Þjóðviljinn - 21.05.1960, Page 5

Þjóðviljinn - 21.05.1960, Page 5
Laugardagur 21. maí 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (5 tilraunin áður e mrnr Fyrsti maðurinn sem send- ur verður út í geiminn frá Sovétríkjunmn mun fara um- hverfis jörðina í spútnik. I>að verða hins ve.gar send mörg ómönnuð gervitungl umhverf- is jörðu af sömu gerð og Spntnik 4. áður en menn verða látnir fara í þá ferð. Þetta var helzta niðurstað- : an í frásögn sovézks geim-! farafræðings, Armeníumanns-: ins prófessors Ambartsúmían, af hinu nýja gervitungli, • en hann dvelst um þessar mund- ir í Bretlandi og hefur m.a. | komið í radíóathugunarstöð- ina í Jodrell Bank. Prófessor Ambartsúm’ían á sæti í arm-1 ensku vísindaakademíunni og einnig í Æðstaráði Sovétríkj- anna. 1 Jodrell Bank hlýddi hann á hljóðmerki frá Spútnik 4. Forstöðumaður athugana- stöðvarinnar, prófessor A.C.B. Lovell, sagðist vera sannfærð- ur um að sovézki risaspútn- ikinn myndi verða fyrirmynd geimfarartækja framtíðar- innar. Fylgzt með geymslu matvæla Vísindamenn á vesturlönd- um höfðu furðað sig á því að matvæli skyidu höfð í Spútn- ik 4. þó að enginn maður væri með í ferðinni. Prófessor Am- bartsúmían sagði, að tilgang- urinn væri sá að fytgjast með því hvernig þau geymd- usf úti í geimnum og væru alls konar mælitæki látin gera mælingar í því skyni. „Ég held að þetta hafi verið gert til að fá sem mesta vitneskju um allar aðstæður sem geim- farar framt'iðarinnar þurfa að búa við“, sagði hann. Ekki mannaferðir strax Hann lagði áherzlu á að menn myndu ekki sendir út í Herstöðvasamii- itagur fullgiltur Neðri deild japanska þingsins1 fullgilti í fyrradag hinn nýja herstöðvasamning Japans og Bandaríkjanna. Til ótaka kom í þinginu vegna þess að nokkrir þingmenn sósíalista reyndu að loka forseta deildarinnar inni svo að hann gæti ekki sett þing- fund. Lögregla kom honum til aðstoðar. Blaðamean boða til verkfalís Allir blaðamenn sænskra blaða og fréttastofnana sem eru aðilar að félagi útgefenda hafa boðað verkfall frá 23/5,: en samningaviðræður sem stað- i ið hafa yfir að undanförnu eru farnar út um þúfur. Verk- fallsboðunin nær ekki til blaðamanna við málgögn kommúnista . og sósíaldemó- krata sem ekki eru í samtökum útgefenda. Spútnik fjórði á nýrri brant? Prófessor Lovell, forstöðumað- ur athuganastöðvarinnar í Jodr- ell Bank í Englandi, sagði í fyrradag að breyting myndi hafa orðið á braut sovézka geimfars- ins Spútniks 4. Hefði geimfar- ið komið hálfri klukkustund seinna en buizt var við yfir Bret- land í gærmorgun. Virtist sem það færi nú stærri hring en áð- ur umhverfis jörðu og hefði braut þess annaðhvort verið breytt með skeyti frá jörðu, eða að hið loftþétta hylki hefði verið skilið frá síðasta þrepi burðareldflaugarinnar. Bóluefni gegn krabbaraeini Eftir svo sem áratug höfum við fengið bóluefni gegn krabbameini og þar með ætti þessi vágestur að vera lir sögumii, sagði framkvæmda- stjóri stærstu lyfjaverksmiðju Bandaríkjanna, Merck & Co. John T. Connor í Kaupmanna- höfn á þriðjudaginn. Tilraunir hafa verið gerðar undanfarið ár með bóluefni sem reyn/.t hefur vel gegn vissum teg- undum krabbameins í dýrum, sagði hann, og raimsóknum er haldið ' tram á þessum grund- velli. geiminn frá Sovétríkjunum, hvorki umhverfis jörðina, til tunglsins eða annarrra plán- eta, fyrr en full vissa væri fyrir því að ná mætti þeim Iieilum á húfi til jarðar aft- ur. Hann vildi ekkert fullyrða um möguleika á að senda menn til annarra hnatta. „Mér virðist sem ákaflega mikill munur sé á því að senda spútnik á braut um- hverfis jörðina og koma geim- skipi til annarra hnatta og aftur til jarðar“. „Ein af síðustu tilraununum“ Annar sovézkur vísindamað- ur, M.I. Tévljakoff, sem vinn- ur við stjörnuathuganastöð- ina í Moskvu, segir í viðtali við Pravda að nýja geimskot- ið sé ein síðasta tilraunin! sem gerð verði áður en hægt j verður að senda menn út í geiminn. Hann varaði menn við að vera með of miklar grillur um væntanlegar geim- ferðir, eins og t.d. þá að menn muni einhvern tíma í framtíðinni flytjast til ann- arra hnatta. Hann sagði það vera „fáránlega" hugmynd. SÍíslffcyasf _ Vatnaselir eru meðal sjaklgæf- jaSglgCCS IIyi ustu dýra, en á myndinni sjást tveir slíkir. Þeir eru frá Bajkalvatni í Sovétríkjunum ea myndin er tekin í Kaupmannahöfn. Þeir komu við í dýra- garðinum þar, en eru á leið til dýragarðs í Bandaríkjunum j Vatnaselurinn er leifar af dýrategund sem var algeng á is- öld, en varð eftir í Bajkalvatni þegar hlýnaði í veðri og ís- inn færðist norður á bóginn. r Ofriðlegar herlur í Beigíska Kozigó i... klifinn Brezkir, indverskir og nep- alskir f j allgöngumenn klifu í fyrrad. einn hæsta tind heims, Annapurna II í Himalajafjöllum 7,900 m. Þetta var þriðja hæsta fjallið sem enginn hafði áður klifið. Sérpinn Tenzing var í leið- angrinum. Bandaríkjamenn skutu í gær Atlasflugskeyti frá Canaveral- höfða um 14.000 km leið og kom það niður í Indlandshaf um 1.000 mílur fyrir suðaustan Höíðaborg. ’orðunni. Sveréff lætnr af embætti Fjármálaráðherra Sovétríkj- anna, Arsení Sveréff, hefur beðizt lausnar vegna lieilsu- hrests. Við embætti hans tek- ur varafjármálaráðh. Sovét- ríkjanna Vaselí Garbúsoff. Sveréff hefur verið fjár- málaráðherra Sovétríkjanna síðan 1946. Hann var kjörinn í miðstjórn Kommúnistaflokks- ins 1939 og varð varafulltrúi i forsæti hennar 1952. Hann gekk í flokkinn árið 1919 þeg- Miklar óeirðir liafa verið i Belgísku Kongó að undanförnu o,g belgíska stjórnin hefur nú sent her siínum þar liðsauka. Viðræður hafa staðið yfir að undanförnu í Brussel um efna- liagsmál Kongó með tilliti til þeirrar breytingar sem verður á stöðu nýlendunnar í sumar, en ætlunin er að hún öðlist sjálfstæði 30. júní n.k. en nú er þeim lokið án þess að ár- angur næðist. Kongómenn hafa krafizt þess að þeir fái þegar í hendur víð- I, ar hann gerðist sjálfboðaliði í rauða hernum. Hann hefur tvívegis verið sæmdur Lenin- Enn óeirðir í Tyrklandi í gær Enn urðu óeirðir í Tyrklandi í fyrradag. Stúdentar og- annað æskufólk söfnuðust þúsundum saman við minnisvarða stofnanda lýðveldisins, Kemals Atatiirk, bæði í Ankara og Miklagarði. Lögreglan hleypti upp fundinum og voru a.m.k. 50 menn hand- teknir. Eins og við var búizt, hefur forseti finnska alþýðusam- bandsins, hægrikratinn Keino Heinonen, sagt af sér eftir ósigurinn í atkvæðagreiðslu í miðstjórn sambandsins. Heinonen hefur mánaðar