Þjóðviljinn - 28.04.1960, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.04.1960, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 28, apríl 1960 *— Söluver Nú er komin fyrsta til- kynningin um söluverðlaunin i byggingarhappdrætt? ÆsKu- lýðsfylkingarinnar. Hún var gefin á kaffikvöldinu, sem ÆFR hélt á sunnudagskvöldið fyrir þá, sem vinna að sölunni. Fyrstu verðlaun fyrir landið allt eru ferð fyrir tvo til Sovét- ríkjanna. Ferðir og uppihald í hálfan mánuð í júlí í sumar, dvalið í Moskvu og' við Svarta- hafið. Fyrstu verðlaun til lands- hluta eru ferð fyrir þrjá á Eystrasaltsmóti& Ein fer tii þess, sem selur mest í Reykja- vík, ör.^rpr til þess söluhæsta á Suður- og Vesturlandi og sú þriðja er fyrir Norður- og Aust- urlaud. Eystrasaltsmótið er fjölþæt.t æskulýðsmót, sem haldið er ár- lega á Eystrasaltsströnd Austur- Þýzkalands. Það sækir æsku- fólk frá Norðurlöndum, Þýzka- landi, Póllandi og Sovétríkjun- um. Auk þessa mun hver fylk- ingardeild fá þrenn verðlaun fyrir þá söluhæstu á hverjum stað. í Reykjavík verða þau tíu. Við segjum nánar frá þessu næstu daga. Flestir hafa sennilega verið í ferðinni til Sovétríkjanna verður m.a. dvalisÆ við Svarta- liafið. — Á myndinni sést baðströndin þar. búnir að gefa upp alla von um að komast út fyrir pollinn á næstunni. Það er semsagt óþarfi. Bara herða söluna. Nú er tækifærið, að vinna utan- landsferð um leið og unnið er að því að Æskulýðsfylkingin eignist varanlegt félagsheimili. Notið 1. maí til að færa ykk- ur nær markinu! iimiiimiiiimiiimmiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimuniii Nú á síðustu árum er orð- 5ð miklu friðvænlegra í heim- inum en verið hefur um lang- an aldur og má víst telja að aldrei hafi verið meiri von um að framkvæmd verði allsherjar afvopnun. Tvær meginástæður fþessa eru styrkur sósíalismans og að vopn þau sem stórveld- in hafa yfir að ráða eru svo hrikaleg að ekki þarf nema hluta af þeim kjarnorku- og vetnissprengjum, gem til eru til að þurrka út hvert manns- líf af jörðinni. Ennfremur þurfa herirnir ekki nema ör- stuttan fyrirvara til að senda af stað helsprengjur yfir and- stæðinginn. Eins og hernaðartæknin er nii gætj stríð því hæglega hafizt af misskilninai þannig að hernaðaryfirvöld sem fengju ransrar unplýsingar sendu af stað eldflaug með atómvopn innan borðs og væri þá ekki að sökum að spvria. Nú kynnu menn að álykta sem svo. að allir hlvtu að fagna t'íðindum um góðar af- vopr.unarhorfur, og að öll blöð s'krifuðu um há möguleika, sem mannkynið á til bættrar menningar, að niðurlögðum herjum og herga.gnafram- leiðslu. Yfir þann sem á þessa leið hugsar kemur það eins og reiðarslag, að hevra tón- lína hefur átt kost á að lesa, landa. 1 þeim blöðum, vest- rænum. sem höfunduv þessara lína, hefur átt kost, á að lesa, kveður a.m.k v>ð annan tón en þann sem heilbrieður mað- ur gæti búizt við Þegar ta'iið berst þar að afvonnunarmál- um, er sem skriffinnar auð- valdsmálgagnanna tút.ni út af ólund og illsku: „Nú geta kommúnistar sýnt í verki að þeir vilji frið, ekki stendur á okkur. Eisenhower segir að Bandaríkin geti varizt hvaða árás sem er. Krúst.ioff mein- ar sennilega. ekkert með frið- arhjali sínu.