjórn. Stjórnarliðið
hefur haft þetta mál sem aðaltromp sitt ásamt
fjölskyldubótunum, niðurfelling tekjuskattsins
átti að bæta alþýðuheimilunum upp einhver ó-
■ sköp af dýrtíðinni. Þegar það svo kemur í ljós,
að samtímis því sem afnuminn er tekjuskattur
á lágar tekjur, upphæð sem nemur fyrir verka-
menn almennt frá 150 krónum unp í 1500 —
2000 kr., er skattstiganum breytt svo að hátekju-
menn fá eftirgefna tugi þúsunda af tekjuskatti
sínum. Þannig skammta hátekjumenn stjórnar-
flokkanna sjálfum sér raunverulega kjarabót á
sama tíma og alþýðuheimihn eru rúin með ó-
skaplegra dýrtíðarflóði en nokkru sinni hefur
þekkzt á íslandi, og ráðstafanir gerðar til að
draga úr framkvæmdum og atvinnu.
Iþæstir hefðu gert ráð fyrir því að ríkisstjórnin
myndi einnig kjósa hetta aðaltromp sitt,
tekjuskattsbreytinguna, ti.1 ósvífinnar og stór-
felldrar tekjutilfærslu hátekjumönnum í hag. En
rrkisstjórnin telur sýnilega að hægt sé að bjóða
mönnum flest án þess að þeim skiljist hvernig
Sjálfstæðisflokkurinn efnir loforðin um leið til
bættra lífskjara alþýðufólks á íslandi og hvernig
Alþýðuflokkurinn fer að því að stöðva með öllu
dýrtíð og verðbólgu. En það skýrist nú með
hverjum degi, og verður mönnum starsýnt á að
Gunnar Thoroddsen hefur nú líka fengið vald
til að lækka tekjuskatt sinn svo um munar engu
síður en útsvarið áður. — s.
t3i
ju •%
m.K-
P
Qíi
itrri
xæb
czz
ÍTTW
au?
iiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiisiuiiiu
Ásaklúbburinn er til húsa
við Tryggvagötu og hefur
starfað nokkur ár. Misjafnar
sögur hafa gengið af þeirri
stofnun og oft þótt sukksamt
þar. Kvenfólki er meinaður
aðgangur. Karlmenn, sem
gerast meðlimir í klúbbnum,
greiða 200 króna ársgjald,
og er ekki vitað, að meðl'ma-
tala sé takmörkuð. Mega með-
limir taka með sér gesti, ef
þeir eru ekki undir cf mikl-
um áhrifum.
I Ásaklúbbnum eyða menn
tímanum við spil og töfl. Oft
er lagður drjúgur skildingur
undir við spilaborð'n og
margir fara þaðan slyppir og
snauðir.
Þar er seit áfengi og aðrar
veitingar. Margir láta sér
nægia að fá sér glas og horfa
á aðra spi’a og tefla. Sumir
eiga erfitt með að koma sér
heim aftur, þegar þeir eru
sezt'r inn, endá hægt að
kaupa brauð, ef hungrið
sverfur að.
Klúbburinn er opnaður kl.
13.30 og lokað upp úr mið-
nætti, klukkan 1.30—2.00 um
nóttina.
Ásaklúbburinn er heldur
óvistlegur og hefur lítið verið
gert til að gleðja augað þar
inni. Vinsældir k’.úbbsins eru
fyrst og fremst fólgnar í því,
að þar geta menn fengið vín
keypt v:ð vægara verði en á
veitingahúsum, og þar er op-
ið, þegar veitingahús se’ja
ekki vín. Einnig þykir það
mikill kostur við k’úbbinn, að
kvenfólki skuli meinaður að-
gangur, enda kema þangað
marg’r þreytt'r eiginmenn til
að sitja í ró og næði yfir
glasi.
Eigandi klúbbsins er Sig-
urður Sigurz. í stjórn klúbbs-
ins eru m.a. Gústav A. Jón-
asson, ráðunevtisstjóri í dóms-
málaráðuneytinu og Tómas
Guðmundsson skáld.
