Þjóðviljinn - 25.06.1960, Page 4

Þjóðviljinn - 25.06.1960, Page 4
4);_>— !ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 25. júni 1960 - ÍSLENZK TUNGA Ritstjóri: Árni Böðvarsson. 108. þáttur 25. júní 1960 ÞýSingar Frá því ritöld hófst hér á landi, hafa menn þýtt úr er- iendum málum ýmislegt það er þeir hafa viljað koma fyrir augu íslenzkra lesenda. Mjög hafa þessar þýðingar verið mis- jafnar að gæðum, enda er mönnum mislagið að endur- segja á íslenzkulegan hátt það sem í frumtextanum stendur. Til þess að þýðing sé góð, verður efni frumtextans að vera rétt og vel endursagt, og helzt þannig að hver blær í stíl höfundar haldist. Oft er það samt ómögulegt. Ekki er <irmt ..ir i .ju vel endursagt, ef endursögnin er á slæmu máli. Bögubósi get- ur eyðilagt gott rit með slæmri þýðingu, en stílsnillingur getur stórlega bætt rit með góðri þýðingu. Lengi hefur þótt við brenna hér að timar.it sérstakr- ar tegundar, sorprit svo kölluð, vandi miður til þýðinga sinna en góðu hófi gegnir. Við dálitla athugun virðist mér samt að þessi rit séu nú tekin að vanda betur til mál- fars en tíðkaðist fyrir nokkrum árum, enda munu fæstir út- gefendur þeirra vilja viður- kenna að þessi ,,skemmtirit“ þeirra séu „sorprit". En hvað um það; þetta eru mikið lesn- ar bókmenntir og skiptir því miklu að ritað sé á máli er hefur bætandi áhrif á smekk lesenda. Ekki eru rit af þessu tagi ein um að birta óvandaðar þýðingar, heldur kemur það einnig oft fyrir hjá blöðum sem vilja vanda vel til lesefnis síns. Ég gríp t.d. hér niður í þýdda grein í Tímanum sl. fimmtudag. Þetta er grein um kanadiskan bakara ei hafizt hefur til vegs og valda í pen- ingaheimi Breta. í henni ægir saman margvíslegum ambögum, og skal nú minnzt á hokkrar beirra, ef verða mætti viti til varnaðar einhverjum þýðanda. Tvívegis verður þýðanda það á að nota dönskuslettu eina sem mikið ber á nú, en er engu að síður hvimleið þeim er taka eftii henni. Það er atviksoi'ðið síðan í samböndum eins og ..fyrir 40 árum síðan“ og ,,fyr- i.r mörgum árum síðan“, en hvort tveggja þetta kt/nur fyr- ír í greininni. Þarna er atviks- orðið ekki notað í vandaðri ís- ienzku, heldur sagt einfaldlega „fyrir 40 árum“ eða t.d. „fyrir fáum dögum“. Vera má að niðuriag svart- letursklausunnar í upphafi greinarinnar hafi eitthvað brenglazt í meðförum prentara, en slæm er hún: „Innleiðing nýrrar sölutækni á matvæla- markaðinum, háar sölur skip- aðar með eins lítilli álagningu og frekast er hægt.“ Sennilega er „skipaðar“ prentvilla fyrir „skapaðar". Sögnin að skapa er eitt þeirra orða sem nú leita stöðugt á menn; það er eins og þeim hugkvæmist ekki að önnur orð eru til sem geta aukið fjölbreytni stílsins og gert hann læsilegri, en látum það vera nú. — Þá er orðasam- bandið ,,háar sölur“ um sölur fyrir mikið fé. Ég tel ekki þörf að amast við fleirtölunni sölur, þegar um er að ræða einstakar athafnir, en þó mundu margir málvöndunarmenn telja það slæmt mál. Hins vegar er það ný notkun á orðinu að tala um ,,háa sölu“, þegar eitt- hvað er selt fyrir gott verð (eða hátt verð, ef menn vilja vera hlutlausir um góða og slæma eiginleika verðsins, það e.ru svo afstæð hugtök!). Hér hefði verið betra að nota ekki fleirtöluna ,,sölur“, eins og að- eins sé átt við einstakar sölu- athafnir, heldur eintöluna ,,sölu“ og segja t.d. „mikil sala vegna ein?, lítillar (eða lágrar) álaeningar _og rnögulegt er (eða fremur; lágmarksálagningar)". — Framhaldið á ofangreindri klausu er í greininni: „segir Weston að sé leiðin til vel- megunar fyrir alla“. Með ein- faldx'i tilfærslu á setningar- hlutum má losna hér við mikið klúður; „Ný sölutækni á mat- vælamarkaði og mikil sala vegna lægstu álagningar er leiðin til velmegunar. fyrir alla, segi.r Weston". Síðar í greininni segir: „f dag höndlar Weston í gegiium nálega 1000 matvælaverzlanir „allt það sem þarf til daglegra þarfa“ eins og hann segir sjálf- ur“. Ekki er íslenzkulegt orða- lag að verksmiðjueigandinn „höndli vöruna gegnum verzl- un“, þegar átt e.r við að verzl- • Áminning til íoreldraí Fyrir stuttu birtist hér ít* blaðinu frásögn Hafliða Jóns- 1 sonar garðyrkjustjóra bæjar- ins af skemmdum, sem unnar hafa verið í Hljómskálagarð- inum og víðar bæði á trjám og öðrum gróðri. Einna alvar- legast verður að telja það, að unglingar og krakkar hafa tekið upp á þeim óvana, að flá börkinn af trjánum með hnífum en eftir þá meðferð eyðileggjast trén mjög fljótt f viðtali við þann, sem þetta ritar, sagði Hafliði, að þetta myndi vera afleiðing af því, að nú væri það mikil tízka meðal stráka að ganga með hnífa, en að sjálfsögðu þurfa þeir að „nota hnífana til ein- hvers og þá verða trén fyrir barðinu á þeim. Nokkuð hefur einnig borið á því að trébekk- ir í götum og við gangstíga séu tálgaðir og skomir og á það sjálfsagt rætur að rekja til sömu orsakar. Vafalaust eru þessi skemmdarverk mest aiiir selji vöru hans. Og „allt það sem þarf til daglegra þarfa“ er frámunalega klaufa- legt orðalag. Við þurfum ekki hlutina til þarfanna, heldur til daglegra nota eða til að full- nægja þörfum okkar. Látum liggja milli hluta að þýðandi notar hér að óþörfu sögnina að höndla = verzla, selja. Meðal þeirra orða sem nú er tekið að nota í tíma og ótíma, er sögnin að byggja. Fyrrum byggðu menn það sém hlaðið var, hús, veggi, o.þ.h. Síðar tóku menn að byggja brýr, vegi, skip, byggja yíir bíla, og í þessari grein er talað um að byggja flugvélar. Það er eins og enginn kunni lengur sögn- ina að smíða, eða orðasambönd eins og setja saman, búa til, og ýmislegt annað. Með þessari þróun verður ekki langt þangað til smiðir fara að byggja skrif- borð. byggja lampa, blaðamenn og rithöfundar að byggja grein- a.r og bækur, jafnvel bakarar að byggja kökur, ef þær eru samsettar. Þá verður merking sagnarinnar orðin nokkuð út- þynnt — og hún ekki lengur nothæf. Venjan er að hella kaffi eða öðrum drykk í bolla, og það má hella ýmsu út í kaffi. En þýðandinn segir: „Weston hellti peningum og starfskröftum í kaffiveitingar í loftvarnaskýl- um í London á stríðsárunum“. Þýðandi varar sig ekki á því að merking sagnarinnar að hella verður hér allt of bók- stafleg og hlutkennd. Með of- boðlítilli meinfýsi má skýra málsgreinina svo að Weston hafi steypt peningum sínum út í kaffiveitingarnar í loftvarnar- skýlum. Fleira skal ekki rætt um þessa grein, og raunar réð til- viljun því að hún varð fyrir valinu, en ekki einhver önnur, því að fleiri þýðingar með klaufalegu orðafari hafa birzt í Tímanum nú upp á síðkastið. Þeir sem ganga frá greinum á þennan hátt til prentunar, ættu að vinna verk sitt betur eða snúa sér