Þjóðviljinn - 09.06.1960, Qupperneq 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 9. júní 1960
• i» »#»*•«. rwi i
yinii
Útgcfandl: Samelnlngarflokkur alþýSu — Sósíallstaflokkurlnn. —
RitstJórar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfl Ólafsson, Big-
urður Guðmundsson. — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón
B.iarnason. — Auglýsingastjórl: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn,
afgreiðsla auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Bíml
17-500 (5 línur). - Áskriftarverð kr. 45 á mán. - Lausasöluv. kr. 3.00.
PrentsmiðJa ÞJóðviUans.
..Verndin44 í birtu reynslunnar
rregnirnar um eftirmál bandaríska njósnaflugs-
* ins hafa vakið menn víða allharkalega til
skilnings á því hvað það getur kostað smáþjóð
að lána hernaðarstórveldi land sitt til herstöðva.
Það atvik sýndi öllum heimi að herstjórn og
ríkisstjórn Bandaríkjanna nota slíkar herstöðv-
ar af purkunarlausri ósvífni, til þess að senda
hernaðarflugvél inn yfir Sovétríkin frá tveimur
grannríkjum ,þess og ætla henni að lenda á flug-
völlum hins þriðja, Noregs, er þó hefur til þessa
neitað Bandaríkjamönnum um herstöðvar í
landi sínu. Það kom fram, eða því var að minnsta
kosti yfirlýst, að ríkisstjórnir þessara grann-
rikja Sovétríkjanna hefðu ekki haft hugmynd
um að slíkar hernaðarögranir við Sovétríkin
væru framkvæmdar frá bækistöðvum í þessum
löndum, og ljóst var af viðbrögðum sovétstjórn-
arinnar hve alvarlega hún leit á þessa notkun
á herstöðvum og flugvöllum í Tyrklandi, Pak-
istan og Noregi.
tzti
Tjetta mál hefur líka vakið menn til umhugs-
unar hér á íslandi um hættuna sem íslenzku
þjóðinni stafar af herstöðvum Bandaríkjanna hér
á landi. Það hefur að vísu sízt skort á, að ábyrgð-
armönnum bandarískrar hersetu á Islandi hafi
verið sýnt fram á þá ihættu, jafnt á Alþingi og
í óteljandi greinum herstöðvaandstæðinga. En
menn einsog Bjarni Benediktsson, Guðmundur I.
Guðmundsson, Eysteinn Jónsson og aðrir um-
boðsmenn Atlanzhafsbandalagsins hér á landi
hafa stagazt á því allt frá 1949 að íslendingum
væri „vernd“ að því að ganga í hernaðarbanda-
lag Bretlands og Bandaríkjanna, að íslendingum
væri slíkt bandalag eina „vörnin“ í vondum
heimi. Með þessu verndarskrafi hafa Bjarni
Benediktsson og fylgifiskar hans í herstöðva-
flokkunum réttlætt inngönguna í Atlanzhafs-
bandalagið 1949, stjórnarskrárbrotið 1951 er þrír
stjórnmálaflokkar ákváðu að fleygja íslenzku
landi undir bandarískar herstöðvar án þess að
Alþingi væri til kvatt, og hverja hernámssmán
síðan.
mt
utt
jh:
r.:í
Jítí
3Si
S3
jn-i
‘rít:
iíb
ÍJn
ZlK
Sfi
ar
ai
TX
TV'ú munu þeir ekki vera orðnir margir á ís-
•*■ ’ landi sem telja þessa aðalröksemd herstöðv-
armannanna skóbótarvirði. Nú er það almennt
viðurkennd staðreynd um allan heim að erlendar
hgrs.tö^v^r, gtórveldi?: eru .líklegay.. t$.,-að yerða,.
