Þjóðviljinn - 30.04.1960, Síða 7

Þjóðviljinn - 30.04.1960, Síða 7
Laugardagur 30. apríl 1960 — ÞJÓÐVILJINIsr — (7 Fimm af fulltrúum íslands í Genf. Frá vinstri: Hans G. Andersen, Hermann Jónasson, Lúð- vík Jósepsson, Helgi P. Briem og Hendrik Sv. Björnsson. land, Þýzkaland, Belgía, Hol- land, Spánn, Portúgal o.fl) Bandarík'n, Japan, ítalía, .Grikkland o.fl. Nú er talið 31 ríki meí! 13 inílr.a fiskveiSiiandhelgi eða þar yfir. Þegar Kína er ta'ið með er trd’ð, rski með rúmlega 11/2 miUjarð íbúa, eða um % ail.fi' nv'mtkvnfi hafi 13 milna tíndlhelgi eða fiskveiðiland- he'sv't. Kanada var eitt þeirra ríkja, sem taMi sig vilja 12 mí’.na fiskveiðilandhelgi, en hir.s vegar sem þrengsta a’.m. '.landhe’gv Það sveik fljótlega f: 'kveiði landlielgissjónarmið- ið og var alveg á bandi Bandaríkjanna og Breta. Samheriar — eða andstæðingar — Hvern:g birtist svo víg- staða fslands á ráðstefnunni ? — Strax frá byrjun ráð- stefnunnar lá ljóst fyrir, að þar voru tveir megin þjóða- hópar. Annars vegar samherjar okkar en hinsvegar andstæð- þessara hópa átli því a<' vera auovclt. Hætiuleg stefna tekin. — Ilvernig héldu ráðherr- arnir á má'stað Islands? — Afstaða Islands var því miður frá upphafi óákveðin og í ýmsum tilfellum tor- íryggileg. í fyrstu ræðu utan- ríkisráðherra okkar, var ekki með einu einasta crði tekið undir tiilögu samherja okkar, eins og Sovétríkjanna og Mexíkó. Ti'laga Mexíkó gerði þó ráð fyr'r 18 mílna fisk- veiðilandhelgi. 1 stað þess var einh'iða tekið undir ti lögu Kanadn, sem samlieriar okkar voru þá flestir á móti. Tilmæli okkar Hemanns Jónassonar um áð lýsa yfir stuðningi við tillögur Mexíkó og Sovétríkjanna voru ekki teknar til greina. Og strax í upphafi var þó lengra gengið en þetta, með því að gefa Bandaríkiunum undir fótinn í tilsfni af þýð- ingarlausu snakki þeirra um um að ísland sviki samlierja sína á þinginu. Taugastríðið nær hámarki. — Hver var aðdragandi þass að breytingartillaga Is- lands var flutt? — Það var síðdegis á föstudag 22. apríl að út rann sá frestur, sem settur hafði verið til þess að leggja fram siðustu tiilögur á þinginu. Þann dag og næstu daga á undan stóð yfir hið harð- asta taugastrið. Bandarikin og Bretland voru sérstaklega aðgangshörð. Sjálfur forseti Bandaríkjastjórnar, Eisen- hower mun hafa sent bréf og skeyti til margra ríkis- stjórna og sagt að nú lægi Bandaríkjunum mikið á. — Hann mun hafa lagt á allar þær þvinganir sem hann átti til. Um þetta leyti sömdu Dan- ir um að svíkja Færeyinga og gerðu sérsamning við Breta varðandi veiðarnar þar. Brezk blöð fluttu hverja fréttaklausuna af annarri um að samningar við fs'.and væru að hefjast. Ólafur Thors var sagður kominn til Lundúna og einn daginn fréttum Við Hermann Jónasson svona af liendingu, að þeir Guðmundur I. Guð- mundsson og Bjarni Bene- diktsson væru flogn’r til Lundúna t:l þess að ræða við Ólaf. Þeir höfðu ekki taiið áfitæðu til að láta okkar fylgjast ireð þessu ferðalagi. Og í sölum þjóðabandalags- hallarinnar var fullyrt af flestum fréttamönnum og mörgum fulltrúum, að búið væri aff liaupa ísland. Og svo kom reiðarslagið strax eftir, að Bjarni Bene- diktsson kom frá Lundúnum og áður en Guðmundur I. komst til Genf aftur. Okkur Hermanni var tilkynnt að þeir æ'tluðu að fíytja breyt,- ingartillögu við tillögu Banda- ríkjanna og Kanada