Þjóðviljinn - 09.06.1960, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 09.06.1960, Blaðsíða 10
10) _ ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 9. júní 1960 Sami drottinn kennir um heim allan Framhald af 7. síðu. kom með Hekluhraunið og mót og fékk mig til þess að bræða það með þessum sterka loga. Það voru krossar, sem hann var að steypa. Eg hef heyrt, að liann hafi sagt úti í bæ, að hraunið hafi komið svona úr Heklu. Hún var svo guðrækin. — Eg hef heyrt sagt, að þú fáist mikið við að gera við ekrúfur á skipum. Er það ekki erfitt? — Það er alitaf eitthvað að koma fyrir skrúfurnar á togurunum. Stundum koma í þær skörð eða skrúfublað brotnar af. Þá þarf að sjóða þær saman. Það sparar út- gerðinni mikið að taka skrúf- xina ekki af, ein 6—8 þús- und. Þá er gert við skrúfuna á skipinu uppi í slippnum. Skip, sem ég hafði gert við skrúfuna á, þurfti eitt sinn að fá gert við skrúfu úti í Englandi. Þeir ætluðu að taka skrúfuna af, en skip- verjar sögðu, að þess þyrfti ekki. Það hefði verið gert við hana hér heima án þess. Þeir ensku trúðu því ekki, þótt þeim væri sýnd viðgerðin. Þeir báðu þá að fara heim til Islands og Ijúga þar. Um ágóða af því, sem ég hef gert ætla ég ekki að tala. Viðtakendur eru dómbærir \im það, hvort eitthvert gagn hefur verið að því. Þótt Sigurhans sé nú nær 75 ára, lítur hann ekki út fyrir að vera meira en sex- tugur, hvikur og snar í snún- ingum. Eg spyr hann, hvort hann sé ekki farinn að þreyt- Adam Rapacki utanríkisráð- herra Póllands kom i opinbera heimsókn til Kaupmannahafn- ar í fyrradag. í gær átti hann Viðræður við Krag, utanrikis- ráðherra Danmerkur, og sömu- ieiðis við Friðrik konung. Rapacki heldur heim á sunnudaginn. ast meira við vinnu en áður. — Nei, ég þarf bara held- ur meira að lúra. — Og þú getur enn tekið spretti við vinnuna? — Spretti? Já, það get ég. Hver maður, sem vinnur með svona tækjum verður að nota augnablikið. Annars fær hann ekkert út úr þeim. Sigurhans er nú elzti starfsmaðurinn i Héðni og mun vera elzti starfandi járn- smiðurinn á landinu. Hann hefur starfað mikið að fé- lagsmálum járniðnaðarmanna, var m.a. einn af stofnendum Félags járniðnaðarmanna 11. apríl 1920 og átti sæti í fyrstu stjórn þess. Ungur nam Sigurhans silf- ursmíði og hefur í tómstund- um sínum fengizt við að smiða fánastengur og fleiri slíka gripi. Hann sýnir mér eina, sem hann er nýlega bú- inn að ljúka við, forkunnar- vandaðan grip. — Eg vil ekki fella þetta niður, segir hann. Það er andleg heilsugjöf. — Logsuðunni og járnsmíðinni hefur hann þó helgað líf sitt, enda hneigðist hugur hans snemma þar að. — Þegar ég var strákur, segir Sigurhans, fékk ég að vera með fóstra mínum við járn- smíði. Mér leiidist alltaf önn- ur vinna og var guðsfeginn, þegar eitthvað brotnaði, sem þurfti að gera við. Lengra varð viðtalið ekki við Sigurhans að þessu sinni, en hann kann frá mörgu að segja, sem væri efni í heila bók. Yfir kaffi og pönnu- kökum, sem kona hans, Val- gerður Gísladóttir, hefur bor- ið fram röbbum við stundar- korn um daginn og veginn og Sigurhans er ekki myrkur í máli um neitt. Svo kveð ég með þökk fyrir viðtalið og ósk um drjúgan starfsdag enn. Það veit ég, að Sigur- hans myndi helzt kjósa. — S. V. F. Dynamo — J Framh. af 12. síðu fá. Helzt var það í fyrri hálfleik, er Björgvin komst í gott skot- færi við markteig Rússanna. er mistök urðu hjá öðrum bakverð- inum, en það tækifæri var herfi- lega misnotað. í seinni hálfleik átti Guðmundur Óskarsson gull- ið tækifæri, er