Þjóðviljinn - 28.04.1960, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 28. apríl 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (9
E2S TSBi
íSs
“Hé
E§
Ei
1
ilts
Handknattleiksmót í 4. flokki
Ritsfjóri; Frimann Helgason
Félaasmál, 4. arein:
Hver sá maður sem gerzt hef-
ur félagsmaður í félagi, hefur
tekið á sig vissar skyldur. Hann
er orðinn samáb. að félaginu,
hann er hluthafi í því, hann er
hluti af því. Hann á félagið og
það sem þess er, að jöfnu við
aðra félaga. Þess vegna ber hon-
um skylda til að vaka yfir vel-
ferð þess, taka þátt í því sem
það beitir sér fyrir. Það er al-
gengt að félagar veigri sér við
að taka á sig störf sem inna
þarf af höndum, en sömu menn
gera kröfur til að fá að njóta
leiksins sem það hefur uppá að
bjóða, og þeirra fríðinda sem til
fallast.
Áhugafélög, eins og íþróttafé-
lög eru, krefjast þess að ailir
taki þátt í því sem gera þarf, og
kemur þar margt til. Góður fé-
lagi er ávallt reiðubúinn að
taka að sér nefndastörf, hverju
nafni sem nefnast. í góðum
iiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiniiiiiiiM!
| Þrír Danir f
| á sunáméii SR I
E Hið árlega sundmót ÍR =
5 verður háð hér í sundhöll- =
E inni í Reykjavík n.k. mið- =
5 vikudag og fimmtudag. E
E Þrem dönskum sundmönn- E
E um hefur verið boðið til E
E mótsins, tveim stúlkum og E
E karlmanni, Lars Larson, E
E hinum fræga skriðsunds- E
E manni, sem áður hefur E
E keppt hér nokkrum sinnum. E
E Stúlkurnar lieita Ifristina E
E Strange og Lind Petersen. E
= Nánar síðar. E
illlllllilliiliiiiliiiiilllilililllllllllllllili
Bréí úr verinu
Framhald af 7. síðu.
Það hefur verið hægt að
fá nóga sjómenn hér í vetur,
en af sumum taátunum má
taúast við að sjómenn fari af
því þeir kunna illa við að
geta ekki lagt sig í koju
vegna leka í hásetaklefa,
nema þá í olíustakk. Heldur
vilja þeir eofa heima, þegar
ekki er boðið upp á betri kjör
en menn eiga kost á í landi
fyrir þriðjungi minni vinnu.
Með hinum nýju álögum má
taúast við að isjómenn fari að
líta í kringum sig og glati
öllu þjóðarstolti og leiti til
annarra landa, sem bjóða upp
á betri kjör en hér er um að
ræða, sjómannakjörin og fisk-
verðið, sem sjómönnum er
skammtað.
Sjómaður.
nefndum er oft lagður grund-
völlur að framkvæmdum, sem
miða að eflingu félagsins. Getur
þar verið bæði um nefndir að
ræða sem sjá um það félagslega
og íþróttalega, en þeir tveir
þættir bera í sér meginkjarna
þess sem kallað er hugsjón
íþróttanna.
Góður félagi neitar ekki að
taka þátt í stjórnarstörfum fyrir
félag sitt, hafi hann til þess ald-
ur og þroska. Störf stjórna eru
ef til vill það sem hefur mesta
þýðingu fyrir féiagslífið. Takizt
stjórninni að leggja á góð ráð
til að viðhaida og eflaf félagslíf-
ið, er mikið fengið, og miklar
líkur til þess að félaginu fleygi
áfram í áttina til þroska og full-
komnunar.
Það má oft skilja á mönnum
að það sé stjórnarinnar að sjá
um hin ólíklegustu störf fyrir
félagið, og að með kosningu
hennar hafi félagsmenn komið af
sér svo og svo miklum skyldum
og lagt þær með atkvæðagreiðslu
á herðar þeirra sem tekið hafa
að sér að vera í stjórn.
Hér er um mikinn og skaðleg-
an misskilning að ræða. Stjórn-
in er fyrst og fremst kosin til
þess að hafa stjórn á gangi
málanna, en það er alls ekki
þar með sagt að hún eigi að
framkvæma það allt sjálf. Það
er skylda stjórnarinnar að fylgj-
ast með gangi félagsins, en það
er skyida góðs félaga að taka
að sér það sem stjórnin felur
honum að gera til þess að allt
hafi eðlilegan gang. Bregðist
hann þessu kalli bregzt hann fé-
laginu, hann bregst félögum
sínum og ekki sízt bregst hann
sjálfum sér, því að hann er fé-
lagið og hluthafi í því.
Allir þeir sem komizt hafa í
kynni við féiagsmál munu sam-
mála um það, að þátttakan í
stjórnarstörfum, hverju nafni
sem nefnist, með skemmtilegum
og samhentum mönnum geti ver-
ið mjög skemmtileg. Annað kem-
ur þar líka til og það er það, að
menn fá oft útúr því starfi dýr-
mætan þroska og reynslu, sem
getur orðið þeim að góði liði
síðar í lífinu.
Skyldan er líka mikii við sjálf-
an leikinn, þó að það muni álit
margra að það sé ljúfara að láta
hann í té en þegar vinna og
strit er. annarvegar. Góður fé-
lagi lætur það ekki á sig sann-
ast að stunda illa æfingar hjá
félagi sínu. Góður félagi setur
metnað sinn í það að ná sem
beztum árangri, hvaða íþrótta-
grein sem hann stundar. Góður
félagi kemur jafnglaður til
keppni hvort sem hann er boð-
aður sem aðalmaður eða vara-
maður.