“ Sumir kjósa að loka aug- unum alveg fyrir gjörbreyttu ástandi og skrifa eins og eng- um manni hafi nokkru sinni dottið í hug afvopnun eða friður. Svo er t.d. um Lasse nokkurn Budtz, höfund grein- ar sem birtist í Billedbladet 22. jan. sl. , Fyrirsögn greinarinnar er með Alþýðublaðsrisaletri: „ALLTAF VIÐ!BÚNIR“. Síðan með venjulegu fyrirsagnar- letri: „Á hverjum degi á aðal- stöð NATO í Norfolk að fylgj- ast með ferðum 4000 skipa á 20 millj. ferkm svæði — Risa- vaxið varnarkerfi á að tryggja skipaumferð bandamanna á Norður-Atlanzhafi“. Síðan hefst sjálf greinin og er fyrsti kafli hennar á þessa leið: „Á hverjum degi sigla yfir 4000 skip um Norður-Atlanzhaf. Þau eru dreifð um svæði sem er ca. 20 millj. ferkm. Hvernig er hægt að verja þessi skip í styrjöld? Margir telja eflaust að þessi spurning sé úrelt. Þeir mundu segja að úrslit væntanlegrar styfjaldar yrðu ekki ráðin á Atlanzhafi Ef menn geti raunverulega hugs- að sér þa.u ósköp að þriðja heimsstvrjöldin s'kelli á, verði hún háð með eldflaugum, sem flyttu vetnis- og atómsprengj. ur. Skipin skiptu þá litlu máli, Þetta er sjónarmið ósérfróðs manns. A.m.k. segja a.11- ir hernaðarsérfræðingar NATO, að það mundi hafa ó- metanlegt gildi að ráða yíir Atlanzhafi, því að þótt fram- farir í flugvéla- og eldflauga- gerð hafi verið miklar verði að flvtja meginhlutann af birgð- unum frá USA til Evrópu með skinum. Ef amatörinn svarar því til að enginn tími verði til slíkg svara sérfræð- ingarnir að þetta sé auðvitað sjónarmið en það sé ekki hægt að áætla eftir því. Og í raun- inni verði hernaðarsérfræð- ingar að trúa því að notkun at.óm- og vetnisvopna verði ekki lí'kt því eins mikil í hugs. anlegu stríði og venjulegt fólk 'hræðist, Það sé einfaldlega ekki grundvöllur fyrir því. Núna séu líka til taktísk at- omvopn, minni vopn með tak- mörkuðum sprengikrafti, og sá sem e'kki vilji fá makleg málagjöld, sem allir óttast, byrji auðvitað með litlum taktiskum atómvopnum." Þá kemur reigingsleg milli- fyrirsögn: „Danmörk er með“ og svo heldur áfram: „Það er því hægt að búast við að á Norður-Atlanzhafi geti farið fram langvarandi hernaður l'íka í væntanlegri styrjöld og þessvegna er NATO búið að koma sér upp feiknastóru og viðamiklu varnarkerfi fyrir þetta svæði. Aðalbækistöðvar þessa varna- kerfis eru í Norfolk í Virginíu- fylki í USA og það heitir Allied Atlantic Command eða hreint og beint SACLANT en sú stytting er notuð í hernaði. Síðan er skýrt frá hvaða lönd eru í SACLANT og hvert sé verk æðstráðanda þess: „. . . að hafa reiðubúnar all- ar áætlanir fyrir sameiginlegt varnarstríð.“ Þá er sagt frá hlutskipti Danmerkur og her- æfingum SACLANT. Þar á eftir koma vangaveltur um hvernig hernaðurinn yrði háður á Atlanzhafi og lýsing í hetjustíl á varnarmætti SACLANT. Greinin endar á stuttri lýsingu á lífsháttum soldátanna í Norfolk og er þeim hluta hennar auðsýnilega ætlað að koma inn hjá les- anda ógnblandinni virðingu fyrir görpunum og öryggis- kennd þar sem hinn „frjálsi'* heimur á svo voldugt varnar- 'kerfi. Ekki er hægt að sjá annað en höfundur geri ráð fyrir þv'í að Rússar ætli að ráðast á aðildarríki NATO og stofna þannig til heimsstyrjaldar, enda kallar hann heimsstyrj- öldina 1939—1945 alltaf aðra heimsstyrjöldina. Eftir Iestur svona greinar hlýtur