fyrstu tortímingarskotmörkin ef til kjarnorku-
styrjaldar kemur. Á síðustu árum hafa meira að
segja ríki innan Atlanzhafsbandalagsins rekið
Bandar'kjaherinn á brott með kjarnorkuher-
stöðvar sínar, í bvi skyni að firra sig tortímingar-
hættu ef til ófriðar kæmi. Skraf Morgunblaðsins
um a-ð verið sé að hóta Íslendingum með Rússum
ef minnt er á þessar staðreyndir er of fábjána-
legur málflutningur til þess að hann blekki
nokkurn heilvita mann. Mennirnir sem lögðu ís-
land undir bandarískar herstöðvar 1951 og flek-
uðu hlutlaust og vopnlaust ísland inn í hern-
aðarbandalag vissu hvað þeir voru að gera. At- j
burðir síðustu daga hafa sýnt hve ósvífið Banda- j
ríkin misnota slika aðstöðu. Og stórum hluta ís- j
lenzku þjóðarinnar er farið að skiljast að með |
staðsetningu bandarísku herstöðvanna á íslandi •
hefur íslandi verið teflt í ægilega hættu ef kjarn- !
orkustyrjöld skyldi brjótast út, og að þeirri :
hættu verði bægt frá með því eina móti að reka :
herinn burt og taka upp hlutleysisstefnu á •
ný. — s-
Fimmtudagur 9. júní 1860 — ÞJÓÐVILJINN; — (7
Sami drottinn kennir um heim allm^EÐlI 0G EFTIRTEET
£,v. ' ájÁ jiWvs
— Hver voru tildrög þess,
að logsuðutæki komu fyrst til
íslands?
— Fyrsta tækið var keypt
fyrir forgöngu Thorvalds
Krabbe þáverandi vitamála-
stjóra. Það var rétt fyrir
áramótin 1914. Danska björg-
unar- og varðsk:pið Geir var
þá hér við land og lá vana-
lega inni á Reykjavíkurhöfn
til klössunar þrjár vikur
síðara hluta vetrar. Krabbe
samdi við fyrsta meistara á
skipinu, að hann kenndi
meðferð logsuðutækja á með-
an það lá inni í aprílmánuði
1915. Voru ungir sm:ðir
beðnir að gefa sig fram. Eg
var ákafur að kynnast tæk-
inu og við gáfum okkur fram
níu. Nokkrir gáfust upp eft'r
fáa daga, en við lukum
námskeiðinu sex. Það var
sagt í byrjun námskeiðsins,
að væri einhver skarpari en
aðrir, þá kæmi hann til Vita-
málaskrifstofunnar. Eg var
uppalinn hjá smið, uppalinn
við málma og hafði lokið
prófi i smíði dýrari málma
og stóð því langtum betur
að vígi en hinir. Maður
þurfti bara að skilja, að
þetta var he:tur eldur og
bráðger. Log’nn er 4000 stig
í fingurstærð. Það er það,
sem gefur honum gildi.
— Hvaða aðferð var höfð
við að skera niður járn, áð-
ur en logsuðan kom til. sög-
unnar?
— Það var kallað að meitla
eða að klappa. Það var þræla-
vinna og gekk þó ekkert.
— En í staðinn fyrir að
sjóða járnið saman?
— Þetta get ég ekki, sagði
smiðurinn venjulega og
hengdi hausinn, þegar komið
var með eitthvert stykki til
hans, sem hafði brotnað, eða
hann lagði út í að spengja
það. Það gat oft tekið marga
daga.
— Fórstu svo t’l Vitamála-
skrifistofunnar eftir nám-
skeiðið ?
■— Strax. Réð:st hjá vit-
unum og var hjá þeim í sex
og hálft ár. Alltaf hjá
Krabbe. Tók að mér odda-
mennsku við að smíða vita-
glrindur. Þá var siður að
smíða þá úr járni en ekki
að steypa þá. Eg vann bæði
við vita og brýr. Það var þá
saman og hét Vegagerð rík-
isins. Verkstæðið var í
gamla timburhúsinu hjá
Landssmiðjunni, nær sjónum.
— Hvernig gekk að út-
breiða notkun logsuðutækja ?
— Það gekk hálf treglega.
Menn vcru hálf hræddir við
þau. Eftir að ég hætti hjó.
Krabbe var ég ögn vió að
reyna að ýta þsssu út. Vet-
urinn 1919—1929 þurft: Geir
Zoega að fjö'ga hjá sér
mönnum. Þá átti að fara að
brúa Jökulsá á Sólhei'na-
sandi. Það var fyrsta stór-
virkið, sem unn’ð var með
logsuðutækjum. Þær eru níu
brýrnar. Við Einar Bjarna-
son fórum tveir með Geir til
þess að undirbúa verkið. Þá
segir Ge:r, að allt efnið eigi
að vera komið nema þrjú
tonn af járni. Erindið var
að spyrja okkur Einar, hvort
það myndi muna svo miklu
að nota logsuðu, að efnið
drýgðist, svo að þetta nægði.
