Þjóðviljinn - 09.06.1960, Qupperneq 12
Hver er hinn dularfulli húsnæð-
iskostnaður varastöðvarinnar
ReksturskostnaSur Rafmagnsveitunnar
i fór 10 millj. kr. fram úr áœtlun
IIIÓÐVIL9INN
Fimmtudagur 9. júní 1960 - - 25. árgangur - - 129. tölublað
*
í ræðu sinni um reikninga Reykjavíkurbæjar og stofn-
ana hans fyrir árið 1959 gerði Guðm. Vigfúússon m. a.
að umtalsefni rekstur Rafmagnsveitunnar og benti á að
reksturskostnaður hennar hefði farið 10 millj. og 800
þús. kr. fram úr áætlun.
Guðmuiidur Vigfússon minnti
á að rekstrarkostnaður Raf-
magnsveitunnar hefði verið áætl-
aður 64,1 millj. kr. en reynzt
74,9 millj. kr. Tekjuafgangur
fyrirtækisins hefði verið áætlað-
ur 19,9 millj. en ekki orðið nema
144) millj.
Flestir kostnaðarliðir hjá Raf-
magnsveitunni hefðu stórlega
hækkað, en þó stingi Varastöðin
við Elliðaár og viðhald og gæzla
geymsluhúss einna mest í augu.
Rekstur Varastöðvarinnar hefði
árið 1958 kostað 4,6 millj. en
1959 7 millj. kr. Þetta væri mik-
il hækkun á einu ári og yrði
ekki skýrð með aukinni notkun
Varastöðvarinnar.
Guðmundur benti á að á yf-
írlit um rekstur Varastöðv-
arinnar væri nú nýr kostnað-
aðarliður, sem aldrei hefur áð-
ur sézt í reikningi hennar:
Húsnæðiskostnaður kr. 1.680.
899,34. Beindi Guðmundur
þeirri fyrirspurn til borgar-
stjóra í hverju þessi gífurlegi
húsnæðiskostnaður lægi.
Þá benti Guðmundur á að við-
hald geymsluhúss við Barónsstíg
hefði samkvæmt reikningnum
•62. hækkað úr 111 þús. árið 1958 í
598 þús. kr. 1959 og viðhald bif-
reiðaverkstæðis úr 28 þús. í
482 þús. Þetta væru ótrúlegar
Að Grísabóli
Að Grísabóli við Akur-
eyri má oft sjá unga grísi
að leik og gamlar gyltur,
sem róta upp jarðveginum
með trýninu. Myndin er frá
Grísabóli.
hækkanir. Sama væri að segja
um þann kostnað við geymslu-
húsin sem færður væri á kostn-
að veitukerfisins. í heild hefði
hann hækkað úr 986 þús. í 1
millj. 822 þús. kr. eða nær tvö-
faldazt! Verkstjórnin ein kostaði
nú rúm 500 þús. kr. og birgða-
varzlan 516 þús. kr. Kvaðst Guð-
mundur ekki draga í efa nauð-
syn verkstjórnar og vakandi
birgðavörzlu hjá Rafmagnsveit-
unni en augljóst væri að eyðsla
gengi hér langt úr hófi og væri
ámælisverð.
Svör Geirs borgarstjóra voru
heldur fátækleg. Þó reyndi hann
Framhald á 10. síðu.
Herstöðvastefnan leiðir
lífshættu yfir þjóðina
Reiði almennings út af efna-
hagsráðstöfunum ríkisstjórnar-
innar veldur því að Morgunblað-
ið verður vanstilltara með hverj-
um degi sem líður, og þegar al-
menningur ræðir um kaupgjald
og dagvaxandi dýrtíð hrópar það
í sefasýki, Rússar! Rússar! Þann-
ig æpir Mbl. á forsíðu í gær að
íslenzkir kommúnistar telji „að
ekkert væri saknæmt við það,
þó að Rússar réðust á ísland og
myrtu þriðjung landsmanna“!!
