Þjóðviljinn - 28.04.1960, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 28.04.1960, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐ'VILJINN — Fimmtudagur 28, apríl 1960 heimilisbáttur mcðaL annars silfur-verðlaun á heimssýningunni í Brussel. Tallinn Dior heitir Helge Maranik, og er álitinn mjög fær á sínu eviði og þá eink- um viðvíkjandi barnafatnaði. Tízkuhús Maraniks hefur allt á boðstólum: glæsilega kvöldkjóla, hentugan og smekklegan vinnuklæðnað, — lagltjóla og eldhuskjóla, skó- fatnað og smábarnafatnað. Á ízkusýningunum er fatnaður- nn dæmdur af sérmenntuðu oLki, afgreiðslufóiki og við- skiptavinum. Tízkuhúsið gef- ur út tvö tízkubiöð ,,Silhouet“ og „Tallinn tízkuhúsið býður yður... .“ Sovétœskan viðl hentugan fízkufatnað Það er fyrst nú á seinni árum, sem farið er að bera á sérstakri fatatízku í Sovét- ríkjunum. Og það er ótrúlega stutt síðan fólk leit á tízk- nna og allar tízkunýjungar með lítilsvirðingu, jafnvel enn í dag gætir þessa lrugsunar- háttar. Þrátt fyrir það að verk- smiðjur og tízkuhús framleiði háhælaða skó, níðþröngar síð- huxur og tízkukjóla, er mjög algengt að gerður sé hálfgerð- ur aðsúgur að stúlkum, sem klæðast samkvæmt nýjustu tízku og þær uppnefndar ,,amerikanka“ — ameríkana- stúlka, þegar þær ganga framlijá hópum fullorðinna manna eða kvenna sem tefla eða spila domino úti undir beru lofti eða hafa sett nokkra stóla út á götuna og njóta góða veðursins. En tízkan vinnur á. Æskan — og það eru ekki stúlkurn- ar eingöngu — krefst tízku- fatnaðar. Tízkuhúsin spretta upp eins og gorkúiur út um allt. Þar að auki er fjöLdinn allur af stórum tízkuhúsum, sem liafa útibú svo að segja í hverri borg, nokkurs konar sovézk Dioj-tízkutiús. Meðal þeirra eftirsóttustu er tízkuhúsið í Tallinn, sem aðeins er 2ja ára gamalt en er nú þegar komið í röð þeirra fremstu og fatnaður þaðan er nú sýndur um allt. Fatnaður frá Tallinn liefur verið sýndur á mörgum al- þjóðlegum sýningum og hlaut (iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiNmiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Friðarlioríur. frjáls blaðamennska Framhald af 4 síðu heimi riki ritfrelsi og skoðana. frelsi og því sé öllum heimilt að koma á framfæri hvaða skoðun sem er. Þessi túlkun á frelsi þýðir það að viðhafa má beinan og óbeinan áróður fyrir hernaði og styrj- öldum; fyrir því að drepa hvern mann á jörðinni. Það tilheyrir því sama kapítal- íska ,,frelsi“ að birta í blöð- um sem eru 'í hundraðföldum meirihluta í V-Evrópu lygar og iblekkingar um sósíalism- ann og þess utan kjaftæði um fánýta hluti, glæpi og 'kvenna- farssögur af kóngum og auð- mönnum. Fyrrnefnt blað er raunar táknkrænt fyrir það lesefni, sem haldið er að almenningi á Vesturlöndum og hann les mest. Efni blaðsins er í stór- um dráttum þetta: Á eftir stríðsgrein Lasse Budtz, sem er fyrst, kemur fyrirsögnin: Sú næstyndisleg- asta, en á þeirri opnu er and- ríkt(!) samtal við fegurðar- drottningu Dana, ásamt 8 myndum af henni í aðskiljap- legum stellingum. Næst er mjög uppbyggileg lexía, sem nefnist: Prinsessan var drottning dansleiksins. Þá er opna um hjólreiðahetju, sem ætlar að græða stórfé á íþrótt- inni og síðan er grein um fyrrverandi skautadrottningu ásamt menningarlegum Ijós- myndum. Á næstu opnu eru afar smekklegar myndir af flugu í köngulóarneti og meðferð köngulóarinar á veslings flug- unni og þar á eftir er pistill með mynd frá ferðalagi í Mið- Ameríku með sama stíl sem er á öðrum greinum 'í blað- inu og minnir helzt á hálf- slompaðan kjaftaskúm. Þar næst gefur að s.já hvernig knattspyrnulandsliðs- menn Dana drekka áfengi og dansa vangadans. Þá er grein um kalypsopar, heilsíðumynd af Brigitte Bardot með soninn og þáttur af nútíma víkingi, dönskum majór, sem á að baki sér ævintýralegan feril í Kanda. Á næstu tveim opnum er sagt frá jazzmálverkum og leikara sem er næstum orðinn víðfrægur söngvari, enda er framlag hans til vestrænnar menningar þessi 4 lög á plöt- um: Persónuleiki, Það te'kur ekki langan tíma, Ástahaf og Aðeins sextán ára. Síðustu greinarnar eru um sirkusflokk, sjónvarpsfrú,- sem