Þjóðviljinn - 22.05.1960, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.05.1960, Blaðsíða 2
2) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudag'ur 22. maí 1960 Þyrilvængjan hrapaði niður og var nú komin f skot- færi frá bátunum. Þórður hamaðist sem mest hann mátti. Hann hafði oft flogið þyrilvængju, en það var ekki svo auðvelt að hemja þyrilvængju sem var að hrapa. „Við erum á leið upp aftur“, kallaði Janína fagnandi. Já, satt var það, en ekki tókst að koma þyrilvængjunni nema í nokkur hundruð metra hæð. Skyndilega stöðvaðist hreyfillinn. Skyldi einhver kúl- an hafa hitt hreyfilinn ? Þórður reyndi að koma honum aftur í gang, en það tókst ekki“. Spenntu beltið kallaði hann til Janínu. Hann varð að nauð- lenda. Fyrir nokkru var sótt um leyfi bæiaryfirvalda til starf- rækslu lítils golfvallar að Lauga- vegi 95. Að fenginni umsögn umferðarnefndar bæjarins synj- aði bæjarráð um leyfið á fundi sínum sl. þriðjudag. Leiðir allra sem ætla að kaupa eða selja BÍL liggja til okkar. BÍLASALAN Klapparstíg 37. Sími 1-90-32. Ihrar OroPönd hiýfír ¥ÍSnr- kemnmgu Menntamálaráð hefur veitt Ivari Orgland sendikennara við- urkenningu — 10 þúsund krón- ur —, fyrir bókmenntastörf, eink- um kynningu hans á íslenzkum skáldskap í Noregi. Svo sem kunnugt er, hafa þegar komið út á nýnorsku þrjú söfn Ijóðaþýð- inga Orglands, ljóð Stefáns frá Hvítadal, Davíðs Stefánssonar og Tómasar Guðmundssonar. Fjórða safnið, Ijóð eftir Stein Steinarr, mun koma út á þessu ári. Þýð- ingarnar hafa hlotið mjög lof- samlega dóma. Þá hefur Ivar Orgland samið stórt rit um Stefán frá Hvítadal, ævi hans og skáldskap. Mun hluti þess, ævisaga Stefáns, brátt koma út á islenzku hjá Bókaút- gáfu Menningarsjóðs. Ivar Orgland er nú á förum til Noregs eftir nær áratugs störf áfslandi. UNESKO heiðrar miimiiigo dr. Zamenhofs S.l. ár voru 100 ár liðin frá fæðingu dr L. L. Zamenhofs, höfundar alþjóðamálsins esper- anto. Var þess minnzt af esper- antistum og öðrum fylgjendum alþjcðamálsstefnunnar víðsveg- ar um heim á margvíslegan hátt, m.a. með útgáfu merkra bóka og margháttaðri kynningu á verkum og ævi dr. Zamen- hofs. Nú hefur aðalforstjóri Menningar- og vísindastofnun- ar S. Þ., hr. René Maheu, sent öllum ríkisstjórnum þátttöku- ríkjanna og öðrum þátttöku- • samtökum bréf þess efnis, að 1 framkvæmdanefnd Unesko hafi , einróma samþykkt á 55. fundi sínum 27. nóv. 1959, að minn- \ ing dr. Zamenhofs skuli heiðr- uð á vegum stofnunarinnar á þessu ári, 1960, sem eins af mestu velgjörðarmönnum mann kynsins. Þessi ákvörðun æðstu heimsstofnunar í menningar- málum er hin mesta opinbera viðurkenning sem dr. Zamen- hof og verki hans, alþjóðamál- inu esperanto, hefur nokkru sinni h'ötnazt. — Esperanto á nú viðast hvar um heim sívax- andi fylgi að fagna, því að sí- fellt eykst þörfin á einu hlut- lausu adþjóðamáli, sem allir geti lært á tiltölulega skömm- um