Ber blaðið fyrir sig ummæli
Hendriks Ottóssonar í útvarps-
þætti á dögunum, þar sem hann
vék að þeirri lífshættu sem ís-
iendingum stafar af bandarísku
herstöðvunum hér á landi, og
kerfi. Ef til átaka kemur í heim-
inum er herstöðvunum fyrst og
fremst hætt, og verði gerðar
árásir héðan mun enginn íslend-
ingur svo skyni skroppinn að
ímynda sér að þeim verði ekki
svarað. Með núverandi hernað-
artækni vofir þá ekki aðeins lífs-
hætta yfir þriðjungi þjóðarinnar,
heldur öllum þorra íslendinga.
En það eru ekki Sovétríkin sem
hafa leitt þessa hættu yfir ís-
lenzku þjóðina, heldur það er-
lenda herveldi sem hefur ásælzt
Petta er hið nýja og glæsilega liús Slysavarnafélags íslands
við Grandagarð, sem tekið var í notkun fyrir um það bil
mánuði, eins og frá var sagt í fréttum á síniun tíma. Þetta
nýja húsnæði hefur bætt mjög alla aðstöðu fyrir starfsemi fé-
lagsins. Er nú verið að ganga þar frá skýli fyrir björgunarbát,
sean jafnan á að vera til taks, ef slys ber að höndum við
höfnina. Fréttamönnmn var í gær boðið að skoða húsið og
sýnd björgunartæki margs konar, sem þar eru til sýnis. Dag-
ana 29. júní til 2. júlí verður haldin í þessum húsakynnum
Björgunarráðstefna Norðurlanda, hin fyrsta, sem haldin er
hér á landi. Verður þar rætt um nýjungar í slysavörnum og
samstarf Norðurlandanna að þeim málum.
10 faka þáff í fegurðar-
samkeppninni um helgina
uni eru
með
síðan krefst þetta m£jgagn lýð- j Morgunblaðið í broddi fylkingar.
raeðisihs og málfrelsis þéss að
Hendrik Ottósson verði rekinn
úr störíum hjá ' ríkisútvarpinu
fyrir skoðariir sínar!
Fyrr rná nú vera ófstækis-
þruglið.
Ilendrik Öttósson benti á þá
augljósu staðreynd að Bandarik-
in og hérlend stjórnarvöld hafa
leitt lífshættu yfir þjóðina með
því að koma hér upp herstöðva-
Fegu rðarsamkeppriin 1960
verður háð í Tívolí-garðinum
um næstu helgi, laugardags- íog
sunnudagskvöld. Þátttakendur
land okkar og þeir stjórnmála- verða 10 að Cölu; 4 stúlknanna
menn sem hafa ofurselt það. Þeir j eru utan af landi, frá Keflavík,
einu íslendingar sem hóta lönduni i Þorlákshöfn^ úr Dalasýslu og
sínum morði með athöfnum sín- J Árnessýslu, hinar 6 úr Reykja-
vík:
Á laugardagskvöldið koma
allar stúlkurnar fram í kjólum,
en síðari keppnisdaginn koma
þær 5 stúlkur, sem til úrslita
hafa verið valdar, fram í bað-
fötum.
Áhorfendur niuriu sem áður
velja fegurstu stúlkurnar, en 8
manna dómnefnd sker úr um
vafaatkvæði og hefur úrslita-
vald ef 2 stúlknanna verða
mjög jafnar að atkvæðatölu.
Dómnefndina skipa: Jón Eí-
ríksson læknir, Ásdís Alexand-
srsdóttir flugfreyja, Elín Ingv-
arsdóttir leikkona, Guðmundur
Karlsson blaðamaður, Eggert
Guðmundsson listmálari, Jónas
Jónasson leikstjóri, Gestur Ein-
arsson ljósmyndari og Pétur
Rögnvaldsson.
Allar stúlkurnar, sem í úr-
slit komast, hljóta verðlaun. 1.
verðlaun eru ferð til Langa-
sands að ári, 2. verðlaun ferð
til Florída, 3. ferð til Vinar-
borgar, 4. ferð til Istanbul og
5. ferð til Lundúna. Kynnir
fegurðarsamkeppninnar verður
Ævar Kvaran.
Harður árekstur
á Lönguhlíð
Kl. 13,20 í gær varð allharður
árekstur á Lönguhlíð. Samkvæmt
upplýsingum, sem blaðið heíur
fengið hafði bifreið numið stað-
ar á götunni til þess að hleypa
öndum með unga yfir götuna.
