Þjóðviljinn - 28.04.1960, Blaðsíða 7
c;>
ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 28. apríl 1960
<• *»»»•*«•• •»»%«»«« tM»4iM nr
ií!!HI2i^ííi3fc
mumu
Utgef&ndi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. —
Ritstj'Wr: Magnús Kjartansson (áb.). Magnús Torfi Ólafsson, Sig-
urður Guðmundsson. — Fréttarítstjórar: ívar H. Jónsson, Jón
Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn,
afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími
17-500 (5 línur). - Áskriftarverð kr. 45 á mán. - Lausasöluv. kr. 3.00.
Prentsmiðja Þjóðviljans.
r.tz
Ofstæki
ctr
1
1
35
HHi
3^
?25
Í22
3TJ Íl
rnr:
zzin
Hí5
.sa
ai
Síi
KÍJl
M« » 1
ná
rxr.
jjí;
r.tí
K«
s
JIií
Sii
i4-U
m
p
itr
íp
cjr
d±
ua
TLffenn sem bregðast hugsjónum sínum, taka
oft upp það hátterni að snúast sérstaklega
gegn því sem beir hcifðu áður i mestum metum.
Þetta er fyrirbæri sem stafar af meinsemd og
vanlíðan í sálarlífinu, vitneskjunni um það að
hafa breytt rangt og ósæmilega. Slíkt ástand
einkennir mjög greinilega viðhorf ýmissa leið-
toga Alþýðuflokksins til verkalýðshreyfingar-
innar. Upphaflega voru Alþýðuflokkurinn og
alþýðusamtökin eitt og hið sama; flokkurinn var
til þess stofnaður að beita sér fyrir hugsjónum
verkalýðshreyfingarinnar á stjórnmálavettvangi.
En leiðir hefur skilið æ meir, og nú er svo kom-
ið að Alþýðuflokkurinn hefur hreinlega forustu
fyrir því að skerða sem mest réttindi verkalýðs-
samtakanna og rýra kjör verkafólks. Leiðtogar
Alþýðuflokksins vita fullvel að með þessari
stefnu eru þeir að traðka á upphaflegum stefnu-
miðum flokks síns og tilgangi, og vanlíðan þeirra
birtist í þeirrí rangsnúnu mynd að þeir nota
hvert tækifæri, einnig á almennum vettvangi,
til að sýna verklýðshreyfingunni óvild sína.
Ijetta hefur t.d. komið mjög eftirminnilega
* fram hjá fulltrúa Alþýðuflokksins í út-
varpsráði, sjálfum formanni þess. Hann hefur
nú enn einu sinni beitt valdi sínu til þess að
koma í veg fyrir að verkalýðssamtökin fengju
dagskrá í ríkisútvarpinu á hátíðis- og baráttu-
degi verkalýðsins. Öll önnur félög á íslandi hafa
aðgang að útvarpi þjóðarinnar á sérstökum há-
tíðisdögum sínum, hverskonar áhugafélög og
héraðafélög, jafnvel ofstækisfull stjórnmálafé-
lög eins og umboðsfélag Atlanzhafsbandalagsins
á íslandi; aðeins alþýðusamtökunum, stærstu og
áhrifamestu félagasamtökum á íslandi, skal neit-
að um aðgang að ríkisútvarpinu. Þessi framkoma
á auðvitað ekkert skylt við stjórnmál í venju-
legum skilningi þess orðs; hún er aðeins óheil-
brigt og glórulaust ofstæki, sprottið af viðkvæmu
eymsli í hugskoti Benedikts Gröndals og félaga
hans. Og hún er jafnframt ósvífinn dónaskapur
við alla meðlimi verkalýðssamtakanna, hverjar
svo sem stjórnmálaskoðanir þeirra eru.
i síðasta Alþýðusamhandsþingi var þessi fram-
koma rædd og þar voru samþykktar ein-
róma vítur á þá afstöðu útvarpsins að' neita Al-
þýðusambandi íslands um dagskrá 1. maí; þeirri
tillögu greiddu fylgismenn allra flokka atkvæði.