hann fékk góða sendingu frá Ragnari, en jafn- vægið brást þeim góða manni og knötturinn rann sína ieið til markvarðar Dynamo. Þrið.ia tækifærið var, þegar Baidur Scheving fékk góðan bolta yíir bakvörðinn, sem ekki gætti mót- herja síns sem skyldi. Baldur skaut háum bolta að markinu, sem skapaði mjög mikla hættu við markið þar eð markvörður- inn hafði staðið allt oí framar- iega i markinu — en í þetta sinn brást þó vonin um eitt ís- ienzkt mark gegn þessu snjalla liði. því markmanninum tókst með herkjum að ná knettinum yfir i horn. Rússarnir léku á hægagangi Þessi leikur Dynamo er lang- rólegasti leikur liðsins hér. Nær allan tímann léku þeir hæga- gang'sknattspyrnu, en höfðu þó, sökum mikillar knatttækni. öll ráð í hendi sér. Annars er þessi leikur langsíztur allra leikjanna, og er e.t.v. ekki að furða; það getur vart verið skemmtilegt fyr- ir snillinga að mæta dag eftir dag knattspyrnumönnum, sem á Evrópumælikvarða eru skussar. Bezt i Dynamo-liðinu var sem fyrr framlínan með Jurin, Fedosoff og Korsjúnoff sem beztu menn. Vörnin er eftir leikina hér- lendis óráðin gáta, því hún hef- ur átt eindæma góða daga. Báð- ir markverðirnir hafa þó sýnt smátiiþrif. Framliðið gat ekkert sýnt í bessum leik, enda vart við því Varastöðin Framh. af 12. síðu að skýra ,,Húsnæðiskostnaðinn“ (1.680 þús.) með þvi að hér væri um „gamlan hitakostnað að ræða, sem lengi hefði verið óuppgerður, en loks ákveðið að færa þannig“ eins og hann komst að orði. í svarræðu benti G.V. á að málið væri jafn óupplýst' eftir sem áð- ur, bæjarfulltrúar væru jafn nær, eftir svar borgarstjóra. „Hver er þessi ,,hitakostnaður“ Varastöðvarinnar og hvers vegna er hann færður sem húsnæðis- kostnaður í reikningnum, spurði Guðmundur. En við þvi átti Geir Hallgrímsson engin svör. Japanir Framhald af 1. síðu. segir í blaðinu að andstaðan gegn heimsókn Eisenhowers vaxi stöðugt, og nái hún til mikils fjölda Japana, ,,sem hvorki séu vinstri sinnar né fylgjandi hlutleysi.“ Eisenhower hefur haldið fast við þá ákvörðun að fara til Japan hvað sem á dynur. Ful- bright, formaður öldunga- deildar Bandaríkjaþings, hefur sagt að viturlegra væri að fresta heimsókninni. Fjölda- mörg bandarísk blöð hafa tekið í sama streng. Fram 9:0 að búazt. Helzt var það Geir í markinu, sem fékk að sýna hvað í honum bjó. enda sýndi hann oít á tíðum afbragðsgóðan leik og má þakka honum að mörkin urðu ekki mun fleiri. Dómari í leiknum var Haukur Óskarsson, Viking, og dæmdi mjög vei. — bip — Gengur illa að fá kaupið greitt Einn aflahæsti báturinn á vetrarvertíðinni, sem gerður var út frá Reykjavík, var Guð- mundur Þórðarson. Mun bátur- inn hafa aflað um 900 tonn og hásetahlutur orðið um 60 þús. kr. Þrátt fyrir hinn góða afla hefur hásetunum gengið erfið- Jega að fá hlut sinn greiddan hjá útgerðinni og eiga þeir inni meira og minna af kaupi sínu. Otgerðarmaðurinn er Baldur Guðmundsson einn af stjórnar- meðlimum L. I. Ú. Hótelrekstur Framhald af 4. siðu. sinni fyrr, enda hefur þegar verið pantað geysilega mikið hjá okkur, en eingöngu fyrir er- lenda ferðamenn, en þar að auki kemur alltaf á Garðana mikið af íslendingum en þeir hafa yfirleitt ekki þann sið að panta hótelherbergi fyrirfram. Við héldum að aðsókn yrði fremur lítil í júnímánuði og studdumst þar við reynslu fyrri ára, en þá hefur þetta verið lél«gasti tíminn . En síðan Hótel Garður var opnaður hef- ur hvert einasta tilbúið herbergi verið leigt og orðið að vísa frá fjölda manns. Áformað var að opna Nýja Garð ekki fyrr en 15. júní