Bregðist félagsmaðurinn þessu,
bregzt hann félögum sínum, hann
bregst líka félaginu sínu, hann
hefur brugðizt skyldu sinni.
Hver einstakur sem það gerir í
íþróttahreyfingunni gerir skugga,
skapar eyðu, veldur vonbrigð-
um, veikir traust á íþróttunum
í heild..
Körfuknattleiks-
kepppi i kvöld
í kvöld, fimmtudag, fer fram
að Hálogalandi körfuknattleiks-
keppni milli íslandsmeistaranna
ÍR og úrvalsliðs úr hinum
Reykjavíkurfélögunum. ÍR liðið
sýndi nokkra yfirburði á ný-
afstöðnu íslandsmóti og sig'raði
örugglega. Búast má við því að
leikurinn verði skemmtilegur og
fróðlegt að sjá hvort úrvalinu
tekst að stöðva sigurgöngu ÍR-
inganna. Úrvalsliðið verður
þannig skipað: Birgir Birgis Á,
Davíð Helgason Á, Ingvar Sigur-
tajörnsson Á, Jón Eysteinsson ÍS,
Kristinn Jóhannsson ÍS, Þórir
Arinbjarnarson ÍS, Einar Matt-
híasson KFR, Gunnar Sigurðsson
KFR, Ólafur Thorlacius KFR og
Sigurður Helgason KFR. Á und-
an þessum leik fer fram keppni
í 3. flokki drengja milli ÍR og
KR, og hefst sá leikur kl. 20:30,
en aðalleikurinn hefst kl. 20.30
stundvíslega.
Handknattleiksráð Reykjavík-
ur hefur ákveðið að efna til
sérstaks hanknattleiksmóts fyrir
fjórða flokk félag'anna í Reykja-
vík. Drengir á þeim aldri æfa
að staðaldri með félögunum. en
þeir fá ekki að reyna sig í mót-
um ennþá og ætti að gilda
sama regla um þá sem leika
sér með knött og þá sem leika
knattspyrnu. Keppni þessi á að
fara fram n.k. þriðjudag' og
verður keppt í Hálogalandi. Að-
gangur að leikjum þessum verð-
ur ókeypis, og munu margir
verða til að horfa á þessa ungu
menn.
Það eru Fram og Víkingur sem
hafa tekið að sér að sjá um
framkvæmd mótsins og eiga þátt-
tökutilkynningar að sendast til
Sigurðar Bjarnasonar í Víking.
Er ekki að efa að þessari
framtakssemi HKRR verður vel
tekið af fjórða flokks mönnum.
Þetta er líka sennilega upphaf
að því að á hverjum vetri verði
komið f.vrir handknattleiksmóti
síðla vetrar fyrir þennan flokk,
þar sem gengið verður frá þessu
um leið og öðrum mótum og þar
sem leikirnir fari þó ekki allir
fram sama dag eða svo til.
Handknattleiksráðið hefur veitt
Handknattleikssambandi íslands
leyfi til þess að efna til hand-
knattleikskeppni um helgina.
Mun ætlun HSÍ vera sú að afla
tekna fyrir för kvennanna á
Norðurlandameistaramótið í Sví-
þjóð í sumar. Fyrirkomulag mól.;
þessa mun HSÍ skýra fljótlega.
cíi Maít-
hews, enn góðnr
Því hefur verið við brugðið
hvað Stanley Matthews heldur
lengi út og það með undra góð-
um árangri. Fá færustu bak-
verðir Bretlands tæpast stöðvað
hann þrátt fyrir aldurinn. Nú
nýlega var sagt frá öðrum sem
yfirgengur Matthews að aldri og
nýtur einnig aðdáunar fyrir getu
sína. Hann heitir Raoul Diagno
og er dökkur á hörund. Er Di-
agne orðinn 49 ára og leikur
stöðugt með fyrstu deildarliðum
í Dakar í Marokkó. Hann var
um skeið í franska landsliðinu
og hefur verið í fyrstudeildarliði
yfir 30 ár. Hann tók þátt i
knattspyrnuferðalagi um Norður-
lönd með franska liðinu Racing
Club de Paris um 1930.
Margir knattspyrnusérfræðing-
ar telja hann vera bezta bak-
vörð sem komið hefur í franska
landsliðið.
9
G e y m s I u s k e m m u r
óskast til leigu
SíJdar- og
Fiskimjölsverksmiðjan hi.
Sími 24450
Rósastilkar eg runna
Margar tegundir
GróSrastöðin Birkihlíð
við Nýbýlaveg — iSími 14881
Jóhann Scliröder
cssss sssí
■>ð98Sfi»>K
ROLLS-ROYCE er aðalsmerki tækni-
legra framfara, þekkt um allan heim
sem ‘íákn um gæði og vöruvöndun.
KRRBSNv
fiiiððððfifififiSfifiðK.
ðfifiífifið«K»fie»9fit
BiffifilHKa«SS8iSÍ
««SSf:S
jsafifisxiM
KÍfifiWSEÍKÍi)
.««5»!KiBKSts
.. <fiSSK SSSK8 ff.W-i
--------Sfffi
Skrúfuþotur Flugfélagsins eru knún-
ar hinum heimsfrægu ROLLS-ROYCE
hverfilhreyflum. 1 snmar bjóðum við
upp á daglegar ferðir til BRET-
LANDS með vinsælu VISCOUNT-
skrúfuþotumun.
Æ/r
/CELAAÍDA/R