Þegar Alþýðusambandið fór nú fram á dagskrá
stóðu jafnt Alþýðubandaiagsmenn sem Alþýðu-
flokksmenn í stjórn sambandsins að þeirri kröfu.
Allir félagar verklýðssamtakanna og allir þeir
sem viðurkenna gildi og áhrif þeirra samtaka
hljóta, hvað sem stjórnmálaágreiningi líður, að
vera sammála um að afstaða meirihluta útvarps-
ráðs er í senn ósvífni í garð verklýðssamtakanna
og móðgun við útvarpshlustendur, þjóðina aila.
Þeir menn, sem nota völdin til þess að flíka
andlegri vanmetakennd sinni á svona fráleitan
hátt, eru þess ekki megnugir að gegna nokkru
trúnaðarstarfi í umboði þjóðarinnar. — m.
Frá Genfarráðstefnunni:
vegna var
íslands röng
Genf, 24. apríl.
Til þess að átta sig til
hlitar á spurningunni um það
hvort rétt hafi verið, eða
rangt, af íslenzku sendinefnd-
inni í Genf að flytja breyt-
ingartillögu þá, sem ríkis-
stjórnarhluti nefndarinnar
flutti, er nauðsynlegt að hafa
í huga hvernig málsatvik
stóðu þegar tillagan var flutt.
En þannig voru málsatvik í
stuttu máli:
Tvær fylkingar höfðu mynd-
azt á ráðstefnunni.
Önnur barðist fyrir sex
mílna almennri landhelgi og
fyrir skertri tólf mílna fisk-
veiðilar.dhelgi.
Hin barðist fyrir tólf mílna
almennri landhelgi og óskertri
fiskveiðilandhelgi.
I fyrri fylkingunni voru
allir hörðustu andstæðingar
okkar í landhelgismálinu frá
byrjun. Forystumenn þeirrar
fylkingar lýstu yfir, að þeir
vildu sem þrengsta fiskveiði-
landhelgi.
1 hinni fylkingunni voru all-
ir þeir, sem viðurkenndu að
í ýmsum tilfellum þyrftu
strandríki að hafa yfirráð yf-
ir veiðunum og sérréttindi
utan tólf mílnanna.
ísland hafði frá upphaf-i
stuðzt við þessa fylkingu, en
alltaf haldið því fram, að
það þyrfti MEIKA en tólf
inílna fiskveiðilandhelgi vegna
sérstöðu sinnar.
Atkvæðagreiðsla hafði sýnt
að tólf mílna-þjóðirnar höfðu
örugglega nægilegan styrk til
þess að stöðva samþykktir
sex mílna-þjóðanna.
Bandaríkin höfðu aðalfor-
ystu fyrir tólfmílna þjóðun-
um. Þau fóru berserksgang
gegn tólf mílna ríkjunum og
reyndu að knýja öll þau, sem
veikari voru fyrir, tiL þess að
gefast upp að meira eða
minna leyti og styðja sex
mí'na fylkinguna.
Viðurkennt var af öllum
á ráðstefnunni, að þróunin
væri tvímælalaust með tólf
mílna ríkjanna og mætti því
alveg telja víst, að næðist
ekki samkomulag á ráðstefn-
unni, yrði 12 mílurnar hin
almenna regla á næstu árum.
Þannig stóðu málin og ráð-
stefnan var komin á lokastig.
Og livað gat breytingartillaga
íslandy haft að seg.ja undir
þessum kringumstæðum?
1. í því tilfeliinu, sem ríkis-
stjórnin taldi hagstæðast, —
þ.e.a.s. að breytingartillagan
yrði samþykkt og síðan næð-
ust % með tillögu sex míina-
ríkjanna á eftir, hefði útkom-
an orðið þessi:
Almenn regla um fiskveiði-
landhelgi, sem var skert af
„10 ára sögulegum rétti“,
hefði verið ákveðin. Sérstaða
íslands hefði verið sú, að
mega þó halda tólf milum
óskertum, eða sérstaðan var
innan tóif mílna í 10 ár.
Á þeim 10 árum hefði ekki
þýtt fyrir Isiand að minnast
á aðra sérstöðu.
En nú liöfum við tólf mílur
og þær þurfum við ekki að
kaupa fyrir e tt eða neitt.
