Þjóðviljinn - 30.04.1960, Page 11
Laugardagur 30. apríl 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (11
Útvarpið
Skipin
53V
□ í dag ei'- laugardagurinn 3Q.
apríl — 121. da.gur ársins . —
Tungl í hásuðri kl. 16.09. Tungl
fjærst jörðu — tungl hæst á
lofti. Ái’degisháflæði kl. 8.02.
Sðdegisháflæði kl. 20.23.
Ctvakpið
I
DAG:
8.00—10.20 Morgunútrvarp. 12.50
Óskalög sjúklinga. (Bryndís Sig-
ui"jónsdóttir). 14.00 Laugardags-
lögin. 17.20 Skákþáttur. (Baldur
Möller). 18.00 Tómstundaþáttur
barna og unglinga. (Jón P Isson).
18.30 Mannkynssaga barnanna.:
„J3ræðurnir“ oftir Karen Plov-
gárd; XII. — sögulok. 19.00
Prægir söngvarar: Irmgard See-
fried syngur. 20.30 Leikrit: „Djúpt
iiggja rætur“ eftir Arnauii d‘Uss-
eau og James Gow. Þýðandi:
Tómas Guðmundsson. — Leik-
stjóri: Þorsteinn ö. Stephensen.
22.10 Danslög. •— 24.00 Dag-
skrárjok.
Leifur Eiríksson er
væntanlegur kl. 6.45
^9§>P' frá New York. Fer
til Oslo og Helsing-
fors kl. 8.15. Leiguflugvélin er
væntan'eg ki. 19.00 frá Hamborg,
Kaupmannahöfn og Gautaborg.
Fer til New York kl. 20.30.
Millilandaflug: Milli-
landaflulgvélin Hrím-
faxi fer til Oslóar,
Kauþmannahafnar og
Hamborgar kl. 10.00 í dag. Vænt-
anlcgur aftur til Heykjavikur kl.
16.40 KJ morgun. Innanlandsflug:
1 dag er áætlað að fljúga til Ak-
ureyrar, Blönduóss, Egilsstaða,
Isafjárðár,, Sauðárkróks og Vest-
mannaeyja. Á morgun . er áætlað
að fljúga til Akureyrar og Vest-
mannaeyja.
Pan american flugvél kom til
Keflavíkur í morgun frá New
York og héit áleiðis til Norður-
landanna. Fiugvélin er væntanleg
pftur annað kvöld og fer þá til
New York.
Hvassafell losar. á
Vestfjörðum. Arnar-
fell er í Reykjavík.
Jöku'feil fór 28. þ.m.
frá Reyðarfirði til London, Ca.lais
og Rotterdam. Dísarfell er í Rott-
erdam. Litlafell er í olíuflutning-
um í Faxaflóa. Heigafell fór 25.
þ.m. fn'l Hamborg ti) Reykjavík-
ur. Hamrafell fór 25 þ.m. fi’á Bat-
um til Reykjavíkulr.
Drangajökull fór frá
Hafnarfirði 27. þ.m.
á leið til Austur-
Þýzka]ands. Langjök-
ull er í Aarhus. Vatnajökull er i
Ventspils.
Laxá fór 29. þ.m. frá Vopnafirði
til Esbjerg, Lysekil, Gautaborgar,
Aarhus og Riga.
| Dettifoss fór frá
u Halden 28. þ.m. til
_____j Gautaborgar, Gdynia,
Hamborgar og
Reykjavikur. Fjallfoss kom til
Reykjavikur 26. þ.m. frá Ham-
borg. Goðafoss fór frá Akranesi
i gærkvöld til Keflavíkur og
Reykjavíkur. Gu'.lfoss fer frá
Kaupmannahöfn i dag tii Leith
og Reykjavikur. Lagarfoss kom
til Reykjavíkur í gærkvöld.
Reykjafoss kom til Huil 29. þ.m.
Fer þaðan til Reykjiavíkur. Sel-
foss kom ti] Hull 29. þ.m. Fer
þaðan til Rotterdam, Riga og
Hamborgar. Tröllafoss fór frá
Akureyrar 23. þ.m. til New York.
Tungufoss fór frá Raufarhöfn í
dag til Gautaborgar, Ábo, Hels-
ingfors og Hamina.
Hekla fór frá
Reykjavík í gær
austur um land í
hringferð. Esja er í
Reykjavík. Herðubreið er í
Reykjavík. Skjaldbreið er á
Skagafirði á leið til Reykjavíkur.
Þyrill er í Reykjavík. Herjólfur I
er væntanleg.ur til Reykjavíkur i
dag frá Vestmannaeyjum og
Hornafirði.
Skátasveit fatlaðra og lamaðra
hefur kaffisölu i' Skátaheimil-
inu kl. 2. á morgun.
Kvenfélag Langholtssóknar.
Fundur mánudag 2. maí kl. 20.30
i Safnaðarheimilinu við Sólheima.
Iiirkja Óliáða safnaðarins. Barna-
samkoma kl. 10.30 f.h. Séra Emil
Björnsson.
