Þjóðviljinn - 13.04.1960, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 13.04.1960, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 13. april 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (9 Ritstjóri: Frímann Helgason Handknattleiksmót íslands: FH byrjaði glæsilega, en KR ógnaði er á leið Ármann vann IÍR með yfirburð- um í meistaraflokki kvenna Sennilega mun úrslitaleiksins í meistaraflokki karla í þessu ís- iandsmóti lengi verða minnzt. Fyrirfram mun ætlan manna hafa verið sú að Hafnfirðingar myndu vinna KR með 5 til 7 marka mun. í byrjun leiksins munu flestir hafa talið að spá- in ætlaði að rætast og vel það. Hafnfirðingar byrjuðu með gíf- urlegum hraða og sýndu hand- knattleik af beztu gerð, og senni- lega mun íslenzkt handknatt- leikslið aldrei hafa sýnt betri handknattleik í Hálogalandi. Samleikur þeirra var frábær og feikni, og var sem KR-ingar átt- uðu sig ekki á þessu lengi vel. Vörnin virtist opin eða við öilu óviðbúin, það skal líka sagt að það er enginn leikur að standast þessa hvirl'ilbylji sem skullu á vörn KR-inganna. Þannig höfðu FH-ingar skorað 7 mörk áður en KR komst á blað, og þegar þeir skora er það úr vitakasti, sem Reynir tók. Hörð- ur skorar annað fyrir KR og standa þá leikar 8:2. Þegar liðn- ar eru 21 mín. standa leikar 12:2 fyrir FH. KR byrjar eltingaleikinn Fram að þessum tíma hafði Ragnar skorað 5 fyrir FH, Örn 2. Einar 2, Ól. Thorlacíus 2 og Birgir 1. Hér er það sem ieikurinn raun- verulega snýst við, og KR-ingar taka að skora og skorar Karl 3 mörk í röð og Reynir bætir einu við úr vítakasti. Stefán skorar líka síðasta markið í lyrri hálfleik, o'g á meðan KR- ingar skora þessi 5 mörk tekst Hafnfirðingum að skora einu sínni, var það Pétur. Þannig var leikstaðan 13:7 í hálfleik. Þrátt fyrir erfiða byrjun hjá KR og vonlausa.var aldrei á þeim að sjá neinn bilbug, og þegar þeir komu út eftir leikhlé voru þeir enn ákveðnari. Nú var það KR- samheldnin á stund aivörunn.ar sem þjappaði þeim saman. ■ Eftir rúma mínútu skorar Reynir og litlu siðar Hörður, 13:9. Á 4. mínútu bætir Örn við fýrir FH og á næstu tveim mín. skorar Ragnar 2 mörk, 16:9. Þessu áhlaupi svara þeir Karl, Stefán og Hörður , með sínu markinu hver, og voru þá 14 mín. af leik og hefur bilið minnkað heldur. Birgir, Örn og Ragnar koma tölunni i 19:13, og þá voru aðeins 9 mín. eftir af leiknum. KR-ingar láta þetta ekkert á sig fá, en herða sókn- ina og skorar Hörður 14. og 15. mark KR. Stefán og' reynir koma með 16. 17. og nú eru aðeins 5 mín. eítir og' 2 mörk skilja. Tekst KR að elta þá uppi? Hörð- ur Jónsson skorar 20. mark FH en Steíán svarar 20:18. Ragnar bætir enn við og Reynir skorar 19. mark KR. Enn eru það tvö mörk sem skilja. en nú er síð- asta mínútan að nálgast. Pétúr skorar 22. mark ,FH en síðásta mark leiksins skoraði Stefán Stephensen, 20. mark KR. Svo geta menn að eilífu velt því fyr- ir sér hvort KR hefði unnið ef leikurinn hefði verið t.d. 5 mín. lengri. Víst er um það, að leik- urinn var skemmtilegur eftir að KR-ingar náðu tökum á leikn- um. Það verður líka að kallast afrek að rétta svo hlut sinn sem þeir gerðu eftir að leikar stóðu 12:2 og það í leik við FH. Var FH búið að vinna of fljótt? Hinn mikli hraði í byrjun leiksins var of mikill fyrir KR, og er það ef til vill aðalorsök- in fyrir því hve