Við sögðum honum að kaupa
ekki meira að sinni. Svo
byrjuðum við að vinna og
sáum brátt, að þetta myndi
duga. Þegar verkið var búið
áttum við á þriðja tonn í af-
gang. Það sparaðist á fimmta
tonn af járni fyrir utan alian
timann. Við vorum allan vet-
ur'nn að smíða þessar brýr.
Eg get sagt þér annað
dæmi, segir Sigurhans, um
sparnaðinn við að nota log-
suðu. Fyrsta járnskip’ð, sem
tekið var upp í slipp hér var
danskt. Þetta var veturinn
1917-1918. Það átti að skipta
um vél í þvi og vélin var til
hér en komst ekki niður.
Hafnarsmiðjan, sem sá um
verkið, þurfti að láta lengja
mótorhúsið og eins þurfti
að skera úr mörgum bönd-
um. Malmberg var búinn að
merkja það, sem taka þurfti.
Eg er búinn að reikna það
út, sagði hann, að Guðjón
(þá var ekki nema einn Guð-
jón. Það könnuðust ailir við
hann.) er 13 daga að meitla
þetta. Aðrir eru 20. Eg vil
biðja þ:g að taka tímann,
sem þú ert að þessu. Eg vil
sjá hvað þetta munar miklu.
Eg var með einn aðstoðar-
mann og ég var akkúrat einn
og hálfan tíma að skera allt
sundur. Allir léttir í spori
hefðu gert þetta á hálfum
öðrum tíma.
— Hvert fórstu svo, þeg-
ar þú hættir hjá vitunum?
—- Það var 1 ísaga, sem er
uppspretta efn’sins til logsuð-
unnar og framleiðir einnig
gas fyrir vitana. Þegar hér
var komið sögu, var kominn
reynslutími á ósaga í tvö ár.
Það var Svíi í isaga, sem
átti að kenna meðferð tækj-
anna og breiða hana út, en
það gekk hægt, sumpart
vegna málsins. Svo voru
menn hræddir við þetta.
Marg:r spurðu mig, hvortekki
væri hægt að drepa sig á
þessu. Eg sagði það. Það er
satt. í árslok 1922 voru að-
eins komin sex tæki í land-
ið og það sjöunda, sem við
Einar áttum og unnum með
á kvöldin. Þá var ákveðið að
skipta um mann í ísaga og
fá isler.ding, og það varð
úr, að sá, sem fyrstur hafði
byrjað með þetta reyndi það.
Krabbe var forstjóri þarna.
Það hafði a'drei hlaupið nein
snurða á milli okkar. Hann
bað mig að koma inneftir.
Það er meira áríðandi fyrir
framtíðina, að þú kom'r inn-
eí/:, sagði Vann, ég get
fengið aðra menn i vitana.
Eg hlakkaði ekki til að sumu
leyti, en mér sárnaði, hve
þetta breiddist seint út. Sví-
inn æfði m’g í tvo mánuði.
Svo var ég e:nsamall og hafði
bókun líka og sölu. Það var
ekki mjög firugt. En það tók
strax viðbragð. Eg tók það
ráð að seiða ungu mennina
inneftir í frítímum sínum.
Svo fengu þeir karlana til
þess að kaupa.
- Varstu lengi þarna?
— Eg-var í 25 ár í ísaga.
Kom 2. febrúar 1923. Eg var
nauðsynlegur 10—15 fyrstu
árin en svo var það ekki leng-
ur. — Hvers vegna ég fór?
Það er erfitt að draga and-
ann í refabúi. Eg er lykt-
næmur og mér leið:st lyktin.
Svo jafnaði ég mig, því að
heilbrigður var ég ekki.