•k
I húsi Sveins Egilssonar v:ð
Hlemmtorg er að fmna marg-
ar skrifstofur, einnig er að
finna þar nýjasta spil.aklúbb-
inn, sem ber nafnið Tígul-
'tvisturinn. Fréttamaður frá
Þjóðviljanum leit þar inn fyr-
ir nokkrum dögum og h'tti
að máli Eirík Baldvinsson,
sem er einn þeirra sem veita
klúbbnum forstöðu, og bað
hann um upplýsingar um
starfsemi klúbbsins.
Eiríkur sagðist ekki veita
blaðamanni nein svör, þar
sem hann hefði ekki í hyggju
að auglýsa klúbbinn, en hver
sá sem áhuga hefði á bridge,
gæti fengið allar upplýsingar
um hann. Eiríkur bauð frétta-
manni að skoða sjg um.
Klúbburinn hefur yfir að ráða
mjög vistlegum salarkynnum;
teppalagt í hó!f og gó!f og
húsgögn létt og skemmtileg.
I stóru herbergi er spilað við
nokkur borð og að auki er
skemmtileg setustofa, þar sem
einnig má sp'la. Vínveitingar
eru þarna, auk annarra veit-
inga.
Fréttamaður aflaði sér
þeirra upp’ýsinga að auki, að
konur, jafnt sem karimenn,
hefðu aðgang að klúbbnum.
Meðlimagjald er 500 krónur á
ári og fylgir því lykill að
klúbbnum. Fimm e’gendur eru
að klúbbnum.
Ætlunin er að áhugafólk
um brHge gangi í þennan
klúbb og fólk komi fyrst og
fremst til að spila, en ekki
að drekka og svalla.
Meðlimir verða að afla sér
tveggja ábyrgðarmanna, eigi
þeir að fá inngöngu í klúbb-
inn og er þeim gert að skyldu
að greiða þau spjöll sem með-
limur kann að valda.
Spilakeppni bridgemanna
er haldin í klúbbnum.
Þegar starfsemi spila- og
drykkjuklúbba ber á góma
vakna ýmsar spurningar og
m.a. þessi: Er lagalegur
grundvöllur fyrir klúbbstarf-
seminni að þvi er snertir vín-
veitingar í klúbbsölunum ?
„Að vinna gegn
misnotkun”.
Svars reynum við fyrst að
leita í áfengislögunum. Þau
iimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiii' íiiiniiiiii
Nokkrar umræður hafa orðio manna á meðal að undanförnu
um spilaklúbba og starfsemi þeirra, ekki hvað sízt eítir að haf-
inn var flutningur utvarpsleikritsins ;íEkið fyrir stapann"
eftir AGNAR ÞÖRÐARS0N. Einnig heíur stofnun nýs spila-
klúbbs kvisazt út; þó ekki hafi verið frá henni skýrt opinber-
lega enn. Af þessum sökum fóru fréttamenn Þjóðviljans á stúí-
ana á dögunum og reyndu að aíla upplýsinga um klúbbstarf- fá nokkrar uppiýsingar í
sambandi við áfengislöggjöf-
ina, einkum að því er snertir
heim’ld til söiu áfengra
fræða okkur eittlivað um
þersi mál.
Samband næst við 1-94-05
í fyrstu tilraun, en því miður
er áfengisvarnaráðunauturinn
séra Kristinn Stefánsson ekki
vlð, veikur. Biaðamaðurinn
skýrir allt að einu frá erindi
sínu: hann hafi hringt til að
|Ef íslenzk þjóð á að lifa verða
lerlendar herstöðvar að vikjá
semina — um árangur þeirrar viðleitni má lesa hér á síðunni.
eru númer 58 frá 24. apríl
1954 og birt í síðara bindi
Lagasafns frá sama ári.
