Þjóðviljinn - 18.05.1960, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.05.1960, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 18. maí 1980 — 25. árgangur — 112. ‘iölublað EFTIRKÖST NJÖSNAFL Erlend tíðindi í cpnunni. Eisenhower vildi ekki afsaka njósnaflugiS Fundi æðstu manna stórveldanna íjögurra, Sovét- ríkjanna, Bretlands, Frakklands og Bandaríkjanna, er lokið, — og í rauninni hófst hann aldrei. Leið- togar vesturveldanna hittust í forsetahöllinni í Par- ís í gærkvöld og gáfu síðan út þá tilkynningu að hætt hefði verið við fund æðstu manna. Það hafði orðið ljóst þegar í í; rradag, daginn sem i'undur- inn átti að hefjast. að litlar lík- ur vöru til bess að nokkuð myndi verða úr honum. Krústjoff. for- sævvráðherra Sovétríkjanna, haí.ji sett það skilyrði fyrir því að hann sæti fundinn, að Eisen- hov.’er Bandaríkjaforseti bæðist afsekunar á njósnaflugi Banda- ríkjanna yfir Sovétríkjunum, héti því að því yrði hætt og refsaði þeim sem ábyrgð bæru á því. Eisenhower hafði á hinn bóginn algerlega neitað að ganga að bessum skilyrðum. í fyrrakvöld ræcldi Maemill- an, íorsætisráðherra Breta, svo við de Gaulle Frakklandsforseta, síðan við Eisenhower og gekk því næst á fund Krústjoffs og ræddi við hann í rúman klukku- tíma. Mun hann hafa reynt að íá Krústjoíí til að taka aftur skilyrði sín, en hann reyndist óiús til þess. Þetta gerðist í gær í gærmorgun snemma náðu blaðamenn tali af Krústjoíí þeg- ar hann fór í gönguferð um göt- ur Parísar. Hann ítrekaði við UIÍIIIlllllllllllllltlllllllllllllMllltJIIIIII | Bv. Maí kem-1 |ur til Hafnar-| | fjarðar í dag | = Maí, hinn nýi togari — = Bæjarútgerðar Hafnar- = = fjarðar, er væntanlegur = = hingað til lands í dag. = 5 Mun skipið leggjast að = E bryggju kl. 6 síðdegis. = = Maí er sem kunnugt er = = stærsti togari, sem í eigu = = Islendinga hefur komizt, = = á annað þúsund brúttó- = = lestir að stœrð. E III11111IIIIllllll I lllll II11II111IIIIIIIIIII lll þá að hann væri því aðeins fús að hefja samningaviðræður að Bandaríkjastjórn bcéðist afsökun- ar á ögrunaraðgerðum sínum gegn Sovétrikjunum. ter' • Skömmu síðar fór Krústjoff í ökuferð um nágrenni Parísar ásamt þeim Gromiko utanr'kis- ráðherra og Malínovski land- varnaráðherra. De Gaulle boðaði til fundar allra ríkisleiðtoganna í forsetahöllinni klukkan þrjú síðdegis. Þegar Krústjoff barst frétt af fundarboðinu hélt hann rakleiðis til Parísar aftur. en fór til sovézka sendiráðsins og hélt þar kyrru fyrir. Eisenhower og Macmillan komu hins vegar á íundinn í forsetahöllinni og dvöldust þar í tæþar tvær klukkustundir. Aður haíði Eisenhower látið blaðaíulltrúa sinn lýsa yfir að hann myndi því aðeins sitja fund æðstu manna að bandaríska njósnaflugið yfir Sovétríkjunum yrði ekki rætt þar, og kæmi Krústjoff á fundinn myndi Eis- enhower skilja það svo að hann hefði íallið frá skilyrðum sínum. Krústjoff lét nú birta yfirlýs- ingu. Var þar ítrekað að hann væri reiðubúinn að taka þátt i viðræðum stjómarleiðtoganna, að því tilskildu að Bandaríkja- stjórn