Þjóðviljinn - 18.05.1960, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 18. maí.1960
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíallstaflokkurinn. —
Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Big-
urður Guðmundsson. — Préttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón
Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — RitstJórn.
afgreiðsla, auglýsingar, préntsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Biml
17-500 (5 línur). - Askriffcarverð kr. 45 á mán. - Lausasöluv. kr. 3.00
PrentsmiðJa ÞJóðviljans.
rrti
aÆ
ibn
m;
r.tí
Kt;
ni;
nh
i’ji
j!H
32
Í
-**•
r‘Í3
z«c
jir
Si
Óskammfeilni
Ijingflokkur Alþýðubandalagsins allur hefur
* flutt tillögu á þingi um úrsögn íslendinga úr
Atlanzhafsbandalaginu og brottför bandaríska
hersins og bendir í því sambandí sérstaklega á
framferði „bandamanna“ okkar, Breta og Banda-
ríkjamanna, í landhelgismálinu. Alþýðublaðið
gerir þessa tillögu að umtalsefni í gær og seg-
ir að enginn geti tekið hana alvarlega, eins og
sjá megi af framkomu ,-kommúnista“ að undan-
förnu; bendir blaðið sérstaklega á að þeir hafi
tekið þátt í vinstri stjórninni, þeir hafi ekki hætt
þátttöku í stjórninni þegar brottför hersins var
frestað haustið 1956 — og þeir hafi ekki gert
úrsögn úr Atlanzhafsbandalaginu og brottför
hersins að skilyrði fyrir stuðningi sínum við
kjördæmabreytinguna!!
Ijað má vel vera að einhverjir geti talið sig þess
umkomna að gagnrýna baráttu Alþýðubanda-
lagsins í hernámsmálinu, en víst er um það að
Alþýðublaðið er ekki í hópi þeirra. Enginn flokk-
ur á jafn siðlausan og fyrirlitlegan feril í því
máli og Alþýðuflokkurinn. Árið 1913 sór flokks-
forustan að standa fast gegn allri ásælni Banda-
ríkjanna og festi utan á Alþýðuhúsið stóran
borða: „Gegn afsali landsréttinda — X A“. Eftir
kosningar voru þau atkvæði sem þannig voru
fengin notuð til þess að samþykkja Keflavíkur-
samninginn. Fyrir kosningar 1940 sór flokksfor-
ustan að hér skyldi aldrei verða her á friðartím-
um og núverandi formaður flokksins undirritaði
þá yfirlýsingu eigin hendi. Eftir kosningar var
það fylgi sem þannig fékkst notað til þess að
kalla bandaríska herinn til landsins. Fyrir kosn-
ingar 1956 sór forusta Alþýðuflokksins enn að nú
skyldi hún beita sér fyrir því að herinn færi og
gerði það að stórmáli í ’kosningunum. Eftir kosn-
ingar notaði flokkurinn styrk sinn til þess að
tryggja það að loforðið væri svikið. Herfilegri
dæmi um svik á svik ofan verða vart fundin í
íslenzkri stjórnmálasögu.
Ijað er óskammfeilni sem tekur í hnúkana þegar
Alþýðublaðið telur það vott um alvöruleysi
Alþýðubandalagsins í hernámsmálinu að taka
þátt í myndun vinstri stjórnarinnar og láta reyna
á það hvort hún stæði við loforð sitt um brottför
hersins; með því er blaðið að hælast um yfir
svikum flokks síns. Vissulega má segja að illt
sé að eiga Alþýðuflokkinn að einkavin í slíku
máli, en engu að síður var það skylda Alþýðu-
bandalagsins að láta reyna á það hvort hann
fengist til að standa við gefin heit. Alþýðuflokk-
urinn er ekki heill í neinu, ekki heldur svikum
s'num við sjálfstæði landsins, og því var sjálf-
sagt að kanna það hvort óheilindi leiðtoganna
gætu einu sinni bitnað á öðrum en íslenzku þjóð-
inni. Því miður tókst það ekki, en tilraunin var
óhjákvæmileg, og margir kjósendur Alþýðu-
flokksins eru nú enn einu sinni reynslunni ríkari.
ginkennileg er sú kenning Alþýðublaðsins að
Alþýðubandalagið hefði átt að gera brottför
hersins að skilyrði fyrir samþykkt kjördæma-
breytingarinnar. Réttlát kjördæmaskipun hefur
alltaf verið baráttumál Sósíalistaflokksins og Al-
þýðubandalagsins og flokkar setja ekki skil-
yrði fyrir framgangi sinna eigin baráttumála.