1 fyrsta kafla laganna eru
birt almenn ákvæði, annar
kafli fjallar um innflutning
áfengis og sá þr'ðji um til-
, búning áfengis. Svar við
framangreindri spurningu er
því ekki að finna í þessum
köflum laganna — og er þó
augljóst að við skýringu
annarra ákvæða ber að hafa
hliðsjón af 1. grein laganna,
sem er svohljóöandi: „Til-
gangur !aga þessara er sá að
vinna gegn misnotkun áfengis
í landinu og útrýrna því böli,
sem henni er samfara“.
Vínveitingaleyíi
veitingahúsa
Svo er komið að fjórða
kafla laganna, sem fjallar um
sölu og veitingar áfengis. 1
11. grein segir m.a. að „heim-
ild til að se’ja aftur áfengi,
er keypt hefur verið af
Áfeng'sverzLun rík'sins eða
útsölum hennar" hafi „veit-
ingastaðir þeir sem rétt hafa
til veitiriga áfengra drykkja,
þó aðeins til neyzlu á staðn-
um og með þeim takmörkun-
um, er veitingaleyfið og
reglugerð ákveður”. í 12. gr.
eru- svo þessi ákvæði m.a.:
,,í kaupstöðum, þar sem
áfengisútsala er, getur dóms-
málaráðherra veitt veitinga-
húsum leyfi til vínveitinga,
þegar eftirtalin skilyrði eru
fyrir hendi:
2. málsgrein þossarar gremar.
Sama gildir um félagsher-
bergi.
Lögreglustjóri má þó veita
félögum manna leyfi til á-
fengisveitinga í félagsher-
bergjum eða almennum ve't-
ingastöðum, öðrum en þeim
er um getur í 12. grein. Slíkt
leyfi má þó einung's veiía
stjórnum félaganna, þegar
drykkja í spilaklúbbum hér í
bænum. Staðgöngumaður á-
fengisvarnaráðunautar kveðst
ekki geta gefið fullnægjandi
upplýsingar um þetta atriði,
telur þó að klúbbarnir hafi
fengið leyfi lögum samkvæmt.
Blaðamaðurinn bendir honum
1 1 á að hann lrafi verið að
Lsa yf'r áfengislögin og ekki
getað komið auga á þá laga-
Myndin að ofan: Salir ,,ÁsakIúbbsins“ eru undir súð í þessu lá.greista húsi við Tryggvagötu.
Inngangur um dyrnar á miðri mynd. Til vinstri: „Tígultvistur“ er til hvisa á þriðju hæð í
s'lórhýsi Sveins Egilssonar vsð Laugaveg.
a. Að veitingaliúsið hafi á
boðstólum mat og fjölbreytta
óáfenga drykki v.ið hóflegu
verði.
b. Að ve'tingahúsið sé
fyrsta flokks, að því ér snert-
ir húsakynni, veitingar og
þjónustu".
Síðar í greininni eru ákvæði
um hvernig meta skuli hvort
veitingahúsið fullnægi fram-
angreindum skilyrðum, nán-
ari ákvæði um veiting leyf-
anna o.s.frv.
Leyfi til félaga.
1 þessum þrem köflum
áfengislaganna rákumst við
sem sé ekki á neina beina
heimild til útgáfu vínveitinga-
leyfa til har.da spilaklúbbum,
og ekki heldur í öðrum á-
kvæðum laganna; þvert á
móti virtist í fljótu bragði
bann koma miklu frekar til
greina, því að í 20. gr. áfeng-
islaganna segir svo:
„Bannað er að neyta áfeng-
is í veitingastofum, veitinga-
tjö’dum eða öðrum þeim
stöðum, þar sem veitingar
fara fram, sbr. þó 12. gr. og
um er að ræða árshátíðir fé-
laganna eða samkvæmi innan-
félagsmanna og gesti þeirra,
sem haldin eru af sérstöku
tilefni. Eigi má þó veita leyfi,
nema sýnt sé að félagsskap-
urinn í heild eða einstakir fé-
lagsmenn hafi ekki hagnað
af. Slík vínveitingaleyfi má
ekki veita skemmtifélögum.
