Þjóðviljinn - 22.05.1960, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 22.05.1960, Blaðsíða 11
Surmudagur 22. mai 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Útvarpið s Flugferðir □ I dag er sunnudagurinn 22. maí — Helena — Gangdag-a- vika — Tungl í hásuðrl kl. 10.12 — Ardegisháflæði kl. 3.21 — Síðdegisháflæði kl. 16.53. Næturvarzla er í Iðunnarapóteki, simi 1-19-11. tfTVARPIÐ DAG: 9.00 Fréttir. 9.10 Vikan framu'nd- an. 9.25 Morguntónleikar. a) For- leikur op 9 eftir Sigurð Þórðar- son. b) Serenada noeturna nr. 8 i D-dúr (K239) eftir Mozart. c) LofsönRur eftir Baethoven. d) Fantasía fyrir pianó, hljómsveit og kór eft'ir Beethoven. e) , App- alachia", tilbrigði eftir Delius um gamlan þrælasöng. 11.00 Messa í barnaskóla Kópavogs. 14. Miðdeg- istónileikar: Óperan „Madame Butterfly‘‘ eftir Puceini. 15.30 Sunnudags'ögin. 18.30 Barnatími (B. Pálmason): a) Framhaldssaga yngri barnanna. ,,Saga,n af Pella rófulausa“. IV. (Einar M. Jónsson þýðir og les). b) Telpnakór úr Austurbæjarskólanum i Reykja- vik syngur undir stjórn Guðrúnar Þorsteinsdóttur. c) „Múndi og Binc.“, frásaga eftir Halldóru B. Björnsson (Vilborg Dagbjartsdótt- ir kennari). 20.20 Kórsöngur: — Pó ýfónkórinn syngur. Söngstjóri: Ingólfur Guðbrandsson. 21.00 Spurt og spjallað í útvarpssal. -— Þátttakendur: Guðrún Gísladóttir frú, Valborg Bentsdóttir skrif- stofustjóri, Friðfinnur Ólafsson, forstjóri og Ka.rl Halldórsson tollvörður, Sigurður Magnússon fulltrúi stýrir umræðum. 22.05 Danslög. 23.30 Dagskrárlok. tjtvarpið á morgun: 20.30 Hljómsveit Ríkisútvarpsins Jeikur; Hans Antolitsch stjórnar. 21.00 Um daginn oft veginn (Gísli Halldórsson verkfræðingtír). 21.20 Tón’eikar: „Havanaise" e. Saint- Sa.ens. 21.30 Italíubréf frá Eggert! Stefánssyni söngvara. (Andrés ! Björnsson flytur). 21.45 Tvísöng-; ur: Rosanna Garteri og Giuseppe di Stefano syngja dúetta úr óper- um. 22.10 Búnaða,rþáttur: Garð- ræktin (Óli Valur Hansson ráðu- nautur), 22.25 Kammertónleikar: Strengjakvartett nr. 2 í f-moll op. 5 eftir Carl Nielsen. (Musica Vitaliskva.rtettinn leikur). 23.00 Dagskrárlok. Dagskrá Alþingis mánudaginn 23. maí 1980, kl. 1.30 miðdegis. Efri deiid: 1. Tollvörugeymslur. 2. Ríkisrsjkn- ingurinn 1957. 3. Alþjóðasiglinga- málastofnun. 4. Landnám, ræktun og byggingar í sveit.um. 5. Fisk- veiðasjóðúr Islands. 6. Verzlunar- staður við Arnarnesvog. Neðri deild: 1. Dragnótaveiðar í fiskveiðiland- helgi. 2. Sala tveggia jarða í A- Húnavatnssýslu. 3. Verzlunarbanki j Islands. 4. Verðlagsmál. 5. Dýra- læknar. 6. Orlof húsmæðra. 7. í Framleiðsluráð landbúnaðarins. Frá Kvenréttindafélagi íslands. Kvenréttindafélag íslands fer gróðursetningarför í Heiðmörk á mánudagskvöld 23. mai kl. S.30 e.h. frá Bifreiðastöð íslands. Kvennadeild Slysavarnafélagsins í Reykjavík he’dur fund í hinu nýia húsi félagsins á Grandagarði, mánudaginn 23. þ.m. kl. 8.30. — Sýnd verður kvikmynd. — Konur eru beðnar að sýna skírteini. Hrímfaxi er væntan- legur til Reykjavíkur klukkan 16.40 í dag frá Hamborg, Kaup- manmahöfn og Osló. Flugvélin fer til Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 8 í fyrramálið. Innanlands- flug: I dag er áætlað að fljúgastyrkið bágstaddar mæður og börn til sumardvalar. Kaupið mæðrablómin. — Mæðranefnd. Rafnkelssöf nunin: Söfnuninni hefur borizt frá þess- um aðilum: Guðrún og Guðmund ur Bala 500.