Hin breytta kjördæmaskipun á að hafa í för með
sér stóraukin áhrif almennings á stjórn landsins,
og aðeins vaxandi áhrif fólksins í landinu geta
tryggt það að smán hernámsins verði aflétt. — m.
xm
ua
T/ unnasti fréttaskýrandi
“ Bandaríkjanna heitir Walt
er Lippmann. Þrisvar í viku
birtast greinar hans um
bandarísk stjórnmál og al-
alþjóðamál i New York Her-
ald Tribune, aðalmálgagni
repúblikana í austurfylkjum
Bandaríkjanna og fjölda ann-
arra blaða víða um heim. 1
síðustu viku hafði Lippmann
þetta að segja í einni grein
sinni: „1 hringiðu atburðanna
sem fylgt hafa því að njósna-
flugvélin var skotia niður,
hefur Bandaríkjastjórn tekið
upp eða réttara sagt slys-
azt til að taka upp stefnu
sem er gersamlega óframbæri
leg og á sér enga hliðstæðu í
milliríkjasamskiptum. Afstaða
Bandaríkjanna virðist nú
verða þessi: Vegna þess að
það er svo fjári erfitt að afla Chaillot-höllin í París (t.h.) þar sem þúsundum iréttanaanna
vitneskju um það sem gerist var skýrt frá hinum sögulega fundi æðstu manna í fyrradag-
í Sovétríkjunum, er það hér
eftir opinberlega yfirlýstur á-
setningur okkar að fljúga yf-
ir sovézkt land frá stöðvum
'í löndum bandamanna okk-
ar“.
„Að tilkynna þannig opin-
berlega að við séum stað-
ráðnir í að skerða fullveldi
Sovétríkjanna þýðir það að
allir búast við hinu versta,“
heldur Lippmann áfram.
„Sovétstjórnin á þess engan
kost að þagga atburðinn nið-
ur, vegna þess að henni hef-
ur verið ögrað umbúðalaust
frammi fyrir öllum heimi.
Hún er tilneydd að láta hart
mæta hörðu. Ekkert ríki get-
ur látið sem ekkert sé, þeg-
ar annað ríki tilkynnir opin-
berlega að það ætli sér að
ráðast inná yfirráðasvæði
þess. .... Úr því að ögrunin
hefur verið höfð í frammi
fyrir opnum tjöldum, er
næstum ógerlegt að fara með
þennan atburð í kyrrð og
spekt eftir diplómatiskum
leiðum.“
að sannaðist í París í fyrra-
dag, hversu rétt Lipp-
mann hafði fyrir sér. Eftir
áralangan undirbúning voru
æðstu menn fjórveldanna
komnir saman til að ræða
heimsvandamálin. Viðbrögð
Eisenhowers og Herthers ut-
anríkisráðherra hans við því
þegar bandarísk njósnaflug-
vél var skotin niður yfir
hjarta Sovétríkjanna 1 maí
virðast ætla að sjá fyrir því
að fundurinn leysist upp áð-
ur en hann hefur í raun og
veru hafizt. Meðferð Banda-
rikjastjórnar á flugvélarmál-
inu hefur frá upphafi verið
með fádæmum. Fyrst lýsti
Lincoln White, talsmaður ut-
anríkisráðuneytisi'ns, yfir að
Rússar hefðu sýnt einstakan
níðingsskap með því að skjóta
niður óvopnaða veðurathug-
anaflugvél, sem villzt hefði
; 111111! 111111 m i 1111111111111; 11111 ;i! m 111111111111111111111111 m 111111111111111111111 ■ i) i 111111111 m 11111 e 111: i m 11111 m! 111 c 111 i'Mi 1111111
Þingvikan hófst með vand-
