Þjóðviljinn - 21.05.1960, Side 4

Þjóðviljinn - 21.05.1960, Side 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 21. maí 1960. • Stærsti togari ís- ' lendinga Á miðvikudaginn kom til landsins stærsti togari, sem íslendingar hafa eignazt. Er það togarinn Maí, sem Bæj- arútgerð Hafnarfjarðar hef- ur látið smíða í Þýzkalandi. Togarinn er hið glæsilegasta skip og mjög vel útbúið á allan hátt. Ýmislegt í útbún- aði hans má teljast til nýj- unea, sem væntanlega munu ryðja sér til rúms. Þannig er t.d. með útbúnað þann, sem á að koma 'í veg fyrir að ísing setjist á skipið, en það eru bæði tæki til þess að dæla heitum sjó til þess að bræða ísinguna og eins rafmagnshitun í framsigl- unni. Eins og kunnugt er stafar hin mesta hætta af því, er ísing bleðst á skipin í vondum veðrum og hafa mörg skip farizt af þeim sök- um. Er vonandi, að þessi nýi útbúnaður gefi góða raun og er þá ekki að efa, að hann verður settur í fleiri skip, einkum togarana, sem oft sækja á fjarlæg mið um hávetur og í verstu veðr- um. Margar fleiri nýjungar eru í útbúnaði togarans og ber ég ekki skynbragð á nema fátt af því. Þannig er skrúfa togarans fullkomnari heldur en verið hefur áður á togurum hér, lórantækin fullkomnari og svo mætti ýmislegt fleira til telja. Er ástæða til þess- að óska Bæjarúgerðinni sérstaklega til hamingju með þetta glæsilega skip. Ein spurning er það þó, sem vaknar hjá landkraþba eins og mér í sambandi við þetta skip og hún er þessi: Er það i raun og veru heppilegt fyrir okkur að láta byggja svona stóra togara úr því að ekki er þá um verksmiðju- togara að ræða? Sjálfsagt geta stórir togarar verið heppilegir, þegar sótt er á fjarlæg mið, eins og t.d. til Nýfundnalands, og Maí hefur líka svo mikinn ganghraða, að hann á að vera sólarhring skemur á leiðinni þangað heldur en eldri togarar okk- ar þannig að túrinn þarf ekki að taka lengri t'íma en hjá þeim, þótt hann verði lengur að fylla sig. Mér finnst aftur á móti, að svona stórir togarar hljóti að vera óheppilegri til veiða á heima- miðum, en það er e.t.v. bara mín fáfræði. Gaman væri hins vegar að fá að heyra álit fróðra manna á þessu og þá einkum sjómanna, sem reynslu hafa af veiðum á tog- urum. Væri póstinum þökk á að fá bréf um þetta efni. • Góð kvikmynd „Bíógestur" hefur beðið póstinn að vekja athygli for- eldra á sérstaklega góðri mynd fyrir börn og unglinga, sem nú sé verið að sýna í Kópavogsbíói. Hann sagðist hafa farið á myndina í fyrrakvöld með konu sinni og þau hefðu orðið mjög hrifin af henni. Aðsóknin hefði hinsvegar verið heldur dræm, sagði hann, eins og oft vill verða hér með góðar myndir. en það væri synd, ef menn létu svona góða mynd fara fvrir ofen garð og neð- au hjá sér. Pósturinn hefur ekki s.jálfur séð bessa mynd en trevstir „Bíógesti" til þess að fara hér með rétt mál. Myndin heitir Litli bróðir. Skotin niður við Havana “ht þrjár bandarískar flugvélar verið skotnar niður yfir Kúbu. Vélarnar höfðu flogið yfir eyna í heimiidarleysi í erindum gagnbylthigarafla sem vinna að því að steypa stjórn Fidels Castro. Myndin er af vél þeirri sem skot- in var niður í síðustu viku rétt utan við höfuðborgina Havana, Flugmaðurinn, Edward Duke, beið bana, en fjórir karlar og ein kona sem| ætluðu að flýja Iand með vélinni voru handtekin. Kúhustjórn segir, að þetta hafi verið fjórða ferðin af sama tagi sem þessi vél fór. Bandaríska strandvarðliðið í Flórída viðurkennir að vélin liafi Iagt upp þaðan í leiðangurinn til Kúbu. Fnsmvarpi Einars visað til stjómar Frumvarpi Einars Olgeirsson- ar um breytingu á íogunum um