Skinnið var farið að detta af
mér. Eg var kominn með ex-
em. Það voru líka komnir
nýir húsbændur. Krabbe var
hættur og Valgeir Björnsson
orðinn forstjóri. Þetta var
sjötta starfið, sem hann
hafði þá. Hann hafði aldrei
komið inn fyrir girðinguna,
þegar hann varð framkvæmda-
stjóri. Hann háttaði bara í
uppbúið rúm. Þeir greiddu
mér hálft kaup fram eftir ár-
inu, sem ég ekki var vinnu-
fær.
Notkun loqsuöutœkja við hvers konar járnsmíði er í
augum flestra. sem nú eru ungir, svo sjálfsögð og eðli-
leg, að þeim finnst óhuqsandi, að hœgt sé að komast af
án þeirra og gera sér alls ekki grein fyrir því, að fyrir
45 árum voru þau með öllu óþekkt hér á landi. 1 Vél-
smiðjunni Héðni vinnur hins vegar maður, sem man
tímana tvenna og veit öllum öðrum betur, hvílika gjör-
byltingu tilkoma logsuðutœkjanna hafði í för með sér
við járnsmíði. Hann heitir Sigurhans Hannesson, ættaður
austan úr Villingaholtshreppi og'verður 75 ára í hanst.
Hann var fyrsti maðurinn hér á landi, sem lœrði með-
ferð logsuðutækja, og hann vinnur enn með þeim og
gefur þeim, sem í/ngri eru hvergi eftir í afköstum.
Blaðamaður frá Þjóðviljanum hitti hann nýleqa á heimili
hans að Laugavegi 93 og lagði fyrir hann nokkrar spvrn-
ingar, sem Sigurhans leysti góðfúslega og greiðlega úr,
þótt oft vœri ófróðlega spurt.
Eitt af þeim verkefnum, sem Sigurlians hefur mikið fengizt
við, er að gera við skipsskrúur. Hér sést hann (lengst til
vinstri) ásamt samstarfsmönnum sínum standa hjá einni
slíkri að lokinni viðgerð.
Sigurhans að logsjóða
-— Hvert fórstu svo?
— Þá fór ég í Héðin. Ég
hringdi, til Sveins og segist
hafa verið hálfgerður Lazarus
til heilsunnar en sé nú að
rétta við, hvort hann vilji
vita nokkuð af því. Hann bið-
ur mig að koma og ég er bú-
inn að vera þar í 12 y2 ár.
Eg held að Sveinn hafi ekki
þurft að sjá eftir því að taka
mig, þótt ég byði mig fram.
Heldur sæmilegur verkmaður
hef ég alltaf verið.
— Hvað varð um þá, sem
voru með þér á námskeiðinu
fcrðum ? Fór enginn þeirra
í logsuðu?
— Nei. Eg held ég hafi
tekið þetta með meiri alvöru
en gengur og gerist. En svo
fjölgaði málmunum og málm-
blendingum, sem ekki höfðu
verið til, þegar námskeiðið
var ha'dið. Það fór að
brydda á því að kæmu stykki
úr þeim. En ég vildi ekki
hafa þau t’l þess að gera til-
raunir á við að læra að þekkja
málnr'nn, svo að ég æfði mig-
á ónýtum stykkjum og eyddi
í það mörgum frítíma sem
aðrir notuðu til þess að
skemmta sér. Sumir vilja
ekki trúa því, að það sé hægt
að læra svona eins vel hér
heima á íslandi og erlendis,
en það er sami drottinn, seirv.
kennir um heim allan, — eðli
og eftirtekt.
— Manstu eftir einhverjm
skemmtilegu atviki úr starf-
inu ?
— Ja, það er til dæmis,
þegar Sigurjón á Álafossi
Framhald á 10. síðu
’iiiiiiiiiiiiiiii11iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiininiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiw!inj:niniiiiiinniimniiiiiinitii(iniuiiiii!iinimiiii1111iiniiiiiiiniii:niiiiimiii;cnniim;ntnmiiiniiiiiiniiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii:iiiiniiiiiim11:iiiiiiiii iiiiiiiiiiiiiiiiimiMiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii)
Nœsta sunnudag er sjó-
mannadagurinn, sem ár-
um saman hefur verið
helgaður fjársöfnun til
Dvalarheimilis aldraðra
sjómanna. Heimilið er nú
búið að starfa um skeið
og mun jafnan vera full-
skipað þótt vistgjald þyki
hátt. Að sjálfsögðu veltur
Reykjavík, .30. maí 11960.