bæðist afsökunar á njósnafluginu og skuldbyndi sig' til að hætta því. Að öðrum kosti myndi hann ekki sitja fund þeirra. Þá boðaði de Gaulle Eisen- hower og Macmillan á fund sinn klukkan hálf níu um kvöldið. Aður ræddi Selwyn Lloyd, utan- ríkisróðherra Brstlands, við Gromiko. utanríkisráðh. Sovét- ríkjanna í klukkustund. Þær við- ræður báru engan árangur. Leiðtogar vesturveldanna rædd- ust ekki lengi við, aðeins í stund- arfjórðung. og að viðræðum þeirra loknum, var sem áður segir geí'in út tilkynning um af Framhald á 2. siði Myndin er tekin við komu Krústjoffs til Parisar. Börn færa honum blóm, Lengst til vinstri er Malínovskí, landvarnaráðherra Sovétríkjanna, en næst Krústjoff stendur Roger Frey, ráð- herra í frönsku stjórninnþ sem tók á móti honum. NYTT FJÁR- MÁLAHNEÝKSLI: ______] - Áburöarverk- smiðjan hf. felur inilljóna- gróða í ólögl. reikninsrum Ingólfur Jónsson ráðherra telur þetta hneyksli og lögbrot „í anda laganna" Stjórn Áburðarverksmiðjunnar h.f. hefur með ólöglegum fyrningarafskriftum á sl. ári reynt að fela þá staðreynd að það ár varð gróði af verksmiðjunni um 11 milljónir króna en ekki 4 milljónir, eins og fært er á reikningana. Einar Olgeirsson benti á þessar staðreyndir í gær á Al- þingþ og liefur einnig gert grein fyrir þessu nýja hneyksli vafðandi áburðarverksmiðjuna í nefndaráliti um fmmvarp sitt varðandi niðurfellingu hinnar illræmdu 13. gr. áburðar- verksmiðjulaganna ■fc Lögbrc ij í „anda laganna“ * Ingólfur Jónsson landbúnað- arráðherra er í stjórn Á- burðarverksmiðjunnar h.f., reksturshiutafélagsins, og gat hann ekki véfengt, að í lög- unum um áburðarverksmiðju eru afdráttarlaus lagafyrirmæli um fyrningarafskriftir, og heldur ekki því, að ekki væri eftir þeim farið í reikningum hlutafélagsins 1959. S Eina vörn ráðherrans var sú að þetta athæfi væri löglegt A mymUnni sjást byggingar áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi, sem um er rætt liér á siðunni — og ennfreuiur á 12. síðu. 118 *»»■**§iiiiii»* *lil|* » vegna þess að lögfræðiprófessor við Háskóla Islands hefði sagt hlutafélagsstjórninni að þetta mætti gera samkvæmt „anda laganna“, en þann anda lag- anna hefði prófessorinn fund- ið með því að lesa greinargerð frumvarpsins og þingræður frá 1949! Gróðinn falinn með lögbrotum. Einar benti á, að Ingólfur Jónsson hefur sjálfur, á þessu | þingi, flutt frumvarp um breytingu á lögunum um á- burðarverksmiðjuna, einmitt til að breyta lagaákvæðunum um fyrningarafskriftirnar! Flutningur þess lagafrum- varps, einmitt nú á þinginu í vetur, sýnir að ráðherranum sé ljóst að reikningar áburð- ! arverksmiðjunnar 1959 voru ó- jlöglega færðir, því tilTangur í st jórnarfrumvarpsins sé að breyta lögum svo að það verði löglegt framvegis sem gert var með reikninga sl. árs. | Hneylisli á lineyksli ofan. | E.i það frumvarp er enn ekki orðið að lögum og meira að segja álirifamiklir flokks- bræður Ingólfs Jónssonar mót- mæltu ákvæðum þess um f’'rn- Framhald á 2. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.