Konur í styrktarfélagi vangef-
inna hafa bazar hinn 8. maí í
Skátaheimilinu við Snorrabraut,
þeir sem vilja gefa muni á baz-
arinn eru beðnir að skila þeim
fyrir 1. mai, annað hvort í prjóna--
stofuna H1 n Skólavörðustíg 18
(verzlunina) eða Frú Sigríðar
Ingimarsdóttur- Njörfasundi 2
Bazarnefndin
Tyrkland
Framh. af 12. siðu
í Ismir. Margir fleiri en stúd-
entar hafa orðið fyrir árásum
lögreglunnar og hlotið áverka.
Brezka útvarpið sagði það í
óstaðfestum fregnum í gær, að
yfir 100 manns hefðu fallið í
átökunum i Tyrklandi undan-
farna tvo daga og mörg hundr-
uð særst.
Ö’.Ium háskólum landsins
hefur ver'ð lokað, og ve'rða
þeir loltað'r a.m.k. í mánuð.
Blöð í landinu fá ekki að birta
annað en filskipanir yfirvalda
og hershöfðirgja. I gær var
miðstjórnarfundur Demókrata-
flokksins. sc”i fer með völd.
Óstaðfestr i’ freg’i'r herma að
formaður flckks'ns hafi sagt af
sér.
Minningarspjöld Blindra-
vinaifélag lslands fást á þess-
um stöðum:
Blindraiðn, Ingólfsstræti 16, Silki-
búðinni, Laufásvegi 1, Ramma-
gerðinni, Hiafnarstræti 17, Verzl.
Víði, Laugavegi 166, Garðs Apó-
telci, Hólmgarði 34.
Iljúkrunarlíonur!
Munið bazkrinn í Heilsuverndt-r-
stöðinni iaugardaginn 30. apríl kl.
13.30. Komið munum sem fyrst.
Bazarnefndin.
Skemmtun á vegum ÆFK.
Nú er í undirbúningi hjá Æsku-
iýðsfylkingunni glæsilegasta
skemmtun ársins. Það er 1. maí
fagnaðurinn og verður hann hald-
inn í Framsóknarhúsinu á iaugar-
daginn kemur og hefst kl. 20.30.
Skemmtunin hefst með gaman-
leiknum „Ástir í sóttkvi". S'ðan
heldur Hannibal Valdimarsson
forseti A.S.l. évarp. Síðan er
dansað til kl. 2. 1. maí fagnaður
hefur ætíð notið geysi vinsælda,
með þátttöku allra sem vilja
niinnast liins alþjóðlega frídag3
verkamanna 1. nraí. Einnig njóta
gaman’eikir Nýs leikhúss mikilla
vinsælda, svo búast má við mik-
illi aðsókn.
Miðar eru afhentir í dag á
skrifstofu ÆFR. Skenuntinefndin,
ASaliundur. Aða.lfundur ÆFR
verðutr haldinn næsta föstudag, 6.
mai, og hefst kl. 9. Dagskrá:
Aðalfundarstörf, happdrættið og
önnur mál. Stjórnin.
Trúlofanir Giftingar Afmœli
SIÐAN LA HUN
STEINDAUÐ
57. dagur
í einu. Ef eitthvað kemur ekki
heim, tökum við það til athug-
unar og reynum aðra aðferð.
Morðmál eru eins og gesta-
þraut, herra lögreglustjóri, það
er heila máiið.
★
Dr. William Blow ók sér í
stólnum og hrukkurnar á enn-
inu á honum urðu ögn dýpri.
Hann lagði frá sér pennann.
Dr. Blow vissi samstundis af
hverju vanlíðan hans stafaði.
Hann var farinn að venjast
þessu. Dr. Blow var svangur.
Það var annars undarlegt;
því að hann hafði fyrirtaks
bústýru. Hann mundi að hann
hafði einmitt haft orð á því
kvöldið áður. Hún var hrein-
asta perla; hann mundi ekki
betur. Kyrrlát, hreinleg, kurt-
eis og hógvær. Að vísu fylgdi
henni páfagaukur, en til þessa
hafði hann ekki valdið neinum
óþægindum. En klukkan var
áreiðanlega tíu, því að dr. Blow
vann alltaf klukkutíma íyrir
morgunmat og hann byrjaði
alltaf klukkan níu. Hann mundi
greinilega, að hann hafði byrj-
að klukkan níu, því að hann
byrjaði alltaí klukkan n:u. Og
nú var hann svangur, svo að
klukkan hlaut að vera orðin
tíu. Það gaf auga leið.
En — -hvar var. morgunmat-
urinn hans?
Hann fór fram í eldhúsið.
Eldurinn var kulnaður og þess
sáust engin merki að matur
hefði verið tilreiddur. Það ból-
aði hvergi heldur á ungfrú
Engell. Doktorinn fór úr einu
haiði hann reyndar gert fyrr.
Hann kallaði lágt til þess að
virðast ekki reiður: — Ungfrú
Engell! Ungfrú Engell! — Ekk-
ert svar. Loks stanzaði hann
hikandi fyrir utan dyrnar að
svefnherbergi ráðskonunnar.