upp- sagnarfrest, en óvíst er hvort hann mun sitja í forsetaemb- ættinu þennan mánuð. Eftir- maður hans verður eins og einnig var bú;zt við varafor- seti sambandsins, vinstrikrat- inn Vihtori Rantanen. Nýtt alþýðusamband ? Hægri kratar hafa þegar hafið undirbúning að því að kljúfa alþýðusambandið og stofna annað. Þeir hafa sett á laggirnar nefnd sem leggja mun á ráðin um hvað nú skuli gera. Talið er þó að það muni reynast erfiðara en í fyrstu var talið að setja á stofn nýtt alþýðusamband og ekki er búizt við að úr því verði á næstunni. I finnska alþýðusambandinu eru nú 32 verkalýðssambönd. Af þeim telja hægrikratar sig ráða yfir 15. Af hinum 17 ráða kommúnistar sjö, en vinstri kratar undir forystu Rantan- ens 10. Það skiptir þó megin- máli að sambönd þau sem hægrikratar ráða eru miklu fámemiari en hin, og eru í þeim aðeins um 90.000 af þeim 240.000 verkamönnum og kon- um sem eru innan vébanda alþýðusambandsins. Erlend íhlutun Aðalmálgagn hægrikrata, Su- omen Socialidemokraati, segir í forystugrein að í rauninni sé nú þegar svo komið að al- þýðusambandið hljóti að klofna, þar sem kommúnistar hafi tekið völdin í því. Vinstri-, kratar geti ekki haldið meiri-: hluta nema með stuðningi kommúnista og verði því að, gera það sem þeir vilja. Blað- ið segir að alþýðusamböndin á öðrum Norðurlöndum hafi þeg-1 ar látið vita að þau geti ekkij borið neitt traust til finnska alþýðusambandsins, meðan kommúnistar ráði þar lögum, og lofum. Málgagn vinstrikrata, Pái- ván Sanomat, segir hins vegar að miðstjórn sambandsins hafi tekizt að ráða fram úr mestu vandamálunum þannig að „nú sé opin leið til einingar þess“. tæk völd og það mun vera sú krafa sem spillt hefur viðræð- unum í Brussel. Leiðtogi þjóð- ernishreyfingarinnar, Lum- umba, hefur krafizt þess að þegar verði sett á laggirnar ríkisstjórn Kongó með víðtæk völd. Belgíumenn eiga sökina Leiðtogar Kongómanna segja að Belgíumenn hafi blásið að glæðum óvináttu milli hinna ýmsu ættflokka í landinu og þannig hleypt af stað þeim ófriði, sem geisað hefur að undanförnu millj lúlúa og bal- úba. Einn þeirra, Albert Lalondij, segir í viðtali sem hann hefur átt við New York Times að Belg’íumenn hafi æst lúlúa til árása á balúba, en hann er sjálfur af þeim ættflokki. Eitt af þeim málum sem rædd voru i Brussel var krafa belgísku stjórnarinnar að fá að hafa herst.öðvar í Kongó eftir að landið fær sjálfstæði, en þeirri kröfu hafa Kongó- menn vísað á bug. Belgíska stjórnin segist ótt- ast um þær 100.000 Belgíu- manna og annarra Evrópu- manna sem búsettir eru í Kongó og hún verði því að liafa her í landinu til að taka í taumana ef þörf gerist. Þegar hefur komið til á- taka milli belgískrar lögregln og herliðs og Afríkumanna i Kongó. Útgöngubann hefur verið sett í höfuðborginni Leo- poldville. Tveir leiðangrar klífa Everest Tveir leiðangrar eru nú að reyna að komast á Evresttind. í öðrum eru fjallgöngumenn fró Kína og Sovétríkjunum og klíí- ur hann tindinn að norðan, en, sú leið er talin miklu ógreiðfær- ari en leiðin upp suðurhlíðarnar Indverjar og Nepalmenn eru á leið upp fjallið að sunnan. Báð- um leiðöngrunum miðar ve'. áfram.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.