— Guðlaug Guð- mundsdóttir 100.— Frá Ólafi Ósk- arssyni v. Óskarsstöð h.f. Rauf- arhöfn 10.000.— SkipShöfnin v.b. MUMMI kr.: 5.000.00 Einar Þórar- insson m.b. Hamar 200.— Guðni Aðalsteinsson 100.— Grétar Björns son 100.— Werner Schwiinhwed 100.—■ Guðm. Jóhannsson kr.: 200.— Sólmundur Jóhannsson 100.— Magnús Þorbergsson 100.— Jón Magnússon 100.—■ Hörður Einarsson 500.— Guðjón Guðjóns- son 100.— Sigurður Margeirsson 200.—■ Baldur Sigurðsson 500.— til Akureyrar, Siglufjarðar og Vestmannaeyja. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar 2 ferðir_ Egilsstaða, Fagurhólsmýr- ar, Hornafjarðar, Isafj., Kópa- skers, Patreksfjarðar, Vestmanna- eyja og Þórshafnar. Leifur Eir'ksson er væntanlegur klukkan 6.45 frá N. Y. Fer til Glasgow og Amst- erdam klukkan 8.15. Edda er væntanleg kl. 9 frá N. Y. Fer til Gautaborgar, Kaupmannahafnar og Hamborgar kl. 10.30, Drangajökú’.l fór ftá Kefl&vik 3.8. þ. m. á leið til Grimsby og Hull. Langjökull er væntanlegur til Vestmannaeyja á, jjj Hrönn. Sandgerði 3.000.— morgun. Vatnajökull fór frá R” i Söltunarsföð Oav Henriksen s.f. vík 18. þessa mánaðar á leið til | kr . jo.OOO — u E 100.— Þ. S. Leningrad. 600.— S. V. ""9— V. S. 1.000.— Hjarkærar bakk'" '’kkar allra. Hvassafell er í Gev’e. Arnarfell er væritan- legt til Gdynia á morgun. Jökulfell fór frá Reykjavík i gær til Rostock. Dísarfel! fór frá Rotterdam 20. þ. m. til Austfjarða. Litlafell er í oliu'flutningum í Faxaflóa. Helga- fell er í Þor'.ákshöfn. Hamrafell fór 13. þ.m. frá Reykjavík til Batúm. Styrktarfélag vangefinna. Bazarnefnd Styrktarfélags van- gefinna þakkar af alhug öl’um þeim, sem með rausnarlegum gjöfum og óþreytandi starfi hjálp- uðust að, við að gera hinn fyrsta „Bazar“ og kaffisölu félagsins svo myndarlega úr garði. Ekki síður þökkum við öllum þeim sem með komu slnni í Sk1 taheimilið, srinnudaginn 8. ma s.l., sýndu starfsemi fé’agsins skilning og velvild. — Bazarnefndin. Giftinaar l’.h. Söfnunarn. Björn Dúason. Bæjarbókasafn Reykjavíkur, sími 1-23-08. Aðalsafnið, Þingholtsstræti 29A: ÍJtlánsdeild: Opið alla virka daga klukkan 14—22, nema laugardaga kl. 13—16. Lestrarsalur fyrir fullorðna: Opið alla virka daga kl.10—12 og 13—22, nema laugardaga kl. 13—16. Utibúið Hólmgarði 34: tJtlánsdeild fyrir fullorðna: Opið mánudaga kl. 17—21, aðra virka daga, nema laugardaga, kl. 17—19. Lesstofa og útlánsdeild fyrir börn: Opið alla virka daga nema laugardaga kl. 17—19. Ctibúið Hofsvallagötu 16: Útlánsdeild fyrir börn og full- orðna: Opið alla virka daga, nema laugardaga, kl 17.30— 19.30. trtibúið Efstasundi 26: ÚtlánsOeild fyrir börn og full- orðna: Opið mánudaga, mið- vikudaga i c föstudaga kl. 17-19. Minningarspjöld Blindra- vinafélags íslands fást á þessum stöðum: Blindraiðn, Ingólfsstræti 16, Silki- búðinni, Laufásvegi 