og starfsfólk var ráð- ið frá þeim tíma, en ljóst er að opna verður þann garð svo fljótt sem auðið er. Okkar fyrsti gestur var finnski spjót- kastarinn Rautavaara og núna höfum við rússneska knatt- spyrnuliðið Dynamo. Ástæða er til að vekja sérstaka athygli á því að á meðan Hótel Garður starfar er það stærsta hótel landsins og hefur bezta aðstöðu til að taka á móti stórum hóp- um. — Er nokkuð sérstakt sem þú vildir taka fram að lok- um? — Já, Garðarnir eru á ýmsan hátt vistlegri nú en áður og tekin hefur verið upp sú ný- ung, að hótelgestir geta fengið keyptar veitingar allan sólar- hringinn. -— Ég er viss um. að hótel- reksturinn mun skila góðum ágóða og það kemur öllum stúdentum vel, sem á Garði búa í framtíðinni því að okkar ágóði verður notaður til við- gerða á þeim tveim görðum, sem til e.ru, og ef til vill að reisa nýjan garð. — Er einhver vafi á því, ég hélt að það væri ákveðið? — Við höfum tekið Garðana á leigu aðeins í sumar og það er náttúrlega ekki öruggt, að stúdentar muni halda áíram að reka hótelið, en vonandi verður það. —vli. Eyjólíur syntí í Gufunes í gær 1 gær synti Eyjólfur Jóns- son, sundkappi, frá Lofts- bryggju í Reylcjavíkurhöfn að bryggjunni í Gufunesi. Er þetta í fyrsta skipti sem Gufu- nessund er jircytt. Eyjólfur lagði af stað ! sundið kl. 2.23 síðdegis og tók lar.d í Gufunesi kl. 5.07 eða 2 klst. 44 min. síðar. Sjávar- hiti var mestan hluta leiðar 12 stig, kaldur áll þó við Við- ey. I upphafi sundsins tók Eyjólfur 32 sundtök á mínútu hverri, en eftir klukkustundar. sund 34 tök. Fylgdarmenn voru Guðmundur Eggertsson, formaður og eigandi Vestfirð- ings, bátsins sem fylgdi sund- manninum eftir, Hákon Jó-' hannsson, Jóhann sonur hans og Pétur Eiríksson þjálfari Eyjólfs. Einnig var ljósmynd- ari Þjóðviljans, Ari Kárason, með í förinni og birtast í blað- inu á morgun myndir a,f sund- inu. Þegar Eyjólfur Jónsson steig á land í Gufunesi í gær var hið bezta tekið á móti hon- um og bauð Þorleifur Gunn- arsson, skrifstofustjóri Áburð- arverksmiðjunnar sundkappan- um og fylgdarliði til kaffi- drykkju. Bandarískur ráð- herra í heimsékn Verklýðsmálaráðherra Banda- ríkjanna, James P. Mitcheil, er væntanlegur liingað í heimsókn í næstu viku. Mun liann halda fyrirlestur fyrir almenning í hátíðasal háskólans n.k. finuntudag, 16. júní. Kona ráðherrans verður í fylgd með honum, einnig tveir af fulltrúum í bandaríska verk- lýðsmálaráðuneytinu, þeir Jos- eph Judge og Saul Moskowitz, og Louis Wissner frá utanrík- isráðuneyti Bandaríkjanna. Mitchell hefur gegnt störf- um verklýðsmálaráðherra í Bandaríkjunum frá árinu 1953. Meðan ráðherrann dvelst hér í fteykjavík mun hann ræða við embættismenn, fulltrúa verklýðssamtaka o.fl. Hann mun heimsækja Finnland áður en hann snýr aftur heim til Bandaríkjanna. Gestir ASÍ heSeía heim ■' Meliska miðstjórnarmaður í tékkneska alþýðusambandinú og Zizka starfsmaður flutninga- verkamannasambandsins, tékk- nesku verkalýðsleiðtogarnir sem hér hafa dvalizt að und- anförnu í boði Alþýðusam- bandsins héldu heimleiðis í fyrrdag. Þeir ferðuðust um náT grenni Reýkjavíkur, skoðuðu m. a. Sogsvirkjunina í boði bæjarstjórnar, heimsóttu Hafn- anfjörð í boði fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna þar og fóru einnig til Akureyrar. Létii þeir mjög vel af dvölinni hér. 4» • Oryggi - sparneytni Themobloc loíthitunarkatlar Ceyser Miðstöðvarkatlar Sun^Ray Olíubrennarar Haskvæmt verð hitun Laugaveg 176 — Sími 36-200

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.