Hr. ritstjóri.
X Laugarásnum á einum feg-
ursta stað bæjarins heíur ris-
ið upp glæsileg bygging, sem
er og mun verða þjóðinni til
mikils sóma um ókominn tíma;
ó ég hér við Dvalarheimili aldr-
aðra sjómanna.
í þessu heimili og á þessum
fagra stað á eflaxist margur
gamall sjómaðurinn, að loknum
erfiðum lífsdögum á hafinu við
að sækja gull í mund okkar
litla þjóðfélags, eftír að lifa
sín síðustu ár og lífsdaga við
umhyggju og réttlæti, enda
mun sú hugsun fyrst og fremst
liggja á bakvið hornsteininn að
þessari fögru og veglegu bygg-
ingu.
rínn í Hrnfnistu
á miklu að hœfir menn
veljist til að stjórna slíkri
stofnun. Því er ekki að
leyna að misbrestur þykir
hafa orðið þar á, eins og
sjá má af eftirfarandi
bréfi sem* háaldraður vist-
maður í Hrafnistu hefur
sent Þjóðviljanum til birt-
ingar. Bréfið skýrir sig
Ég undirritaður er einn af
vistmönnunum á Hrafnistu og'
flutti ég þangað 31. ágúst 1957.
Ég hef í alla staði verið ánægð-
ur með húsnæðið og starfs-
fólk heimilisins, en samt er
ég ekki ánægður, þar sem for-
stóri heimilisins, Sigurjón Ein-
arsson, virðist ekki vera hæf-
ur til þess að gegna þessu
embætti. og eru flestallir vist-
menn óánægðir með hann.
Ég er þeirrar skoðunar að
forstjóri heimilisins verði í
hvívetna að taka tillit til hvers
og eins á heimilinu og gera
sitt bezta til þess að láta vist-
mönnum líða vel þá stund sem
þeir dvelja þarna í ellinni.
Ég er orðinn gamall maður,
en hika ekki við að skýra frá
sjálft, en það er gersim-
lega óþolandi ástand að
framkoma eins og þar er
lýst skuli eiga sér stað- Þó
tekur fyrst í hnúkana þeg-
ttr þess er,yœll að þarna
er um að rœða stofaun
sem reist er fyrir framlög
almennings til að gegna
líknarhlutverki.
eftirfarandi opinberlega, og'
geri ég það vegna þess að við
gömlu mennirnir, sem dveijum
á heimilinu og þeir sem eiga
eftir að dvelja á því, viljum að
öllu sé stjórnað af drengskap
og fordæmum það að fara að
standa í málastappi þá stund
sem menn kunna að dvelja
þarna.
Strax þegar ég kom á heim-
ilið tók ég skýrt íram við for-
stjórann og konu hans að ég
væri veikur af svima og þyldi
ekki stigagang, þau tjáðu mér
þá að ekki væri laust herbergi
nema á þriðju hæð, en lofuðu
mér að skipta strax og eitthvað
losnaði neðar í húsinu. -Ég
ámálgaði þetta nokkrum sinm-
um við forstjórann, en alltaf
var eitthvað í veginum um
hcrbergi.
Svo leið tíminn allt til 20.
jan. 1960, en þá var ég orðinn
svo veikur og bólginn á fótum
að % komst ekki upp stigana
nema með hvíldum; ég fór þá
til læknis, sem gaf mér vottorð
um að ég þyldi ekki að ganga
stigana.
Ég snéri mér þá til Sjó-
mannadagsráðs og hafði tal af
hr. Henrý Hálfdánarsyni, sem
síðan talaði við forstjórann, en
þar var sama sagan, ekkert
herbergi laust handa mér, en á
endanum fékk Henrý vistmann
til að skipta á herbergi við mig.
Þess skal hér getið að for-
stjórinn fór til þessa manns
áður og bað hann að ganga
ekki að skiptum ó herbergi við
mig, .og sést á þvFað hér er
ekki allt með felldu.
Herbergi þetta er á annarri
hæð, en um sama leyti flutti
forstjórinn mann af þeirri hæð
á fyrstu hæð og á þessu tíma-
bili hefur hann flutt marga
fleiri: vistmenn, svo það ér hér
greinilegt að hann mismunar
vistmönnum og ekki nóg með
Líkan af Dvalarheimili aldraðra sjómanna eins og‘ gert var
ráð fyrir að það yrði fullreist.