Nú hafa 30 önnur ríki tólf
mílna fiskveiðilandi, eða þar
yfir, og öll munu þau halda
‘ amþykkt verður eins og fram
hefur komið á ráðstefnunni.
Stefna íslands hefur alltaf
verið: tólf mílur ALMENN
regla FYRIR ALLAR
ÞJÓÐIR, en ríki sem sér-
staklega stendur á um eiga
að fá SÉRSTÖÐU UTAN
TÖLF MÍLNA.
I bezta hugsanlega tilfell-
inu — að mati ríkisstjórnar-
innar — hefði því réttarstaða
okkar stórversnað.
2. En auk þess er svo
breytingartillagan alls ekki
um að undanþiggja Island frá
„10 ára sögulega réttinum“,
heldur er hún orðuð með al-
mennum orðum, sem vissulega
geta átt við aðra en okkur,
og sem fyrirfrain er mikil
deila um hvað felst í.
Hvort ísland yrði und-
anþegið „sögulega réttinum"
mundi því velta á úrskurði
gerðardóms.
Bretar hafa togað orðalag
tillögunnar fram og til baka
og segja, að enginn géti raun-
verulega sagt hvað hún þýðir.
Og fulltrúar margra þjóða á
ráðstefnunni hafa sagt, að til-
lagan sé mjög óijós og óákveð-
in. Það er því algjörlega
óvúit, að island fengi nokkra
undanþigu frá „10 ára sögu-
lega réttinum“.
3. En hvað svo, ef breyt-
ingartillagan yrði felld ?
Þá væri réttur andstæðinga
okkar raunverulega staðfest-
ur til þess að ryðjast inn á
okkar fiskimið upp að sex
mí'ium næstu 10 árin.
4. Og livað svo, ef tillaga
Bandaríkjanna og Kanada
næði ekki % atkvæða ? Þá
stíeði Island eftir uppvíst að
því, að styðja rétt Breta og
annarra slíkra til fiskveiða
næstu 10 árin upp að sex mil-
um og ís'ánd liefði raunveru-
lega viðurkennt að Bretar
EIGA rlíkaii rétt.
5. Og í öllum tilfellum hef-
ur afstaða Islands orð’ð sú,
að það hleypur úr röðum
I eirra sem með því haía stað-
ið og sem hað á núverandi
tólf íníína fiskveiðilandhelgi
sína að þaklca að verulegu
leyti.
6. Og íslar.d hefur á ör-
lagastundu svikizt úr röðum
tólf mílna þjóðanna og þar
með stóraukið á möguleika
andstæðinganna til þess að,
ná % fyrir sinni tillögu. Því
áhrifin af að einn svíkur,
verka á aðra.
7. Og hað sem alvarlegast
er þó af öllu: Hver verður að-
staða Is’ands á næstu árum
tii þess að lialda áfram
óhjákvæmilegri baráttu í land
helgismálinu ?
Tólf mílna fiskveiðilandhelgi
er aðeins hluti af nauðsyn-
legri fiskveiðilögsögu okltar
við ísland. Nú veiðum við um
Lúðvík Jósepsson
600 þús. tonn af fiski á ári.
Eftir tíu ár verðum við að
veiða, að minnsta kosti -EINA
milljón tonna.
Veiðitækninni fleygir fram.
Þjóðmni fjö'gar ört, og aðal-
auðiindir hennar eru fiski-
mið'n.
Lögsaga yfir fiskveiðunum
utan 'tólf mílna er bráðnauð-
synleg og aðkallandi.
Fiskveiðar hundraða togara
á sama veiðisvæði og hundruð
báta hafa fiskinet sín, eða
Akureyri. Frá frétta-
ritara Þjóðviljans.
Leikfélag Akureyrar frum-
sýndi Islandsklukkuna eftir
Halldór Kiljan Laxness 9. þ.m.,
og er það í fyrsta skipti, sem
þetta verk hefur verið tekið
til sýningar utan Þjóðleikhúss-
ins. Leikstjóri er Ragnhildur
Steingrímsdóttir.