tína. Bóka- og blaðaútgáfa á esperanto eykst hröðum skrefum og hafa miklar og sjálfstæðar bókmenntir þegar myndazt á málinu. Eins og fellibylur Bæjarbíó í Hafnarfirði sýn- ir þessa dagana þýzku kvikmyndina „Eins og fellibylur“. Myndin er byggð á sögu sem margir munu vafalaust kannast við því að hún birtist á sínum tíma sem framhaldssaga í danska vikublaðinu Familie-Journal. Aðalhlutverkið ,í myndinni leikur hin kunna leikkona Lilli Palm- er, en aðrir helztu Ieikcndur eru Willi A. Kleinall og Ivan Desny Bafsuðuhjálmur Bafsuðukapall Eafsuðuþráður = HÉÐiNM = Vélaverzlun Seljavegi 2, simi 2 42 60 Myndi? til tækiíœrisgjaía Myndarammar Hvergi ódýrari InnrömmunarsSofan, Njálsgötu 44 Hafnarfjarðar (Börn fædd 1953 sem eiga að hefja nám næsta skólaár í barnaskóla Hafnarfjarðar komi í skólann á morgun — mánudaginn 23. máí — kl. 1.30 e.h. Mœðm&Gqmmn er í dag Blómaverzlanir eru opnar frá kl. 10 til 14. Felag blómaverzlana Verðlaun fyrir ritgerðir skóla- barna nm omferð Umferðarnefnd Reykjavíkur heíur tekið upp þann hátt að hafa ritgerðarsamkeppni í öll- um 12 ára békkjum barnaskól- anna í Reykjavík um umferðar- mál og veita síðan verðlaun fyr- ir beztu ritgerðirnar. Efnið að þessu sinni var um gangandi fólk í umferðinni og var ákveðið að veita pilti og stúlku frá hverjum skóla verðlaun, sem að > þessu sinni voru svefnpokar. Börnin sem verðlaunin hlutu eru: Anna Sigríður Zoega, 12 ára E, Miðbæjarsk., Skúli B. Árna- son, 12 ára D, Miðbæjarsk., Ásta Sigurðardóttir 12 ára F, Austur- bæjarsk., Arnþór Óskarsson 12 ára F, Austurbæjarsk., Bryndís fsaksdóttir 12 ára F, Breiðag.sk., Magni S. Jónsson 12 ára F, Breiðag.sk., Inga Hersteinsdóttir 12 ára G, Laugarnessk., Þorgrím- ur Gestsson 12 ára G, Laugar- nessk., Laufey Steingrímsdóttir 12 ára J, Melask., Jón Torí'i Jón- ?sson 12 ára J, Melask., Unnur Gunnarsdóttir 12 ára C, Lang- holtssk., Kolbeinn Sigurðsson 12 ára A, Langholtssk. hópur þeirra þrauzt inn í bústað Kishi forsætisráðherra í grennd við þinghúsið og hrópuðu þeir: Niður með Syngman Rhee Jap- ans! Lögreglan dreifði mann- fjöldanum með táragasi. í gær urðu aftur róstur í Tokio. Þingmenn sósíalista ruddust þá inn í bústað Kishis, en hann neitaði að tala við þá. Undanfarna daga hafa vcrið stöðugar róstur í Tokio, höfuð- borg Japans. Tugbiisundir manna hafa mótmælt liinum ný.ja her- stöðvasamningi Bandaríkjanna og Japans sem neðri deild jap- anska þingsins fullgilti á fimmtu- daginn. Þingmenn sósíalista höfðu reynt að koma í veg fyrir at- kvæðagreiðsluna með því að loka forseta deildarinnar inni í skrif- stofu sinni, en lögreglan var þá kvödd á vettvang. Sósíalistar voru ekki viðstaddir atkvæða- greiðsluna. í fyrradag söfnuðust um 20.000 manns fyriv framan þinghúsið í Tokio til að mótmæla her- stöðvasamningnum og voru stúd- ent.ar þar fremstir í flokki. Stór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.