og sam- þykkja hana síðan, ef breyt- ingartillaga Islands yrði samþykkt. Við Hermann töldum hér vera um liáskaleik að ræða og alveg furðuiegan háska- leik, ef satt væri það sem þeir sögðu okkur, að þeir hefðu enn engan samning, sern þeir gætu fallizt á og alveg eins væri Iíklegt að breylingartillagan yrði felld. Þeir Guðmundur og Bjarni játuðu, að rétt væri, að mjög væri slæmt, ef slík breyting- artillaga yrði fel'd, enda sagði Bjarni, að hann áskildi sér rétt til þess að <aka breytingartillcguna aftur síð- ar, ef honum svo sýndist. Talin uppgiöí aí íslands hálíu. — Hvernig Iitu aðrar þjóð- ir á þessa tillögu? — Allir litu á flutning breytingartillögunnar sem sönnun þess, að fsiand ætlaði að skerast úr leik og sem sönnun þess, að orðrómurinn um að andstæðingarnVr hefðu náð Isiandi, væri réttur. Tillagan hafði strax þau áhr f, e'ns og við Hermann höfðum bent á, að andstæð- ingarnir hertu i taugastríð- inu og þóttust nú vissir um Framhald á 10. siðu. ingar okkar í landhelgismál- inu. Samherjar okkar voru 30— 40 þjóðir sem höfðu 12 mílur ýmist sern fiskveiðilandhelgi, eða sem aim. landhelgi. And 'tæðlagar ckkar voru líka 30 -40 þjóðir sem höfðu eitthvað undir 12 mílna land- helgi og f'skveiðilandhelgi. Þetta kom glöggt fram í nm- ræðum, og svona var þetta á ráðstefnunui 1958 og í fyrstu aðalatkv.greiðs'unni á þing- inu kom þetta fram í því, að 12 mílna reglan fékk 36 at- kvæði, en 6 mílna reglan 43 atkvæði. Val Is'ands á milli „sérstök ti'felli". Slíkt var gert á sama tíma, sem Banda- ríkin flytja tillögu um „sögu- legan rétt ótakmarkaðan tíma“. I þessari fyrstu ræðu ís- lands á ráðstefnunni var líka strax tekið undir málstað andrtæðinga okkar um þrönga alm. landhelgi og þannig tekin alveg að óþörfu fjand- samleg afstaða til sjónarmiða samherja okkar. Framhaldið varð þó marg- falt varhugaverðara og náði hámarki með breytingartil- lögu við aðaltillögu andstæð- inganna og þar með tilboði iiiiiiiiiiiiiikiiiib .............................................................................................................................................. fyrir skömmu 'í viðurvist þeirra starfsmanna Orðabókar Háskólans. Skagfirðingurinn Jakob Benediktsson og Vest- firðingurinn Ásgeir Blöndal Magnússon fóru strax að hvá eftir þvi hvaða sunnlenzku ég hefði nú látið út úr mér, en Jón Aðnlsteim Jónsson (ætt- aður úr Vestur-Skaftafells- sýslu) þekkti vel orðið. Og við athugun kom í ljós að Sigfús Blöndal hefur ekki þetta orð í orðabók sinni, heldur aðeins myndina að dó- ast ~ braggast. fitna, verða dólegri, notað bæði um skepn- ur og fólk, einkum börn. Heimi'd Sigfúsar er úr Ár- nessýslu. I Þegar órð geta skotizt svona fram hjá þeim sem stöðugt vinna við orðasöfnun og hafa sérstaka æfingu í að 1 éía sem fæst nýtilegt fram hiá .sér fara, þá er ljóst að ekki er almenning um það að saka, þótt eitthvað merkilegt sleppi undan. Hins vegar hef- nr íslenzkur almenningur svo mikinn áhuga á tungu sinni að það bjargar mlklu, þó verð- ur það þvi aðeins að gagni að menn framkvæmi það að láta fræðimenn hafa aðgang að þeim fróðleik sem þeir hafa, bæði með því að svara sem flestu af því sem spurt er um og ekki síður að láta þeim í té orðascfn og athug- anir sem þeir kunna að hafa. skrifað hjá sér um þessa hluti. Þetta þurfa sem flestir að gera, því