illa þeim gekk. Vafalaust hafa FH-ingar talið víst að þetta mikla forskot eítir 20 mín. leik mundi nægja þeim til öruggs sigurs í leiknum og því væri óhætt að taka þetta svolítið rólegar. Þetta var ein- mitt það sem KR-ingarnir þurftu, og hafa sjálfsagt óskað. Nú gátu þeir leikið með „sínum hraða“ en það er ekki hraði sem hent- ar FH, og það merkilega skeð- ur að þeir ná ekki þeim hraða sem þeir hafa tamið sér, og má segja að ekki hafi munað miklu að það yrði þeim að falli. Liðin Eins og áður var sagt áttu FH-ingar mjög góðar 20 mínút- ur, en eftir það iétu þeir KR- inga hafa frumkvæið í leiknum, og mun hér íremur um skipu- lagsveilu að ræða, en að þá hafi skort kunnáttu á sviði leikni og hraða á við þá. Raunar á slík veila ekki að geta hent svo reynt lið sem FH er, þar sem líka er vitað að þeir eru yfirleitt í betri þjálí- un en flestallir aðrir handknatt- leiksmenn. Liðið er skipað jöfnum mönn- um, þar sem þó ber mest á Ragnari Jónssyni. Öm, Birgir og Einar voru einnig góðir. Hjalti í markinu átti oft mj‘g góða vörn, sérstaklega uppi, en var lakari við lága knetti. KR-Jiðið byrjaði heldur illa án þess þó að gefast upp. Eltir að sóknin hófst íéli liðið vel saman, bæði í sókn og vörn, og voru þar beztu mennirnir Hörður og' Stefán, sem báðir léku bezta leik sinn í vetur. Guðjón í markinu var óheppinn til að byrja með en átti er á leið mjög góð tilþrif. Reynir og Karl áttu líka góðan 1 k. Þeir sem skoruðu: Fyrir FIí: Ragnar Jónsson 9, Örn Hallsteinsson 4, Birgir, Ein- ar, Ólafur Thorlacíus, og Pétur Antonsson 2 hver og' Hörður Jónsson 1. Leikur þessi varð ójaínari en búizt var við, sérstaklega síð- ari hálfleikur. Yfirleitt mun þó hafa verið búizt við því að Ár- mann myndi sigra að þessu sinni. Þær haía sjmt meiri fram- för undani'arið, og auk þess bættist þeim liðsstyrkur sem var Liselott Oddsdóttir sem er ný- kornin heim frá Þýzkalandi. en hún æfði og keppti þar. Það var hún, sem byrjaði að skora í leiknum, en Gerða jafn- aði. Sigríður Lúthersdóttir bætir tveim við, en Gerða skorar ann- að til 3:5. Leikurinn fram til þessa var ekki sérlega ójafn og oft vel leikinn. Kristín skorar 4. Fyrir KR skoruðu: Stefán Stephensen 6, Reynir og Hörð- ur 2 hvor og Karl 4. . Dórnari var Valur Benedikts- son og' slapp yfirleitt vel frá því starii, því leikurinn var ekki auðveldur. Ásbjörn Sigurjónsson, formaður Handknaí'íleikssambands Is- lands, afhendir Birgi Björnssyni, fyrirliða FH, verðlaunagripinn. (Ljósm. Sv. Þornióðsson). mark Ármanns og rétt fyrir leikslok skorar Gerða 3 mark sitt íyrir KR, 4:3, og' sú var leikstaðan í hálfleik. Það bendir ýmislegt til þess að KR-stúlkurnar hafi vantað út- hald því í síðari hálfleik tekst Gerðu að skora einu sinni, en. Ármannsstúlkurnar skora 7 sinn- um, og þannig' endaði leikurinn. 11:4 fyrir Ármann. KR-stúlkurnar fengu 4 vita- . köst og ónýttust öll, og' er slíkt alvarlegt í úrslitaleik. Það er líka ihugunarefni fyrir KR^ að það er aðeins Gerða sem skor- ar í leiknum. Ármannsstúlkurnar eru mun jafnari og falla betur saman,. þær eru líka sýnilega í betrl þjálfun. Sigríður Lúthersdóttir er sú sem skorar flest mörkin. ög býr yíir mikilli skothörku, og skoraði 6 af mörkum Ármanns. Hún mundi notast mun betur ef hún tæki meira þátt í samleikj- um í stað þess að leggja svo mikla áherzlu á skotin