venjulegur, óspilltur maður að snvrja: Hvað eiga slík skrif að þýða? Hvaða til- gangi þjónar slíkur fróðleik- ur? Hversvegna flytja hin „frjálsu" blöð á Vesturlönd- um ekki ádeilugreinar á hern- aðarvillimennskuna og víg- búnaðinn ? Hinn „frjálslyndi“ og „víð- sýni“ borgari verður væntan- lega e'kki lengi að svara þvi til, að í hinum ,,frjálsa“ Framhald á 10 síðu. • Valt á einu atkvæði Á þriðjudaginn voru greidd atkvæði á ráðstefnunni 'í Genf. Flestir Islendingar munu hafa beðið úrslita þeirrar atkvæða- greiðslu 'í ofvæni, því að fyrir okkur skipti það öllu máli, að bræðingstillaga Bandaríkj- manna og Kanadamanna næði ekki fram að ganga, eins og mestar líkur voru taldar á sío- ustu dagana Úrslitin urou sem kunnugt er þau, að ao-‘ eins eitt atkvæði skorti til þess að bræðingurinn næði til- skildum meirihluta eða tveim þriðju atkvæða. Sýndi það bezt að ótti okkar var ekki ástæðu, laus. Bretum og Bandaríkja- mönnum munu hafa orðið þessi úrslit mikil vonbrigði, því að þeir töldu sig orðna sigur- vissa, enda höfðu þeir farið hamförum í áróðri sínum á bak við tjöldin. Þessi úrslit þýða óbreytt ástand í land- helgismálinu og fyrir okkur Islendinga eru það hagstæð- ustu úrslit sem hægt var að fá úr því sem komið var. Þau þýða, að við höldum 12 mílna landhelgi ós'kertri, en hún hef- ur verið virt af öllum þjóð- um nema Bretum, og mun eftir sem áður verða virt af öllum þjóðum nema e.t'.v. Bretum. Þeir eiga nú aðeins um tvennt að velja, annað hvort að virða 12 mílna land- helgi Islands eins og allar aðr. ar bjóðir eða að hefja að nýju veiðiþjófnaðinn undir herskipa vernd Mun þeim vafalaust þykja báðir kostimir vondir, svo m’kið tjón og hneysu, sem þeir eru búnir að baka sér með hernaði sínum gegn okkur. En það uppsker hver eins og hann hefur sáð til og Bretar hafa sjálfir valið sér skaðann og skömmina og verði þeim að góðu. • Lærdómsrík staðrevnd Fyrir okkur Islendinga er það lærdómsrfkt að aðgæta, hvaða ríkjum við eigum það að þakka, að tillaga Banda- ríkjanna og Kanada var ekki samþykkt. Skvldu það ekki vera vinaþjóðir okkar og bandamenn úr Atlanzhafs- bandalaginu ? Eða bræðraþióð- irnar á Norðurlöndum ? Nei, engin þessara þjóða lagði okk. ur lið í baráttunni fyrir lífsaf- komu okkar og tilveru, og það sem meira var, þær lögðust allar með tölu gegn okkur undir forustu „verndara“ okkar, Bandaríkjamanna. Þannig reyndist okkur stuðn- ingur „vinaþjóðanna" og ,,bræðraþióðanna“ í heimi vestræns lýðræðis, þegar mest á reyndi. Þær þjóðir, sem björguðu máli okkar, voru hins vegar Austur- Evrópuþjóðirnar og nokkrar þióðir Asíu, Afríku og Snður- Ameríku, einmitt þær þjóðir, sem ríkisstjórnin reyndi að svíkja með brevtingartillögu sinni við bandarí«k-kari'»disku t.illöguna, Sýnir bað bezt. hve fáránlegt var pð flytja hana án be«s að hafa minnstu von um að hún næði samþvkki, því að hún gat. aðeins orðið tiJ hess að snilla fvrir oVkur hjá þeim þióðum, sem við átt- um samslnön með; ef banda- rísk-kanadíska tillagan hefði náð fram að ganva. Og Bretum og Bae>daríkiamönn- Um datt auðvit.að ekki í hug að ganea að ,,til.þoðinu“ bar eð þeir töldu sig ekki hafa neinn hag að því Svona er það að eiga misvitra og deiga for- ustumenn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.