Eðlilega ber meðferð leiks-
ins þess nokkur merki, að hér
er takmarkað úrval æfðra leik-
ara og leikstörfin tómstunda-
verk hjá öllum. Samti er það
ílestra mál, aci heildarmynd
leiksins sé mjög þokkaleg og
betur hafi tekizt að færa upp
þetta stórverk, en menn höfðu
almennt þorað að vona. Leikfé-
línur, eru þegar orðnar ófram-
kvæmanlegar. Fastar reglur
verða að koma um hvar net
hafa rétt utan tólf mílna og
hvar eru línusvæð'n og livar
togarar mega veiða, á hverj-
um tíma.
Ný tækni, sem þegar er
komin til sögunnar, gæti með
núverandi skipu’.agsieysi blátt
áfram hrakið okkur af okkar
eigin fiskimiðum, ef við ekki
fáum vald til þess að setja
reglur um veiðarnar utan tólf
mílnanna.
Stór verksmiðjuskip 3—4 í
hóp með 50—100 stór veiði-
skip með sér, (en slíkir hóp-
ar þekkjast nú þegar á Norð-
ur-Atlanzhafi) geta nú blátt
áfram lokað fyrir okkur um
Iengri tíma þýðingarmiklum
miðum okkar rétt fyrir utan
tólf mílur.
Og eins og nú standa sakir
gætum við ekkert sagt.
Það þarf því að vera öllum
Islendingum ljóst, að land-
helgismálinu er ekki lokið;
tólf mílurnar eru aðeins
fyrsti hlutinn, baráttan
lieldur áf'ram.
Og við hverja eigum við þá
að styðjast? Við höfum svik-
ið samstöðuna við tó!f mílna
þjóðirnar og ætluðum að selja
okkur andstæðingunum. —
Þannig var breytingartillagan
pólitísk glópska. Ríkisstjórnin
lét undan þvingunuin Banda-
ríkjanna óg við erum í liönd-
um andstæðinganna.
Við áttum sterka stöðu.
Við liöfðum vinninginn á
borðinu.
Það er álgjör fjarstæða að
tala um, að tillagan hafi ver-
ið flutt til þess að bjarga af-
stöðu Islands á síðustu
stundu. Ilún gat engu bjarg-
að. Hún var stórhættuleg. Og
hún hlaut í öllum tilfellum að
skerða rétt okkar og spilia
stöðu okkar fyrir framhald-
andi baráttu í landhelgismál-
inu.
lag Akureýrar hefur því tví-
mælalaust unnið mi'kið afrelt
með því að setja íslandsklukk-
una á svið,. en þetta er stærsta
verk, sem félagið hefur nokkru
sinni glímt við.
Með stærstu hlutverkin fara
þessir leikarar: Júlíus Oddsson
leikur Jón Hreggviðsson,
Brynhildur Steingrímsdóttir
leikur Snæfriði, Guðmundur
Magnússon Arnas Arnæus, Jón
Kristinsson séra Sigurð, Jón
Þorsteinsson lögmann Eydalín,
Jóhann Ögmundsson Júngkær-
an í Bræðratungu, Kristián
Kristjánsson leikur etasráðið,
Sæmundur Andersen Jón Grind-
víking og Jón Ingimarsson
leikur Jón Marteinsson.
Eftir Lúðvík Jósepsson
þeirri íiskveiðilandi hvað seni
Íslandsklukkan sýnd á flkureyri
iiiiiiiiiímiifíiiiiiiiiiiiíiimiiiiíiiimiiimijiiiiiiiíiiiiiiiiiiiíiiiiiiiiiiiiliiiiitiiiii mimiimmmiiiiiiitímitni
Fimmtudagur 28. apríl 1960 — ÞJÖÐVILJINN —- (7
Samfal v/ð
SVEIN TRILLUKARL
Um daginn, þegar ég gekk
vestur á garð. hitti ég Svein
þar sem hann var að dvtta að
trillunni sinni í sólskininu.
— Sæll Sveinn. segi ég við
háhn þar sem hann situr undir
byrðingnum og málar yíir
græna skellu á honum.
— Sæli nú, anzar ’nann
snöggt og strýkur síðasta pens-
ilfarið aftur byrðinginn, rís síð-
an á í'ætur og býður mér síga-
rettu.
