Þjóðviljinn - 22.05.1960, Blaðsíða 5
Suimudagur 22. maí 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (5
Iíilómetra eftir kílómetra teygja baðstrendu rnar sig með mjúkum sandi og miklu aðgrynni.
Eystrasaltsvikan
ÁœfluB þátftaka 80 manna hóps
frá íslandi
Eystrasaltsvikan 1960 verður
haldin dagana 3.—10. júlí í
Rostock-héraði í Austur-Þýzka- '
landi. íslendingum er boðið að
taka þátt í henni og megum við
senda um 80 manna hóp íil
hátíðahaldanna. Öllum er heimil
þáttaka, eldri sem yngri.
■ SKÓGUR OG BAÐSTRÖND
Þetta er í þriðja sinn, sem
skipulögð verður þátttaka héð-
an í Eystrasaltsvikunni. Nokkuð
hefur verið sagt frá hinum fyrri
hér í blaðinu, en þær hafa þótt
takast með ágætum og hafa
þátttaker.dur héðan einróma
lokið lofsorði á skipulag og
framkvæmd vikunnar. Þeim,
sem farið hafa á æskulýðsmótið,
en það er haldið í tjaldbúðum
við baðströndina nokkru fyrir
austan Rastock, hefur orðið
dvölin. þar óg’evmanleg. Um-
hverfið er þarna mjög sérstætt
og fagurt, hávaxnir skógar
bylgjast um hæðadrög og dali
og teygja sig víða allt til sjávar,
en er kemur út úr skógarþykkn-
inu bla'.ir við gulhvít bað-
ströndin. Eystrasaltsströndin er
ein bezta ., baðströnd Evrópu
Stór hluti strandlengju Austur-
Þýzkalands er ein samfelld bað-
strönd, þakin gulhvítum, fíngerð-
um sandi, sjórinn 18—20 stiga
heitur.
Mörg verkalýðsfélög og önnur
samtök austur-þýzkrar alþýðu
eiga þarna félagsheimili, þar
sem meðlimir þeirra geta dvalið
í sumarleyfi sínu gegn ótrúlega
vægu gjaldi. Fjölmörg hótel og
hressingarheimili fyrir aðra
sumargesti eru einnig þarna.
Q MIKIL ÞÁTTTAKA
Eystrasaltsvikan í sumar verð-
ur með svipuðu sniði og und-
anfarin ár. Þátttaka og fjöl-
breytni hátiðahaldanna hefur
raunar vaxið ár frá ári en í ár
verða þau mun stærri í sniðum
en nokkru sinni fyrr. Búast
; Þjóðverjar við yfir 5000 gestum
j frá Norðurlöndunum einum, en
i auk þess koma stórir hópar frá
j Sovétríkjunum, Póllandi, Vest-
j ur-Þýzkalandi svo og frá hinum
i ýmsu héruðum Austur-Þýzka-
: lands. í Rostock og víðar verða
I geysifjölmenn íþróttamót. Keppa
þar margir beztu íþróttamenn
álfunnar í hinum fjarskyldustu
j íþróttagreinum — allt frá frjáls-
j um íþróttum og knattspyrnu til
: kappróðra, sunds og hjólreiða.
Þá verður efnt til listaverka-
sýninga, sýndir þjóðdansar og
aðrar þjóðlegar listir hinna
i ýmsu þátttökuþjóða. Margir
heimsfrægir listamenn heim-
sækja Eystrasaltsvikuna, hljóð-
færaleikarar, söngvarar, leikarar
o. fl. T. d. koma flokkar frá
Leningrad-ballettinum, Gdansk-
| óperunni, leikhópar frá Malmö-
leikhúsum og „Junges Teater“
í Hamborg, svo að eitthvað sé
nefnt.
Þátttakendur fá ókeypis að-
göngumiða að dagskráratriðum
eftir eigin vali.
gg TIL SKEMMTUNAR OG
FRÓÐLEIKS
Meginhluti þátttakenda mun
búa í hótelum og hressingar-
heimilum nema þeir, sem fara á
Fólki á öllum aldri gefst kostur á
þátttöku í hátíðahöldumim við
Eystrasalt Islenzka undirbúnings-
nefndin tekur á móti tilkynningum
um þátttöku
æskulýðsmótið og munu búa í
tjaldbúðum, eins og áður segir.
