Þjóðviljinn - 18.05.1960, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.05.1960, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 18. maí 1960 !• a5 er ekki nóff að fá nýja vagna í stað gömlu skriflanna. ekki þarf síður að hugsa lun að Iaga ferðir strætisvagnanna eftir þörfum far]>ega og veita þeim aðra nauðsynlega þjónustu. Strætisvagnar eru orðnir ómissandi í Reykjavík, borg- inni, sem þanin er út um tún og holt, dali og hæðir og með harla vafasömu skipulagi þó. Marg'r nýir og góðir strætis- vagnar hafa verið teknir í notkun og er það vel. Far- gjöld eru nýhækkuð. Ekki þurfti að minna þá, sem mál- um strætisvagnanna stýra á það „afrek“. Þess vegna er nú rétta stundin til þess að minna þá á ýmislegt, sem virðist þvæiast fyrir þeim eða þeir hafa alls ekki auga fyrir. Hér skal í þetta sinn drepið á tíu atriði. Hvað á t.d. sú óverjandi hneysa að standa lengi, að almenningur skuli ekki geta fengið í hendurnar cdýrar og skýrar ferðaáætlanir ? Fyr- ir nokkrum árum var þetta reynt, en það plagg er nú bæði illfáanlegt og alveg úr- elt. Nú er um 3 eða 4 aðal- stöðvar að ræða, sem vagn- arnir ganga frá. Margir eiga : þess því engan kost að vita fyrirfram um brottfarartím- ann eða frá hvaða stöð vagn- inn fer, sem taka skal. Þetta Viggó Oddsson, formaður Reykjavíkurdeildar Bindindis- félags ökumanna hefur sent bæjarpóstinum annað bréf, sem hann segir m.a. ritað í tilefni af nýlegum skrifum um bílaþjófnaði, en hann vík- ur einnig í bréfi s'ínu að fleiri málum í sambandi við bif- reiðir og umferðamál. Brcf Viggóg er svoliljóðandi: „Tij Bæjarpósts Þjóðviljans. i Á þessu ári hafa fleiri stórir er slæmt. Margt þurfa menn að vita um vagnana, tíma þeirra og leiðir, en vita alls ekki, af því að handhægar og nákvæmar upplýsingar skorfir. Ætli einhver með strætisvagni í hverfi, sem hann fer sjaldan eða aldrei í, þá er ekki að vita, hvað langur tími fer í að afla upp- lýsinga um það mál. Hér er i fáum orðum sagt, um að ræða furðulegt kæruleysi. Það er engin afsökun, þótt forráðamenn S.V.R. hengi upp einhvern prentaðan bleðil á Lækjartorgi. Það sjá fæstir. Eða er það er til vill ætlun- in, að t.d. Vogabúi, sem ætl- ar vestur á Seltjarnarnes taki leigubíl niður á torg, til þess að geta lesið þar um ferðir vestur á Nes? Fáist hér ekki skjót bót á, ættu forráðamenn S.V.R. að upplýsa, hvað þeir ætli að hækka fargjöldin mik- ið áður en þeir treystist til að leggja nefndan pokahátt niður. Það er nefnilega ekki meðfæddur eiginleiki allra að vita ætið og fyrirfram skipu- lag S.V.R. árið 1960. 2. ............. _ Þá vil ég drepa á annað at- riði, sem ég tel beinlínis vera til hinnar mestu vansæmdar fyrir forráðamenn S.V.R.: Hvers vegna er evo sáralítið sem raun ber vitni gert fyrir allan þann fjölda fólks, sem vill vera og þarf að vera við jarðarfarir frá Fossvogskap- ellu? Árum saman liefur sú sjón blasað við, að megin þorri þessa fólks er að lemj- ast þarna um í illviðrum, far- artækjalaust og prúðbúið. Hér er það auðvitað engin afsök- un, þótt ferðir séu farnar einhvern tíma og einhvers staðar í nánd. Það eina, sem leysir þetta vandamál, eru sérstakar ferðir á þeim tím- um virkra daga, þegar helzt er jarðað. Geri ég það hér bílstuldir átt sér stað en menn muna áður hér á landi. Oft er þessum bílum stolið af ölvuðum unglingum, sem eyðileggja bíla, sem kosta hundruð þúsunda, ýmist einir sér eða samanlagt, og valda eigendum bílanna tjóni á verð- mætum, sem oft hefur tékið áratugi að afla. Bindindisfél. ökumanna hefur í nokkur ár reynt að vekja áhuga bíla- verzlana á tilveru þjófheldra öryggislása á, bíla en með litlum árangri. B.