— Það er blíðan, segi ég.
svona til að heíja samræðurn-
ar.
—- Já. helvíti að komast ekki
strax á flot, hún er ekki alveg
tilbúin greyið.
— Ætlar þú vestur?
— Já svo sannarlega skal
maður vestur, við gerðum það
TRILLU-
SPJALL
svo dj. gott i fyrra mað-
ur, 60 þúsund á kjaft í rúma
tvo mánuði.
— Já minna má nú ga'gn gera
svara ég, ekki laus við öfund.
— Við fórum tveir, ég og
frændi minn, hann fer aftur
með mér núna. Við tökum
hundrað á kjaft núna er ég viss
um, svo gefur maður ekki allt
upp, því þá hirða þeir þetta
af manni í skatta helv.... á
þeim.
-— Hvernig ferðu að íóðra
það, spyr ég forvitinn.
— O — maður reddar því —
þú heldur þó varla að ég fari
að segja blaðasnápum frá því,
ertu vitlaus maður?
— Hvenær ferðu?
— Eins fljótt og ég get, ég
brenn í skinninu eftir að kom-
ast, það er glæpur að dúsa í
landi þegar þessi timi er kom-
inn.
Sveinn strýkur lunninguna,
eins og hann sé að gæla við
bátinn og segir:
— Þetta er bezta trillan í
flotanum, dísill og eyðir engu
ha »— ha, svo er hún eins og
svanur þegar hún er komin á
ílot. Það er munur að vera á
þessu frjáls sinna ferða. eða
dúsa í landi öllum til ógagns
og leiðinda, eins og sumir.
Hann gýtur á mig augunum
og það liggur við að ég skamm-
ist mín fyrir að vera aðeins
landkrabbi. Ég stíg ofan á
sígarettustuppinn og’ krem
hann undir sólanum. herði upp
hugann og segi:
— Er ekki aðstaðan slæm
fyrir smábáta og trillur hér í
höfninni?
— Jú djöf. . leg. bátarnir
liggja iðulega undir stór-
skemmdum ef eitthvað blæs,
það er svo sannarlega úrbóta
þörf í því máli.
— Við skulum vona að eitt-
hvað gerist í þeim málum á
næstunni. segi ég. — Jæja,
blessaður Sveinn og góða ferð
vestur.
— Já. vertu blesaður karlinn
og fáðu þér nú trillu bráðlega.
— Ég hugsa málið, svara ég
og geng upp garðinn og inn í
bæinn, sneisafullan af land-
kröbbum. R.
=!iii!iiMiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiimiimiiiimiiiiiiiimi!iiiiiimmmiiiiiii!iiiimiiiuiiiimmiiiimimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiii!iiiiiiiiiiutiii
Bréf úr verinu:
Að undanförnu hafa viku-
lega birzf fiskifréttir í Morg-
unblaðinu og f’.éttað inn í
þær pólitískum hugleiðing'um
um áhugamál greinahöfundar,
sem talinn er ríkasti útgerð-
armaður landsins og af sum-
um talinn safnari í að viða
að sér og e’gnast gamla úr-
elta báta og gera þá út héð-
an frá Reykjavík.
Þeirri hugsun virðist hafa
skotið upp í kollinum og fest
djúpar rætur aðlandróðrabát-
ar megi vera ver úr garði
gerðir, hvað öryggi viðvíkur,
en útilegubátar samanber
ákvæðið um línubyssuna og
fleira, sem öryggi viðkemur.
Meira að segja er talið að
haffærisskírteini hafi verið
miðað við það að báturinn
fiskaði innan Faxaflóa.
Landróðrabátur er venju-
lega í róðri frá Reykjavík frá
16 og upp í 36 tíma eftir því
á hvaða m:ð er róið á vetrar-
vertið. Á því leikur mér sterk-
ur grunur að munstring á
báta héðan, sé framkvæmd á
ólöglegan hátt og farið í
kringum lagaákvæði um þau
efni.