Verða þær í Graal-Muritz, kyrr-
látum og fögrum smábæ skammt
austan við Rostock.
Alla dagana verður eitthvað
til skemmtunar. Á daginn verð-
ur farið í sjóinn, legið á strönd-
inni eða farið i stuttar kynnis-
ferðir um nágrennið, heimsóttar
verksmiðjur, samyrkjubú ,skipa-
smíðastöðvar o. fl. Yfirleitt ,mun
þátttakendum Eystrasaltsvik-
unnar verða gefinn góður kost-
ur á að kynna sér uppbyggingu
hins nýja þjóðfélags sósíalism-
ans í Austur-Þýzkalandi og
hina hraðfleygu þróun landsins
til aukinnar tækni, betri og jafn-
ari lífskjara. Gefst þeim, sem
leikið hefur forvitni á hvað sé
satt og hvað ósatt af öllu því,
sem sagt hefur verið um hin
umdeildu ríki sósíalismans, hér
alveg einstakt tækifæri til að
kynnast þróuninni í einu þeirra
af eigin raun.
Á kvöldin verða útisamkomur,
dansleikir við baðströndina,
leiksýningar og annað til
skemmtunar.
jjjgj KOSTNAÐUR O. FL.
Þátttökugjald fyrir þá, sem
héðan fara verður um 7.500,00
kr. E.r þar allt innifalið: flug-
far til Kaupmannahafnar, ferð
með lest til Rostock, viku dvöl
og uppihald á hóteli (í tjald-
búðunum fyrir þá, sem taka
þátt í æskulýðsmótinu) -— og
heimferðin sömu leið.
Sett hefur verið á laggirnar
sérstök undirbúningsnefnd til að
sjá um þátttöku héðan frá ís-
landi í Eystrasaltsvikunni. Eiga
sæti í henni þeir Ingi R. Helga-
son, lögfr, Guðmundur Magn-
ússon, verkfr. og Björgvin Saló-
monsson.
Þátttöku ber að tilkynna á
skrifstofu nefndarinnar Tjarn-
argötu 20, sími 17513 — opið
alla virka daga frá kl. 10—19,
sunnudaga kl. 16—17 — og eru
allar nánari upplýsingar veittar
þar. Utanáskrift á bréf til
nefndarinnar er: Eystrasaltsvik-
an, Tjarnargötu 20 Rvík.
Áburðarverksmiðjan
Framhald af 1. síðu
heimilt að afskrifa um 3 millj-
ónir. Undir þeirn lið er því
falinn gróði sem nemur um 7
milljónum krcna. Auk þess er
svo bókfærður ágóði sem nem-
ur 4 milljónum, þannig að
heildargróðinn á árinu er 11
milljónir, þegar búið er að af-
skrifa að fullu og standa við
allar skuldbindingar.
9 Kauprán kratastjórn-
arinnar V2 milljón
Það er athyglisvert að þetta
mikla gróðafyrirtæki fékk einn-
ig í sinn hlut ágóðann af kaup-
ráni Alþýðuflokksstjóinarinnar
1959. Kauplækkunin hjá starfs-
'mönnum Áburðarverksmiðjunn-
ar einum nam það ár um það
bil hálfri milljón króna. Munur-
inn verður þó miklu stórfelld-
ari í ár- Áburðarverðið er
hækkað til mikilla muna með
gengislækkunarlögunum, en
kaupgjaldið á að haldast
óbreytt. Samkvæmt þvi yrðu
kaupgreiðslur til verkafólks
miklu minni hluti af reikning-
um fj'rirtækisins á þessu ári
en í fyrra.
• Fjórðungur sölu-
verðsins gróði
Tekjur Áburðarverksmiðjunn-
ar af seldum áburði námu á sl.