Ekki má heldur veita leyfi
simkvæmum félaga, sem ætla
má að til sé stofnað í tekju-
skyni fyrir veitinga- eða
skemmtistaði. Sannist það, að
félög misnoti áfengisveitinga-
leyfi eða afli þess undir
fölsku yfirskini, missa þau
rétt til að fá slík leyfi í tvö
ár“.
Hringt í síma 1-94-05.
Frekari leit að leyfisheim-
ildinni í áfengislögunum varð
árangurslaus og þess vegna
tókum við það ráð að hringja
í símanúmerið 1-94-05. Þenn-
an sína hefur áfengisvarna-
ráð og sá embættismaður sem
ber tiltilinn áfengisvarna-
ráðunautur ríkisins. Líklegt
mátti telja að liann kynni að
grein sem beinlínis heimilaði
s’.íka leyfisveitingu. Telur þá
skrifstofumaður áfeng’svarna-
ráðs að heimildarinnar sé
líklega að leita i reglugerð
um sölu og veitingar áfeng-
is. Býðst hann til að láta
blaðamanninum í té eintak af
reg’ugerðinni og er það boð
með þökkum þegið.
Engin leyíi yíirvalda.
Sent er eftir reglugerðinni
Framhald á 10. síðu
í tuttugu ár höfum við Is-
lendingar verið Iiersetin
þjóð, fyrst hernumin af inn-
rásarliði, en að lokum her-
setin að beiðni okkar sjálfra
samkvæmt orðarma hljóðan í
sáttmálunum. Þetta er alvar-
legasta staðreyni i íslenzku
samfélagi í dag, og við verð-
um að gera okkur ful’a grein
þess, að það er ekki rúm fyr-
ir íslenzka þjóð og erlendan
her í þassu landi. Ef niðjar
vorir eiga að erfa ís’and, þá
verður hinn erlendi her að
hverfa.
ÖLl rök svonefndra her-
námssinna fyrir hersetunni
eru marghrakin. Engum óvit-
lausum manni dettur í liug,
að nokkur vörn sé að þeim
her, sem liér situr, hins veg-
ar stafar af homtm margvís-
leg hætta. Ekki tjóar að efla
herinn og hervarnirnar, því
að á vorum dögum eru hern-
aðarmannvirki eyðingarstöðv-
ar en ekki neinir varnargarð-
ar gegn einhverjum hættum.
Þess er stundum getið í forn-
sögum vcrum, að hérlendir
höfðingjar höfðu þræla sér að
hlífiskildi í orustum, björguð-
ust þannig lifandi úr eldraun-
inni, en þrælarnir voru stang-
aðir spjótum til bana. I sög-
unum fá slíkir þrælar góð eft-
irmæ’.i, og sjálfsagt fáum við
þau engu verri, ef til átaka
kæmi. Þeir, sem eru talsmenn
hersetu á ísland’, eru tryggir
þeirri þrælshugsjón að falla
sem hlífiskjö’ilur húsbóndans.
Fórnfýsi þeirra og göfug-
mennslta mun lengi í minnum
höfð. Ekki verður við þá að
sakast, þótt hugsjónin verði
ekki að veruleika.
: Fyrir nokkrum árum las ég
greinarflokk í víðlesnu blaði
um það, að menningarlega
stafaði okkur engin hætta af
erlendu setuiiði á Islandi. Um
aldaraðir hefðu setið hér út-
lendingar í hverri höfn, Eng-
lendingar, Þjóðverjar og loks
Danir, en þrátt fyrir þetta
nábýli við erlend setulið,
sagði þar, héldum við þjóð-
erni voru, tungu og menn-
ingu. Upphaflega var Reykja-
vík meira að segja nær al-
danskur bær, erlend bækistöð
á íslenzkri grund, en við unn-
um hana og gerðum að ís-
lenzkri höfuðborg.