1. Ramma- gerðinni, Hafnarstræti 17, Verzl. Víði, Laugavegi 166, Garðs Apot. GENGISSIÍRANING (söiugengi) Sterlingspund 1 106.83 Bandaríkjadollar 1 38.10 Kanadadollar 1 38.90 Dönsk króna 100 551.35 Norsk króna 100 533.90 Sænsk króna 100 736.70 Finnskt mark 100 11.90 N. franskur franki 100 776.90 Belgískur franki 100 76.42 Svissneskur franki 100 881.50 Gyllini 100 1.010.30 Tékknesk króna 100 528.45 Vestur-þýzkt mark 100 913.65 Líra 1000 61.33 Austurr. schillingur 100 146.40 Peseti 100 63.50 THEODORE STRAUSS: Tunglið kemur upp 12. D A G U R . Hver hefur verið að tala um mig? spurði Daníel. Hann sá að Jessie frænku leiddist að tala um það. — Faðir Jimma Biffs talaði við mig eftir messuna í kvöld. Hann segir að slysið í gær- kvöldi — hafi verið þér að kenna. — Hvernig komst hann að þeirri niðurstöðu? — Jimmi sagði að þú hefðir verið fullur. — Jimmi lýgur. Orð hans og hvernig hann sagði þau, gerðu hana dálítið ringlaða, því að hún virtist ekki vita hvað hún átti að segja. — JSTú, kannski, sagði hún. — Kannski laug hann. Jessie frænka hrissti höfuðið. — Ég skil þetta ekki. Daníel — þú ert að fá slæmt orð á þig, en þú virðist ekki taka þér það sérlega nærri. — Nei, það geri ég ekki, sagði hann. — Ilvað sagði hann þér fleira? — Ekkert fleira. Það var eins og Jessie frænka væri að reyna að skilja hann. Skömmu seinna sagði hún: — En hefurðu ekki hugsað út í það, að þegar þú gerir annað eins og þetta, þá er það nógu slæmt fyrir sjálf- an þig — en hvað um þau hin? >— Hvaða hin? — Guð minn góður. Ungling- ana tvo. Júlíu litlu og dreng- inn hans Walthers Biff. Og hana, kennslukonuna sem var með ykkur, ungfrú Johnson. . . Danni leit upp. — Hvað um hana? — Henni verður kannski sagt upp. Ef hún getur ekki haft betri gát á unga fólkinu, getur hún tæplega verið góð kennslukona. Jimmi sagði herra Biff, að hún hefði íengið að drekka eins og hinir. — Hún átti ekki minnstu sök á slysinu. Bíllinn rann til, það var allt og sumt. Það getur komið fyrir hvern sem er. — Jæja, Dan’el, ég vona að ekki sé annað að. Jessie frænka reis upp og stóð þarna þreytu- leg og dálítið döpur, vegna þess að hún hafði engu áorkað með tali sínu. Hún lagði höndina á handlegg hans, dálítið feimn- islega eins og hún þyrði það varla. — Ég veit að þú ert ekki slæmur drengur, Daníel, sagði hún. — Ég veit það, hvað svo sem þeir segja. Þótt við tökum tillit til þess sem ggjrðist fyrir löngu, þá hefur aldrei verið dropi af iilu Moði ffokkt:» ar fjölskyldu og þú getur ekki verið annað en góður drengur. Það sagði ég líka við Walther Biff. Þessi síðustu orð hennar höfðu djúp áhrif á Danna. Hann fékk kökk í hálsinn og gat ekki sagt annað en — það var fallegt af þér, frænka. Það var reglulega fallegt af þér. Hún horfði í augu hans. — Við skulum tala saman dálítið oftar- eftirleiðis. Finnst þér það ekki Daníel? — Jú, það getum við gert, Jessie frænka, Það vil ég' gjarnan. — Og bjóddu mér nú góða nótt með kossi. Þetta var það versta sem Jessie frænka hafði nokkurn tíma beðið hann um. A.ndartak velti hann fyrir sér, hvort hann væri nógu sterkur