Varð það til þess, að önnur bif-
reið, sem kom á eftir henni, ók
aftan á hana og kastaðist iremri
bifreiðin á hús. Annar ökumaður-
inn fékk heilahristing, en önnur
meiðsl munu ekki hafa orðið
teljandi. Báðar bifreiðarnar
skemmdust allmikið.
Tónlistarstyrkur
f gær var í fyrsta skipti veitt-
ur styrkur úr Íslenzk-ameríska
músiksjóðnum. Illaut Leifur Þór-
arinsson tónskáld styrkinri, 10
þús. kr.
Tizkusýning verður í sam-
bandi við fegurðarsamkeppn-
ina og ýmis konar skemmtiat-
riði bæði kvöldin.
Annríki á
Ssglufirði
Frá fréttaritara Þjóð-
viljans á Siglúfirði.
Mikil atvinna var í frysti-
húsunum hér á Siglufirði í sið-
ustu viku og um hvítasunnu-
helgina. Togararnir Hafliði og
Elliði lögðu hér upp afla sinn
í siðustu viku. Hafliði var með
151 tonn og Elliði með 190.
Á annan í hvítasunnu kom svo
togskipið Margrét frá Siglu-
firði með um það bil 60 tonri.
Afli þessi fór allur í fryst-
ingu og herzlu.
Pilturinn fékk
meðvitund í gær
Samkvæmt upplýsingum, sein
Þjóðviljinn fékk í gærkvöld á
Landakotsspítala, er pilturinn,
sem meiddist í árekstrinum á
laugardaginn. heldur á batavegi.
Kom hann til meðvitundar í gær
í fyrsta skipti eftir slysið og gat
drukkið hjálparlaust.
iniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiriiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiii
Dynamo lék sér að Fra mliðinu í gcerkvöldi - vann síðasta leikinn 9:0
Síðasti leikur rússneska liðsins
Dynamo frá Moskvu fór fram í
gærkvöldi við gestgjafana Fram.
Iæikurinn í gær, sem og raun-
ar hinir tveir leikirnir, fóru nær
eingöngu fram á íslenzka vallar-
helmingnum. Úrslit leiksins urðu
þáu að Dynamo vann með 9:0,
sem eru réttlát úrslit og raunar
mjög vel sloppið fyrir Fram, svo
mörg og góð tækifæri áttu Rúss-
arnir.
r
Gangur leiksins
Svo sem áður segir var gangur
leiksins einfaldlega sá að Dyn-
amo héit knettinum mestallan
timann inn á -vallarhelmingi
Fram, og þar léku Rússarnir list-
ir sínar, sem oft voru mjög
skemmtilegar til að sjá. Fyrsta
markið kom á 9. mínútu leiksins
eítir fallegt spil innan vítateigs.
2. markið á 13. minútu elti.r að
Geir hafði varið failegt skot. en
misst boltann frá sér út. þar sem
hægri innherjinn ýtti boltanum
yfir Geir iiggjandi. Þriðja mark-
ið kom svo ekki fyrr en á 34.
mín. og það fjórða íylgdi þrem
mínútum síðar.
Á 40. mín. skoraði Fedosofl’
h. innherji 3. markið sitt í röð og
jafníramt 5. mark Dynamo.
í síðari hálfleiknum var sem
iiðið félli niður og var engu lík-
ara en leti og deyfð ríkti í lið-
inu. Þó skoruðu Rússarnir enn
fjögur mörk í viðbót. Fedosoff
skoraði 6. markið, h. innherjinn
skoraði 7. markið og á 22. min-
útu skoraði h. innherjinn enn.
Síðasta markið og jaínframt eitt
það glæsilegasta, sem D.ynamo-
menn haía skorað hér i íerðinni
skoraði Stjarnoff v. íramvörður
með geysifallegu skoti frá víta-
teig ef^t upp undir marksúiuna,.
algjörlega óverjandi lyrir hvaða
markvörð sem er.
•Ekki er hægt að segja að
Framiiðið haíi- ekki átt tækifæri
í leiknum, en þau voru þó harla
Framhald á 10. síðu