Ö. á Norð- urlöndum hafa í vor vísað mér á viðurkennt fyrir- með að kröfu minni, að hér fáist bæði skjót og drengileg úrlausn. Þetta er svo sjálf- sagt og allt aðgerðarleysið að sama skapi skammarlegt, að ég ræði þetta ekki frekar, nema tilefni verði til þess. 3. Þeir, sem búa í Mela- og Hagahverfi, urðu um tíma að una við strjálar ferðir, þar sem var aðeins hraðferðin Austurbær-Vesturbær og Vesturbær-Austurbær á hálf- tíma fresti. Það var því mjög aðkallandi og gott, þegar Hagaferðin kom til sögunnar. En sú dýrð stóð þó ekki lengi, því tíma Hagaferðar var skjótt breytt. Nú má segja, að Hagavagninn hafi í Haga- hverfinu a.m.k. samflot með hraðferðunum áðurnefndu. Þetta er afleitt og rýrir mjög notagildi Hagaferðarinnar. Hún ætti eins og upphaflega að fara um Hagahverfið á miðjum hálftímanum, sem líður milli hraðferðanna, þá væri ótrúlega vel séð fyrir ferðum á þeim slóðum. r-:>i 4. Með hækkuðu fargjaldi er sjálfsagt að minna á, að hreinlæti verður að fara vax- andi í strætisvögnunum. Gera þarf meira af því að þvo gólf þeirra, hreinsa sætin og sjá um að loftið sé þolanlegt. Sérstaklega er þetta áríðandi nú, þegar ryktími sumarsins og bæjaryfirvaldanna er að hefjast. Enn er og annað, sem þarf að hreinsa, því það er bæði bagalegt og sóðalegt að halda upp á þau óhrein- indi. Hér á ég við rúðurnar í vögnunum. Þær verða ætíð að vera hreinar. Þá verð- ur bjartara inni í vögnunum, akstursöryggið meira og far- þegarnir sjá betur út, en þeir tæki í Sv'íþjóð sem framleið- ir g'írlása á um 200 bílteg- undir. Lásarnir kosta um 30 sænskar krónur eða um 500 ísl. kr. úr búð. Þessir lásar hafa meðmæli sænskra trygg- ingafélaga og lögreglu og eru sömu aðilcr á íslandi mjög hlynntir því að reynþ verði að flytja inn Iásana. Sama fyriræki framleiðir einnig vélhitara til að auð- velda ræsingu bílvéla í frosti, eru bílstjórar mjög hrifnir af þessu tæki. Vélar og skip h.f., Hafnarhvoli, veitir nánari unplýsingar og sér um inn- flutning þessara tækja. Einn- ig má nefna annað tæki sem ökumönnum hentar að eiga, það eru Polaroid (lax) gler- Framhald á 10. síðu. þurfa oft að geta áttað sig á því, hvar þeir eru staddir í borginni. Þetta atriði nefni ég einmitt vegna þess hve rækilega gluggaþvotturinn var vanræktur í vetur. Göt- urnar voru oft blautar. Vatn og for gusaðist því á rúðurn- ar, svo að farþegar áttu mjög illt með að átta sig á því, hvert þeir voru komnir, þar eð ekki var viðlit að sjá út. Skammdegið átti líka sinn þátt í þessu og auðviað voru menn alveg jafn nær, þótt þeir grilltu einhver ljós einhvers staðar. Með öðrum orðum: Það er nauðsynlegt, að rúðurnar séu vel hreinar. 5. Þá er rétt að geta þess, sem er með öllu ástæðulaust uppátæki, en getur hæglega ruglað fólk í ríminu. Strætis- vagnabílstjórar gera nokkuð af því, að kalla upp mismun- andi nöfn á sama staðnum. Dæmi: Landspítalinn — Kenn- araskólinn, Stúdentagarðarnir (Gamligarður) — Háskólinn, Háskólinn — Loftskeytastöð- in — Melarnir. Svonalöguð vitleysa, ásamt því að kalla stundum alls ekkert, bendir til þess, að hér sé ekki bíl- stjórana um að saka, heldur sé þetta aðeins einn anginn af skipulags- og afskiptaleysi yfirmannanna. 