að án samstarfs við almenning iiomast rannsak- endur íslenzkrar tungu ekki langt; til þess eru þeir of fáir. Þetta var útúrdúr vegna þessa atriðis sem Rikarður drepur á, og mætti raunar rekia um þetta mörg dæmi. Ríkarður minnir í bréfi sínu á að Skaftafellssýsluv, einkum austursýslan, eiga margt í málfari sameiginlegt Austf jörðum, og valda því bú- ferlaflutningar og verzlunar- ferðir áður fyrr. Hér var um daginn spurt um orðasambandið „að bera i skæni fyrir einhvern“, sem ég fann hjá Jóni Mýrdal. Rík- arður segir: „Að bera 'í 'Skæni fyrir einhvern, þýddi að bera í bætifiáka, þ.e. verja hæpið mál. Einnig var sagt: ,bera í bláka, bera í blaka, og bera í vænginn, og berja í vænginn. Berja eða bera i vænginn þýðir þó eingöngu að afsaka eitthvað." Sigfús Blöndal hefur hvorki bera i bláka né bera í blaka, en hins vegar hefur hann bera í vænginn, enda hygg ég það sé mun algengara en hin sam- böndin sem Rikarður talar um. „Törgur = lélegar föggur = hafurtask =hapurtask, einn- ig fatagarmar, sbr. Farðu nú að taka af þér törgurnar. Targa í eintölu þýddi skinn- taska = skinnbelgur, þó alltaf í heldur niðrandi merk- ingu“. Þetta orð var ég ehin- ig að spyrja um fyrir skömmu, hafði rekizt á það í handriti undan Eyjafjö’.lum. Sumir voru að geta sér þess til að það hefði verið ritvilla, annaðhvort í handriti eða prentaða þættinum, fyrir tjörgur sem er allþekkt í merkingunni „föggur, farang- ur“, en nú hefur Ríkarður sýnt að svo er ekki. Myndin tjörgur er í orðabók Sigfús- ar, hin ekki, og er hún þar merkt sem skaftfellska. Enn segir Ríkarður: „Daldrandi var daglegt mál í Hálsþinghá, þýddi hávaða, t.d. í krökkum, grjóthrun: það var nú aldeilis daldrandi, og þó var það jöfnum höndum brúkað um silalegt ferðalag, þeir komu da'drandi og drall- andi á eft'r, þeir eru eitthvað að daldra (slóra) á eftir. Að dirallolta þýðir sama, þ.e. slóra, duða, duðra, dunda og dunsna við eitthvað. Daldr- andi sem „mikiil hraði“ kann- ast ég varla við“. Þetta eru einnig orð sem rýrar heimild- ir eru um að öðru leyti. Drall- oka er að vísu 1 viðbæti við crðabók Sigfúsar, og sjálf skýringarorðin eru ekki al- þekkt. Þó er sögnin að duðra hjá Sigfúsi, en duða ekki, og þar er bæði dunda og dunsna -— í þessari merkingu. Ríkarður er með fleira merkilegt í bréfi sínu, en það verður að bíða. Að lokum skal hér minnz,t á eitt orð sem ég hef verið að velta fyrir mér undanfarið. Það er orðið handur í and- stæðri merkingu við „hand- an“. Eg hef rekizt á eitt dæmi um það -— í orðabók Sigfúsar. Af handriti orða- bókar hans, sem er í vörzlu Orðabókar Háskólans, sést að hann hefur fengið orðið úr Unga Islandi 1911, VII. ár- gangi, 14. bls., síðari dálki. Þar segir svo: „Maðurinn stökk upp af stólnum og handur að hurðinni, tvísneri lyklinum.......“ Þetta ár — og nokkur fleiri — var Helgi Valtýsson r'tstjóri Unga Is- lands, og hygg ég hann hafi þýtt þessa sögu. Væri mjög fróðlegt að vita hvort einhver Austfirðhigur kannast við þetta orð, en furðu'egt má teljast ef það hefur verið verulega þekkt að ekki skuli vera eitt einasta annað dæmi finnanlegt um notkun þess. Nú kann að vera að þetta hafi verið nýyrði Helga, myndað eftir atviksorðinu handan, sem er alþekkt, en um það skulum við láta allar getgátur bíða að sinni.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.