Innan Sjómannafél. Reykja-
víkur á að stofna deild báta-
sjómanna og Sjómannafélag
Reykjavíkur á að hafa fastan
starfsmann, sem hefur það
starf með höndum að fylgj-
ast með öryggi bátanna á öll-
um sviðum og hafa á hendi
innheimtu á launum þeirra,
sem á bátum eru vikulega.
Röðl kom fram í Vísi, vest-
an frá Isafirði, frá gömlum
skrögg að leggja niður mat-
sveinana á landróðrabátunum
og taka upp bitakassana
fornu en hafa þá í gylltum
umbúðum handleikna af
smurbrauðsdömum eins og á
sér stað á flugleiðum. Það
hefur sýnt sig, að matsvein-
arnir hafa lækkað fæðiskostn-
að til bátasjómanna að mikl-
um mun, fyrir utan öryggið
og vellíðanina, sem þeir
skapa.
Á sumum veiðum, eins og
humar og haustvertíð, hafa
bátarnir verið matsveinalaus-
ir, og þá hefur fæðiskcstnað-
ur orðið margfalt meiri, ef
um mat hefur verið að ræða.
Einum sjcmanni, sem fór í
x’óður hér í Reykjavík í haust,
var talin trú um að matur
væri um borð, en þegar til
lcom var aðeins um að ræða
skítugt fransbrauð og svart
kaffi. Þetta voru einu veiting-
arnar í 18 tíma. Enda er
eðlilegt að lítill tími verði til
matseldar, þegar ekki eru á
bátnum nema 3—4 menn með
upp í 130 lóðir, þá er túrinn
eintómur þræidómur fyrir
mannskapinn, sem iætur
bjóða sér -siíkt. En hræðslan
við öryggisleysið og Færey-
ingagrýluna er sterk enda
eðlilegt þar sem hver einstak-
lingur verður að berjast einn,
vegna samtakaleysisins og úr-
eltra samþykkta varðandi
ráðningarkjör.
Kjör sjómanna eiga að
batna að miklum mun. Ýmsar
greinar sjómannalaganna eiga
að færast í nútíma fonn og
rétt verð á að greiða fyrir
fiskinn um leið og hann kem-
ur upp úr bátnum og aðgerð-
ahús eiga að vera byggð við
bátabryggjurnar í staðinn
fyrir veitingahúsin sem verið
er að reisa þar. Með því
sparast mikill kostnaður fyr-
ir útgerðina, sem á að koma
sjómönnunum til tekna.
Um verbúðirnar sem byggð-
ar hafa verið fyrir bátaflot-
ann hér í Reykjavík, væri
hægt að skrifa langt mál, en
efalaust verða þær eftir
Er hvorki fil heilhrigSiseffirlif né
öryggiseffirlit, bara fúaeffirlif?
nokkur ár brctnar niður og
byggð fullkomin aðgerðahús
á lóðunum, með tilheyrandi
veiðafærageymslum og beiti-
klefum, ásamt húsnæði fyrir
mötuneyti, skála fyrir land-
menn og sjómonu.
Ég hef reifað þessi mál lít-
illega í þessu bréfi, hvað við-
kemur öryggi og aðbúð á bát-
um, sem gerð'r eru út héðan
frá Reykjavík.
Reykjavík er næststærsta
útgerðarstöðin v:ð Faxaflóa
og bátasjómenn þaðan ættu
að hafa forystu, því þaðan
er víðast sjósókn. Bátana
ætti að skoða mánaðariega á
vetrarvertíð ásamt öryggis-
tækjum, og lágmarkskröfu
verður að gera um loftræs-
ingu og rúmeiningu á mann í
hásetaklefa og káetu ef um
er að ræða. Þetta er eina
heimili sjómanna í þrjá til
fjóra mánuði og jafnvel leng-
ur. Mörgum bátum hefur
verið breytt þannig að átta til
níu mönnum er ætlaður rúm-
ur metri af gólfplássi til að
athafna sig á í eameiningu,
elda mat, matast og fara í
galla, minna pláss en venju-
legur hreinlætisklefi í eins
manns íbúð í landi.
Er til öryggiseftirlit, er til
heilbrigðiseftirlit, eða er að-
eins til fúaeftirlit til að ná
í opinbera styrki?
Framhald á 9. síðu