Þjóðviljinn - 24.06.1960, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 24.06.1960, Blaðsíða 9
Föstudagur 24. júni 1960 — ÞJÓÐVIUINN (9 Liilirr 131! m rtuit Ritstjór}: Frímani^ |íé^cis«?n Iþróttir í stuttu máli Lið frá Mílanó keppti ný- lega við sovézka landsliðið í knattspyrnu. Leikurinn fór fram í Moskva og varð jafn- tefli 2:2. Kveanalandsliðið fór á þriðjudag Kvennalandsliðið íslenzka í handknattleik fór utan á þriðjudagsmorgun til keppni Norðurlandanna í handknatt- leik, sem fram fer í Vesterás í Svíþjóð innan skamms. íþróttasíðan hefur þær góðu fregnir að færa, að Sigríður Lúthersdóttir úr Ármanni, sem Jmeiddist á æfingu skömmu fyr- ir utanförina, fór utan með liðinu og mun leika með því, að því er bezt er séð. Munu meiðsli hennar ekki eins alvar- leg og ráð var fyrir gert og er það vel, þar eð Sigríður er einn foezti kraftur liðsins. Peningamenn Floyd Patterson fékk 763. 000$ og Ingemar 636.000 fyr- ir að berjast i 5 lotur. Heild- artekjur af leiknum námu 3,3 millj. dollara. Það var þá þjófstart! Idrottsbladet skýrir frá því að Þjóðverjinn Armin Hary hafi þjófstartað, er hann hljóp á 10 sek. sléttum og ákváðu dómararnir að taka timann ekki gilidan. 7 yfir 4.42 meCra. Á frjálsíþróttamóti í Banda- ríkjunum sigraði J. D. Martin í stangarstökki, stökk 4,49 metra. Sjö menn fóru yfir 4.42 rnetra. rei ems fast Red boys eg KR keppa í kvöld 1 kvöld keppir Lúxemborgar- liðið Red Boys við íslands- meistarana KR. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst kl. 8.45. Næsti leikur verður á sunnudag við Akur- nesinga og verður leikið á sama velli. Var búinn að fá nág eftir 75 lotur! 8. júlí 1889 var háð fyrsta heimsmeistarakeppnin t hnefaleikum. John L. Sullivan og Jake Iíilrain slógust með berum linefum i 75 Iotum; þá hafði Jake Fengið nóg og Sullivan er talinn fyrsti heimsmeistari í þungavigt. Síðan hafa verið haldnir 99 kappleikir á 71 ári <og heimsmeistarar eru 21 að tölu. Sjö sinnum hefur keppni verið lokið í fyrstu lo'tu — eftirminnilegast þeg- ar Joe Louis geklt frá Scmeling 1938 á 2,04 mínút- um. Joe Louís er konungur hnefaleikaranna, ef svo má að orði komast; hann hélt titlinum í ellefu ár og varði hann 26 sinnum. Hann hæt'ii hnefaleikum ósigraður. I>etta er Floyd Patter- snn, — blökkumaðurinn ungi, sem endurlieimti heimsmeistaratitilinn í linefaleik sl. mánudags- kvöld. Hann bauð Sví- anum Ingemar aftur £ keppni innan 90 daga, en Svíinn gat ekki tekið £(kvörðun strax. Ingemar sagði eftir leikinn: Eg var of ör- uggur og of kærulaus. Patterson sagði: Eg hef aldrei slegið eins fast. Eegar Patterson var 17 ára gamaU vann Iiann millivigtarkeppni á ol- ympíuleikunum. Frjálsíþrótiamót ÍR 4.