til að gera það, nógu sterkur til að vera blíður. Hann var ekkert barn, enginn smádrengur. Hann bað ekki kvöldbæn. Aldrei. Það var eins og að skammast sín innst inni og vera hræddur um að hann gæti aldrei hleypt í sig hörku aftur, ef hann léti undan. Loksins klappaði hún honum á handlegginn og sagði góða nótt og fór, og hann óskaði þess að hann hefði gert þetta sem hún bað hann um. En hann stóð bara kyrr, peiður sjálfum sér, reiður yfir þessari flækju og yfir því að engu yrði breytt, það .væri um seinan að bréýta því. Loks heyrði hann rödd ýennáf, þarósem hún stóð við stigann. — Það vantar hnapp á jakkann þinn, Daníel. Minntu mig á að sauma hann í fyrra- málið. I-Iann vissi ekki hversu lengi hann stóð þarna, eftir að Jessie frænka var búin að loka svefn- herbergisdyrunum sínum — hann stóð þar án þess að hugsa, án þess að hreyfa sig, alveg eins og fiskurinn í vatnskerinu. Hjartað sló þungt. Þegar hann kom upp í herbergið sitt, lok- aði hann dyrunum og hallaði sér upp að hurðinni. Honum hafði aldrei fyrr fundizt hann vera eins þreyttur og það leið heil mínúta, áður en hann hafði þrek til að ná í vasaklút svo að hann gaeti þurrkað svitann af andlitinu. Það var ekki vasa- klúturinn hans-. Það vár vasa- klútur Gillýar-. Það vár sætur ilmur af honum og hann var enn svalur og' rakur af tárum hennar. Hvað var langt síðan hann hafði skilið við hana? Klukkutimi? Það hefðu eins getað verið 100 ár. Hann gekk að glugganum, opnaði hann og fann kalt lqft- ið leika um andiit sitt og háls. Hvergi sást ljós í Bradford — aðeins tunglið sem varpaði daufu skini á lauflaus trén í bakgörðunum. Allt var kyrrt og hljótt, eins og þarna væri alls ekki bær, þar sem fólkið vaknaði næsta morgun til að fara til vinnu sinnar í búðum, skrifstofum og bönkum. Þetta var 'eins og bær sem hafði ver- : ið í ’eyði í rrlörg ár. • Ég verð að reyna að koma lagi á þetta allt, hugsaði hann. Ég verð að leggja niður fyrir mér staðreyndirnar. Ef ég geri það ekki, getur allt komið fvr- ir. Og hann sagði við sjálfan sig: Bærinn sefur og hann veit ekki neitt. Billi Scripture hef- ur ekki meiri skynsemi en iílið barn og hann veit ekki neitt. Jessie frænka heldur að ekki sé til i'lur blóðdropi í ættinni og hún veit ekki neitt. Það er ekki nema ein persóna í öll- um bænum sem veit, hver drap Jerry Sykes, og það er ég. Og um leið varð honum ijóst, að það var skeifilegast af öilu saman. 3. KAFLI Hinn fy.rsti sem hann sá næsta morgun var Ken Willi- ams, sem stjórnaði hljómsveit- inni á böllunum við Bræðra- tjörn. Hann sat einn við skenk- inn á Billa kaffi og borðaði flesk og egg og las í tónlistar- blaði á meðan. Ken og Elmer, barþjónninn, höfðu sennilega verið að ræða um viðburði dagsins þegar Danni kom inn, því að Elmer hallaði sér fram á borðið og' spurði lágt og ákaft. Ken svaraði einhverju og hélt áfram að horfa í blað- ið. Þeir litu upp báðir, þegat* Danni kom inn. — Daginn, Hawkins, sagði Ken. — Hvern- ig líður þér? ’ — Ég ér í heilu lagi. i-fu Ken ieit'ári-'Ðanna og bro&tl

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.