Ætti hann að hringja í Man-
ciple?
Nú var þó ekki nótt. Nei.
engan veginn. Klukkan tíu að
morgni, þegar morgunverðurinn
hans hefði átt að vera til reiðu.
gat varla verið ósæmilegt að
berja laust að dyrum og kalla
undur blíðlega: — Ungfrú
Engell? — Honum fannst sem
hann heyrði örvæntingarkvein
í páfagauknum — skyldi annars
allt vera með felldu?
Hann barði að dyrum. Hann
kallaði. Hann gerðist svo djarf-
ur að taka í hurðarhúninli. Af
gömlum vana leit hann á tepp-
ið fyrir. framan arininn. Allt
var í réttum skorðum: ekkert
blóð, ekkert lík. Engin mann-
vera. Og satt að segja ekkert
íiðurfé heldur. Páiagaukurinn
var horlinn. Ungfrú Engell var
■ farin úr vistinni.
Þá kornst hann ekki hjá því
að hringja í Manciple.
Manciple var ekki sérlega
hrifinn af upphringingunni.
Þeir höiðu kömið sér saman um
að hittast ekki þennan morg-
un. Blow hafði haft í hyggju
að vinna dálítið — þótt seint
væri — að Samúel Butler.
„Hann hafði meira að segja
fengið hvatningarbréf frá há-
skólaforlaginu. Og Manciple
ljúka ritgerðinni um gjaldmiðil
á tímum Knúts mikla. Og svo
stóð Blow þarna og þvældi
iram og aftur um morgunmat
og páfagauka og íjarveru ung-
l'rú Engell.
— Jæja, b:ddu þá, sagði
prófessorinn. — Ég skal koma.
Þeir gerigu samau inn í
herbergi ráðskonunnar. Þar var
allt í röð og reglu. Ekkert
vantaði nema páfagaukurinn
var ekki á sínum vanastað og
það var kynlega tómlegt, eins
og ævinlega þegar einhver hef-
ur tekið saman föggur sínar
og farið burt úr herbergi. Ung-
frú Engell ætlaði sér sýnilega
ekki að koma aftur. Hún hafði
skilið eftir bréf á borðinu:
— Dr. Blow! stóð í bréíinu..
— Ég sé mig tilneydda til að
fara úr vistinni hjá yður. án
þess að segja upp með fyrir-
vara, þótt ég hat'i velt þessu
íyrir mér dögum saman. Það
sem gerðist í gærkvöldi fyllti
þó mælinn. Til þessa hefur
enginn ætlazt til þess ai mér
að stjana við götudrós. Eí' þessi
kvenmaður er ekki léttúðar-
kvendi, þá veit ég ekki hvað
hún er. eins og hún sýndi á
sér leggina fyrir framan þrjá
karlmenn. Auk þess hafið þér
undarlega siði, dr. Blow. Þér
komið og farið á furðulegustu
tímum. í dag' komuð þér ekki
heim í hádegismat og það er
ekki hægt að halda ristuðu
ostbrauði heitu endalaust. Þess
vegna bið ég yður að taka upp-
sögn mína til greina. Launin
má senda til mín gegnum ráðn-
ingarskrifstofuna, en þér getið
svo sem átt peningana mín
vegna. Virðingaríyllst
Doris Engell (Ungírú).
— Þetta er eiginlega indælis
bréf, sagði Blow. ■— Annars
hafði ég ekki hugmvnd um að
hún væri óánægð. Jæja, en
kvenmaður eins og hún skilur
að sjálfsögðu ekki, að það var
óhjákvæmilegt vegna málsrann-
sóknarinnar að Lára væri við-
stödd. Ég' hefði kannski átt að
bera tebakkann inn sjálfur. Og'
það er svei mér gremjulegt að
hafa misst ai ristaða ostbrauð-
inu i gær — en það er svo
sannarlega henni að kenna.
Enginn ætti að steikja ostbrauð
án þess-að aðg'æta íyrst, hvort
sá sem á að borða það, er
heima. Jæja, Manciple, ég verð
að skjótast til Cakebread og
reyna að útvega mér aðra.
— Ég er fús til þess að koma
með þér til Cakebread, Blow.
Fús til þess. Mig grunar nefni-
lega ýmislegt. Mér finnst ung-
frú Cakebread vera öðruvísi ea
hún virðist vera . . .
— Tarna var undarleg at-
hugasemd, Manciple. Að virð-
ast er að sjálfsögðu að virðast,
en þú segir . . .
— Blow. ef nú ungfrú Cake-
bread-.þefði myrt frú Sollihull.
Væri bað ekki skýringin á!
öllu snman?
— Ekki get ég fallizt á það.
Það væri ekki skýring á neinu.
Iivers vegna ætti ungfrú Cake-
bread að myrða frú Sollihull?:
Hún hafði ekki einu sinni litiS
hana augum; samband þeirra
var aðeins gegnum spjaldskrá.
herbergi til annars og það hafði haft fu]lan hug á að