áburðarverksmiðjuna var vísað til ríkisstjórnarinnar á fundi neðri deildar í fyrradag, með lf> atkvæðum gegn 9. Var samþykkt rökstudd dagskrá meirihluta fjárhagsnefndar en hún var þannig rökstudd af framsögu- manni Jóhanni Hafstein, að einnig meirihlutinn teldi fulla þörf að rannsaka málið og ætl- aðist til að rikisstjórnin geri það fyrir næsta þing. Við atkvæðagreiðsluna (nafna- kall) vakti athygli að Framsókn hafði þrennskonar afstöðu í málinu, sumir móti rökstuddu dagskránni, aðrir með henni en nokkrir sátu hjá! Ingólfur Jónsson reynir að hefna þess með illyrðum í Morgunblaðinu í gær s.em hall- aðist fyrir honum á Alþingi, en þar hefur hann staðið varn- arlaus í vörii fyrir Imeykslis- málununi varðandi áburðar- verksmiðjuna og mjög aðþrengd- ur. Myndarlegt 50 ára afmælisrit Búnaðarsambands Suðurlands Búnaðarsamband Suðurlands hefur gefið út myndar- legt rit til að minnast fimmtíu ára afmælis síns í liitteðfyrra. Bókin nefnist „Afmælierit Búnaðarsambands Suðurlands" og er 358 blaðsíður i stóru broti. I henni eru 189 myndir og töflur. Umfangsmestu kaflana í rit- inu skrifar Páll Lýðsson í Litlu-Sandvík, og er þar fjall- að um sögu Búnaðarsambands- ins og einstök félög bænda á Suðurlandi. Eru þessir kaflar til samans 163 blaðsíður. Þá eru í bókinni 17 styttri ritgerð- ir um ýmis efni eftir 14 höf- unda og þrjú kvæði. Hjalti Gestsson ráðunautur skrifar. um stjórn og starfs- hætti Búnaðarsambandsins, til- raunastöðina í Laugardælum og búfjárrækt. Kristinn Jóns- son ráðunautur skrifar um búnaðarhagi á Suðurlandi fyrr og nú og Einar Þorsteinsson ráðunautur um -vélar og verk- færi. Páll Sveinsson sandgræðslu- stjóri skrifar um eandgræðsl- una, Klemenz Kristjánsson til- raunastjóri um kornræktina og Ingólfur Þorsteinsson áveitu- stjóri um áveitur. Páll Diðriksson, Búrfelli skrifar formála og um afurða- söluna, Þórarinn Helgason, Þykkvabæ, um rafvæðingu Skaftfellinga, Steinþór Gests- son, Hæli, um hestinn. Greinar almenns efnis um búskap og fé- lagsstarf eru eftir Þórð Tóm- asson, Þorsteinn Sigurðsson Vatnsleysu og Stefán Hannes- son, Litla Hvammi. Kristján Kristjónsson forstjóri skrifar um búnaðarsýninguna á Sel- fossi og ræða er eftir Sigur- jón Sigúrðsson í Raftholti. Bókin er prentuð í Prent- smiðju Suðurlands á Selfossi. UfanlandsferS á rsi n s - ó d ý r - spennandi f I I 3. — 10. júlí í sumar verð- ur haldin alþjóðleg kynn- ingai’vika á hinni fögru bað- strönd Rostockhéraðs við Eystrasaltið í Austur-Þýzka- landi. Þátttakendur verða frá Þýzkalandi, Danmörku, Nor- egi, íslandi, Svíþjóð, Finn- landi, PóJlandi, Sovétríkjun-■ um o.fl- löndum. Þáttfaka ei öllum heimil, yngri sem eldri. FJÖLB REYTT DAGSKRÁ: ií.þróttamót — listsýningar þjóðdansar — leik- og óperusýningar — tónleikar -— kappsiglingar og reið- hjólakeppni — iðnaðar- og Iandbúnaðarsýning — dans- leikir og útiskemmtanir á baðstöðum við ströndina — heimeóknir í verksmiðjur, EYSTRASA ÞÁTTTÖKUGJALD (ferðir og uppihald innifalið) 7500 kr. skipasmíðastöðvar, fiskiðju- Hópurinn mun búa á góð- ver og útgerðarstöðvar í um hótelum. Rostockhéraði. Einstakt tækiíæri til að kynnast Austur- Þýzkalandi. íslenzki hópurinn fer með flugvélum 1. og 2. júlí til Kaupmannahafnar. Þaðan með lest og ferju til Wame- miinde. — Flogið heim frá Kaupmannahöfn 12. og 13. júlí. Þátttaka tilkynnist undir- búningsnefnd Eystrasalts- vikunnar, Tjarnargötu 20, sem gefur allar nánari upp- lýsingar. Tilkynnið þátttöku sem fyrst. UNDIRBÚNINGSNEFND EYSTRASALTSVIKUNNAR Tjarnargötu 20—Sími 17513

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.