að öðru starfi. fýkn í að skemma og eyði- leggja. Þarna eru það for- eldrarnir, sem eiga skyldu að gæta. Það er þeirra hlutverk að brýna fyrir börnum sínum að vinna ekki tjón á trján- um eða öðrum gróðri, með hvaða hætti, sem það er gert. Því miður munu margir for- eldrar allof hirðulaus um það hvað börn þeirra hafast að, þegar þau eru úti að leika sér, og leggja litla áherzlu á að kenna þeim að íhuga af- leiðingar gerða sinna. Öll viljum við láta gera sem mest til þess að fegra og prýða bæinn okkar og er leitt til þess að vita, að því skuli spillt, sem gert er í þá átt, Ættu foreldrar að brýna fyr- ir bömum sínum að vinna ekki tjón á gróðrinum í göörð- um bæjarins og eyðileggja ekki verðmæti, hvorki lifandi eða dauð. • óbarfur varnagli Enn halda hernámsblöðin •s> unnin af óvitaskap en ekki af IVmr** I in/llun<nli Sænskur flugmaður, Karl Olsen, íh yr unanergn getði a„ gamn. sinu á d8g. unum að fljúga einn yfir Atlanzhafið í eins hreyfils vél að dæmi Lindberghs, sem er sænskættaður eins og kunugt er. Flugið gekk eins og í sö,gu. Mjiidin var teídn af Olsen á Kast- rupflugvelli við Kaupmannahöfn, þegar hann var að lita yfir vél sína áður en liann lagði af stað í síðasta áfangana lieim. Guðmundur heitinn ferða- langur og Hersteinn pok í Margt ekemmtilegt bar fyr- ir augu manna á Keflavíkur- göngunni. Einhverja kátleg- ustu sjón bar þó fyrir þegar komið var niður í Hafnarfjörð og gengið Strandgötuna. Á einum klettastalli hékk þar ókennilegt hrúgald, er- líktist úttroðnum poka. En er nær kom, sáu menn sér til mestu skemmtunar, að poki þessi tók að hreyfa sig og sást nú að hafði hallazt upp að berginu mannvera ein og einstök. Báru kunnugir kennsl á að þar væri kominn Hersteinn’ Vísis-ritstjóri. Gizkuðu menn á, að hann hefði eftir há- degisdúrinn farið með lið sitt áfram að skrifa um Keflavík- urgönguna og er sýnilegt, að hún hefur farið ónotalega í taugarnar á sumum Nato-vin- unum íslenzku. Að venju held- ur Vísir sig í gær eins fjarri sannleikanum og honum er unnt og birtir í leiciara sögn af göngunni, sem liann sér ástæðu til að taka fram að sé tóm lygasaga. Sennilega er þetta gert af klókindum hjá ritstjóranum til þess að láta líta svo út, sem fyrri skrif blaðsins um gönguna hafi ver- iðs - saiinleikanum samkvæm. Vísisritstjórinn liefði hins vegar getað sparað sér að siá þennan vamagla, þtví að það reilcnar enginn með því; að hann segi satt orð um gönguna. Ef svo ólíklega; skyldi hins vegar vilja til, að hann gerði það, er óhjákvæmi- legt fyrir hann að taka það greinilega fram, svo að ein- hver trúi honum. Annars er hætt við því að fari fyrir hon- um eine og manninum, sem þetta var um kveðið: „Einusinni eldd laug hann og enginn trúði honum.“ í mótmælagöngu á móti mót- mælagöngunni, en forustuna hefði gjörsamlega brostið og Hersteinn hefði þá dagað uppi sem poki þessj. Minnti þessi háðulega för Hersteins því á Guðmund heitinn ferða- lang, en honum þótti stífur áfangi milli búrs og eldhúss. Einhver mun hafa hirt hann af götu sinni a.m.k. var pok- inn kominn á sinn stað á rit- stjórnarskrifstofu Vísis dag- inn eftir. — Göngumaður. STEIKÞOS Trúlofunarhringir, Stein- hringir, Hálsmen, 14 og 18 kt gulL BtMVGUR er ljúííengur eítirmatur. Fæst í næstu búð.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.