það, einnig vinnur á móti sum-
um, og er slikt aldeiiis ólíðandi.
Ég flutti svo loks niður á
aðra hæð í apríl sl.
Þá ætla ég að skýra frá
einkaráðstöfunum Sigurjóns
Einarssonar í sambandi við
rekstur heimilisins, en hann er
harla einkennilegur, og stendur
vistmönnum stuggur af ýmsu
bralli sem hann íæst við.
Forstjóranum datt það snjall-
ræði í hug einn góðan veður-
dag, að reka ráðskonu heimil-
isins án nokkurra saka. Hún
var ráðin fyrir kr. 4.500 á mán-
uði. Síðan ræður Sigurjón mat-
svein sunnan úr Hafnarfirði
fyrir kr, 8.500 á mán. auk kr.
1.500 fyrir bílkostnað mánaðar-
lega. Ekki getum við vistmenn
fundið að þessi ráðstöfun hafi
verið gerð til hagsbóta lýrir
okkur, nerha síður sé; útgjöld
heimilisins jukust um 5l500 kr.
á mánuði og allir vistmenn
voru óánægðir með skiptin.
Hinn 7. nóvember 1958 skrif-
aði ég til Sjómannadagsróðs
fyrir hönd okkar. vistmanna, en
undir því bréfi voru nöfn 14
okkar. Svar við þessu bréíi
mínu kom frá ráðinu dags. 14.
jan. 1959 og var þar fastákveð-
ið að við vistmenn skyldum
greiða helming dvalarkostnaðar
þann tíma sem við værum í
fjarvistum frá heimilinu, og var
það til að halda lausu herbergi
áói^eðáÁ’! Vi'stríihður: váfi§'ifj"ár-
verandi.
Hinn 18. sama mánaðar var
þessi tilhögun samþykkt af okk-
ur vistmönnum og samþykktin
send Sjómannadagsráði.
En 11. febrúar fæ ég bréf frá
ráðinu, þar sem segir, að for-
stjórinn hafi fengið því fram-
gengt, að fjarvist miðist við
minnst eina viku og mest einn
mánuð. Ilérna gerðist „forstjór-
inn“ athafnasamur og braut
gerðan samning okkar vist-
manna við ráðið. og teljum við
þetta skerðihgu á mannrétt-
indum.
í þessu fyrrnefnda bréfi mínu
til ráðsins fór ég þess á leit við
það, að það hlutaðist til um að
strætisvagn hefði viðkomustað
við Hrafnistu. Ekki teljum við
vistmenn okkur getað lifað í
neinni von um að strætisvagn
kunni að nema þar staðar,
vegna þess að Sigurjón er þvi
alveg' mótfallinn, og finnst okk-
ur vistmönnum það koma úr
hörðustu átt, þar sem Sigurjón
hefur bíl á kostnað heimilisins
til að aka hvert á land sem
er; þar fyrir utan hefur þessi
harðstjóri 270 þúsund krónur i
árslaun og ennfremur mun frú
Rannveig kona hans hafa sirka
5 til 6 þúsund um mánuðinn.
u ’ Miki'ð bér á ýinhÚ'hefifiár o.n-
misjafnlega er á það litið af
okkur vistmönnum. Ég vil
skjóta því hér að til fróðleiks
að halli á rekstri heimilisins
var á síðaSitliðnu ári krónur
369.000,00.
Ég vil að síðustu í þessu
bréfi mínu geta þess að síðasta
róðstöfun forstjóra okkar. Sig-
urjóns Einarssonar, var sú að
hann mun unp á eindæmi hafa
hækkað vistgialdið sem hér
segir: 20 kr. á dag á þeim sem
eru einir í herbergi en 15 kr.
á þeim sem eru tveir og er
slíkt með öllu illa séð af okk-
ur vistmönnum og munum við
taka það fyrir að sjálfsögðu.
Með fyrirfram þökk fyrir
birtinguna.
Virðingarfyllst,
Björti Gíslason,
Ilraínistu.
aldurhnignum sjómanni