-5. júlí Stúlkan er kínversk og heitir Chao Hsiu-chen. Ilún sigraði í fimleikakeppni, sem nýlega var haldin í Ivína. Hafnarfjörður vann Kópavog í 2. deild með 5 gegn 0 Hafnarfjörður sigraði Ivópa- vog í fyrsta leiknum í B-riðli II. deildarkeppninnar, sem fram fór í Hafnarfirði á miðviku- dagskvöldið. Orslitin 5 mörk gegn engu eru ekki fyllilega verðskulduð, enda þótt Hafnar- fjörður hafi verið betra liðið. Markvörður Kópavogs hefði átt að verja a.m.k. 2—3 markanna. Éinnig áttu Kópavogsmenn nokkur tækifæri, þó engin þeirra nýttust. Dómari var Einar Hjartar- son, Val. — Næsti leikur í H. deild verður n.k. sunnudag í Sandgerði. Þá leika Kópavógur (U.M.F. Breiðablik) og Reynir, Sandgerði. Frjálsíþróttamót ÍR fer fram á Laugardalsvellinum dagana 4. og 5. júlí næstkomandi. — Keppt verður í eftirtöldum greinum: Fyrri dagur: 400 m grinda- hlaup, 200 m hlaup, 800 m hlaup A-flokkur, þeir sem náð hafa 2:05,0 mín. eða betra, 800 m B-flokkur, þeir sem náð hafa 2:05,1 eða lakara, 3000 m hlaup, 100 m hlaup sveina (16 ára og yngri) 4x100 m boðhlaup, þrístökk, stangar- stökk, kringlukast og spjót- kast. Síðari dagur: 110 m grinda- hlaup, 100 m hlaup, 1500 m hlaup, 400 m hlaup, 800 metra Góður árangur fyrir vestan Á 17. júní mótinu í Stykkis- hólmi náðist góður árangur í sumum greinum. Brynjar Jensson átti bezta afrek móts- ins, 11,5 í 100 m. Brynjar er alhliða íþrótta- maður. Hann stökk 12,58 m í þrístökki, kastaði kúlu 13,50 og kringlu 40,06. Svala Lárus- dóttir sigraði í þrem kvenna- greinum. Nokkrir gestir tóku þátt í mótinu. Erling Jóhannesson yarpaði kúlu 13,89 og kringlu 41,66. Svandis Hallsdóttir hljóp 100 m á 13,9 og stökk 4,30 í langstökki. 19. júní, í keppni íþróttavik- unnar, kastaði Brynjar kringlu 42,67 m. hlaup drengja (18 ára og yngri) 100 m hlaup kvenna, 1000 m boðhlaup, 200 m hlaup sveina, hástökk, langstökk, kúluvarp og sleggjukast. Þátt- tökutilk. þurfa að herast í síðasta lagi 30. júní og send- ist til Baldurs Jónssonar, Melavellinum, sími 14608. Aukieifl áhugi á knatispyrnu í Banslaríkjunum Áhugi í USA á knattspyrnu fer um þessar mundir mjög vaxandi, og er þetta mest að þakka svokallaðri „Keppni Meistaranna“, sem fram hefur farið í New York og víðar síðustu vikurnar. Forráðamenn keppninnar eru mjög bjartsýnir, segjast koma vel út úr keppninni fjárhags- lega, sem þó hafi aldrei verið reiknað með. Áhorfendur að leikjunum hafa yfirleitt verið milli 9—12 þúsund, sem þykir mjög gott, þar eð aðgangseyri hefur ekki verið stillt í hóf (2-4$ fyrir miðann). William Cox, framkvæmda- stjóri keppninnar hefur látið hafa eftir sér, að á döfinni sé ný keppni strax næsta sumar og verði sú keppni enn stór- kostlegri, og þangað verði stefnt öllum beztu liðum hehns- ins til keppni. Efst í keppni þessari er skozka liðið Kilmarnock en í öðru sæti er I. deildarmeistar- }nn Burnley frá Englandi. KSI ÞRÓTTUK KRR LAUGARDALSVÖLLURINN - KR leika í kvöld klukkan 8,45 — Dómari: Jörundur Þorsteinsson Forsala aðgöngumiða á Melavelli kl. 1—7 — Verð: Stúka 40 kr. — Stæði 25 kr — Eörn 5 kr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.