6. Ekki er það svo efnilegt með klukkurnar, sem farið er eftir: Á Varðarhúsinu, Torginu og Dómkirkjunni. Þeim ber sjaldnast saman og leikur mismunurinn venjuleg- ast á 1-2 mín. Þar sem þess- ar klukkur eru ekki, er svo tímatal strætisvagnanna enn lausara í reipunum. Þær klukkur, sem eru í vögnunum sjálfum eru svo oftast snar- vitlausar. Annað hvort á að nenna að hugsa um þessar klukkur eða fjarlægja þær. Það er með öllu óþarft að láta þær auka á glundroðann. 7. Óskemmtilegt er að sjá, þegar vögnunum er lolcað og engum hleypt inn, jafnvel þótt kujdi og óveður sé. Vit- anlega þurfa vagnstjórarnir að bregða sér frá, en þegar slíkt gerist á aðalstöðvum S.V.R., ætti að vera auðvelt að láta aðra starfsmenn S.V.R. gæta vagnanna og hleypa fólki inn. 8. Það sem ég hef helzt út á vagnstjórana sjálfa að setja og hef raunar margsinnis séð, Vitalis skrifar: er þetta, hve oft þeir (flestir) freistast til að ,stela réttinurne í umferðinni. Hér er uhi raun- verulegt vandamál að ræða, en að sjálfsögðu er ótækt að vagnstjórarnir geri þetta, Einhlít lausn á þessu væri auðvitað það, að strætisvagn- ar hefðu einhvers konar for- gangsrétt í umferðinni. Ég tel, miðað við aðstæður allar, að slíkt gæti vel átt rétt á sér og þá væri eins og ég segi, þetta „stríð“ úr sögunni. í 9. 1 sambandi við hraðferðina: Austurbæ-Vesturbæ, hefi ég oft furðað mig á þvi, hvers vegna sá vagn má ekki nema staðar fyrr en innst á Hverf- isgötu. Ég á hér alls ekki við það, að þessi vagn fari að stanza víðs vegar á Hverf- isgötu, því það þyrfti ekki að bæta við nema einni stöð miðsvæðis á Hverfisgötu til þess að kostirnir yrðu yfir- gnæfanlegir og langt um veigameiri en rökin fyrir því, að þetta sé ekki gert. Ég hef sérstaklega 1 huga Frakka- stíginn, því hann er þarna einmitt miðsvæðis. Þar í grennd starfar fjöldi fólkg (nokkur hundruð), t.d. í Mat- borg, Sláturfélagi Suðurlande, Gagnfræðaskólanum við Lind- argötu og í mörgum búðum o.s.frv. Flest þetta fólk gæti haft hið mesta hagræði af hraðferðinni Austurbæ-Vest- urbæ, ef hún stanzaði við Frakkastíg, en eins og nú horfir, er því algjörlega mein- að að nota þessa ferð. Ég geri hér með að eindregnum tilmælum mínum, að hér fáist sjálfsögð, útlátalitil og ótrú- lega áhrifarík leiðrétting :• •Vagninn stanzi á Frakkastíg.. Að lokum er evo rétt að drepa stuttlega á það, sem framtíðinni tilheyrir. Hug- myndin, að allir strætisvagnar verði að hnappast saman í miðbænum, er orðin úrelt. Ný, hagkvæm og skörp skipulagn- ing þarf hér að koma til. Mín 1) lnigkoma;: er sú, aðv vagnarnir gangi borgarend- anna og úthvefanna á milli með aktri gegn um miðbæinn. Með þessu hyrfi strætisvagna- þvargið á torginu og borgar- búar fengju miklu betri og örari ferðir um borgina. Læt ég nú þetta nægja að sinni, en fróð'egt verður að sjá, hvort eða hvernig yfir- völd S.V.R. „regera“ við þessa ádrenu. S.V.R. talrii sjálfsagt að hækka fargjöldin, þess vegna telja nú farþegamir enn þá sjálfsagðara að þeir hækki réttlætiskröfurnar. Sjáum. svo hvað setur. Vítalis 1) Nota orðið hugkoma í stað orðsins htígdetta, sbr. það að koma értthvað í1 hug og sbr. fom fræði íslenzk. ÝÍtalis <•> • ÞJÓFHELDIR ÖRYGGISLÁSAR Hœkkuð fargjöld— v Kröfur hœkka

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.