kennir fólki að slappa af og svo dr. Lieberkind og Andrés önd en doktorinn hef- ur lesið Andrés önd frá upp- hafi og er þaullesinn I Knold og Tot Blaðinu lýkur svo með afargáfulegum brönd- urum og er sennilega reiknað með að lesendinn þarfnist ihvíldar eftir að hafa pælt í gegnum hið tormelta lesefni. Á þessa lund er efnisval flestallra blaða sem nokkurs mega sín í hinum ,,frjálsu“ ríkjum. Það er augljóst að tilgangurinn er ekki að gera almenning menntaðri og v'íð- sýnni heldur sá að halda al- þýðunni á því stigi glóru- lausrar fáfræði 1 stjórnmálum og menningarmálum, að fyrir það sé girt að nokkrum venjulegum manni detti annað í hug, en að hinn af sér gengni og villimannlegi kapi- talismi sé eðlilegt og heil- brigt þjóðskipulag, gefið manninum af drottni almátt- ugum. Fyrir þennan tilgang er gróðabrallsmönnunum ekkert meðal of lágkúrulegt. En þessi blaðamennska dug- ar ekki til að stöðva hrun kapítalismans, og hefta fram- gang sósíalismans, Innan fárra ára munu sósíalísku r'.kin framleiða meira en helm- ing heimsframleiðslunnar o.g bar með verða lífskjörin í löndum a’bvðunnar mildu betri en í auðvaldslöndunum. Og hin nýia sós'ali'skr menning mun útrýma þeirri gömlu vestrænu menningu, sem nú birtist í því að í út- varpi, sjónvarpi, bókum og blöðum borgaranna er helzt ekki flutt annað efni en það sem aldrei rótar við sinnuleysi nautsins eða nægjusemi hræ- dýrsins. a. Heimta flotavernd Framhald af 1. síðu mundsson sagði þetta vera „misskilning, engar slíkar samningaviðræður eiga sér stað“. Þótti það einkennilegt að utanríkisráðherra skyldi ekki neita því afdráttarlaust, að slíkar viðræður hefðu átt sér stað eða myndu eiga sér stað. Fyrirlesari brezka útvarpsins, sem áður er nefndur, Maugeot, sagði hins vegar berum orð- um í gær að „Bretland hefði sýnt mjög eindregna viðleitni bæði á ráðs'íefnunni og utan hennar til þess að jafna ágrein- inginn við ísland“ og ítrekaði enn að „Bretar hefðu gengið langt til mriLs við Islendinga bak við tjöhlin á ráðstefnunni“ og hefðu jafnvel boðið þeim að stytta 10 ára biðtíma brezku togaranna. En íslenzka sendinefndin hefði virzt vera bundin af mjög ströngum fyr- irmælum um að sætta sig ekki við hálfan hlut, IBrezk blöð hafa líka að und- anförnu skýrt frá slíkum leyni- viðræðum Birmingliam Post sagði þannig 20. apríl að full- yrt væri í Genf „að Bretland og ísland hefðu haldið leyni- fundi í London til þess að ræða andstæð sjónarmið á ráðstefn- — unni' Nú fjölgar 12 mílna þjóðum Blöð víða um heim ræða annars úrslit Genfarráðstefn- unnar. New York Herald Tri- bune sagði þannig í gær að vaxandi erfiðleikar muni nú verða fyrir bandaríska flotann að athafna sig á héimshöfun- um því að mikil hættá sé á því að æ fleiri ríki taki upp almenna 12 mílna landhelgi, fyrst svo fór sem fór á ráð- stefnunni. Daily Telegrapli telur einnig vafalaust að fleiri þjóðir muni taka sér 12 mílna fiskveiði- landhelgi á næstunni. „Viturlegt af Islendingum" Brezka blaðið Guardian segir að „Rússar hafi haft for- ystu fyrir 12 mílna ríkjunum og þeim hafi tekizt að koma í veg fyrir samkomulag á ráð- stefnunni'* og telur að ein af ástæðunum fyrir þeirri afstöðu Sovétríkjanna kunni að vera sú að þeir geri ráð fyrir að nú muni fleiri ríki taka upp 12 mílna Landhelgi og það muni aftur va'da því að herskipum verði bannaðar ferðir um mörg sund en margar smáþjóðir fái svo mikla landhelgi að þær muni ekki ráða við að gæta hennar. Nevvs Cliron’cle segir að ís- lendingar hljót' nú að láta sér skiljast að beir geti a’drei fengið alþjóðlega viðurkenn- ingu á 12 mílna mörkum sín- um og því myndi það vera, vit- urlegt. af þoim að ganga að boði Breta um að leggja fisk- ve'ðireg'ur á vtra 6 mí!na belt- inu undir gerðardóm. ís'end- íno-pr. pqf} ekkert nema aukin illindi engum til gagns upp úr þráke'kni sinni. Minningarspjöld Blindra- vinaíéla<; Islands fást á þess- um stöðum: Blindraiðn, Ingólfsstræti 16, Silki- búðinni, Laufásvegi 1, Ramma- gerðinni, Hafnarstræti 17, VerZi. Víði, Laugavegi 166, Garðs Apó- teki, Hólmgarði 34.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.