hvernig sem á stóð, eigi að síður cr hún stoð og stytta liðsins. Rut í markinu átti góðan leik, og eins Liselott. Þær sem skoruðu mörkin fyrir Árrnann voru Sigríður Lúthers- dóttir 6, Liselott 3, Sigríður Kjartansdóttir og Kristín 1 hvor. Gerða Jónsdóttir skoraði 4 mörk- in sem KR gerði. — Dómari var Daníel Benjamínsson og: dæmdi vel. Þriðji fl. karla B. Haukar unnu Fram eftir tvíframlengdan leik Leikur þessi var mjög; skemmtilegur og jafn allt frá upphafi til enda. 1 hálfleik stóóu. leikar 3:2 fyrir Fram, og skor- aði Fram 3. mark sitt úr. víta- kasti rétt fyrir leikhlé. Síðarr. halda liðin áfram að skiptast á um að hafa forustu og jaína ot eftir leiktímann standa leikar- 6:6 Haukar jafna á síðustu sek.. eða svo, að knötturinn er i net- inu um leið og blístran kveður við eða tæplega það. Framhald á 10. síðu. Okkur ber að sýna vilja okkar og getu í drengilegri framkomu... Ávarp Ásbjörns Sigurjónssonar íormanns HSÍ við mótslit á sunnudag Fyrsta handknattleiksmeistara- mótið innanhúss var haldið árið 1940 í íþróttahúsi Jóns Þor- steinssonar við Lindargötu, sem er aðeins 11x20 mtr. Áhorfendur gátu verið allt að 120 manns. Síðan 1946 hefur mótið verið haldið í Hálogalands- húsinu, sem er þá 11x28 metr- ar og áhoríendur allt að 600, og verðurn við að halda mótið þar að minnsta kosti 3—4 ár eða þar til hin nýja glæsilega íþrótta- höli í Laugadalnum verður til- búin til aínota fyrir handknatt- leiksíþróttina ásamt öðrum inni- íþróttum. Handknattleiksíþróttin hefur þegar haslað sér völl hjá ís- lenzkri æsku og eru táknrænar samanburðartölur á þeim sem eða alls um 300 unglingar, en nú ætla ég að á þriðja þúsund stundi handknattleik að nokkru ráði. Opinberir aðilar, ríki og bæjarfélög hafa einnig lagt skilning á þá viðleitni sem slík flokkaíþrótt hefur á þroska og uppeldi æskunnar. Þessir aðilar hafa lagt okkur til stórar fjár- fúlgur í íélagsstarísemi og að- stöðu til íþróttaiðkana úti og' inni. Okkur ber því að sýna vilja okkar og getu í drengi- legri framkomu í hvívetna, þann- ig að við séum þess verðug sem að okkur er rétt, og jaínvel gæt- um fært rök fyrir meiri og betri aðstöðu en nú er. Þegar við sjá- um heilt lið koma íram til leiks, samstillt sem einn maður, skilst okkur hve flokkakeppni hefur þjálíuðu handknattleik árið 1940 þroskandi áhrif á uppeldi æsk- unnar. Við sem stundum hand- knattleik eigum að efla félags- lega íramkomu ökkar, en við megum aldrei láta það henca okkur að við bregðum íæti fyrir- hvort annað út á við eða i Ieik„ þá er voðinn vís. Þessu 21. Islandsmeistaramóti í handknattleik innanhúss er nú lokið. Handknattleiksráð Reyk.ia- vikur hefur séð um framkvæmd þess, og ber mér að þakka þeim ásamt Knattspyrnufélaginu V;k— ing, sem hefur svo rausnarlesa boðið stjórn H.S.Í. og sigurveg- urum í öllum flokkum hingað tiV þess að gera verðlaunaúthlutun mun hátíðlegri en verið helur* -við þær aðstæður sem verið hafæ í Háiogalandi. Þátttaka í þessu móti helur- verið meiri en nokkru.sinni íyrr., milli 7 og 8 hundruð þátttaker.d- ur. í 74 flokum og 141 leikur. Dómarar hafa verið 30 og færi ég þeim ásamt öðrum starls- mönnum þakkir fyrir vel unnið en oft á tíðum vanþakklátt starf.. Nú vil ég biðja sigurvegara i öllum flokkum að koma hér og; taka við verðlaununum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.