ræðalegum undanbrögðum
Gylfa ráðherra á mánudag
varðandi fiskverðssamninga
og með yfirlýsingu Emils ráð-
herra á þriðjudag, að ríkis-
stjórnin teldi sig tilneydda
að flytja á Alþingi frumvarp
til laga um breytingu á hinum
vönduðu efnahagslögum frá 'í
vetur, — vegna sömu fisk-
verðssamninga. Talsvert var
talað. um dragnótina, eilífðar-
mál þingmanna í áratugi,
byggingalán til bænda, verzl-
unarbankinn kom til 1. um-
ræðu. Og undir vikulokin varð
ríkisstjórnin að játa með
þögninni, að svardagar Gylfa
Þ. Gíslasonar og Ólafs Thors,
að 87% austurviðskiptanna
ætti að „vernda“ með sér-
stökum stjórnarráðstöfunum,
væru meinsæri ein og fals, en
ríkisstjórnin sé nú þegar ráð-
in í að stórdraga úr austur-
viðskiptunum þegar á þessu
ári, hvað sem það kann að
kosta íslenzkan útflutning og
alþýðu manna.
•
Umræðumar um íhlutun
ríkisstjórnarinnar í fiskverðs-
samningana urðu utan dag-
skrár í neðri deild á mánu-
dag og þriðjudag. Skúli Guð-
mundsson og Einar Olgeirsson
spurðu um málið vegna blaða-
fregna, og bentu á hve mjög
ríkisstjórnin hefði nú vikið
frá fyrri yfirlýsingum og af-
stöðu, og hvern vitnisburð
þessi íhlutun gæfi traustleik
hins nýja efnahagskerfis og
hinum skrumkynnta „sér-
fræðilega“ undirbúningi þess.
Gylfi varð fyrir svörum og
kom einhvemveginn engum
vörnum við, enda óhægt um
vik og varpaði málinu frá sér,
lofaði skýrslu frá Emil dag-
inn eftir. Hún kom í fundar-
byrjun þann dag, en reyndist
aumlegt yfirklór, að þv'í frá-
töldu að ríkisstjórninni hafði
nú skilizt að hún gæti ekki
komið fram hinum nýju út-
flutningsuppbótum nema- með
lagabreytingu. Og þaö ■ sem
hlaut að vera henni. beizkasti
bitinn: Hún varð .að kmkka
í sjálf efnahagslögin frá í
vetur gengislækkunarlögin,
sjálfa undirstöðu hins nýja
efnahagskerfis, en einmitt þar
átti hver steinn að vera lagð-
ur af eindæma snilld og sér-
þekkingu innlendri og út-
lendri. ivt
•
Btéði á Alþingi og í blöð-
um hafa stjórnarflokkarnir
verið ákaflega feimnir við
þessar nýju útflutningsupp-
bætur og íhlutun ríkisstjórn-
arinnar um samninga sölu-
samtakanna og útvegsmanna.
Afne'tanirnar, yfirlýsingar um
að íhlutun hafi engin verið,
og uppbætur hafi engar ver-
ið ákveðnar, að allt séístak-
asta lagi með útreikninga sér-
fræðinganna og efnahagskerf-
ið, eiga að bjarga virðingu
ríkisstjórnarinnar, enda þótt
fjöldi manna og raunar lands-
menn allir, viti hið sanna. Og
afneitanir ráðherra og iblaða
koma eftir að Morgunblaðið
hafði sjálft skýrt þannig frá
málavöxtum: „Samningsum-
ræður um fiskverðið hafa
staðið yfir síðan í febrúar,
og mun það hafa greitt mjög
fyrir samkomulagi að ríkis-
stjórnin lækkaði 5% útflutn-
ingsskattinn á fiskinum. um
helming niður í 2Vi%“.
Nógu margir vita hvað