ári 34 milljónum króna, en sé
einnig reiknað með birgðaaukn-
ingu nam verðmæti framleiðsl-
unnar 46 milljónum króna. Er
ekki að efa að bændum, sem.
hafa verið látnir greiða þetta
verð og eiga nú að greiða m u n
hærra verð eftir geng'slækk-
unina, þyki gróði Áburffar-
verksmic junriar mjög athygl-
isverður. Verðið í fyrra hefur
verið miðað við það að fjórð-
ungur þess yrði hreinn hagnað-
ur. Er augljcst að verksmiðjan
gæti lækkað áburðanærðiff
talsvert, enda átti það að vern
einn tilgangurinn með stofnua
hennar.
• Hægt að hækka kaup
og lækka verð
Dæmið af áburðarverksmiðj-
unni er einkar gott svar við
þeim áróðri stjórnarblaðannx
að kaupgjald megi fyrir enga
muni hækka ef atvinnurekstur-
inn eigi að standast. Áburðar-
verksmiðjan gæti hækkað kaup
verkafólks til mikilla muna og
samtímis lækkað áburðarverð
til bænda, án þiess að það bitn-
aði á nokkurn hátt á rekstri
fyrirtækisins, leiddi til þess að
það þyrfti á aðstoð að halda
eða stuðlaði að nýrri verðbólgu.
Sama mun að segja um ö'l
meiriháttar fyrirtæki á Islancli
önnur.
Framh. af 12. síðu
vega og brúa og skipulag þorpa
hefur farið eftir ákvörðunum
hernámsliðsins- Jafnvel þótt
augljóst væri að þarfir her-
námsliðsins stönguðust á við
hagsmuni ísiendinga, var her-
námsliðið látið ráða. Sjálf vega-
gerð ríkisins, sem þingmenn
eru að burðast við að fela ein-
stök verkefni á fjárlögum,
virðist hafa lotið ákvörðunum
hernámsliðsins. beygt sig undir
Eiseisliowei9
Framhald af 12. síðu.
Bandaríkjaforseti taldi sérstaka
ástæðu til að gefa einræðisherra
Spánar þessa einkennilegu
skýrslu.
Margt bendir til þess að
njósnamálið og úrslit Parísar-
fundarins muni reynast repúblik-
önum erfitt viðureignar í kosn-
ingunum í Bandarikjunum í
haust.
Þingmenn demókrata hafa boð-
að fyrirspurnir á þingi um
njósnamálið og þá ákvörðun
bandarísku stjórnarinnar að boða
til skyndiæfingar á öllum flug-
stöðvum Bandarikjanna einmitt
þegar stórveldafundurinn var að
hefjast. Blaðið Washington Post
sagði í fyrradag að Bandaríkja-
menn gætu ekki fagnað Eisen-
hower við heimkomuna sem
„sigrandi hetju. Hann og banda-
ríska þjóðin með honum hafa
beðið auðmýkjandi ósigur“. Adlai
Stevenson, forsetaefni demókrata
í tvennum kosningum, sagði í
Chicago að „meðan repúblikanar
væru við völd væri engin leið
að gera þá samninga við Sovét-
ríkin sem skipta öllu máli fyrir
Bandaríkin“.
vilja þeirra við ákvarðanir um
það hvar ætti að leggja vegi
og brýr.
• Bætur fyrir mis-
heppnað hermang
Og Ingólfur Jónsson skipu-
lagði Hellu og kaupfélagshús
sín í samræmi við fyrirætlanir
Bandaríkjanna. Hann hefur ef-
laust haft mikil áform um það
að hagnast sérstaklega á við-
siciptum við hernámsliðið og
hagað byggingum sínum sér-
staklega í samræmi við það.
Allar þær vonir runnu út í
sandinn, þegar hernámsliðiff
hætti við áform sín, og brúin
var byggð eins og íslendingum
hentaði. Kröfur Ingólfs Jóne-
sonar voru þannig bótakröfur
fyrir misheppnað hermang, og
bæturnar hefur I'.gólfur feng-
ið. Fara nú ekki Vilhjálmur
Þór og Skúli Thorarensen í mál
og heimta bætur vegna þess
að þeir gátu ekki hagnýtt
jarðakaup sín á Rangársandi
til hermangs, eins og þeir ætl-
uðu sér?
Rósir
afskornar.
(gróðrarstöðin við
Miklatorg).
StMAR 1-97-75 og 22-822.