Slík rök sem þessi eru góð
og gild, svo langt sem þau
: ná, og það er fjarri mér að
má’a skrattann á vegginn,
hrópa hætta, ef hún er ekki
I til staðar. En það er ekki
hægt að jafna saman þeirri
: hættu, sem íslenzku samfé-
; Iagi, tungu okkar og siðum,
; er búin af erlendum bæki-
: stöðvum á 19. og 20. öld. Allt
: fram á vora daga hafa Is-
; lendingar verið sveitamenn,
; kjárni þjóðfélagsins hafa ver-
• ið bændur, sem bjuggu að
: sínu hver á sinni jörð og áttu
lítil samskipti við umheim-
inn og erlend selstöðuþorp við
ströndina. I sveitum landsinsi
að mestu utan griplengdár er-
lendra menningaráhrifa varð-
veittist íslenzkt þjóðerni um
a’dir þrátt fyrir erlenda kúg*
un og erlendar bækistöðvar.
— Nú er öldin önnur. Mið-
stöð íslenzks þjóðlífs er við
Faxaflóa og þráseta fjöl-
mennra, erlendra liðsveita
suður á Kefiavíkurfiugvelli
liefur þegar haft djúptæk á-
hrif á samfé’ag okkar og þau
verða grómteknari eftir því
sem árin líða, fieiri Islerid-
ingar hafa unnið á vel’inum.
í lengri eða skemmri tíma og
ba’-.iaríska Keflavíkurútvarp-
ið glymur á fleiri íslenzkum
heimilum. Enginn skilji orð
mín svo, að mér sé sérstak-
lega í nöp við bandarísk eða
engilsaxnesk menningaráhrif.
Meðal Engilsaxa hef ég dval-
ið lengst erlendra þjóða og
kunnað vel v'ð mig. - — En
er’endar herstöðvar hafa
a’drei verið neinar menning-
armiðstöðvar, hve strangur
agi, sem þar ríkir; þangað
er s’zt að leita þess, sem.
þroskavænlegast og heilbrigð-
ast er í fari hverrar þjóðar.
Engil-Saxar eru snjallar
þjóðir og eiga sér margs.
konar vísindi. E:n fræðigrein
þeirra í stjórnmálum fjallar
um „a peaceful penetration"
eða friðsamlegt ofbeldi. Þar
greinir frá því, hvernig hægt
sé að þrengja sér upp á þjóð-
ir á friðsamlegan hátt, svipta
þær efnahagslegu sjálfstæði,
en lofa þeim að flagga með
það pó’itíska, meðan það ógn-
ar ekki hagsmunum húsbænd-
anna. Þessari stjórnlist hafá
Bandaríkjamenn beitt með
beztum árangri í Suður-
Ameríku, en stjórnhættir þar
um slóðir þykja til einkar lít-
illar fyrirmyndar. Hrökkvi
„liið friðsamlega ofbeldi“
ekki til, hafa Engil-Saxar til
þessa beitt óm’ldari meðulum,
en gamaldags ofbe’disaðgerð-
ir eru jafnan skammgóður
vermir. ^
Hér á larndi hafa Banda-
ríkjamenn fylgt aðferðum
hins friðsamlega ofbe’dis íit
í yztu æsar, og við megum
treysta því, að þeir geri það
enn um sinn. Lítum v’ð í
vesturátt, sjáum við hvar-
vetna afieiðingar þeirrar iðju,
þorum við að horfast í augu
við staðreyndir. Atburðir síð-
ustu ára á eyjunni Kúbu
hljóta t.d. að vekja óþægileg-
ar spurningar. Ef við Islend-
ingar erum ekki menn til
þess, að losna við erlendar
herstöðvar úr landi okkar
eins og sak:r standa, þá verð-
um við það ekki síðar, hvern-
ig sem heimsmálum kann að
verða háttað.
Björn Þorsteinssan.
• 11111111111111ii11111111111111111111111111111111111111111111111111■ 111111111111111f111111111111111111111>1111111111 iiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinF